Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Blaðsíða 4
FORN SVERÐ Framhald af bls. 1. farið með sem skyldi og var brugðið heillinni sverðsins, en það gekk grenj- andi úr sliðrum". Svo hófst hólmgang- an og i fyrsta höggi sneið Sköfnungur oddinn af Hvítingi, sverði Bersa, og kom oddurinn á hönd Kórmáki og særði hann, en Sköfnungur kom á törgu Bersa og rauk eldur úr, en skarð brotnaði í eggina. Við þetta fór hólmgangan út um þúfur, en er heim kom var reynt að brýna skarðið úr egginni, en það varð æ stærra eftir því sem meira var brýnt. Þegar Skeggi va- orðinn gamall, flutt- ist hann til Eiðs sonar síns að Ási í Hálsasveit í Borgarfirði. Þar andaðist hann og var lagður í haug út frá garði, en ekki var Sköfnungur lagður í haug- inn með honum, heldur tók Eiður hann til sín. Svo liðu mörg ár. Þá var sonur Eiðs veginn af Grími frá Kroppi. Varð Grímur sekur og lagðist út á Arnar- vatnsheiði. Þótti það skyldast Þorkeli Eyjólfssyni frænda Eiðs, er þá var væn- legast höfðingjaefni í Breiðafirði að drepí útlagann. Kom svo Þorkell til Eiðs kvaðst vera á leið til fundar við Grím og bað hann að ljá sér sverðið Sköfnung. Ekki leizt Eið á þessa ráða- gerð, því að Grímur væri heljarmenni. Þó vildi hann ljá sverðið og sagði svo um náttúru þess: „Eigi skal sól skína á hjöltin og eigi skal því bregða svo konur sé hjá. Ef maður fær sár af sverð- inu, þá má það eigi græða, nema lyf- steinn sá sé riðinn við, er þar fylgir“. Jr að er að segja af för Þorkels, að hann hitti Grím og særði hann, en svo varð gæfumunur þeirra mikill, að Grímxir átti ráð á lAi Þorkels. þeir sættust þá og reið Þorkell þá lyfstein- inum við sár Gríms og tók þegar þrota og sviða úr því. Bauðst Þorkell svo til að flytja Grím utan, en vildi ekki koma í Ás. Riðu þeir vestur og hafði Þorkell Sköfnung með sér og bar hann lengi. Þorkell kvæntist síðan Guðrúnu Ósvífursdóttur og bjuggu þau að Helga- felli. Á skírdag (7. apríl) 1026 ætlaði Þorkell með viðarfarm á ferju frá Lax- árósi út til Helgafells. Þeir voru 10 á skipinu og var það mjög hlaðið. Þor- kell hafði Sköfnung með sér, var hann í stokki og festur við innviðu ferjunn- ar. Gerði hinn mesta storm um dag- inn, og er þeir voru komnir að Bjarn- arey laust hviðu í seglið og skipinu hvolfdi. Drukknaði Þorkell þar og þeir allir. Viðinn rak víða og burt úr skip- inu og fannst Sköfnungur í ey þeirri, er síðan var kölluð Sköfnungsey. Sonur þeirra Þorkels og Guðrúnar var Gellir, afi Ara fróða. Hann tók nú Sköfnung og bar lengi. Á gamalsaldri gekk Gellir suður til Rómar og hafði Sköfnung með sér. Á heimleiðinni veikt- ist Gellir og komst ekki lengra en til Danmerkur. Hann andaðist í Hróars- keldu og var grafinn þar, en til Sköfn- ungs hefir ekki spurzt síðan. Er ein- kennilegt að hann skyldi týnast á svip- uðum slóðum og þar sem Skeggi náði honum, því að haugur Hrólfs kraka var skammt frá Hróarskeldu. D, Hæng þess ei varði að hrökkva mundi eggjar eiturherðar þó að Óðinn deyfði. Bít þú nú, Dragvandill, eða brotna ella. Báðum er okkur heill horfin ef þú bilar sinn þriðja. Þá sneri hann sverðinu í hendi sér og beitti hinni egginni. Framar stóð kyrr er sverðið reið á öxlina og nam eigi staðar fyrr en í mjöðminni, og flakti frá síðan. Hugur er í Hængi, hvass er Dragvandill, beit hann orð Óðins sem ekki væri. kvað Framarr þá og féll dauður til jarð- Egill reiddi sverðið af öllu afli og hjó þrisvar til Atla, en ekki beit, hvar sem hann hjó til. Beitat nú sá er brugðum blár Dragvandill randir, af því að eggjar deyfði Atli fram inn skammi orkti Egill þá, kastaði sverðinu, en greip Atla fangabrögðum, felldi hann og beit í sundur á honum barkann. — Vera má, að Agli hafi ekki þótt neitt til sverðsins koma eftir þetta, enda er Dragvandils ekki framar getið. Annað sverð átti Egill, er hann kallaði Naður. Það hafði hann fengið á Kúrlandi og var hið bezta vopn. Það sverð hafði hann í orustunni hjá Vínu, en Þórólf- ur hafði það sverð er hann kallaði Sverð' í Kumli á Sílastöðum (Kuml og haugfé). "ragvandill. Þetta sverð tók Ket- ill hængur í Hrafnistu af Gusa Finna- konungi dauðum, og einnig örvarnar Flaug, Hremsu og Fífu, er kallaðar voru Gusisnautar og lentu hjá Örvar- Oddi. Dragvandill var talinn sverða bezt, hafði Ketill hængur það í hólm- göngum og var það allra sverða bitr- ast. Maður hét Framarr, vikingakonung- ur, blótmaður mikill og bitu hann engin járn. Það hafði Óðinn skapað honum. Við þennan mann háði Ketill einvígi, en þá beit Dragvandill ekki. Þá kvað Ketill: ar. Hér er þess getið að Dragvandill hafi yerið hertur í eitri. VF rímur loðkinni tók Dragvandil í arf eftir föður sinn. Hann átti hólm- göngu við Sörkvi Svaðason, en sá hét Þröstur er skildi hélt fyrir Sörkvi. Og þá beit Dragvandil. Hið fyrsta högg Gríms varð svo mikið, að hann klauf skjöld- inn að endilöngu, en blóðrefillinn nam vinstri öxl Þrastar og sneiddi manninn sundur um þvert fyrir ofan mjöðm- ina hægri, en hljóp síðan á lær Sörkvi og tók af honum báða fætur, annan fyr- ir ofan hné, en hinn fyrir neðan. Seinna gaf Grímur Þórólfi Kveldúlfssyni sverð þetta, en Skallagrímur fékk það að Þór- ólfi látnum. Hann gaf svo sverðið Þór- ólfi syni sínum, en Þórólfur gaf það Arinbirni hersi, en Arinbjörn gaf það síðar Agli Skallagrímssyni. Egill hafði þetta sverð er hann gekk á hólm við Ljót bleika og hjó af honum fót fyrir ofan hné. Þetta sverð hafði Egill líka er hann gekk á hólm við Atla hinn skamma, en þá beit Dragvandill ekki. lauk svo, að Gísli fékk sigur, en vildi þá ekki skila sverðinu aftur. Bauð hann Kol að gefa honum frelsi fyrir það og farareyri hvert sem hann vildi halda eða þá jörð og nægan bústofn. En Kolur vildi ekki láta sverðið og litlu seinna veitti hann Gísla tilræði. Þá hjó Gísli í höfuð þrælsins með Grásíðu svo fast, að hausinn lamdist, en sverðið brotn- aði. Fengu þeir báðir bana Gísli og Kolur, en áður en Kolur dó, lagði hann á sverðið að það skyldi valda mikilli ógæfu í ættinni. Mr orbjörn súrr, bróðir Gísla, fór til íslands og með honum synir hans Þorkell og Gísli. Hafði Þorkell brotin af Grásíðu undir höndum. Þeir Þor- kell og Þorgrímur goði mágur þeirra bræðra, fengu til Þorgrím nef að gera spjót úr sverðsbrotunum. Þorgrímur nef var hagur á járn, en fullur af gern- ingum og ljölkynngi, og var seiðskratti sem mestur mátti verða. Með þessum orðum gefur sagan í skyn, að ekki muni náttúra vopnsins hafa batnað við með- ferð hans. Hann gerði ’-r brotunum spjót, sem „mál voru í og fært í hefti spannarlangt“. Með þessu spjóti myrti Þorgrímur goði Véstein mág Gísla Súrssonar, en Gísli myrti aftur Þor- grím með hinu sama spjóti. Höfðu þá rætzt ákvæði Kols um þá ógæfu er Grásíðu skyldi fylgja. Fara nú ekki sögur af því langa hríð, en þegar Loftur biskupsson fór að Birni Þorvaldssyni á Breiðabólstað, var með honum Guðlaugur af Þingvelli Eyjólfsson, bróðir Keldna-Valgerðar. Hann hafði spjót það er hann kallaði Grásíðu, og sögðu menn að Gísli Súrs- son hefði átt. Með þessu spjóti veitti hann Birni banasár. Um það var kveð- ið: Björn frák brýndu járni, bragð gott var það, lagðan, gerði Guðlaugur firðum geisihark, í barka. Auðkýfingur ' 4t ævi óblíður fyr Grásíðu. f Örlygsstaðabardaga varðist Sturla Sighvatsson með spjóti því, er Grásíða hét, „fornt og ekki vel stinnt mála- spjót“. Hann lagði svo hart með því jafnan, að menn féllu fyrir, en spjótið lagðist (bognaði) og brá hann því undir fót sér nokkrum sinnum til þess að rétta það. Má vera að allt sé sama spjótið og Þorgrímur nef gerði með göldrum úr brotum Grásíðu. En meira segir ekki af ferli þess, nema að Gissur Þorvaldsson hafi tekið undir sig vopn Sturlu eftir bardagann á Örlygsstöðum. Málaspjót voru kölluð ef þau voru smellt gulli eða silfri. Æt Lang. Um þá orustu kvað Egill: Valköstum hlóðk vestan vang fyr merkistangir; ótt var el þat er sóttak Aðgils bláum Naðri. Það er eftirtektarvert, að Egill kall- ar bæði sverðin blá (þ.e. svört) og mun þiað sennilega stafa af því að brandarnir hafa verið hertir svo, að þeir hafa ver- ið kolbláir. Annars er sums staðar get- ið um sverðsblöð er voru svo björt sem silfur. vFrásíða. Þegar Gísli Þorkelsson í Súrnadal átti að ganga á hólm við Björn berserk, fékk hann léð sverð hjá Kol þræli þar á heimilinu. Þetta sverð hét Grásíða og var dvergasmíði. Það beit hvað sem fyrir var, járn eða ann- að, og eggjar þess mátti eigi deyfa. Það fylgdi og því sverði, að sá er það bar, skyldi hafa sigur í orustu. Þræln- um þótti mikið fyrir að ljá sverðið, en gerði það þó vegna þess að hann vissi hve mikið lá við. Hólmgöngunni I ttartangi. — Hrafn hét siglinga- maður, er þá veturvist hjá Ingimundi gamla að Hofi í Vatnsdal. Er honum svo lýst, að hann hafi verið fálátur, stór og ódæll og mikill af sjálfum sér. Hann átti sverð gott og falaði Ingimundur það af honum, en hann vildi eigi með neinu móti selja. Ekki er þess getið að nein rök fylgdu sverði þessu. Eitt sinn varð Hrafni það á að hann gekk í hofið með sverðið, en það var bannað, og dæmdi Ingimundur það þá af honum. Þótti Hrafni mikið fyrir að missa sverð- ið, og kvaðst fremur hafa viljað láta mikið fé annað. Má á öllu sjá„ að hann hefir talið sverðið dýrgrip. En sverð þetta áttu þeir feðgar lengi og kölluðu Ættartanga. Að Ingimundi látnum skiftu þeir bræður arfi með sér og hlaut þá hver þeirra kjörgrip: Þor- steinn fékk ættaróðalið, Þórir goðorð- ið, Högni skipið Stíganda og Jökull sverðið. Mætti af þessu ráða hve mikils þeim hafi þótt um sverðið vert, og þó er sagan ekki nema hálfsögð, því að enda þótt Jökull eignaðist sverðið, þá skyldi Þorsteinn bera það á leiðum og lögmótum. Framhald á bls. 12. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. október 1066

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.