Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						NIGEL GOSLING:
FRANCIS BACON
MYNDIR HANS
OG
VIÐHORF
Af samtímamálurum Breta er
Prancis Bacon sá áhrifamesti og
raunar má segja að hann sé eirin
áhrifamesti málari heimsins um
þessar mundir. Það er fyrst og
fremst unga kynslóðin sem dáir
hann, og í þeim hópum, sem nýlega
eru útskrifaðir úr listaskólum, er
annar hver maður, sem stælir hann.
Margir eiga erfitt með að sjá annað
en hrylling í myndum hans, en
sjálfur þykist hann setja manninn
og hinar aðskiljanlegu náttúrur
hans undir stækkunargler og hann
er á þeirri skoðun, að allir lifandi
hlutir beri ofbeldinu vitni.
„í flestum löndum, hefur hin yngri
kynslóS myndlistarmanna hrifizt af og
stælt enska málaran Francis Bacon.
Hann er vissulega sá myndlistarmaður,
sem hefur töfrað heila kynslóð sterkar
en dæmi eru áður til." Þessi orð eru
höfð eftir frönskum gagnrýnanda og
hann lét svo ummaelt, þegar verk
Bacons voru á sýningu í París. Enginn
brezkur málari hefur hlotið slík lofs-
yrði síðan Delacroix endurmálaði eina
af myndum sínum, eftir að hafa séð
sýningu brezka málarans Constaple í
París 1824.
Enginn veit hvort þessi áhrif vara
lengur eða skemur, en Bacon er allt
að einu maður stundarinnar. En mun
orðstír hans lifa? Áhrifin af málverk-
um hans eru ógleymanleg: að standa
í nánd við einhvert af hinum stóru
og hryllingskenndu málverkum hans er
líkast því að verða fyrir höggi, en það
er þó varla sú tegund tilfinningar, sem
gæti haldið áfram að verka um alda-
raðir.
Samt virðist það sífellt verða ljósara,
að Bacon er hinn mikli málari Breta,
af þessari kynslóð. Fáir málarar deila
þeim hæfileika með honum, að geta náð
fram ákveðinni hugmynd um form, án
þess að það form sé beinlínis dregið
upp og seidd fram mynd, sem ekki er
hægt að henda reiður á, eða skilgreina.
Þessar myndir Baeons grípa menn samt
sterkum tökum. Þeir eru vissulega fáir,
sem geta skapað á þann hátt sinn eigin
heim í hverri mynd, svo engu er líkara
en áhorfandinn sé að gægjast inn í
huga sjálfs listamannsins.
Bacon verður ekki neitað um, að
ímyndunarafl hans er frjótt og tæknin
ótvíræð. Mörgum finnst að vísu nóg
um hrollvekjuna í myndum hans, en
jafnvel hún fær samþykki okkar nú
orðið, því við erum farin að venjast
þessum áhrifum af verkum annarra mál-
ara. Vitaskuld er það ekki allt hroll-
vekja í augum Bacons og nú erum við
farin að sjá, að í raun og veru er
margt af þessu ekki meiri afskræming
en sú ímynd þjáningarinnar, sem marg-
oft birtist í helgimyndum gotneskra
kirkna.
Margt bendir til þess að Bacon sé
ekki bara stundarfyrirbrigði. Hann er
engin halastjarna, sem snögglega kem-
ur og fer. Hann er nú 57 ára gamall
og nokkuð lengi búinn að bíða frægð-
arinnar og einnig það styður þá skoðun,
að hann verði langlífur sem málari.
Hann var orðinn þrítugur þegar hann
fór að fara sínar eigin götur í mynd-
listinni og orðstír hans, sem raunar var

lilíÍIK
:     :WmWM:
' ¦¦:    :¦¦¦:¦    ^\-:.v'-^v
mmmm:


Bacon á vinnustofu sinni. Þarna er
allt í hrærigraut, enda segir hann, aS
sér falli óreiðan vel. Samt er hver
hlutur á sínum stað og hann veit hvar
hann á að leita.
alltaf mikill í fámennum hópi, hefur
vaxið hröðum skrefum upp á síðkastið
og kannski náð hámarki sínu með sýn-
ingunni í Tate Gallery 1962. Það var
stór yfirlitssýning og með henni ávann
Bacon sér heiðurssæti meðal brezkra
myndlistarmanna. Eftir stríðið varð
New York áhrifamikil borg í myndlist,
síðar þegar þessar áhrifaöldur frá New
York eru orðnar eins og gárar á hinum
víða sæ heimslistarinnar, stendur
Bacon eftir eins og klettur úr hafinu.
Vinsældir hans um þessar mundir
varpa líka Ijósi á okkur sjálf. Enda
þótt myndir Bacons séu einstaklega per-
sónulegar og sérstæðar eru viðbrögð
okkar gagnvart þeim félagslegt fyrir-
bæri. Nú er líka svo komið að mynd-
listin getur ekki keppt við önnur tján-
ingarmeðul eins og til dæmis Ijósmynda-
tæknina, þegar um það er að ræða að
lýsa einhverju mjög nákvæmlega. Þess
vegna er nútíma myndlistin oft líkt og
leikur, sakleysisleg könnun á efninu
og möguleikum þess. Bacon viðurkennir
þetta sjónarmið en það harmræna, það
tragiska hefur yfirhöndina, „Maðurinn
skilur nú, að hann er slys: algerlega
misheppnuð vera." hefur hann sagt.
Hann lítur á lífið sem marklausa æfingu
en á sína eigin viðleitni lítur hann sem
Dæmigerð mynd fyrir Bacon: Ein
mannvera hringsnýst á stól í tómu her-
bergi, sem gæti verið fangaklefi, mál-
aður í bleikum lit. Allt ber vitni um
innilokunarkennd og hræðslu. Mann-
veran, sem gæti verið miðaldra og er
nakin, situr þarna líkt og við þriðju
gráðu yfirheyrslu og aðeins ein ber
Ijósapera hangir niður úr loftinu.
4    LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
4. febrúar 1968
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16