Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						E
inn valdamesti maður, sem uppi
he|ur verið á Islandi, var Árni miidí
OÍafisson, Skálholtsbiskup 1413—25.
líeimildum ber saman um, að hann vair
ísíenzkur að ætt og uppruna; eru þó
ættfiræðingar ekki á einu máli um
ætt hans. Sumir telja hann son Ólafs
hirðstjóra í NúpufelU í Eyjafirði Pét-
urssonar (d. 1410), en aðrir telja hann
son Ólafs Þorsteinssonar bónda í Fells-
múla í Landssveit. Sá Ólafur er talinn
sonur Þorsteins Þórðarsonar í Hauka-
dal, Kolbeinssonar jarls á Auðkúlu (d.
1309) Bjarnasonar og þá bróðir Halls
Ólafssonar, sem verður hér getið á eftir.
Sólveig Þorsteinsdóttir, kona Björns Jór-
salafara í Vatnsfirði, er talin systir Öl-
afs í Fellsmúla og þá líklega föður-
systir Árna biskups. Árni biskup veitti
Birni hirðstjóraumboð hérlendis, er
hann fór með hirðstjórn um allt land.
Gæti það bent til, að þessi síðarnefndi
skyldleiki væri réttur. Þá er sagt í
heimildum, að Árni hafi verið skyldur
konu Ara Daðasonar Dalaskalla í Snóks-
dal og selt honum Snóksdal, sem Árni
keypti á Alþingi 1418 af Guðna syni
Odds lepps Þórðarsonar, lögmanns norð-
an og vestan 1405—22. Helgi Guðna-
sOn, lögmaður norðan og vestan 1433—
39, var systursonur Árna biskups. en
föðurætt Helga er talin norsk. Getið er
þess, að Árni biskup gaf Helga jörðina
Hvalsnes í Rosmhvalanesi eftir jól 1419
og drekkur honum til, líklega festaröl,
heima í Skálholti, en Helgi kvæntist
Akra-Kristínu dóttur Þorsteins Ólafs-
sonar lögmanns á Ökrum í Blönduhlíð,
nafnkunnri höfðingjakonu á sinni tíð.
Hún átti síðar Torfa hirðstjóra Arason
á Ökrum. Er ætlun mín sú að Hvalsnes
sé ættaróðal Árna biskups. Að vísu er
þess getið að hann hafi keypt þá jörð
af Ingunni nokkurri Eyjólfsdóttur og
tekið við fjárvarðveizlu hennar. Hafði
hún verið gift Jóhannesi nokkrum Am-
viðssyni, væri þá Árni biskup hér að
endurheimta ættareign sína, sem hann
hefur svo gefið systursyni sínum. Er
þá líklegast að Árni biskup hafi verið
sonur Ólafs bónda á Kirkjubóli á Rosm-
hvalanesi, Björnssonar sýslumanna í
Hvalsnesi (d. 1388), Ólafssonar hirð-
stjóra á Keldum á Rangárvöllum,
Bjarnasonar og þannig af hinni göf-
ugu Oddaverjaætt í beinan karllegg.
Þá er séra Þorkell Ólafsson prestur
í Reykholti 1415—44 og officialis í Skál-
holtsbiskupsdæmi talinn bróðir Arna
biskups. En ein getgátan um ætt Arna
biskups er sú, að hann 'hafi verið
sonur séra Ólafs Arnasonar á Husa-
felli.
J\ rni kann hafa verið kanúki í
klaustri heilags Ágiistínusar hérlendis,
kanúki er Arni nefndur í páfabréfi í
sambandi við vígslu hans til bisbups
í Skálholti, þó er líklegra að Árni hafi
gengið í klaustur í Noregi. Hann er tal-
inn fæddur 1378 og er að sögn kominn
til Noregs fyrir Svarta dauða (Pláguna
miklu) 1402—1403 og er nefndur í Nýja
annál 1403 þá staddur á Hálogalandi og
er höfð eftir honum furðusagan um
Finnann Feðming, sem lá 3 ár sem
dauður í bjargskoru, reis síðan upp og
lifði mörg ár þaðan í frá. Árna er næst
getið að hann dvelur hjá Hákoni Sig-
urðssyni á Giska í Noregi, gekk í þjón-
ustu hans 1404. Hákon var hinn vel-
bornasti maður í allar ættir og sagður
bezt að sér ger um flestra hluta sakir
allra manna er þá voru í Noregi. Há-
kon átti Sigríði dóttur Erlends Filipp-
ussonar í Osló, hins merkilegasta manns
af öllum bændum í Noregi í flestum
hlutum. Vildi hann aldrei verða ridd-
¦ari, þó sjálfur konungur byði honum.
Erlendur er sagður hafa trúað íslenzk-
um mönntim betur en öðrum nortræn-
um og hafði þá jafnan í þjónustu sinni.
Þeir mágar Hákon og Erlendur dóu
báðir þrem vetur eftir pláguna hér á
landi eða 1405 þá er Oddur leppur
tók lögsögu á íslandi.
B
1 róðir Árni var þá með Sigríði
Erlendsdóttur ekkju Hákonar og fór
með henni suður til Rómar og var þar
mikils metinn, settur penitenciarius öll-
um norrænum mönnum eða skriftafaðir,
var það árið 1405 sem þetta gerðist.
Hafa prelátar Rómaborgar virt Arna
mikils og tekið honum opnum örumum
og hann að sjálfsögðu verið vel mennt-
ur að þeirra tíðar hætti og latínumaður
góður. Hérlendis fór mjög orð af glæsi-
leik hans og örleik, var Árna margt til
lista lagt. f ferðum sínum sá bróðir
Árni marga fáséna hluti og Róm hefur
tekið á móti honum og hans tignu hús-
móður með fornum menjum, höllum
og helgum kirkjum. 1 Nýja annál segir
svo um þá fásénu hluti sem bróðir Arni
sá: „Aflát mikið í Aachen (Þýzkalandi)
af syndum sínum. Bróðir Árni Olafs-
son var þar þá með hústrú Sigríði Er-
lendsdóttir, og var settur penitenciarius
öllum norrænum mönnum. Þar sá hann
serk vorrar frú sancte Marie og reifa
vors herra og belti og dúk Johannes
baptiste (skírara). f þeim stað er Affrica
heitir, sá hann hjaltið af sverði Sig-
urðar Fáfnisbanaj og mæltist honum
þá X fóta langt, en klótin með kopar tók
eina spönn aftuir af; þar var og
tönn, er sögð var úr Starkaði gamla;
var hún þvérhönd á lengd og breidd,
fyfir utan það, er í holdinu hafði stað-
ið".
Xm.llt eru þetta furðugripir, sem
bróðir Árni sér, bæði helgidómar og
fornaldarminjar. Skoðun þeirra sýnir
fornfræðiáhuga Árna og hefiur annálarit-
ari lýst þessum gripum eftir frásögn
Árna sjáifs eða vildarmanna hans. Talið
er að Nýi annáll sé ritaður í Skálholti;
hann nær yfir árabilið 1393—1430. Kann
vera að þessi merka heimild sé runnin
undan rifjum Árna biskups. Þá sést af
annálsfrásögninni að bróðir Áirni í
fylgd hústrú Sígríðar var staddur í
Aachen í Þýzkalandi árið 1405, annað
hvort á leið til Rómar eða á heimleið til
Noregs. Aachen var merk borg á þeirri
tíð og íræg sem hið f orna aðsetur Karla-
magnúsar keisara, þar var hann fædd-
ur og grafinn og þar hafa lifað fornar
germanskar arfsagnir. Þá er sagt að
Árni hafi komið til Affríca, væri hægt
að láta sér detta í hug norðurströnd
Afríku, Túnis eða annars staðar, en
það er þó ólíklegt og er hér málum
blandað með staðarheiti. Árni hefur
gerzt þjónandi prestur er heim kom og
verið í þjónustu hústrú Sigríðar hus-
prestur (heimilisprestur) eða skrifta-
faðir hennar eins og það var kallað og
síðar seinni manns Sigríðar, Magnúsar
Magnusonar, hins velbornasta manns
sænsks að ætt eins og segir í heimild-
um. Magnús þessi hafði verið sveinn
Margrétar drottningar og henni kær.
Réði drottning því að Magnús gekk að
eiga Sigríði Erlendsdóttur, sem var
mjög auðug að fé. Var brúðkaup þeirra,
Sigríðar og Magnúsar haldið í Osló 1408
með pomp og prakt, að þeirri veizlu var
drottning Margrét, er þá bar kórónu
hinna þriggja konungsríkja Norður-
landa og margt annað stórmenni. Þar
var þá bróðir Árni og kallaður kapellán
(að enskri fyrirmynd) Magnúsar Magn-
ússonar sem síðan bjó á Giska. Bróðir
Ámi hefur þarna í brúðkaupinu í Osló
að sjálfsögðu kynnzt Margréti drottn-
ingu lítillega þar sem Magnús húsbóndi
hans hafði verið sveinn hennair og all-
náinn. Ekki er heldur að efa að glæsi-
leiki norska aðalsins, sem hefur tjaldað
því bezta sém til var, og hirð og fylgd-
arlið Margrétar drottningar, sem var
úr öllum löndum Kalmarsambandsins,
skartaði sínu fegursta í klæðum og
skártgripum í þessu brullaupi Magnús-
ar Magnússonar ög Sigríðar Erlends-
dóttur. Hæst hefur., þó borið sjálfa
drotthinguna. Arni kapellán fékk hér
gott tækifæri að kynnast þama ýmsiu
stórmenni ríkisins, sem síðar hefur kom-
ið honum í góðar þarfir. Á næstu árum
dvelur svo bróðif Arni sem kapellán
þeirra hjóna á Giska, miklu höfðingja-
setri þar sem oft hefur verið setið við
ölteiti og annan gleðskap. Margrét
drottning deyði 1412. Þá heimsótti
Magnús Magnússon ásamt bróður Arna
Eirík af Ppmmern, konung Kalmarsam-
bandsins, | systurson Margrétar en af
Vindakonungum í föðurætt. Hafði Ei-
ríkur tekið við ríkjunum þrem Noregi,
Svíþjóð og Danmörku árið 1411.
H
Littu þeir Magnús og Arni Eirík
konung í Hísingjaborg (Helsingjaborg)
og fengu góðar viðtökur. Þá segir í
Nýja annál 1412: „Þá Iét konungurinn
(Eiríkur) hengja féhirði sinn fyrir stakk
og sjóða einn falskan myntara". Er ekki
að efa að Arni biskup er heimildar-
maður fyrir þessu efni og hafa þessir
atburðir er getið er um hér í Nýja ann-
ál gerzt á þeim tíma sem Magnus og
Árni dvöldust með konungi. í fierð þess-
ari sem varð að langri dvöl við hirð
Eiríks af Pommern hafði Árni það
upp úr krafsinu að fá bréf Páfans Jó-
hannesar XXIII gert þann 24. júlí 1413
þar sem páfi leggur fyrir Jóhannes bisk-
up í Lybiku að skipa bróður Arna Ól-
afsson : aðstoðarmann Jóns biskups í
Skálholti 1408—13, er fyrr var ábóti
í Munklífsklaustri í Björgvin. Síðar á
árinu hefur frétzt lát Jóns Skálholtsbisk-
ups og er Arni þá orðinn electus Skál-
holtsbiskupsdæmis. Segir svo í Nýja
annál 1413: „Þetta ár fór bróðir Áirni
Ólafsson ad cuiriam og fann páfann
í miklu Flórenz, því hann var útdrif-
inn af koiiunginum af Neapoli (Ladislav
konungi af Púli), og hertekin mörg
hundruð af Rómverjum; og það til
marks um þennan mikla hernað, að
kongsins hoffólk tók sjálfar klausturs-
frúrnaf og allra handa kvinnur og meyj-
ar, og lögðust með þeim inni í sjálfri
Péturskirkju og stölluðu þar hesta sína;
hér með drukku þeir af kaleikum í öl-
búðum. Var þá svo mikill sólarhiti, er
páfinn var út rýmdur, að margt fólk
deyði af þorsta í flóttanum, áður þeir
komu til Flórenz. Þar í staðnum varð
biskup einn galinn af víni, svo XII
menn gátu varla bundið. Var bróðir
Árni þar í staðnum frá Pétursmessu
til Maríumessu fyrri. Þaðan fór hann
til Lybiku, og var vígður til biskups
eftir páfans boði". Af frásögn þessari
er að sjá að Árni hefur líklega komizt
allt til Rómaborgar og séð ástandið með
eigin augum en átt þar skamma dvöl og
hitt páf ann Jóhannes XXIII í Flórenz og
fengið hjá honum nauðsynleg skilríki
fyrir biskupsdæminu. Páfi þessi, sem
beir sömu tölu og hinn vinsæli nýlátni
páfi, er ekki viðurkenndur af Vatikan-
inu, heldur meðpáfi hans Benedikt XIII
sem sat í Avignon í Frakklandi og laut
honum Frakkland, Spánn, Konungsríkið
Napoli og Skotland, en Páfanum á ítalíu
laut Norður^ítalía, Þýzkaland að
nokkru, England, Pólland, Ungverja-
land og Norðurlönd, var þessi skipting
við lýði á árunum 1378—1417. Jóhann-
es páfi sat í Písa stjórnarár sín 1410^—
15 var hann af svonefndri Cossaætt og
ríkti mikið sukk og ófriður í kringum
páfastólinn þessi ár. Árni fékk í vega-
nesti páfabréf þess efnis að Jóhannes
páfi býður nafna sínum Jóhannesi bisk-
upi í Lybiku að vígja bróður Arna
kanoka af Ágústínusarreglu til biskups
í Skálholti. Árni heldur nú sem snar-
ast norðuir í Þýzkaland og er það get-
gáta mín, sem þetta rita, að í fórum
hans hafi verið hinn veglegi ítalski ka-
leikur sem var í eigu Skálholtskirkju
og er nú á Þjóðminjasafni og hafi Arni
fengiS hann í ófriðnum fyrrnefnda og
er kaleikurinn ef til vill úr sjálfri Pét-
urskirkju. Árni vair vígðuir til biskups í
Skalholti 10. okt. 1413 af Jóhannesi bisk-
upi í Lybiku að hjáverandi tveim bisk-
upum. Var Lybika (Liibech) þá höfuð-
stáður Hansasambandsins, mikil og auð-
ug verzlunarborg. Eftir vígslu hefur
Árni biskup hitt Eirík konung af Pomm-
Kaleikur af ítalskri gerð, sem nú er í
Þjóðminjasafni. Höfundurinn getur sér
til, að Árni biskup hafi haft hann meff
sér út hingað.
ern vin sinn og velgerðarmann; af hon-
um þáði Árni hirðstjóravald um allt
fsland, því þetta ár 1413 kom út bréf,
sem herra Arni biskup sendi til Björns
Einárssonar Jórsalafara, að hann skyldi
hafa hirðstjóraumboð á íslandi. Þar kom
og út kongs Eiríks bréf þar sem hann
fyrirbauð öll kaup við útlenda menn,
þá sem ei var vanalegt að kaupslaga
með. Væri hægt að ætla að þetta bréf
hafi Arni biskup útvegað hjá Eiríki kon-
ungi til handa Hansakaupmönnum í Ly-
bikú og viðar, sem verzluðu á íslandi
og Árni var í vináttu við, einsog síðar
sést á umboði sem hann fór með fyrir
Björgvinjarkaupmenn um skuldir hér-
lendis. Áður nefnt bréf var gert gegn
verzlun Englendinga hér á landi, en
þeir voru miklir keppinautar um ís-
lenzku skreiðina við Hansakaupmenn.
Árni biskup kann hafa verið féþurfi
og þurft að taka lán hjá kaupmönnum,
og útvegað þeim í staðinn styrktarbréf
hjá Eiríki konungi, vini sínum. Herra
Árni biskup hefur nú dvalizt við hina
ævintýralegu hirð Eiríks af Pommern,
þar sem hafa blandazt saman norrænar,
þýzkar og slafneskar hefðir og siðir.
Var aðsetur konungs oft Kaupmanna-
höfn sem upp frá því varð konungsset-
XXllt árið 1414 er Arni erlendis
vafalaust í gleðskap og veizluhöldum,
sem hefur verið honum mjög að skapi.
Þá hefur hann líklega heimsótt Giska og
hina fyrri húsbændur sína þar og fleiri
staði, sem honum voru kærir og haldið
síðast til Björgvin og fengið þar umboð
Munklífs klausturs fyrir tíundum af
Vestmannaeyjum og þaðan í knerri
til síns föðurlands. Þá segir í Nýja
annál við árið 1415: „Útkoma herra
Árna biskups Ólafssonar í sama knerri
sem hann sjálfur lét gera, hafandi svo
stórt vald sem enginn hafði fyrir hon-
um haft áður einn um sig hvorki lærður
né leikur. Var það fyrst hirðstjórn yfir
allt fsland, er kong Eirík hafði veitt
honum meður sköttum og skyldum og
öllum konglegum rétt. Hérmeð hafði
hann biskuplegt umboð yfir heilagri
Hólakirkju fyrir norðan land og þar
með öllu því biskupsdæmi, er þar ligg-
ur til. Fékk honum það umboð Jóns
biskups er vígður hafði verið til Hóla,
og þá var með konginum. Hérmeð var
hann settur visitato.r af herra Askeli
erkibiskupi yfir allt ísland. Hann hafði
og umboð klaustursins af Munklífi um
tíund í Vestmannaeyjum og margra
kaupmanna i Björgvin um skuldir. Kom
hann við land austur að Þvottá, og
gekk þar af skipi við nokkra menn, en
skipið gekk til Hafnarfjarðar með heilu.
Reið biskup vestur eftir landi og kom
heim í Skálholt upp á Pétursmessu.
Svo reið hann upp á þing, og lét lesa
8      LESBOK    MORGUNBLAÐSINS
9. júlí 1967
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16