Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 5
Einn áhrifamesti málari samtímans hefur aldrei í listaskóla komið skilinn og freistingarnar hafa ekki spillt honum, þó hann hafi haft kynni af þeim. Oftast lítur vinnustofa hans út eins og ruslahaugur: þar situr hann sjálfur í miðjum haugnum, en í myndum sínum snýr hann þessu við. Þar eru engir óþarfahlutir eða ringulreið og hann hefur lýst myndum sínum þannig, að „þær séu ringulreið í einangruðu tómi.“ Bacon bregður sér gjarnan á skemmti- staði og klæðist þá rándýrum skóm og fötum samkvæmt tízkunni. Hann er al- gjörlega ópólitískur. Sá heimur, sem hann lifir og hrærist í, er svo persónu- bundinn og sérstæður, að þar er varla hægt að tala um almenn viðhorf. Það, sem örvar hann í þessum einka- heimi, verður að einskonar þráhyggju með honum. Hann skoðar hugarfóstur sín með linnulausri ástríðu, eins og barn skoðar tönn, sem hefur verið dregin úr því. Síðan hann ávann sér þennan sérstaka stíl, sem hann hefur orðið frægur fyrir, eru það einkum tveir meginþættir, sem mest ber á í verkum hans: kynlífið og dauðinn. Sjálfur skýrir hann þessa þætti í verkum "sínum þannig, að hann sé að leitast við að skapa gildru, sem lokist snögglega á réttu augnabliki og geri honum kleift að lýsa manninum eins nákvæmlega og unnt er. Að áliti Bacons er þetta eina rétta augnablik, þegar maðurinn birtist í Ijósi þessara tveggja meginþátta. Tvíhyggjan og átökin milli andstæðra krafta eru ævinlega mjög sterk í mynd- Spenna leiðir af sér ofbeldi og of- beldi blasir allsstaðar við í myndum Bacons. Maður finnur návist svo næmrar skynjunar, að hin minnsta hvatning verkar sem árás. Enda segir Bacon: „Ég trúi því, að allt sem til er sé ofbeldi í sjálfu sér. Tilvera rósar- innar er ofbeldi.“ Hann hefur sjálfur skapað verk, sem líkjast helzt söxuðu holdi og fólk fær velgju af að horfa á þau. Bacon er maður trúlaus, en venjulega tengir hann þessar myndir sínar krossfesting- unni, sem í augum hans er tákn um grimmd mannsins. Hann hefur líka stundum tengt krossfestinguna slátrara- búð eða skepnum, sem bíða slátrunar. Hann notar litinn til að opinbera hina dýpri þýðingu verksins, innihaldið sjálft á bak við það, sem að áhorfandan um snýr. .Það vottar ekki fyrir skop- stælingu í myndum hans og þar er ekki heldur um að ræða ýkjur frá hinni eðlilegu sjón. Hann hefur miklar mætur á myndlist, sem er eingöngu „illustratif", það er, sýnir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Um margt svipar Bacons til Picassos, til dæmis í þráhyggju sinni, í einkalífi og expressjóniskri ástríðu, sem hvet- ur hann til að elta viðfangsefnin út á yztu nöf. Þessi algerlega óskólagengni listamaður býr öðrum myndlistar- mönnum fremur yfir óviðjafnanlegri gáfu til að láta litina tala hvern fyrir sig og aldrei dregur hann upp svo- kallaðar skissur eða frummyndir. List- dómarar dást að kjarki hans í litameð- ferð og því er slegið föstu, að hann sé Mannvera á hjóli, málverk eftir Fran cis Bacon. Stundum setur hann mann- inn í einskonar búr í miðri myndinni líkt og til að undirstrika að við erum ein þegar allt kemur til alls. tilraun til að gefa þessum leik dýpri merkingu. Vissulega hefur honum tek- izt það. Sú staðreynd, að myndir hans finna sérstaklega hljómgrunn hjá ungu fólki, sýnir að undir yfirborði velmegunar og skemmtana er enn að finna hið gamla djúp óttans og það djúp er eins breitt og djúpt og nokkru sinni fyrr. Bacon málar eins og maður, sem hefur skyggnzt niður í þetta djúp, ekki af rósemi hugrekkisins heldur í ástríðufullri örvæntingu. Það er því líkast að myndir hans hafi verið píndar út úr honum: eins og hann sé að æla lifur og lungum og losna þannig við eitthvað, sem hefur verið of sársauka- fullt til að hægt væri að halda því niðri. Bacon er sjálfur dálítið þjáningarlegur á svipinn, hreyfir sig mjúklega og tungu tak hans er einnig mjúkt. Hann er vissu lega gáfaður og mannaður listamaður. Hann er kyrrlátur maður og hljóður og býr yfir þeirri duldu og óskýrgrein- anlegu eigind, sem gerir þesskonar manngerð áhrifameiri en bringuloðinn kraftakarl. Þó er í rauninni hvergi hægt að draga hann í dilk. Hann er enskur að ætterni en borinn og barn- fæddur í nánd við Dublin. Faðir hans var hestatemjari þar, og taldist til efri miðstéttarinnar. Bacon gékk í enskan unglingaskóla en hefur, þó merkilegt megi virðast, aldrei í listaskóla komið. Venjulega býr hann í Kensington, en dvelur oft langtímum saman í Marokko eða Monaco og hann er ókvæntur. f vinahópi hans eru bæði hinir allra virðulegustu menn svo og rónar. Tóm- stundaiðja hans er lestur góðra bóka, spilamennska og drykkja. Hann er ör- látur, hefur töfrandi framkomu, hrein- Andlitsmynd af konu eftir Bacon. Það er sagt að hann leitist við að mála innri manninn og þessar myndir eru dæmigerðar fyrir stíl hans, þar sem allt er hálf afskræmt, sundurtætt og þrungið kvalræði. um Bacons. Hann hefur ekki áhuga á abstraktlist, og hefur það á tilfinning- unni að þessi átök tapist þar, vegna þess að í abstraktlist sinni menn ekki innihaldinu af fagurfræðilegum ástæð- um. Hrollkenndar hugmyndir hans eru gotneskar að eðli. Hundur, sem er að hverfa út úr sjónvídd dauðans, er negld ur fastur og maður á göngu í herbergi er stöðvaður í hreyfingunni og breytt eins og konu Lots í myndrænan salt- stólpa. Hinni tilviljunarkenndu óreiðu er þjappað saman í hnotskurn flækj- unnar. Pensildrátturinn, sem lýsir svip brigðum vinarins hefur á sér mót ástar- innar, svo sterkt, að það er eins og opið sár. Bacon vitnar oft i Oscar Wilde: „Allir myrða yndi sitt“, og bætir gjarnan við á þann hátt, sem ein- kennir hann: „Er þetta rétt?, ég veit það ekki.“ sífellt í framför. Að uppruna er lita- spjald hans í ætt við hið gjallandi ó- samræmi litanna hjá Graham Suther- land, og það hefur enn í sér þau ein- kenni, sem franskur höfundur hefur nefnt litaspjald gamalla enskra hefðar- meyja, það er fjólublátt, grænt og rós- rautt. Fyr lrmyn’úr Bacons virðast ævin- lega búa yfir sterkum kyneigind- um og þó eru þetta ekki alltaf nektar- myndir, heldur myndir af fólki, sem virð ist vera myndað að óvörum við að klæða sig, líkt og höfundur myndarinnar hefði staðið þar í leyni. Og myndirnar eru vissulega mjög holdlegar. Línur þeirra eru ýmist ástríðuþrungnar boglínur eða þær slitna undan nærgöngulli áleitni. Klefinn, grasið, teppið, allt hefur það á sér blæ átaka, sem bera keim af kynvillu. Likaminn, sem liggur endi- Framhald á bls. 12. 4. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.