Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 1
< > * 4 i * Á birti í Durham University Journal fyrir nokkru, en Benedikt er um þessar mundir bókavörður við Háskólabókasafnið í Dur- ham í Englandi. í þessari grein og annarri fjallar hann um galdraineistarann í íslenzkum þjóðsögum, allt frá Sæmundi fróða og fram á síðari aldir. Eftir Benedikt S. Benedikz Grein sú, er hér birtist, er að stofni til erindi, sem. höfundur JH | 32. tbl. — 10. september 1967. 43. árg. | GALDRA MEISTARINN í (SLENZKR þJÓÐSÖGU hvers vegna Vestfirðirnir urðu í ímynd- un almúgans miðstöð svarta galdurs, og íbúarnir verur, sem vöktu andstyggð og ótta. Ekkt leið heldur á löngu fyrr en fólk í öðrum landshlutum skapaði sér eigin galdrahetjur, svartar og hvítar, til að jafnast á við þær, sem komu úr galdrasmiðjunum í vestri. Af þeim sex, sem ég mun taka til meðferðar hér hafa þrjár áreiðanlega skapazt sem kempur annarra landshluta og segja má um tvo þeirra, að með þeim hafi a:~núginn gert sér vendi til að hýða sjálflin sig. En hinn fyrsti og fremsti þeirra er enn meira, því að með honum skóp þjóðin sér mann, sem glímdi við djöfulinn og gerðist yfir'boðari hans. S tarfsfélagi hins mikilhæfa manns Árna Magnússonar spurði hann eitt sinn hvert væri efni íslendingasagna. Svarið var stutt og laggott: „Bændur að fljúg- ast á.“ Og séu sögurnar sagðar umbúða- laust má segja, að hann hafi hitt nagl- ann á höfuðið því þótt fullgerðar sög- urnar innihaldi margt annað voru þetta undirstöðuatriðin, sem lifðu í manna minnum þar til söguhöfundar tólftu og þrettándu aldar spunnu úr þeim þau listaverk, sem lifað hafa fram á okkar dag. Á sama hátt gæti hið stutta svar við spurningunni: „Hvert er aðal-viðfangs- efni þjóðsagnanna eftir siðaskipti?“ ver- ið „Hjátrú“, en svar þetta er mjög tak- markað eins og allar afmörkunartil- raunir. Á myrkuröldunum milli siða- skipta og sjálfstæðisvakningarinnar kom fram ný tegund þjóðsagna og voru ræt- ur þeirra mjög frábrugðnar þeim, sem hinar fornu bókmenntir spruttu af. Hér gefst aðeins tækifæri til þess að teikna mjög lauslega þann aldaranda og kring- umstæður þær sem mynduðu sagnir þessar. Uppspretta mikils meiri hluta sagnanna er ævaforn, því að galdratrú er jafngömul íslandsbyggð. Fram að siðaskiptum eigum við þó ekkert, sem ber þessu vitni, þó að í íslendinga- sögum séu dæmi í heiðnum jafnt og kristnum sið um fólk, sem „vissi lengra en nef þess náði“ eins og orðtakið hljóð- ar. Undir lok sextándu aldar varð þó mjög snögg breyting á. Ofsóknabylgjan mikla, sem flæddi yfir Evrópu á síðari helmingi fimmtándu aldar og reis hæst með útgáfu hinnar hræðilegu kennslu- bókar mannvonzku Malleus Malefica- rum, sem er ógurlegra vitni hennar en nokkur ofsóknaráróður eldri eða nýrri, kom seint til íslends vegna þess að það lá langt utan við aðalsamgönguleiðir Norðurálfu og utan við milliþjóðaátök meginlandsins. Róstur siðaskiptanna lengdu enn bilið um hálfa öld. Þegar hún loks hófst var ofsóknin tvöfölduð að afli vegna tafarinnar. Á síðasta fjórð- lingi sextándu aldar sukku landsmenn ennfremur í fen andlegrar og líkamlegr- ar niðurlægingar og þar við sat í rúm- ar tvær aldir. Siðbótarmenn rændu al- menning andlegum hjálpargögnum gömlu trúarinnar, og nefndu um leið allt, sem fólk mundi fyrr sem gott og gegnt, innblástur djöfulsins. Andlega nærðist þjóðin nú á frauðmeti er völdu því fákunnandi klerkar, sem flestir voru engu betur á sig komnir sjálfir, líkamlega og and- lega, en sóknarbörn þeirra. Næringin var illmelt og misskilin lútersk kenn- ing, guðfræðistaðgengill, sem lagði meiri áherzlu á helvíti en himnaríki og kallaði djöfulsins, næstum allt er fólk hafði áð- ur álitið vera gu’ðsgjöf. Allt nema örfáar þræltuggðar hugmyndir úr illa gerðum þýðingum þýzkra og danskra skriffinna, sem prentsmiðjan á Hólum gaf út, var úthrópað sem villutrú og djöfulskapur með slíkum ofsa, að það er engin fui'ða þótt slíkt umburðarleysi væri enn að finna í hugum eldra fólks í fjarlægustu héruðum landsins rúmlega þremur og hálfri öld síðar. Yfir þessa þjóð skall á sautjánda öld eitthvert hryllilegasta ofsóknarbrjálæði, sem um getur þar til kemur að kyn- þáttaútþurrkunartilraunum þessarar ald- ar. Fólkið hafði kynnzt göldrum og galdramönnum allt frá vordögum Gamla þjóðveldisins, reglur þeirra og þulur fann það í bókmenntum fortíðarinnar, Eddukvæðum, dróttkvæðum, í íslend- ingasögum, og einnig í beinum munn- mælasögum, er skrifaðar voru niður á fjórtándu og fimmtándu öld, og Arni Magnússon bjargaði. Engar sögur þessar eru þó eins þrungnar gjörningum í þágu hins illa og þær, sem varðveitzt hafa frá sextándu, sautjándu (sérstaklega) og átjándu öldum. Þá varð kukl og hvers kyns djöful- skapur andleg svipa á almenning. Sér- hvert ólán var túlkað sem gjörning ein- hvers ills galdramanns og almenningur bjó í stöðugum ótta við þá. Þess vegna var það ofur eðlilegt, að fólk leitaði sér huggunar og varnar gegn þessum al- nálægu útsendurum djöfulsins. Úr minn- ingabrotum íslendingasagnanna, ljóð- línustubbum úr Eddukvæðum sem enn eymdi eftir af í minni fólks, og úr öðr- um og rómantískari uppsprettum, Ridd- arasögum miðalda og rímunum, sem margar hverjar voru hálfgerð söguljóð, skóp fólkið sér þetta sérkennilega þjóð- sagnaundur, sem ísland á í dag, galdra- meistarann góða. Þá persónu hefur kyn- slóð eftir kynslóð endurskapað og öllum hefur þeim verið skorinn stakkur að smekk og vild úr geysistóru galdra- mannasafni. Hér ætla ég mér að fjalla einungis um þá, sem um eru nógu marg- ar og nógu margþættar sagnir til þess að ég geti unnið úr þeim. Sagnir þær sem varðveitzt hafa benda á það að Vestfirðingum hafi oftast ver- ið gefið galdranafn af almenningi. Ein- angrun Vestfjarða og samgönguerfið- leikar þaðan vi'ð aðra landshluta, að ónefndum erfiðum lífsskilyrðum þar, olli því að fólki í suður- og suðvestur- hluta landsins, þar sem flestar sagn- irnar virðast vera upprunnar, þótti það eitt nógu tortryggilegt, að menn skyldi þrífast þar vesturfrá. Bilið milli tor- tryggni og ofsókna brúaðist fljótlega og litla hugaráreynslu þarf til að skilja I fyrstu sagnfræðiritum íslands er oft minnzt á Sæmund Sigfússon, prest- höfðingjann í Odda sem hálærðan sagn- fræðing og mikilsvirtan. Ari fróði segir berum orðum, að hann hafi skrifað ís lendingabók sína „biskupum órum Þor- láki ok Katli ok sýndak bæði þeim ok Sæmundi presti,"1) og víða er Sæmundar getið sem lærðs rithöfundar, meðal ann- ars í Historiae Regum Norwegiae á lat- ínu. Verk hans eru nú glötu'ð. En hin vnikla frægð, sem hann öðlaðist á íslandi óx eftir því sem almenn fáfræði jókst þar til nafn hans tengdist því, sem nær út fyrir hið mannlega, svo og vizku, 1) Islendingabók, útg. Halldór Hearmnnsson (Islandica 20. bindi) bls. 47. Meistaralega ramnsók'n um allar staðreyndir og munn- mæli um Sæmund gerði Arni Magnússon 1 Vita Seamundi munltiscii (prentaðri í Edda antiquiior .... 1. bindi. bls. I — XXVIII. Hafniae, 1«7*87); önnur er Sæmund Sigfússon and the Oddavcrjar e>ftir Halldór Hermanns- son. (Isilandica, 22. bindi, Cornell, 1033).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.