Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1967, Blaðsíða 5
Bókasöín fom og ný IX: Effir Sigurlaug Drynleifsson Ilok átjándu aldar og mieð upphafi þeirrar nitjándu hefst nýtt tímabil í sögu mannkyns- ins, iðnbyltingin. Iðnbyltingin hefst á Englandi og berst þaðan til ann- arra landa. Fjöldaframleiðsla tek- ur við af handverki, framleiðsluget- an stóreykst, matvælaöflunin verð- ur mun auðveldari og samgöngur stórbatna. Aukin matvæli, bætt heilsufarsástand lengir meðalaldur- inn og bamadauðinn verður hverf- andi hjá því sem áður var. Þassi þróun varð til þess að þörf var á enn aukinni framleiðslu. Fólkinu tekur að stórfjölga á nítjándu öld- inni í þeim löndum þar sem áhrifa iðnbyltingarinnar gætti. Meiri framleiðsla, bætt kjör og þörf sér- hæfingar og sérþekkingar í atvinnu- greinum jók þörfina fyrir meiri fræðslu, sem krefst aukins bóka- kosts og veldur byltingu í bóka- safnsmálum. Almenningssöfnum stórfjölgar og bókaeign eldri safna stóreykst. Framfarir í prenttækni haldast í hendur við aukna útgáfu- starfsemi. Þessar breytingar ger- ast á misjafnlega löngum tíma eft- ir löndum og aðstæðum, en þeg- ar kemur fram á seinni hluta nítj- ándu aldar og þá tuttugustu eykst þessi þróun stórkostlega. Almennt læsi ýtir undir aukna útgáfustarf- semi og styttri vinnutími eykur tómstundir, sem oft voru og eru notaðar til lestrar. Einkasöfnum fjölgar með aukinni velmegun og áhugi manna á bókum verður al- mennari en áður fyrr. Bóksalan eykst og bækur verða ódýrari en áður vegna betri tækni og aukinna upplaga. E nski aðallinn átti á 18. öldinni mörg vönduðustu bókasöfn Evrópu. A nitjándu öld var engu minni gróska í einkasöfnun þar í landi. London verð- ur miðstóð bókauppboðanna ásamt París. Ein elzta fornbókaverzlun og síð- ar uppboðsfyrirtæki á Englandi er Sotheby & Co, sem var stofnuð 1744 og er nú merkasta fyrirtæki sinnar teg- undar í heiminum. Þar skipta dýrmæt- ustu rit um eigendur. Meðal merkari verka, sem þar hafa farið undir hamarinn nýlega var Skarðs bók. Verð gamalla bóka er mjög mis- jafnt, en eftirsóttar bækur fara stöð- ugt hækkandi. Ein hæsta sala á bóka- safni hjá Sotheby var hið svonefnda Britwell safn, sem var boðið upp á Bókasafnið í Los Angeles. árunum 1916-1919 og náði verðið hálfri milljón punda eða um sextíu milljónum ísl. króna. Þetta safn var runnið frá William Henry Miller, brezkum þing- manni, sem safnaði einkum enskum bókmenntum og eignaðist eitt vandað- asta safn sinnar tegundar á 19. öld- inni. William Beckford var rithöfundur og bókasafnari. Hann safnaði bókum af mikilli ástríðu og kom því fyrir í Fonthill Abbey, sem var bústaður hans þar til hann varð að selja eignina og safnið 1822, þá taldi safnið um 22 þús- und bindi. Safnið var svo selt á upp- boði árið eftir af hinum nýja eiganda. Beckford hafði haldið eftir nokkru magni bóka og hóf aftur söfnun og varð vel ágengt. Hann eignaðist mjög vandað safn og lagði megináherzluna á fagrar bækur og listrænt bókband. Þegar hann lézt 1844 rann safnið til tengdasonar hans hertogans af Ham- ilton, en það var síðar selt hjá Sotheby á árunum 1882-84. Alexander hertogi af Hamilton sá tíundi í röðinni átti mjög gott safn fyrir, einkum var hand- ritasafn hans talið með miklum ágæt- um. Sá hluti safnsins var seldur af af- komendum hans og var kaupandinn ríkisstjórn Prússlands. Richai-d Heber, brezkur þingmaður og safnari, hóf bókasöfnun í æsku og eignaðist ein- stakt bókasafn. Walter Scott, sem var sjálfur safnari, sagði, að bókasafn Heb- ers og vínkjallari ættu hvergi sinn lika á Englandi. Heber mætti á flestöllum bókauppboðum í London á árunum 1810-30 og keypti oft heil söfn, sem vorni á boðstólum. Safn hans taldi um 150 þúsund bindi og hann varðveitti það í átta húsum, ýmist á Englandi eða á meginlandi Evrópu. Hann taldi sig hafa notað um 100 þúsund pund til þess hluta safnsins, sem hann geymdi á Englandi. Hann safnaði einkum bók- um varðandi sagnfræði og bókmenntir og átti meðal annars ágætt safn gam- alla ítalskra og spænskra rita, hann átti fjölbreytt safn húmanista og sjald- séðar útgáfur klassíkeranna. Að hon- um látnum var safnið selt á árunum 1834-37 á milli 60 og 70 þúsund pund. Jólaleyfið er vel þegið í anna- sömum skammdegissortanum, öll- um þykir gott að sofa út nokkra morgna þegar myrkast er úti og vetrarþreytan hefur tekið sér ból- Bfestu í líkam- anum. Og hressir, út- hvíldir og endurnœrðir hefja menn störf á nýju ári. Einn er sá hópur manna, sem jólaleyf- ið kemur dá- lítið ankanna- lega við, en það eru nemendur í framhaldsskólum og œðri mennta- stofnunum. Þessir skólar hefja margir störf nœrri mánaðarmótum september og október og hafa ra þannig starfað í rúma tvo mánuði þegar fer að koma los á starfsem- ina vegna jólaundirbúnings. Kennslutíminn fyrir jól verður þannig óeðlilega skammur, því það er alkunna, að verulegur skriður kemst ekki á nám fyrr en skólar hafa starfað allt að því einn mán- uð. Það tekur sinn tima fyrir nem- endur að aðlaga sig þessum nýju starfsháttum og koma sér á veru- legan skrið við ný viðfangsefni, sem alltaf eru einhver í upphafi hvers vetrar. Námstíminn fram til jóla nýtist því ekki sem skyldi og á þetta við um allt nám, allt frá gagnfræðastigi og til háskólanáms og verður þó ef til vill örlagaríkast í því síðasttalda. Að liðnu jólaleyfi taka við miðs- vetrarpróf í skólum landsins. Þá er prófað í því, sem kennt hefur verið á haustmisseri, og gefin stig og einkunnir fyrir frammistöðuna. En nemandinn er aldrei að vetrin- um verr undir það búinn að þreyta próf en einmitt í janúar, svo fremi sem hann hefur varið jólaleyfi sínu eins og til er œtlazt, til hvíldar og hressingar. Eðlilegra vœri fyrir skólastarfið, að hafa hlé hvíldar og hressing- ar að loknum miðsvetrarprófum, þá vœri nemendum hollt að hvíla huga og hönd og safna kröftum til átaka við viðfangsefni, sem bíða á vormisseri. Hér er þörf samrœmingar, því engum er greiði gerður með því að nám komi ekki að notum eða nauðsynlegur hvíldartími fari til spillis vegna skipulagsleysis og skorts á hagrœðingu. Og þá er spurningin þessi: Hvað er hægt að gera til úrbóta? Þetta ósamrœmi jólaleyfis og miðsvetrarprófa hefur verið leyst þannig við suma háskóla á Norð- urlöndum, að kennslumisseri að hausti hefst í byrjun september eða lok ágúst. Er þá fullur skrið- ur kominn á nám allt í byrjun október, sem helzt út nóvember. t desembermánuði hefjast svo próf, sem standa fram til jóla. Þarna kemur jólaleyfið mjög eðlilega við, til hvíldar og endurnœringar að loknum erfiðum áfanga. Vormiss- eri hefst svo í janúar og þá er tek- ið til við ný verkefni. Ekki virðist neitt því til fyrir- stöðu, að svipað fyrirkomulag yrði tekið upp hér á landi. Kennsluár œtti að geta hafizt í byrjun septem- ber og ekkert œtti að vera því til fyrirstöðu, að skólar lykju þá störf- um fyrr að vorinu sem því svarar. Með þessu móti notaðist kennslan fyrir áramót mun betur og allt skólastarfið yrði í betra samrœmi. Jón Hnefill Aðalsteinsson. 8. janúar 1967. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.