Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 1
SSIVEXZKIIR. HPPIIWIVíii MAÐUR I BAVDARÍKJUVUl Hjörtur Þórðarson rafmagnsverkfrœðingur ALDARMINNING Eftir Steingrím Jónsson, fyrrum rafmagnsstjóra K;< *-vVWtWSK. Hjörtur Þórðarson við bókaskápinn á heimili sinu. Iljörtur Þórðarson rafmagnsfræðingur var fæddur á Stað í Hrútafirði. Þar bjuggu þa foreldr- ar hans Þórður Árnason frá Bjamastöðum í Hvít- ársíðu Guðmundssonar af Háafellsætt og kona hans Guðrún Grímsdóttir Steinólfssonar í Síðumúla og siðar Grímsstöðum í Reykholtsdal. Árið 1868 kom prestur að Stað og fluttu þau Þórður og Guðrún þá af jörðinni, fyrst að Skeggjstöðum í næstu sókn og voru þar árið, en 1870 fluttu þau að næsta bæ, Dalgeirsstöðum, og bjuggu þar til 1873, er þau fluttust til Vesturheims með „Stórhópnum", sem fór frá Akureyri 1873. Hjörtur var því þriggja ára er hann kom að Dalgeirsstöðum og dvaldist þar til 6 ára aldurs, er hann fluttist með foreldrum sínum til Veslur- heims. Við Dalgeirsstaði eru því fyrstu æskuminn- ingar Hjartar bundnar. Dalgeirsstaðir liggja hátt i Vesturdal í Miðfirði, túnið um 200 m. yifir sjáv- armái. Þar er víðsýnt mjög í björtu veðri. Hjörtur sagði síðar svo frá að það væri tvennt sem hann myndi einkum frá íslandi. Annað væri hafaldan. Hefði íshafsaldan verið tilkomumik- il. Hefir hann þá fengið að fara niður í Miðfjörð og getað hlustað á gný brimöldunnar. Hitt voru norðurljósin. Hann var eitt sinn um haust með systur sinni að reka heim fé, þá líkléga 5 ára. Kemur hann þá auga á bragandi norðurljós. Þeg- ar heim kom spurði hann um hvað norðurljósin væru og hví þau dönsuðu þannig, en fékk ekki greið svör. Þótti honum furðulegt einnig, að full- orðna fólkið skyldi ekki kunna skil á þessu. Hjörtur kom með foreldrum sínum og 4 systkin- um til borgarinnar Milwaukee í Wisconsinríki, en ihún var um þær mundir talin miðstöð íslenzka landnómsins í Bandaríkjunum. Þórður fékk þar þeg- ar vinnu og gat því tekið sér tíma til að athuga hvert halda skyldi til landnámsins. En eftir tæp- lega 3 mánuði veiktist hann hastarlega. Var talið að það væri taugaveiki og hann settur í sóttkví en hann lézt eftir stutta legu. Stóð þá Guðrún eftir ekkja, 46 ára með 5 börn, að vísu 2 uppkom- in, Guðrúnu 22 ára, Grím 19 ára, en hin voru Ingibjörg Hjálmrún, 13 ára, Hjörtur 6 og Árni 4. Þau voru öll ókunnug háttum landsmanna og tungu. Það eina sem Guðrún kunni skil á var búskapur að íslenzkum hætti og börnin höfðu alizt upp við hann. Guðrún fluttist þá með börn sín í sveit til Dane- sýslu fyrir atbeina norska trúboðsins, er þarna starfaði. Þarna voru norskir landnemar, sem voru þeim hjálplegir, og þau lærðu fljótt að bjarga sér í norsku. Þegar Hjörtur kom til Danesýslu var bjálkakof- inn sem fjölskyldan fékk til íbúðar rétt við furu- skógarþykkni mikið. Var þetta æði ólikt víðlend- inu, sem hann mundi eftir í Dalgeirsstöðum. Gerði hann inargar rannsóknarferðir inn í myrkviðinn. Þótti honum skógurinn fullur leyndardóma og hafði margs að spyrja er heim kom, en hvorki móðirin né eldri systkinin höfðu vanizt skógi, svo Hjörtur varð litlu vísari. Oft heyrði hann þau hins vegar tala sín á milli um gamla landið og bera saman við hið nýja og mátti finna söknuð í orðum þeirra fjarri öllum gömlum kunningjum og vinum. Kom fljótit ævin- týraljómi yfir minningar þeirra frá gamla landinu, sem hreif Hjört snemma. S kammt frá heimilinu rann lækur, sem minnti Hjört á lækina í gamla landinu. Þar undi hann sér vel á bakkanum. Hann spurðist fyrir um það, „Thordarson Electric Manufacturing Company“ í 500 West Huron-stræti í Chicago. Fyrirtæki Hjartar var þarna til húsa eftir 1918. hvaðan lækurinn kæmi og hvert hann færi. Fékk hann að vita að vatnið í læknum kæmi úr jörð- inni langt að um margar uppsprettur. Datt honum þá í hug að vel gæti verið að eitthvað af vatninu kæmi frá gamla landinu. Hann bjó sér til hjól úr spýtum og lét vatnsstrauminn snúa því. Smíðaði hann sér mörg slí'k hjól og lék sér að þeim. Ein- hverju sinni kom til hans þarna ung stúlka og spurði hann hver hefði gert þessi hjól. Játaði Hjört- ur þau á sig, dálítið uggandi, en stúlkan hrósaði honum fyrir hugkvæmnina og gaf honum 10 cent. Þetta varð barnakennari hans og kom hann í skóla til hennar litlu síðar. Stúlka þessi var miss Ella Wheeler, er síðar varð kunn skáldkona, Ella Wheel- er Wilcox. Hún varð góðkunningi Guðrúnar móð- ur Hjartar. Hún átti erfitt með nafnið Hjörtur og kallaði hann Chester. Tók hann þá upp nafnið og skrifaði sig síðan C.H. Thordarson. Þegar leið að jólum stakk Hjörtur upp á þvl við börnin í skólanum, að þau gæfu kennaranum jólagjöf. Lagði hann sjálfur fram 10 cent, sem hann hafði geymt. Þau skutu saman í bjöllu og var Hjörtur eini „auðmaðurinn" í hópnum. Bjallan kostaði 25 oent. Löngu seinna, er Hjörtur var orð- inn kunnur, heimsótti Ella Wilcox hann og færði honum bjölluna að gjöf til minningar um samveru þeirra í sveitaskólanum. Hafði Hjörtur bjölluna ávallt á borði sínu. Hjörtur var þarna í skóla tvö haust, en þá flutt- ust þau til Shawanosýslu norðan til í Wisconsin- ríki. Þangað höfðu margir úr stórhópnum frá 1873 flutzt, svo þar var dálítil íslenzk nýlenda, en um skóla var þar ekki að ræða. au fréttu þarna að hafið væri nýtt land- nám vestur á grassléttunum miklu í Norður-Dak- ota. Væri það miklu betur fallið til kvikfjárræktar en furuskógalandið í Wisconsin. Það varð því úr, að flestir ef ekki allir íslendingarnir í Shawano tóku sig upp sumarið 1879 og 1880 og fluttu til Norður-Dak ota. Þau Guðrún og Grímur sonur hennar festu sér sitt heimilisréttarlandið hvort (% deildar, 160 ekrur) og héldu ásamt öðrum í hópi vestur til Garðarbyggð- ar. Stefán G. Stefánsson skáld var með foreldrum sínum i sama hópi og hann gaf byggðinni nafn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.