Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LAUNSÁTIN
Malarinn sat á dyrahellu sinni með
skyrtuna fráhneppta, berfættur í ó-
hreinum dúkbuxum eins og hann ætl-
aði að fara að hátta. Með þeirri ótíma-
bæru kæti sem honum var töm, sagði
hann svo sem til útskýringar: „Það hef
ur  verið  svo  mollulegt  í  allan  dag,
sérðu til......maður er bara að fá
sér ofuriítið ferskt loft." Malarakonan
var líka að slettast þarna um, berfætt,
vafin í svart sjal yfir blettóttri baðm-
ullarblússu með upphrettum ermum og
kryppluðu strigapilsi, sem kafteininn
rak minni til að gerði hana breiðari
á lendina og meira eggjandi. Hún var
á sífelldum erli milli húss og myllu
eins og hún stæði í einhverjum stór-
ræðum — og þetta kom kafteininum
einnig mjög furðulega fyrir sjónir.
Hínn kampakáti malari var jafnvel
enn kátari en hann átti að sér. Mjó-
leitt andlit hans með langa rauðbrúna
yfirskeggið virtist enn mjórra í tungls
ljósinu, en bros hans var breiðara,
ísmeygilegra og í ferskleika næturinn-
ar fékk rödd hans dýpri, miidari hljóm.
„Konan mín," sagði hann með ýtni,
„hún var að baka „pita" af því að ég
á von á mági mínum og konu hans.
Börnin eru háttuð og hví þá ekki að
doka aðeins við svo við getum borðað
saman kvöldverð í næði og spjallað
stundarkorn. Við kynnum jafnvel að
geta fundið glas af plómubrennivíni:
það er bragðbetra svalt."
Malarakonan hélt einnig aftur af
kafteininum, með slægðarhreim í rödd-
inni, sem aðeins þau tvö gátu skilið.
„Svona nú, í öllum bænum seztu niður.
Það er ekki allt eins og það ætti að
vera: en á hinn bóginn sjást varla
handaskil."
En kafteinninn vildi ekki tefja enda
þótt hann hefði haft gaman af að
smakka á pitanu og spjalla um stund.
Hann var þreyttur eftir ferðalagið og
vissi að kona hans beið eftir honum
heima jafnvel enn áhyggjufyllri en
hún hafði kvatt hann níðri í brekk-
unni. Hann hélt því áfram og malarinn
kallaði á eftir honum vonsvikinn og
geispandi: „Hvaða vandræði, það þyk-
ir engum gaman að drekka einn."
Malarakonan stöðvaði kafteininn ein
mitt í því hann var að fara framhjá
myllunni, eins og hún hefði setið fyrir
honum þar. Hún tyllti sér á tær og
hvíslaði í hægra eyra hans, svo nærri
að hann fann heitan andardrátt henn-
ar: „Farðu ekki yfir brúna! Finndu
þér aðra leið."
Þó lágt væri hvíslað var kafteinin-
um það samstundis ljóst að þarna, við
brúna, væri honum veitt fyrirsát og
að malarinn vissi ekki eínungís um það
heldur hefði hann jafnvel tekið þátt
í að undirbúa hana og reynt að tefja
yfir honum þar til tunglsljósið hefði
náð brúnni. Launsátin gat aðeins verið
gerð á hinum bakkanum í kjarrinuþví
hérnamegin var autt. Engi malarans og
akurskikinn teygðu sig niður á malar-
kambinn fyrir ofan ána. Hann sneri sér
hvatlega að malarakonunni til þess að
faðma hana að sér í þakklæti eða til
að virða hana vel fyrir sér, og síðan,
er hann sá að malarinn var farinn
inn í húsið, lagði hann vinstri hand-
legginn yfrum hana með snöggri hreyf-
ingu. Hann fann mjúkan kvið hennar
við hönd sína og dró hana blíðlega með
sér inn í skuggann af myllunni.
„Hverjir eru það? Útlagarnir?"
„Já! Spurðu ekki. Hraðaðu þér bara"
Hann héit enn um mitti hennar en
nú með báðum handleggjum. Hann dró
hana  blíðlega  að  sér  sem  merki  um
þakklæti og óviðráðanlega ástríðu. Hún
fagnaði  honum  af niðurbældum  hita,
fór að skjálfa og þrýsti líkama sínum
upp að honum.      /
„Ekki! Slepptu mér! Maðurinn
minn!" hvíslaði hún lokkandi og ýtti
honum frá sér með höndunum. Hann
sleppti henni pg þá vatt hún sér skyndi
lega við og kyssti hann, votum, fersk-
um vörum. Já þetta var hannar háttur,
alltaf votar, aðskildar varir á undan
ástarhótunum. Áður en hann gæti áttað
sig nóg til að kyssa hana aftur, hafði
hún skotizt bakvið mylluna í átt til
hússins og" bónda síns.
Kafteinninn stóð eftir í skugganum
og hugsaði um hvaða leið skyldi halda.
Loks komst hann að þeirri niðurstöðu
að það einfaldasta væri að fara yfir
ána þarna sem hann var:bugðurnar á
ánni myndu líka skýla honum fyrir
launsátursmönnunum og uppúr grynn-
ingunum stóðu steinar, sem hann gæti
stiklað á án þess að vökna í fæturna.
Drunurnar og skvampið í mylluhjólinu
myndu yfirgnæfa öll önnur hljóð. Hon-
um fannst leitt að hann skyldi alltaf
haf a tortryggt malarakonuna líka. Hún
var s'læg og slóttug, óprúttin og ó-
skammfeilin en einmitt fyrir það var
hún honum kær núna, kærari en
nokkru sinni fyrr. Það hafði allt verið
með ráði gert — höfuð hans ört af
plómubrennivíninu, maginn fullur af
pita. Þeim hefði ekki getað mistekizt.
I tunglsskininu sáust jafnvel smæstu
hlutir skýrt og greinilega: steinarnir,
runnaþykknið, snubbóttur stúfurinn af
dauðu elritré sem í dagsljósinu var
rauðleitt en stóð nú ókennilegt og
stirðnað eins og varðmaður.
Kafteinninn var klæddur í gamlan
en velmeðfarinn grágrænan einkennis-
búning og gúmsóluð leggjastígvél —
ósjáanleg og óheyranleg. Það var lán
að hann skyldi hafa farið svo vel með
einkennisbúninginn og haldið stígvél-
unum í góðu ásigkomulagi — einkum
stígvélunum. Hann hafði ekki viljað
líta út eins og venjulegur bóndi og
ganga í ilskóm: þeir hefðu allavega
komið upp um hann með marrinu í
skósólunum. Engu að síður hafði hann
ekki gefið bændunum upp ástæðuna
fyrir því að hann hafi látið gera gúm-
selana: þeir voru nær óslítandi! Og á
þeim var gott að fóta sig á steini, væri
hann ekki blautur.
„Brauð og ostur", sagði hún bónda sín-
um til, skýringar — um leið og hún fór
framhjá honum.
Hann stökk með gætni á stein af
steini en staldraði svo í miðri ánni,
efins um hvort hann færi ekki í vatnið
í næsta skrefi og steig hægt niður fæt-
inum, stígvélin reyndust hentug til að
vaða í grunnu vatni. Vantslítil áin
náði honum vart í ökkla og í fimm eða
sex skrefum var hann kominn yfir á
hinn bakkann.
Hann var enn mjög nálægt þeim öll-
um, myllunni, launsátrinu, malarakon-
unni. Hann gat jafnvel heyrt malar-
ann kalla til konu sinnar nógu hátt
til þess að launsátursmennirnir gátu
heyrt til hans — ef til vill var þetta
umsamið merki um það að hann, kaft-
einninn, væri á leiðinni: „Ertu búin að
tjóðra kúna?" En engu að síður var
hann langt í burtu frá þeim, eins og
með því að fara yfir ána hefði hann
stokkið inní annan og kunnuglegri
heim, eftir að hafa sloppið svo naum-
lrj/ga frá 'hættunni.
Hann heyrði hljóðlátan niðinn í ánni,
nær hinn sama ofantil hjá brúnni eins
og fyrir neðan í kjarrinu. Vatnið, sem
þeyttist af mylluhjólinu, freyddi og
skvettist. En annað heyrði hann ekki
og svar malarakonunnar til bónda síns
varð ekki greint. Enn hafði hún ekki
svikið hann: hún hafði ekki svarað
hinu umsamda merki upphátt. Þar sem
hann stóð þarna í elriþykkninu á ár-
bakkanum, varð honum í fyrsta skipti
ljóst, hvernig og hversvegna hann var
malarakonunni svo hjartfólginn.
Hún elskaði grannholda og ávalt höf-
uð hans með langt, uppsnúið yfirskegg-
ið, sem angaði af tóbaki og einhverju
enn sterkara — einhverju karlmann-
legu og hrokafullu. Hún elskaði einn-
ig augu hans, á einhvern óskýranlegan
hátt eins og yfirskeggið, dökkblá skörp
og héiðarleg. Hjartfólgnastur af öllu
var henni líkami hans, beinamikill og
vöðvastæltur, óþreyjufullur og lífs-
ólgandi og þeim mun ástríðufylllri sem
samvizkan kvaldi hann vegna eiginkon
unnar og nágrannans. Ef til vill var
það sem laðaði hana allra mest, höfð-
inglegt yfirbragð hans, sem hvergi sást
hjá bændum og ómenntuðum mönnum.
Malarinn kom út úr húsinu og kall-
aði til konu sinnar og útlaganna það
sem kafteinninn hafði heyrt. Hann fór
að hlusta óþolinmóður eftir skothvell-
um. Svo uggði hann betur að sér: ef til
vill gæti hann orðið fyrir einhverri
villuráfandi kúlu. Hann hörfaði bak-
við húsihornið. Þar magnaðist óþolin-
mæði hans.
En ekkert gerðist: konan sinnti störf-
um sínum í myllunni hljóðlaust, áin
rann með glaðværu gjálfri og vatns-
myllan malaðí. I óvissu um hvort sér
hefði skjátlazt um tímann, sem það
hefði tekið kafteininn að komast að
brúnni, kallaði malarinn, sem enn var
í felum bakvið húshornið, til konu sinn-
ar:
„Hvað er að? Hann ætti að vera
kominn að brúnni núna!"
„O, hann er þegar komin'n yfir á
hinn  bakkann,"  svaraði konan  rólega.
„Áttu við — að hann hafi komizt
undan?"
„Já, hann komst undan — þetta er
mesti refur."
Þá hraut útúr malaranum: „Og þú
— þér  er  alveg  sama!  Þú  ert  meira
að segja ánægð, tæfan þrn. *>a newr
kannski verið í tygjum við hann."
„Mér er hvorki vel eða illa til hans.
Og þú ert sjálfur að manga til við
hvaða kvensu og stelputryppi sem er
og það fyrir augunum á konunni þinni.
Skömm er að þér! Hann er glúrinn
— eins og otur, það er mergurinn máls
ins!"
Malarinn vissi ofur vel hversu langt
hann gat gengið í að atyrða konu sína
ef hann vildi ekki að hún drægi úr
blíðu sinni og umhyggju fyrir honum.
Þau landamæri voru oftast mörkuð af
hvössum, karlmannlegum orðaflaumi —
skömm, mergurinn málsins var slík prð,
jafnvel þótt þeim væri ekki hreytt út
í hörkulegum rifrildistón.
"Já, otur — gamall refur," samsinnti
hann til að gera henni til geðs. „Og
allt var svo vel undirbúið að ekki varð
á betra kosið! Enginn hefði getað orð-
ið var við þá — þeir tóku sér ekki
stöðu fyrrr en um sólsetur. En farðu og
segðu þeim það svo þeir haldi ekki
áfram að bíða til einskis. En varaðu þig
bara á að þeir villist ekki á þér og
kafteininum. Það hafa þegar orðið nóg
vandræði. Mundu það sem ég sagði —
vertu mjög varkár."
Malarakonan vatt sér inn í húsið og
kom út aftur andartaki síðar með
körfu.
„Brauð og ostur," sagði hún bónda
sínum til skýringar um leið og hún fór
framhjá honum.
Svo vel þekkti hún eiginmann sinn,
að hún vissi að komið var fram á var-
ir hans að segja: „Brauð og ostur, ekki
nema það þó! Hvað verður næst?" En
hann sagði aðeins með ólundarlegu
hirðuleysi: „Nú jæja — þá það".
Malarakonan laumaðist hljóðlega nið
ur að brúnni og braut heilann um það
sem maður hennar hafði gefið í skyn
og rætt hafði verið þá um morguninn:
það yrði að senda útlagana niður með
ánni því að lögregluflokkur sæti fyrir
þeim í gilinu. Ennfremur varð hún um
leið og hún hraðaði för sinni, að firina
upp eitthvert merki sem hún gæti gefið
útlögunum svo þeir villtust ekki á
henni og kafteininum.
Jafnvel án hennar tilhlutunar var
við því að búast að útlagarnir leituðu
niður með ánni. Frá vegamótunum við
mylluna lá stígur upp með ánni, sem
vandrataður var fyrir ókunnuga, jafn-
vel í dagsbirtu, á veginum til þorps-
ins myndu þeir aðeins rekast á eftirlits-
flokk lögreglunnar en stígurinn, sem
lá hjá húsi kafteinsins hvarf von bráð-
ar í skógarþykknið uppi í fjallinu, þar
sem enga björg var að finna, og gæti
jafnvel leitt þá í gildru, sem hinn út-
smogni, ósvífni og óútreiknanlegi kaft-
einn hefði búið þeim. Skynsamlegasta
ieiðin og reyndar eina undankomuleið-
in væri því niður með ánni.
Kona malarans hugsaði sér hvað hún
gæti gert til þess að útlagarnir bæru
kennsl á hana, en ekki hvernig hún
ætti að fá þá til að halda niður með
ánni. Maður hennar hafði heldur ekki
gefið henni nein ákveðin fyrirmæli.
Hann hafði reitt sig á snarræði hennar
og eðlisávísun að finna beztu lausn-
ina á jafnvel hinum óvæntustu vanda-
málum. Einnig hún reiddi sig á þetta
af vana.
Er hún kom að brúnni, sem þegar
var upplýst af tunglskininu, fór hún
að raula fyrir- munni sér lag sem hún
hafði sungið fyrir um það bil þrem
árum, þegar hún kynntist útlagaforingj
anum fyrst. Síðar hafði hún notað þetta
lag sem kallmerki á milli þeirra. Berg-
mál af laginu var blístrað úr runna-
þykkninu handan við ána og hávaxin
fremur álút mannvera sveipuð siðri
skikkju, kom í ljós. Hún þekkti þar
útlagaforingjann, ungan mann tæplega
hálfþrítugan, sem var frægur fyrir
dirfsku og alræmdur grimmdarseggur
og var mikið fé sett til höfuðs honum.
„Hvað er að?" spurði hann og greip
um úlflið hennar með vinstri hendi.
Hann  togaði  hana  til  hliðar  inn  í
2  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
24. marz 1968
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16