Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1967, Blaðsíða 12
Gamlir staðir, þaðan sem fólkið er farið á burt, verða fyrir hugar- sjónum margra á líðandi stund að nokkru athyglis- verðir, þó oft sé farið með lokuð auga framhjá þeim hlekk, sem var í þróunar- keðjunni. Ekkert gefur jafn- góða viðspyrnu eins og for- tíðarsaga okkar fámennu þjóðar, þvi útúr skugga for- tíðarinnar hefur nútíðin vaxið. Allt líf og liðið starf er bylgjuhreyfing og þróim þess er koma skal, þess- vegna verður nútíminn að taka höndum saman við for- tíðina til að skapa framtíð- ina. Einn miðaftan, þegar sólin á skammt í vestur, er ég kom- inn til Básenda, til að skoða gamlan stað, þar sem áður var lifað og starfað og örlög manna voru tengd við í gleði og sorg — og saga og ljóð hafa lagt sinn dóm á Básenda-pundar- ann. har skolar aldan þaraðan stein, þar sem áður lágu haf- skip færandi varning til fólks- ins á Suðurnesjum í skiptum fyrir þeirra klippfisk og prjón- les. Landfestar skipanna eru nú signar i sjó; þó stendur þar einn járnstaur gildur, með brotinn hring, eins og hann sé vaxinn úr þröngum kletti. Að Básendum hefur landið sigið sjó og ef til vill á öðrum stöð- um risið. Að sitja á tóftum kaup- mannshússins og horfa yfir sandfokið landið veldur ein- hverjum hughrifum, líkt og skyggnilýsingar á miðilsfundi, svo að myndirnar stíga fram, með hjálp gamalla bóka og blaða, sem voru nauðsyn þess tíma og lifðu af sem viðskipta- vendamál, skýrslur um skeða hlpti, bænaskjöl og beiðni um hjálp — svo og hin baldna þjóðsaga, sem er saltið í sár- um B’senda. B ásendar eru nokkur brennipunktur í verzlunar- sögu landsins og eiga þar margir erlendir höfðingjar hlut að máli, en minna ber á þeirri íslenzku alþýðu, sem gaf verzluninni gildi og gagn. Hennar líf geymir þjóðsagan um hetjudáðir, þrautseigju og þol. Draugarnir eru löngu flún- ir sandorpna hornsteina kof- anna á heiðinni. Básenda er ekki getið í Landnámabók, heldur mivlu síðar og >á fyrst sem útbýlis frá Stafnesi. Um 1500 er þar mannaferð nokkur en mest útlenzkir. Þá lentu enskir og þýzkir í orrustu um verzlunarvöldin og sö'fnuðu þýzkir liði um Suður- nes og fengu þar 48 stríðsmenn og er talið í gömlum annálum að ekki hafi komizt lífs af nema 8 þeirra manna, sem af Suðurnesjum voru. í þetta skipti höfðu Þjóðverjar sigur yfir Englendingum. Mestur hluti þeirra þýzku voru menn, sem höfðu bólfestu að Básend- um, svo að þá þegar skömmu eftir aldamótin 1500 eru Bás- endar byggðir. Undir Stafnes lágu 24 hjá- leigur auk Básendakaupstaðar. Eftir hjáleigur þessar sér nú engan eða lítinn stað, veggja- grjót þeirra er lagzt til hvíid- ar í sand og mela. Ennþá lifa þó ýmis kúnstug nöfn þeirra í minnum, svo sem Refshala- kot, Gossa, Hattkollur, Þemba, Halastaðir og Lodda. Talið er að upphaflega hafi kotið heitið Lúðvíksstofa en latmæli breytt því í Lodda. Þar er talið að bú- skapur hafi verið fram á miðja 19. öld. Nokkur grasnyt mun hafa fylgt Loddu, en hvar hún var verður ekki séð nú til dágs, en landskuld var greidd með þrem vættum fisks í innskrift til Stafnesbónda í verzlunina að Básendum. Sagan hermir, að þar hafi um eitt skeið búið Bergþór nokk- ur og kona hans Þorkatla; voru þau gleðimanneskjur og gest- risin mjög. Er svo sagt, að talsháttur sá hafi myndazt um heimili þeirra, að „lítið en ljúft væri í Loddu veitt“. Bergþór bóndi dó snögglega og gerðist síðan draugur í Loddu. Að Þembu bjó eitt sinn maður. er Narfi hét. Hann var gjörvilegur mjög og frjáls til kvenna. Það henti oft að menn söfnuðust til drykkju á síðkvöldum og var þá glaðvært í Þembu. Narfi bóndi missá sig á konu eins hinna dönsku faktora, svo að upp komst, og flæmdi því danska valdið hann af búi sínu og dó Narfi eftir flæking nokkurn að Kirkju- vogi i Höfnum og gerðist síð- an draugur að Þemibu, sem danskir höfðu þá tekið til drykkjuláta. Segir þjóðsagan að Narfi hafi eitt sinn komið þar og hitt faktorinn, kokkál sinn, og gengið af honum nær dauðum. Þessara hjáleigna sér nú nær engan stað, en söguleg stað- reynd er að þær voru til, byggð- ar fólki eins og við erum í dag, með sínar þrár og athafnir, með sína baráttu fyrir lífinu. Þó að sjór og sandfok hafi sléttað spor þeirra öll — þá er eitthvað innra með okkur frá þeim, sem lifir og heldur starfinu við — það eru aðeins öðruvísi draugar, sem í dag heimsækja Loddu og Þembu þjóðlífsins. B ásendar voru mikill verzlunarstaður í sinni tíð. Það er ekki nýtt fyrirbæri að Suð- urnesjamenn séu miklir afla- menn — þeir voru það til forna og eru það enn í dag. Þeir voru ekki blíðir við Básenda- kaupmenn og jöfnuðu göngum sínum þangað við hinar mestu mannraunir. Það var talið til mannrauna að sækja björg til Eldeyjar og Geirfuglaskerja, en þó var því ekki tiljafnað við gönguna til Básendakaup- manna. Það er gripið inn á þetta í þulunni um Suðumesja- menn, sem allir þekkja og syngja á gleðistundum. — Sagt það hefur verið um Suð- urnesjamenn — 15. og 16. vísa lýsa að nokkru viðhorfinu til Básenda — enda þótt þar sé um seinni tíma ljóð að ræða. Eftir að búið er að lýsa hver þolraun sé að sækja heim Geirfuglasker, segir svo í þul- unni: Görpum þótti gífurlega geigvæn sú för — en betri samt en björg að sækja í Básenda vör. — — Betri samt en biörg að sækia Básendum að, ræningjarnir dönsku réðu þeim stað. — A.rið 1655, eða fyrir ríf- um 300 árum, eru innfluttar vörur til Básenda taldar vera 10185 ríkisdala virði, en út- fluttar vörur þaðan fyrir 11324 ríkisdali. Þarna mun vera um nokkurskonar vöruskiptaverð á staðnum að ræða, en ekki endanlegan hagnað á íslenzka varningnum. Eftir þessu hefur hagnaðurinn að Básendum að- eins numið 838 ríkisdölum. Vart mun það hafa verið miðað við útsöluverð íslandsvörunnar. Þetta ár gefur verzlunarfélag- ið upp 13007 ríkisdala hagnað af allri íslandsverzluninni. Vitað er að danskir sóttu það mjög fast að halda íslands- verzluninni, enda þótt þeir berðu sér og börmuðu yfir tapi og örðugleikum. — Það minnir á útgerðina í dag, sem allir tapa á, en þó verður að halda áfram. Varan sem til landsins var flutt var ekki fjölbreytt á nú- tímamælikvarða. Fáar tegund- ir matvöru, veiðarfæri, trjá- viður og járn, lítilsháttar af fatnaði og efni til fatagerðar. 1655 voru fluttar til Básenda 193 tunnur af mélvöru, 18 tunnur skonrok og 30 tunnur skipakex. Það ár fengu þeir 3 kjöltré, 12 stefnistré, 24 stykki 7 og 10 álna tré, 8 há- stokksefni og 30 planka, 386 línur af mismunandi lengdum og 36 pund af netagarni, 1000 öngultauma og 1% þúsund öngla — þá hefur ekki mátt slíta öngul og taum í hverjum fiski eins og nú. — Svolítið var af salti og koparkötlum — tals- vert af skeifum og hóffjöðrum, flauelshöttum og höttum með þremur snúrum. Einna rííleg- astur hefur innflutningur á drykkjarvörum verið. Það kom í Básendabúð á þessu eina ári 1 uxahöfuð af frönsku víni, eitt anker franskt brennivín, 16 tunnur kornbrennivín, 6 tunnur mjöður, 8 föt og 24 tunnur Lybist öl, 12 tunnur 3ja dala öl, 30 tunnur af 6-marka skipsöli. Með þessari lagervöru eru tilfærðar 3 tunnur sif tjöru og er samanlagt inn- flutningsverðmæti 700 ríkisdal- ir. egar Danir tóku upp siglingar að Básendum árið 1640, lagðist Grindavíkurhöfn niður, enda þót't höfnin væri talin nokkru betri en Básend- ar. Mestu mun hafa ráðið að það var betri veiðistöð. Bás- endahöfn er í Stafneslandi, innan skerjagarðs nokkurs og endar í þröngum bási til suð- austurs inn í landið. Þó höfn- in sé vel varin, þótti hún við- sjál í vestanveðrum og urðu þar oft skiptapar, en það lag- aðist nokkuð þegar betri fest- ingar til svínbindingar voru settar í klappirnar. 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 21. mai 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.