Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1968, Blaðsíða 3
KULIMASKYTTAIVI Smásaga eftir Hugh Templeton L eonard gekk áfram eftir dimmri götunni. Hann laumaðist varlega frá einum skugga til annars hljóðlaust eins og köttur. Skyndilega sveigði bifreið fyrir götuhornið fyrir framan hann. Það rumdi í hreyflinum, og síðan þaut hún í áttina til hans. Um leið og hann þrýsti sér í flýti upp að hurð, renndi hann hendinni laumulega inn undir jakkann á velsniðnu dökkbláu fötunum sínum. Svarti bíllinn þaut dynjandi fram hjá honum og ógnandi drunurnar í afl- mikilli vélinni bergmáluðu í nseturloft- inu. Mennirnir fjórir í bílnum sátu á- lútir og störðu alvarlega fram fyrir sig. Andlit þeirra sáust óljóst. Leonard rétti hægt úr vísifingri hægri handar. Hann hélt áfram. Við götuhornið nam hann staðar og þrýsti sér upp að veggnum. Hann gægðist fyrir hornið inn í dimma þrönga götuna og var á varðbergi gegn hvers konar hættu merki. Hann leit aftur fyrir sig til þess að vera viss um að honum væri ekki veitt eftirför og hljóp síðan hljóðlega fram með hrörlegri girðingunni. Hann stanzaði fyrir framan húsið númer 2, stórt, óþrifalegt hús. Hann hlustaði eft- ir sérhverju grunsamlegu hljóði skauzt inn um hliðið og barði þrjú létt högg á hurðina. Hann heyrði taktfast fóta- tak í djúpri þögninni. Þegar það nálg- aðist greip hann til byssunnar og kippti öryggislásnum upp. Það brakaði í hurð- inni þegar hún opnaðist. — „Halló, Len. Ég bjóst ekki við þér svona seint. Hvar hefurðu eigin- lega verið?“ — „Ég fór í bíó, Charlie. Ekki sem verst. Þú hefðir átt að koma með. Þetta var um Leyniþjónustuna, þú veizt, eins og James Bond. Stórkostlegt. — „Jæja, já. Komdu nú samt inn. Ég skal biðja mömmu að setja upp ketilinn." eir gengu eftir illa lýstum gangi og í gegnum skjannabjart eldhúsið, sem lyktaði af fleski og lauk. Len fór hjá sér. Hann fann hvernig deyfð færðist yfir hann. Hugsun skaut upp í huga hans: „vinna á morgun, það er víst bezt að vera ekki of lengi.“ Móðir Charlies leit upp frá prjónum sínum. — „Halló, Len. Það er langt síðan ég hef séð þig. Hvað hefurðu verið að gera, ha? Nei, en hvað þú ert fínn í kvöld. Varstu úti með stúlkunum? — „Nei, frú Brown, ég var í bíó.“ — „Hvað sástu, njósnamyndina hérna niður frá? Ég sá hana hérna um kvöld- ið með henni Elsu okkar. Ég verð að segja að hún var ekkert fyrir mig. Öll þessi manndráp og svo keyrslan á bílunum." — „Ó, ég veit ekki. Mér fannst...“ — „Hvað þá með kallinn, sem skaut alla útlendingana niður í einu. Það var nú blátt áfram hlægilegt." — „Jæja ...“ — „Og svo þessi stelpa, sem var alltaf að láta rífa af sér fötin. Sú var nú ánægð með það.“ Len brosti uppgerðarlega. — „Viljið þið tesopa, drengir? Ég skal hita vatn.“ Hún kjagaði út, lítil, digur vera allt- af í sömu upplituðu kjólunum og ólögu- legu peysunum. Len settist í slitinn sófann. Charlie horfði á sjónvarpið með öðru auganu og tuggði epli. Það var skrúfað fyrir hljóðið, en Len kannaðist við velþekktu auglýsinguna fyrir hárlakk með glað- legu ljóshærðu stúlkunni, sem hélt á brúsa og talaði svo tilgerðarlega fram- an í myndavélina. Hann minntist hve óþægilegt var að snerta lakkað hár og hvernig stúlkurnar sárbændu hann um að eyðileggja ekki nýtízku hárlagn- inguna þeirra. Myndin hvarf af skerm- inum, og í staðinn kom sólbrenndur karlmaður ríðandi hvítum hesti eftir fjörunni, púandi sígarettu eins og líf hans væri undir henni komið. Len teygði sig ósjálfrátt eftir opna pakkan- um á borðinu. — „Sígarettu, Charlie?" — „Nei takk. Ég er kominn með hósta. Ég lenti í rigningu í gærkvöldi. Býst við að það sé þess vegna.“ — „Haltu áfram. Varstu einhvers staðar úti að flækjast með einhverri stelpunni?“ — „Nei, því miður.“ HUGH Templeton er Englendingur, fæddur 1939. Hann hefur dvalizt á íslandi í þrjú ár sem kennari í ensku við Málaskólann Mími. Charlie hafði ekki augun af sjón- varpinu. Len hefði getað lúskrað á honum. Þess í stað reyndi hann aftur. — „Hvert ætlarðu í fríinu í ár, Charlie?" — „Ha?“ — „Ég spurði... andskotinn, geturðu ekki haft helvítis augun af kassanum eina einustu djöfulsins sekúndu?" — „Veit ekki hvert. Ég býst við að fara til Wight—eyju. Mamma kann vel við sig þar. Það er ekki sem verst. Þetta epli er ekki einu sinni þroskað." — ,,Af hverju ferðu ekki eitthvað einn?“ — „Ha, og skilja mömmu eftir eina, ertu vitlaus?" Hann sneri sér við og horfði stundar- korn á Len og fleygði síðan eplinu í eldinn. — „Mamma fór einu sinni til Mall- orka þegar pabbi var ennþá hjá okk- ur.“ — „Jæja,“ sagði Len áhugalaust, „hvar er það?“ Athygli hans beindist að skrípateikni mynd af hundi á iðandi skerminum. Hann var eins og dáleiddur. Hann rykkti til höfðinu og leit af honum. — „Veit ekki. Hún fór með flugvél. Það er eyja einhvers staðar. Hún sagði að það hefði verið of heitt þar. — „Mér þætti gaman að vita hvern- ig veðrið verður?" — „Hvaða máli skiptir það, þegar maður er lokaður inni í helvítis verk- smiðjunni allan daginn." — „Ég meina í fríinu, asninn þinn.“ — ,,Jaaá.“ rú Brown kom inn með teið. Hún lagði bollana tvo á borðið, settist og tók aftur til við prjónana. Charlie blað- aði letilega í dagblaði, sem lá á gólf- inu. Len minntist göngunnar eftir göt- unum. Hann hafði tekið eftir, hvernig draugaleg birta götuljósanna hafði af- máð störnurnar. — „Ertu enn að hugsa um að kaupa þér mótorhjól, Len? Það er eitt hérna fyrir 75 pund af BSA gerð 250,c3, model ’59. — „Hvað mikið keyrt?“ — „Það stendur ekki, fíflið þitt.“ — „Ég hef ekki efni á því. Nú þeg- ar bjórinn og sígaretturnar eru alltaf að hækka og skattar og tryggingar og allt saman.“ — „Ekki veit ég hvers vegna þið viljið endilega vera að fá ykkur þessi hættulegu mótorhjól,“ skaut frú Brown inn í og prjónaði af ákafa. „Aðeins til þess að hræða líftóruna úr vesalings mömmum ykkar.“ Prjónarnir iðuðu eins og galdraprik. — „Len greyið langar til að vera töffari, ekki satt?“ sagði Charlie eins og utan við sig. Hann kastaði blaðinu frá sér og fékk sér sígarettu. — „Eitthvað til þess að geta litið í kringum sig. Komast burtu um helg- ar.“ — „Peningaeyðsla," sagði frú Brown og taldi lykkjur. Len yppti öxlum, valdi sér notaða eldspýtu úr yfirfullum ösku- bakkanum og byrjaði að tyggja ákaf- lega annan endann. Hann hrærði í Framhald á bls. 12 JÓN ÚR VÖR: SVARIÐ Þú elskar hana, hún annan mann. Enginn er neitt nema hann. Fjall byrgir sýn. Þú flytur það úr stað. Hún mun aldrei uppgötva það. Allt er glatað, sem var einhvers vert. Æ, hví hefurðu ekkert gert? Þá seturðu fjallið, þar sem fjallið var. En það er auðvitað ekkert svar. 3. marz 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.