Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Eitt tungumá
n heiminn
I.  Vandamáiið nú á tímum: ÞÖrfin
7.  Hvaða gagn vœri að
heimstungumáli
Greiðari ferðalög og samgöngur —
Aukin viðskipti — Útbreiðsla á
hugmyndum — Lausn innanríkis-
vandamála — Siðareglur einstakl-
inga og ríkja — Kynslóðir fram-
tíðarinnar.
He
simstungumálið er tæki handa
verðandi heimi friðar og alþjóðlegrar
samvinnu, þar sem samgöngur og skipti
hugmynda mun taka mestum fram-
förum. Heimsmálið eitt getur aldrei
skapað slíkan heim. En það getur veru-
lega stuðlað að myndun hans með því
að nema burtu misskilning sprottinn af
tungumáls sökum og með því að skapa
heilbrigt andrúmsloft, svo að menn
skoði hver annan sem náunga sinn gædd
an hæfileika til að skilja mannlegt mál.
Ef styrjöldum verður ekki afstýrt þrátt
fyrir þetta, þá munu þó hermenn beggja
aðila skilja hverjir aðra og uppgjafar-
beiðni ekki verða misskilin sem vottur
um mótþróa. í hugsanlegu stríði í fram-
tíðinni, þegar bæði herlið og óbreyttir
Þorsteinn Þorsteinsson,
tyrrv. hagsfofustjóri
þýddi
borgarar beggja aðila geta talað sama
tungumál, munu verða minni þjáningar
og mannfórnir, að því leyti sem þján-
ingar og mannfórnir í undanförnum
stríðum hafa stafað af tungumálamis-
muninum. Þá verður ekki þörf fyrir
tungumálagarpa á borð við bandaríska
hershöfðingjann, sem talaði reiprenn-
andi spænsku, japönsku, kínversku og
kóreönsku, eða sérstaka túlka fyrir
amerísk, brezk, frönsk, hollenzk og
ítölsk herskip, sem taka þátt í sameigin-
legum heræfingum, ekki heldur fyrir
skynditungumálanámskeið, ætluð mönn-
um sem senda á til fjarlægra landa. Eigi
xnundi þá heldur koma fyrir, a3 ame-
rískir varðmenn og suður-kóreanskir
borgarar dræpu hverjir aðra vegna þess
að hvorugur aðili skildi hvað hinn
meintL
í borgaralegu lífi mun unnt að koma
í veg fyrir ýmis atvik sem stafa af
misskilningi, svo sem drukknun italsks
innflytjanda til Kanada á sundi, vegna
þess að hann misskildi viðvörun sem
honum haf ði verið gef in um mikið útsog,
eða atvik sem nærri hafði valdið slysi,
þegar rússnesk flugvél, sem hafði
Gromyko innanborðs, fór tvisvar fram
hjá flugvelli Lundúnaborgar, vegna þess
að leiðbeiningar frá flugturninum höfðu
verið þýddar af ensku á rússnesku.
Sjóslysin þegar Titanic og Andrea Doria
fórust höfðu bæði í för með sér mikið
manntjón vegna misskilnings milli far-
þega og skipshafna. Um síðustu aldamót
komu ítalskir verkamenn til New York
frá vanþróuðum héruðum á Suður-
ítalíu, og biðu margir þeirra bana vegna
þess að þeir skildu ekki leiðbeiningarn-
ar, sem þeim voru gefnar um að skrúfa
fyrir gasljósið, í stað þess að blása á það
eins og olíulampa.
E,
ln svo ekki sé farið fleiri orðum
um þau tiltölulega sjaldgæfu atvik, þar
sem líf og dauði veltur á kunnáttu í
öðru tungumáli, þá er það óumdeilan-
legt að heimstungumál hefði það í för
með sér, að allir innflytjendur og ferða-
menn, sem kæmu frá útlöndum, gætu
undir eins skilið alla og skilizt af öllum
umhverfis, til augljósra þæginda og
ánægju fyrir alla sem hlut eiga að máli.
í Portúgal er búlgarskur uppgjafa-
kóngur er stympist við þjón, sem held-
ur að hann vilji fara úr yfirhöfninni,
en kóngurinn var að reyna að komast
í hana. Annars staðar er amerískur
ferðamaður sem heldur að allir skilji
ensku, ef aðeins sé öskrað nógu hátt í
eyrun á þeim, og gerir þar með bæði
sjálfan sig og land sitt hlægilegt, hvar
sem hann fer. Annar ferðamaður, sem
ekur í bifreið um Evrópu, rekur sig
á vegaleiðbeiningar á þrjátíu tungumál-
um með óskemmtilegum og hættulegum
afleiðingum. Alkunn er sagan um
Ameríkumanninn, sem missti af fiugvél-
inni í Kaupmannahöfn af því að bif-
reiðarstjórinn varð að staldra við fjór-
um sinnum á leiðinni til þess að spyrja
aðra Dani um hvað maðurinn væri að
segja; ennfremur sagan um ritstjóra
tímaritsins Readers Digest í Finnlandi,
sem ekki gat gert þjónustustúlkunni
skiljanlegt, að hann vildi egg og kaffi í
morgunverð en ekki reyktan fisk og
brennivín; og einnig sagan um manninn
sem kunni tíu tungumál, en hitti fyrir
eitt sem hann kunni ekki, og varð því
að útvega sér túlk til aðstoðar. Slíkum
dæmum fjölgar stöðugt, því að fram-
vinda í menningu, viðskiptum og sam-
góngum stöðvast ekki til þess að leyfa
tungumálunum að ná henni í kapphlaup-
inu.
ft
Lsimstungumál ryður úr vegi
nauðsyn þess að gefa út tímarit á sjö
tungumálúm, að hafa yfir drottinlega
bæn á sex tungumálum við guðsþjón-
ustu fyrir fólk frá mörgum löndum, að
halda vísindalega fundi með fjórum við-
urkenndum tungumálum og tíu óviður-
kenndum, eins og oft hefur borið við
upp á síðkastið. Það mun gera út af
við raunverulega eða ímyndaða þörf
Hollands á leiðbeiningarmerkjum fyrir
ferðamenn á fimm tungumálum (hol-
lenzku, frönsku, þýzku, ensku og
esperanto). Það mun gera mögulegt það
sem nú er ómögulegt, fullkomlega al-
þjóðlegt akstursskirteini bifreiða, sem
fyrir skömmu var hafnað af þeirri
ástæðu, að það hefði hlotið að vera á
þrjátíu tungumálum að minnsta kosti.
Það mun leyfa nægilegan flutning hugs-
ana með einni einustu þýðingu í stað
tuttugu, eins og hent hefur mörg bók-
menntarit. Það mun gera mögulegt með
einni útvarps- eða sjónvarpssendingu,
einni kvikmyndagerð, einni blaðafrá-
sögn, einni tímaritsgrein að ná til allra
þjóða um gjörvallan heim.
Vér munum ekki framar þarfnast hins
stranga skóla fyrir samtíðistúlka Sam-
einuðu þjóðánna og þýðendur utanríkis-
þjónustunnar þegar við höfum fengið
Eftir dr. Mario A. Pe/,
prófessor í rómönskum
málum vib Columbia
University í New York
heimstungumálið. Vér þurfum þá ekki
að brjóta heilann um hvcxrt kínverski
texti hins enska ávarps Sameinuðu þjóð-
anna sé réttur, eða hvort „genocide"
ætti að þýða þannig, að bókstafleg
samsvörun þessi væri „eyðing kyn-
fiokka" eða „eyðing mannflokka", eða
hvort „mannleg réttindi" á ensku og
spænsku væri nákvæmlega sama sem
„réttindi manns" á frönsku og rúss-
nesku eða „maður réttur" á kinversku.
Vér mundum algerlega losna við þá
gagnrýni, sem komið hefur frá áheyr-
endum á f undum öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna, „að fulltrúarnir tali of mikið
án þess að segja nógu mikið" Það er eng-
in ástæða til þess, að það sem á að segja
á heimssamkomum verði margendur-
tekið, þegar málið sem talað er, er
fyllilega skiljanlegt og aðgengilegt
gjörvöllum heimi.
M,
bð notkun heimstungumáls í vís-
induí.x og tækni mun verða unnt að gera
alla heimsframleiðsluna þegar tiltæka
öllum heimi. Merkar nýjungar og upp-
götvanir munu ekki þurfa að bíða eftir
seinlegum, erfiðum og oft óáreiðanleg-
um þýðingum eða ófullnægjandi ágrip-
um, þar sem oft er sleppt einstökum
atriöum er máli skipta. Atómtungu-
málið mun verða fullljóst öllum sem
um það varðar og ekki þurfa að bíða
þess, að hinir þjálfuðu túlkar Samein-
uðu þjóðanna komi því með erfiðismun-
um af ensku á frönsku, þaðan á spænsku
og loks á rússnesku og kínversku. Það
verður ekki framar þörf fyrir neinar
rafþýðingarvélar, sem hingað til hefur
aðeins tekizt að sýna, að það þarf leik-
inn mannlegan þýðanda til þess að þýða
hrognamál þeirra á eitthvert skiljanlegt
mál.
Á heimstungumálinu mundi fást full-
komin samræming til alþjóðanota á
landafræðinöfnum, sem valda erfiðleik-
um, ekki aðeins þeim sem gera landa-
bréf og kortabækur, heldur einnig þeim
sem eiga að nota verk þeirra. Hver
kannast nú við það sem á finnsku kall-
ast Yhdysvallat, á arabisku Alwellat
Almotaheda, á japönsku Beikolu, á kín-
versku Mei Kuo, en vér þekkjum sem
Bandaríkin, Deutschland, Germany,-
AUemagne, Niemcy, Tyskland, Saksa og
Doitsiu, allt þetta eru nöfn á sama land-
inu — Þýzkalandi.
Á viðskiptasviðinu verður fyrir
manni bifreiðaorðasafn á 5 málum, sem
sagt er ómissandi fyrir þá, sem fara
yfir mörg landamæri í bifreiðum sín-
um. Það eru gerðar herferðir á erlend-
um málum til þess að auglýsa vörur,
sem notaðar eru víða um lönd, en valda
stundum    alþjóðlegum    árekstrum
vegna þess að vörumerkjanöfn svo sem
„Gilette"  eru  notuð  um  rakvélar  al-
mennt. Stðr atvlnnufyrlrtæki með útl-
bú víðs vegar erlendis reka blómleg
tungumálanámskeið fyrir starfsmenn
sína. Það eru milljónir starfa sem þeir
einir eiga kost á, er lært hafa eitthvert
hinna mörgu tungumála sem til eru í
heiminum, en mundu standa öllum opin
ef til væri eitt heimstungumál.
SVIPMYND
Framlhald af bls. 2.
heldur því fram, að hann hafi gengt
lykilstöðu í þeirri deiid ráðuneytisins,
sem fjallaði um hernaðaráætlanir frá
sjálfræðilegu sjónarmiði. Ennfremur seg
ir austurþýzka stjórnin, að Kiesinger
hafi gegnt mikilvægu hlutverki fyrir
áróðursdeild ráðuneytis Josefs Göbbels.
Erlendur blaðamaður, sem rifjaði þessi
mál upp fyrir skömmu í blaði sínu,
komst þannig að orði: „Það er athyglis-
verð staðreynd, að þrátt fyrir allt sem
reynt hefur verið að draga fram úr
fortíðinni, skuli Kurt Kiesinger vera
kanzlari Vestur-Þýzkalands."
E
ftir að Kíesinger hafði verið
sýknaður af öllum ákærum um þátt-
töku í hryðjuverkum nazista hóf hann
brátt þátttöku í stjórnmálum. Hann
gekk í flokk Kristilegra demókrata og
á þinginu 1949 var hann fulltrúi flokks
síns í Baden-Wúrtemberg. Mælska hans
cg þekking á utanríkismálum gerðu það
að verkum, að hann hófst skjótt til
áhrifa innan þingflokksins, og tók að
sér ýmsar ábyrgðamiklar trúnaðarstöð-
um á vegum hans. Var ahnennt álitið
á árunum milli 1950 og 1960, að Kies-
inger yrði brátt í röð fremstu valda-
manna Vestur-Þýzkalands. Um eitt
skeið var þess vænzt að hann yrði
gerður að dómsmálaráðherra og einnig
var hann nefndur sem líklegt sendi-
herraefni lands síns í Washington. En
Kiesinger hlaut hvoruga þessa stöðu, og
var talið, að Adenauer þáverandi kanzl-
ari hefði ekki verið hrifinn af skjótum
uppgangi Kiesingers og síauknum vin-
sældum. Þar sem Adenauer kanzlari
hafði hug á að bola Sósíaldemókrötum
ur stjórnarsamstarfinu í Baden-Wúrt-
emberg, og þurfti því á dugandi og vin-
sælum manni að halda til að taka við
stjórnartaumunum þar, varð það úr,
að Kiesinger var skipaður forsætisráð-
herra í Baden-Wurtemberg 1958. Þeirri
stöðu gegndi hann svo þar til í nóvem-
ber síðastliðnum, að hann tók við kanzl-
araembættinu í Vestur-Þýzkalandi.
" egar Kiesinger hafði unnið em-
bættiseið sinn sem kanzlari Vestur-
Þýzkalands, spratt gamall vinur hans
úr hópi þingmanna á fætur, gekk til
hans, tók í hönd hans og sagði: „Nú
verður þú að leiða okkur." Kiesinger
leit í augu vinar sins og svaraði: „Já,
en fyrst verð ég að hugsa" Kiesinger
fer hægt í sakirnar. Hann hefur ekki
ráðið sér sína eigin starfsmenn tveún-
ur mánuðum eftir útnefningu sína. Það
eru menn Erhards, sem vinna fyrir
hann. Hann hefur ekki heldur flutt inn
í embættisbústað kanzlarans. Sagt er,
að þegar Erhard hafi látið af embætti,
hafi frú Erhard hrópað upp yfir sig
í öngum sínum: „Hvert getum við flutt
nú um miðjan vetur? Kiesinger sagði
Erhardsfjölskyldunni þá, að hún mætti
búa í Kanzlarahúsinu eins lengi og
hún þyrfti á að halda. Sjálfur býr hann
í Tiibingen og ferðast á milli heimiiis-
og vinnustaðar.
4  LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS-
19. febrúar 1967
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16