Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 4
EFólk og Eandslcag hafa verið mér mikils virði — Já, héðan sé ég út yfir hafið, alveg eins og úr glugganum heima við Þórs- höfn, segir Héðinn Brú við gest sinn síðsumardag nokkurn á Veddinge-hæð- um við Asnæs. Skáldið heldur áfram: — Og það er ekki af neinni tilviljun. Þannig vil ég hafa það. Konan mín líka. Þegar ég byggði hús heima fyrir mörg- um árum, keypti ég líka dálítið land umhverfis húsið. Svo þegar Chr. Matras prófessor ætlaði einnig að fara að byggja hús við Þórshöfn, keypti hann lóð af mér. Fyrir þá peninga hefur mér tekizt að eignast landið hér og reisa húsið. Landið hallar mjög niður að firðin- um. Grænir akrar og dökknandi lundir. í norðri hillir undir Odda Sjálands, í suðri Rósnes. Það er kaldi og skúra- leiðingar. Þegar dregur sem snöggvast frá sólu, er blámi sjávarins einna lik- astur Miðjarðarhafinu. Hér er fagurt. Yndislegt danskt landslag, stórbrotið, en friðsælt, án væmni. — Þér kunnið greinilega vel við Dan- mörku. — Já, það geri ég tvímælalaust. Sú kennd vaknaði hjá mér þegar á æsku- árunum. Fólk og landslag hafa verið mér mikils virði. Ekki hættur að skrifa Ég minnist þess, er ég heimsótti skáldið og frú hans síðast. Það var að vetrarlagi í fjallshlíðinni fyrir norðan Þórshöfn. Það var hvasst þetta kvöld, koldimmt og ausandi rigning. En úti fyrir bænum gnauðaði myrkt hafið. Vitinn á hafnargarðinum sendi frá sér snögg ljósleiftur. Veðrið barði utan rúð- urnar. Ég skynja nú mismun árstíð- anna og fjarlægðina milli breiddar- bauganna. Húsið hér á hæðinni er nýtt, — sænsk framleiðsla. — Konan mín og ég erum mjög á- nægð með það, segir skáldið. — Hér er allt, sem við þörfnumst, ekki síður en í nýtízkulegustu gistihúsum. Þetta er fyrsta sumarið sem Héðinn Brú eyðir hér á landi um langt árabil. — En, segir hann, — nú er ekki langt þangað til ég hætti störfum sem land- búnaðarráðunautur, og þá munum við dveljast hér meginhluta sumarsins. Þá vonast ég einnig til að geta skrifað mik- ið. Mér þykir ég ekki vera næstum því útskrifaður ennþá. Það er bara tíma- leysið sem tefur framleiðsluna. Þegar ég var yngri, gekk það prýðilega að ferðast um Færeyjar sem landbúnaðar- ráðunautur á daginn og yrkja á nótt- unni. En slíkt þrek hef ég ekki lengur. Og það er margt, sem ég vildi að mér auðnaðist að skrifa, áður en yfir lýkur. Héðinn Brú varð 66 ára um miðjan ágúst. Síðustu tíu ár, að minnsta kosti hefur hann ekkert breytzt. Bókmenntahneigt æskuheimili — Hvernig fenguð þér áhuga á land- búnaði? — Hann fékk ég strax við að hjálpa til heima. Ég held, að áhuginn hafi vaknað snemma á æskuárunum, án þess að ég gerði mér fulla grein fyrir honum. Faðir minn var kóngsbóndi í Sandey, í byggðarlaginu Skálavík á austur- strönd eyjarinnar. A þeim sömu árum byrjaði ég að yrkja. Ég skrifaði bæði Ijóð og sögur. Það var auðvitað allt mjög óþroskað, en þó uphaf þarfarinn- ar að setja saman orð, sem síðan óx jöfnum skrefum. — Ríkti skáldskaparáhugi á æsku- heimili yðar? — Já, mjög mikill. Heimili foreldra minna var sneisafullt af bókmenntum. Það var lesið hátt á kvöldin. Oftast var Tvö japönsk smáljóð Skrifað dánarbeði Sem dögg hrynja þau, kveðjutárin, til þess að hverfa sem daggir. Ó, æska, mannaævir — Ó, draumar í draum lífsins — — — Toyotomi Hideyoshi (1536—1598) Hið glataða Himnarnir fá ei elzt. Þessvegna, haustmáni, bið ég þig spegla brot horfinnar auðnu í tárunum á armi mér. Dóttir Shunzeis. Þráinn Bertelsson þýddi úr sænsku. Poul M. Pedersen rœðir við Héðin Brú það úr Biblíunni, og svo líka úr „Nord- landstrompeten“ eftir norska prestinn Petter Dass. Þessar tvær bækur voru um langt skeið mest lesnar allra bóka í Færeyjum. Þá voru Færeyingar einnig mjög hrifnir af Kingos-sálmum. Þeir kunnu mikið af þeim utanbókar. Þeir voru bæði lesnir og sungnir. Auk þessa var allt fullt af sögum og sögnum, ljóð- in um Sigurð Fáfnisbana úr Niflunga- sögu og Eddu, og það var margt fleira . . . — Og skólaganga? — Jú, ég fór í barnaskóla eins og aðr- ir krakkar í byggðarlaginu. Og eins og önnur færeysk börn starfaði ég að land- búnaðinum og fiskvinnslunni. Þegar ég var fjórtán ára, fór ég á útilegubát. Því hélt ég áfram næstu fjórar vertíðir. Þá ákvað ég að fara í land. — Eins og Högni í skáldsögum yðar? — Já, næstum eins. Þegar ég var 18 ára, fékk ég inngöngu í lýðskólann á Þórshöfn. Forstöðumenn skólans voru þá stofnendur hans tveir, Símon frá Skarði og Rasmus Rasmussen. Þeir höfðu lært mikið af skipulagi dönsku lýðskólanna, enda báðir fyrrverandi nemendur í Askov. Símon hafði einkum afburðagóða frásagnargáfu, en báðir þessir menn ortu ljóð við söngva, sem mikið eru sungnir enn í dag. Handritið af fyrstu bókinni minni fór að myndast á sama tíma og mér var orðið ljóst, að ég vildi kynnast landbúnaði niður í kjölinn. Norræn samheldni — Hvar lögðuð þér stund á búvís- indi? — Frá 1921 til 1922 var ég í búnaðar- skólanum í Lyngby. Það var góður stað- ur. Laugardagskvöldunum eyddum við í félagsskap lýðskólanemendanna. Þarna komu frægir og ágætir menn til að halda fyrirlestra yfir okkur, t.d. Jens Rosenkjær og rithöfundurinn Aage Meyer-Benediktsson. — Og svo tók yður að langa til að halda áfram og fara í Búnaðarháskól- ann? — Já, í byrjun vildi ég reyndar helzt verða stúdent. En til þess voru engin ráð. Styrktarsjóðir ungra námsmanna þekktust ekki á þeim tímum. Ég kunni vel að meta ár mín við Búnaðarháskól- ann. — Höfðuð þér heimþrá? — Nei, ég hef aldrei fundið til slíkrar kenndar. Ég kunni vel við mig hér í Danmörku, bæði í Kaupmannahöfn og þegar ég var úti um sveitir til að hljóta verklega reynslu á bæjunum. En á sama tíma festi rætur í huga mínum færeysk þjóðernisvitund, _sem hefur staðið lítið breytt síðan. Ég kynntist jafnöldrum, sem voru svipaðs sinnis, t.d. Chr. Matras og Jörgen-Frantz Jac- obsen, ennfremur einum, sem var nokkru eldri, Trond Olsen, en hann er nú látinn. Ég kynntist Danmörku náið á þessum árum. Ég hafði líka gengið í samtök lýðskólamanna, sem höfðu að- setur sitt í Grundtvigs-húsi við Studie- stræde. Þangað komu einnig þekktir menn og héldu fyrirlestra, Jeppe Aakjær, frú Trier frá Vallekilde m.a. Á þessum árum vaknaði trúin á nor- ræna samheldni í huga mínum og hef- ur hún dafnað síðan. Nú, svo varð ég búnaðarkandídat, 1928, og sama ár varð ég aðstoðarmaður búnaðarráðunauts Færeyja, Mads Liitzen. Ég var einnig orðinn hrifinn af ungri stúlku frá Velbestad, sem reyndar var nýbraut- skráð sem húsmæðrakennari frá Frið- riksbergi. Við giftum okkur árið 1930, og höfum ekki iðrazt þess. 1942 varð ég búnaðarráðunautur. Framhald á bls. 12 <0 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. nóv. 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.