Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ORÐFÆÐ
MUN EKKI
BAGA
MYVETNINGA
Samtal vib Jakobínu Sigurðardóttur skáldkonu
í Carði í Mývatnssveit
Þegar Dægurvísa kom út, vakti það
að vonum athygli, að höfundurinn skyldi
vera búsettur norður í Mývatnssveit.
Þar var lýst lífi og vandamálum fólks
í sambýlishúsi á svo nærfærinn hátt, að
margur þekkti sjálfan sig. Það er auð-
velt að ímynda sér, að Jakobína Sig-
urðardóttir hefði betri tök á að skrifa
glöggskyggnar sveitalífslýsingar eftir
átján ára búsetu nor"ður í Þingeyjar-
sýslu. En eins og góðum rithöfundi sæm-
ir er hún svo næm á samtíðina, að
mannlífið er undir smásjá hennar, hvort
heldur það er á þessari margumtöluðu
möl, þar sem sumir telja engar dyggð-
ír þrífast, eða í dreifbýlinu, sem ennþá
geymir leifarnar af bændamenningunni.
Ef það er gott fyrir einn rithöfund
að vera utan við skarkala borgarlífsins,
þá mundi margur freistast til að álíta
Þingeyjarsýslur ákjósanlegan dvalarstað
og ekki sízt Mývatnssveitina, þar sem
hagyrðingur er á hverjum bæ að jafn-
aði og félagsþroskinn með fádæmum
eftir því sem sfður þróuðum Sunnlend-
ingum skilst. Einhver ágætur maður úr
Mývatnssveit sagði í viðtali á dögunum,
að félagslíf í Mývatnssveit væri í sér-
flokki; ætti sér enga hliðstæðu á Is-
landi. Þegar blaðamaðurinn innti hann
nánar eftir því, hvað hann hefði fyrir
sér í þessu, svaraði maðurinn því til,
að hann hefði svo sem ekki neitt fyrir
sér; hann bar vissi þetta.
Það var fagurt í Mývatnssveitinni
þann dag, er ég ók þangað upp eftir
til þess að hafa tal af Jakobínu í Gar'ði.
Þessi fegurð birtist áhorfendunum fyrst
af heiðunum ofan við Reykjadalinn;
þaðan sér vítt yfir hálendið, með
Dyngjufjöll og Ódáðahraun í suðri. Síð-
an tærar kvíslar Laxár, hólmar með
hvannastóði og loks vatnið, þessi skín-
andi perla. En sú fegurð á viðkvæman
streng og nýtur sín naumast til fulls
nema í sólskini og logni. Öll mann-
anna verk sýnast þarna verða til spillis
og mikil mildi er það, a'ð vegagerðin
skuli ekki enn búin að lagfæra veginn
með þessum stórvirku verkfærum, sem
skilja landið eftir í sárum.
Starri bóndi Björgvinsson í Garði var
í óða önn að þurrka töður sínar, en
það er mörg búmannsraunin eins og
kunnugt er og ein dráttarvélin hafði
tekið ókennilegan sjúkdóm. Ég hitti
bráðfallega heimasætu á hlaðinu; hún
var raunar dóttir eftáldkonunnar og vís-
aði mér inn til hennar í eldhúsið, þar
sem hún var að taka til miðdegiskaff-
ið. Það hefur áður borið við á þessum
bæ, að ókunnir menn kæmu að sunnan
til að freista þess a'ð ná tali af húsfreyj-
unni, ýmist fyrir blöð eða útvarp. Þess
háttar telst ekki til tíðinda í Garði.
Ég var auðvitað guðsfeginn að vera ekki
tekinn fyrir einn af þessum fínu mönn-
um að sunnan, sem skilyrðislaust er
boðið í stássstofuna. Þess í stað settist
ég í borðkrókinn í eldhúsinu og við Jak-
obína fórum að tala um búskapinn og
heyskaparhorfurnar, jafnframt því sem
hún hellti upp á könnuna. Þegar Starri
bóndi kom inn til a'ð drekka, var Björg-
vin faðir hans með honum; hann er
bróðir Þuru í Garði sem allir þekkja.
Mér skildist að Björgvin hefði ýmislegt
að athuga við nútíma búskaparhætti og
fyndist fátt horfa til umbóta. En Stef-
anía, heimasæta með fjörglampa og
talsverða uppreisn í augunum, talaði um
brjálað ball, sem mér skildist helzt að
ætti að halda í Skjólbrekku á næstunni.
Á eftir gengum við Jakobína upp á
efri hæð hússins, sem þau hjónin hafa
nýlega byggt. Þar voru prýðilega búin
herbergi með útsýni svo fögru, að það
hlýtur að teljast gulls ígildi, jafnvel þó
ekki sé hægt að lifa á einni saman feg-
urðinni. Liklega hættir maður aldrei að
Við Kálfastrandarvoga í Mývatnssveit.
«* - «œ á "rwmmmmm ««¦¦¦¦¦«¦¦¦¦¦
Jakobína og tvær dætra hennar, Sigrun  og Stefanía.
taka eftir því, hvað svona útsýni er
fagurt. Ég horfði á þa'ð með skáldkon-
unni þennan sólbjarta júlídag og við
sáum, hvað umskiptin í forminu og
litnum voru hrein, þar sem grænt tún-
ið tekur við af hrauninu. Lengra til
suðurs var Bláfjall og Sellandafjall og
allur fjallahringurinn, ef maður flutti
sig til milli herbergja. Út um austur-
gluggana sáum við vogana, sem skerast
langt inn í landið austanvert við túnið.
Jakobína leit yfir vatnið, næstum ann-
ars hugar, sagði:
— Þessir vogar eru stundum auðir, þó
vatnið sé ísi lagt. Það gera uppsprettu-
lindirnar.
— Ég get trúað a'ð það sé talsvert
vetrarríki hér, sagði ég.
Jakobína tók undir það, en henni vex
það ekki í augum. Hún er fædd og alin
upp vestur á Hesteyri. Þar vesturfrá
þykir harðbýlt. Svo harðbýlt, að nú er
þar allt komið í eyði. Líka Hesteyri. Og
bændurnir, sem einu sinni bjuggu þar,
fara í hópferðir þangað á sumrin til þess
að sjá mannlaus húsin, sem standa til
minja um veru þeirra þar.
— En þú hefur líka verið fyrir sunn-
an, sagði ég.
— Já, bæ'ði í Reykjavík og austur í
Rangárþingi. Það var rétt hjá Hellu,
rétt hjá Ingólfi sem nú er orðinn rá'ð-
herra. Ég þekkti hann vel þá. Það heitir
í Árbæ.
— En nú ert þú rótgróinn Mývetn-
ingur?
— Hér er ég búin að vera síðan 1949,
en ég tel mig ekki meiri Mývetning en
hvað annað. Ég gæti til dæmis alveg
eins verið Rangæingur. En fyrst og
fremst er ég íslendingur.
Stefanía heimasæta kom og sagðist
þurfa að fara á traktorinn. Sigrún, hin
heimasætan á bænum, rúmlega fermd,
en mjög þroskuð eftir aldri, kom líka
upp til þess að heyra, hvernig maður
að sunnan færi að því að gera viðtal
við mó'ður hennar. En hún hefur sjálf-
sagt orðið fyrir vonbrigðum, því það var
ekki einu sinni minnisblað dregið upp,
hvað þá aðrar tilfæringar. Jakobína
settist við gamalt skatthol með útdreg-
inni plötu. Þar á voru nokkur blöð og
bækur.
— Er það hérna, sem þú skrifar,
spurði ég.
— Já, ég fékk þetta skatthol fyrir 20
árum. Ég hef notað það síðan.
— Þú semur ekki á ritvél?
— Ég handskrifa alltaf uppkastíð að
minnsta kosti. Annars eru vinnuaðferðir
mínar ekkert sérstakar eða frábrugðnar.
Það er mjög misjafnt, hvað ég endur-
skrifa oft.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16