Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						tæpast tímabært, seinna, kannske

seinna. En nú er bílstjórinn víst far-

inn að bíða eftir mér.

Og það er rétt með herkjubrögð-

um að ég fæ Jón til að súpa úr

kaffibolla, hann vill ekki látamjólk

urbílstjórann úr Nesinu bíða. Jón

var að koma að sunnan, en nú ætlar

hann að skreppa á æskustöðvarnar

í Hegranesi og hitta vini og frænd-

ur áður en hann fer heim í fásinnið

á Skaga.

—  Vindsveipur feykir miöllinni

framan í okkur þegar ég opna dyrn-

ar.

Við kveðjumst og hann gefur mér

góð fyrirheit um fleiri sögur um furð

ur og fyrirbæri, enda ýrnislegt fleira,

því Jón kann sjó af sögum og hefur

margt reynt.

— Vertu blessaður.

Um galdur og seið

Og Jón er kominn aftur. Eg spyr

hann um galdra. Hann efast ekki

um að þeir hafi verið iðkaðir til

forna, og jafnvel lengur en almennt

er talið.

—  Óðinn kunni að gala galdur,

segir hann með trúarvissu í rödd-

inni, og ég má hafa mig allan við

að skrifa, til að missa ekki af þræð-

inum:

—  Munkarnir námu frásögnina

burt úr handriti Snorra-Eddu. Það

var Heimdallargaldur. Það þótti ekki

nógu kristið. Já, ég skal segja þér,

til min kpm hópur frá ferðafélag-

inu. Ég sagði fólkinu sögu, drauga-

sögu um mann, sem hafði fyrirfarið

sér út af stúlku. Meðan ég var í

bezta gengi að segja söguna féll einn

maðurinn í trans, og utan við glugg-

ann sá ég annarlega veru með blóð-

ugan hálsinn. Hún teygði fram hend-

urnar. Mér varð nokkuð hverft við

og hætti að segja frá. Þá vaknaði

maðurinn.

— Hvað var að?, spyr ég.

— Tengslin. Tengfcli áheyrand-

ans við frásögnina og atburðinn, sem

ég var að segja frá. Ef um dular-

gáfu er að ræða getur svona sam-

band skapazt. — Hinn dauði hafði

ásótt stúlkuna, sem var næstum orð-

in sturluð, eða reyndar alveg geggj-

uð. Var þá brugðið á það ráð að

senda hana til föður míns, sem fátt

kom á óvart. Þá bráði af stúlkunni,

svo hún virtist næstum heil heilsu,

enda bar ekki á neinum ófögnuði í

sambandi við veru hennar á heimil-

inu.

Svo var það nótt eina, að bróður

minn dreymdi að maður kæmi til

sín, og þóttist hann vita, að það

væri  sá  er  ylli  ógleði  stúlkunnar.

Lét hann í ljós ánægju sína yfir því,

að nú væri stúlkan að yfirgefa Hró-

arsdal, þá gæti hann aftur náð fundi

hennar.

Bróðir minn sagði drauminn. Gekk

þá faðir minn á stúlkuna og spurði

nákvæmlega hvað það væri, sem vald

ið hefði ógleði hennar. Sagði hún þá

sem var, en um það hafði föður mín-

um verið ókunnugt áður. Kvað hann

slæmt að hafa ekki vitað þetta fyrr,

en mætti nokkuð úr bæta, ef hún

færi að sínum ráðum. En þar sem

hún var ákveðin í að fara burt,

tók hann henni stranglega vara fyrir

að fara aldrei fram fyrir Dalsá. En

svo fór nú samt, að stúlkan fór fram

fyrir Daisá. Kannske var hún búin

að gleyma aðvöruninni eða tók ekki

mark á henni, eða í þriðja lagi að

einhver dulinn kraftur kallaði hana

til sín. Úr því verður aldrei skorið.

En sú för varð stúlkunni að aldur-

tila, hvernig sem það var. Það hef

ég aldrei heyrt nákvæmlega.

— Átti faðir þinn galdrabók, spyr

ég, en fæ ekkert ákveðið svar.

—  Faðir minn var fróður maður

og að mörgu á undan sinni samtíð,

jafhframt því sem hann átti traustar

rætur í gömlum tíma og liðnum sið-

um. Þorgeirsboli hiiðraði sér hjá að

mæta föður mínum — hafði komizt

í kast við hann og ekki haft betra

af þeim viðskiptum. Faðir núnn bjarg

aði mörgum undan ásókn bola og

annarra óvætta. Ég tel að hann hafi

geta markað svona löguðu einihvers-

konar bás, eins og ég sagði þér áðan

með stúlkuna og Dalsá. Eg man fleiri

dæmi um slíkt. Hann ráðlagði fólki,

að gera ekki hitt eða þetta, eða fara

ekki eitthvað ákveðið, og það brást

aldrei að illt hlauzt af, ef ekki var

farið eftir ábendingum hans. En það

var eins og þessu fólki væri stund-

um ekki sjálfrátt, og þá brást ekki

að voðinn var vís.

—  Farðu ekki út fyrir Kolku,

sagði hann við stúlku úr Fljótunum.

Það amaði sitthvað að henni, og hélt

hún ráðinu, og sagði eins og létt

af sér fargi. En síðan fékk hún ó-

stöðvandi löngun til að komast í

Fljótin, og þangað skyldi hún. Ekk-

ert gat stöðvað hana, en þetta varS

feigðarför. Hún lagði hress upp frá

Narfastöðum, en síðan hefur hvorki

fundist af henni tangur né tötur.

Þetta var kennt bola. Hver veit hvað

satt er.

— En það var galdrabókin, ympra

ég á aftur, meðan Jón fær sér í nefið

og ég fæ nokkur korn líka.

—  Já, segir Jón og brosir. Segir

síðan hasgt og ígrundandi:

—  Fabbi átti rúnakver, ég held

ekki beinlínis galdrabók hann mun

hafa fengið það frá Jónasi Jónassyni

á Vatni í Efribyggð. Það var rétt

áður en Jónas drukknaði, en Jónas

mun hafa fengið bókina frá Jóni

godda, miklum galdramanni og þekkt

um, Það var nokkuð stór bók. Þor-

steinn Konráðsson frá Haukagili fékk

afrit af þessari bók, en ekki veit

ég hvað af því hefur orðið. Og frum-

bókin er glötuð, því er nú ver. Jónas

fékk víst mikið frá Jóni godda.

— En hvernig komst bókin í hend

ur föður þíns?

—  Faðir minn fór til nafna síns

samkvæmt ósk hans. Þá lá gamli

maðurinn undir feldi. Já, hann

breiddi yfir sig gæruskinn. Þegar

pabbi kvaddi, sagði nafni hans: „Nú

sjáumst við ekki oftar, Jónas minn."

„Nú, heldurðu að ég drepi mig á

leiðinni heim?"

„Nei, þú átt langt líf fyrir hönd-

um, en ég á skammt eftir". Viku

síðar fórst Jónas í Svartá. Hefur

vitað það fyrir, karlinn.

— Var þessi Jónas almennt talinn

göldróttur?

—  Já, ]á, hann var talinn vita

margt meira en aðrir. Það var í þess-

ari ferð, sem ég var að segja þér

frá, að faðir minn fékk kverið.

—  Þú hefur séð þessa galdrabók.

— Ónei, faðir minn fór leynt með

þessa hluti. Nei, hann lét ekki mikið

bera á galdrakverinu. Og ekki lá

það á glámbekk, kverið um seiðinn.

Ég bara stalst í það, þegar ég vakti

yfir vellinum. Sum blöðin voru úr

skinni, sennilega æfaforn. Vel getur

verið að einhver hafi haft það út

úr honum, eða bara stolið því. Það

er hættulegt að lána sumar bækur.

— Og hvað stóð í þessu seiðkveri?

—  Þarna var nákvæm lýsing á

seiði. Nei, ég hefi ekki séð þetta á

prenti. Það var eðlilegt að seiður

legðist snemma niður. Hann var svo

áberandi. Hana var framinn í hjalli,

sem var þríhyrndur. Var eitt hornið

hvassast og skyldi beina því í átt

til þess, er seiðnum var að stefnt.

— Svo hjallurinn hefur þá trúlega

verið færanlegur.

— Já, líklega. í miðjum hjallinum

var pottur, seiðpotturinn.

— Og hvað var í honum?

—  Þriggja ára keyta, í bland úr

hreinum sveini og hreinni mey. Auk

þess ýmsar jurtir, t.d. vallhumalL

Þegar seiður var framinn var kveikt

undir og látið krauma. Seiðskrattinn

sat yfir pottinum, andaði að sér guf-

unni og hálf-trylltist um síðir. Fór

hann þá með seiðinn, eða gól hann,

fyrst Varðloku, sem yar til varnar

gegn púkanum, sem seiddur var fram

gegn óvininum. Þar næst var galið

Gríðarljóð, það var langt. Inn í það

voru fléttuð áköllin til hins vonda

(eða vondu), anda og honum skipað

til verka.

—  Telur þú að seiður hafi lengi

verið tíðkaður?

— Sjálfsagt nokkuð, en um það er

ekki gott að segja. Hann var tölu-

vert áberandi, og því ekki svo þægi-

legt að hafa hann um hönd. Slíku

þurfti að leyna. Eðlilega hefur hann.

lagzt niður á galdrabrennuðld. En

á eftir Gríðarljóði fór seiðskrattinn

með Ergi eða Ergivísur. Ergi var

stutt. Sjálfsagt hefur fylgt þessu

þraut og erfiði. Og þeir höfðu hátt,

þessvegna voru þeir, sem seiðinn

frömdu, kallaðir (seið)-skrattar. Að

skrattast þýddi að hafa hátt, svo er

það notað bæði í Laxdælu og Eyr-

byggju — já, og í Flateyjarbók. Man

það þó ekki fyrir víst.

Seiður mun alltaf hafa þótt óhæfa,

og fráleitt að hann sæmdi kristnu

fólki, jafnvel í heiðni er talað um að

seiðskrattar skyldu berjast grjóti í

hel.

— Og þetta fékkstu ekki að kanna

nema með því að stelast í kverið.

— Nei, hann var svo fjandi dulur,

karlinn. Hann vildi ekki láta mikið

um þetta vita. Hann hafði fróðleik

víðs vegar að. Guðný, amma hans,

var fræðasjóður. Þaðan mun hann

hafa fengið mikið af sinni þekkingu

um  yfírskilvitlega hlutí  og annað.

—  Hvernig, var það, Jón, taldi

¦fólk að faðir þinn kynni raunveru-

lega eitthvað fyrir sér?

—  Já, já, Það taldi hann fjöl-

kunnugan. Þetta var kjaftað, ojá,

já. Það var eitthvað kjaftað um þetta.

Sj álfsagt gert meira úr því,. en ástæða

var til- Hann mun hafa kynnzt ýmsu

hjá nafna sínum á Vatni, og kannske

úr kverunum.

— Var fjölkyngi almenn £ Skaga-

firði áður fyrr?

— Þetta voru leyndardómar, sem

munu aldrei hafa verið almennir.

Sagt var að Grafar Jón kynni ýmis-

legt. Það var hann sem Ragnheiður

á Reynistað sendi til að leita bræðr-

anna. Hann ól upp Samson, föður

Jóns. Þar mun viss kunnátta hafa

gengið í erfðir. O, já, já — þetta

var nú sagt.

— Hvernig heldurðu að móður þinni

hafi fallið galdraorðrómurinn um föð

ur þinn?

— Hún var greind kona. Hún las

í  lófa  og  það  fór  furðanlega  eftir.

24. marz 1988

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS  5

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16