Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						FLOSI OLAFSSON:

DÆMIGERÐ GAGGRlNI

Það er spakra munna. mál, að leiklist sé á góðum vegi að verða þjóðar-

íþrótt íslendinga.

Glíman hefur til skamms tíma skipað þann heiðurssess, en nú er svo komið,

að leiklistin hefur náð undirtökunum. Menn eru hættir að takast á, en þeim

mun stærri fórnir eru færðar á altari leiklistargyðjunnar Thalíu. Varla eru

til þau félagssamtök í landinu, að ekki sé geistst fram á fjalirnar að minnsta

kosti einu sinni á ári og er það vel, því leiklist er bæði holl og góð.

Höfuðstöðvar leiklistarinnar eru hér í Reykjavík og er því eðlilegt, að hér

sé á opinberum vettvangi fjallað um þann árangur, sem næst með hverri

sýningu í landinu.

Dagblöðin hafa kostað kapps að fá sem hæfasta menn til að gagnrýna Ieik-

sýningar landsmanna, enda hefur leikstarfsemin verið svo umfangsmikil að varla

kemur svo út dagblað hér í bæ, að ekki sé í þvi ýtarleg gagnrýni um ein-

hverja leiksýningu. Er því ekki að undra, þótt gagnrýnendur séu búnir að

ná talsverðri leikni í starfi og er raunar svo komið að ritsmíðar sumra þeirra

eru búnar að fá á sig fast listrænt form, hvað orðaval, uppbyggingu og stíl

snertir.

Oft hendir það, að gagnrýni á leikriti er mun skærari perla en leikritið,

sem um er fjallað og flutningur þess, enda er talið að bókmenntafræðingar

framtíðarinnar muni líta á leiklistargagnrýni síðustu tveggja áratuga, sem sér-

stakt fyrirbrigði í íslenzkum bókmenntum, fyrirbrigði, sem eigi sér ekkert for-

dæmi, né hliðstæðu í öllum heimsbókmenntunum.

Ekki er hægt í stuttri grein að lýsa til hlýtar í hverju listræn séreinkenni

íslenzkrar leiMiúsgagnrýni eru fólgin og hefur sá kostur því verið tekinn hér

að skrifa gagnrýni, og búa hana sem flestum höfuðkostum dæmigerðrar ís-

lenzkrar Ieikhúsgagnrýni eins og hún gerist bezt.

Leikdómur:  Leikhús  dreifbýlisins

Hötundur:  Jóhann Faxborg

Leikstjóri: Rútur Pétursson, kaupfélagsstj.

Tónlist: Falur Sveinsson

Hvíslari: Grímur Sveinsson

Leikmynd: Snorri Sturluson

Að mínum dómi er gersamlega óhugs-

andi að skrifa um leiksýningu Leik-

húss Dreifbýlisins á Dyrabjöllunni, þar

sem mér er alls ekki ljóst, hvort þetta

hjartnæma leikrit er leikrit.

Að mínu viti er þó leikritið öllu frem-

ur leikrit en skáldverk og mun ég því

freistast til þess hér að fjalla um þetta

hugljúfa, margslungna og víðfeðma

skáldverk sem leikverk, þótt það vegna

Eitt áhrifaríkasta andartak leiksins

þegar öryggin sprungu í dauðasenu

Ásrúnar.

uppruna síns, sem skáldverks, beri frem

ur svip og sérkenni vel uppbyggðs

skáldverks en leikverks og lúti ekki

sömu lögmálum og leikverk þar sem

höfundurinn er búndinn skáldsögunni

(króníkunni eða nóvellunni).

Að vísu er hér sem endranær freist-

andi að gera samanburð og má á það

benda að ef einhver annar en hinn

ástsæli verðlaunahafi Jóhann Faxborg

— t.d. Shakespeare — hefði fært Dyra-

bjölluna í letur, er óhætt að slá því

föstu, að verkið hefði fengið á sig ann-

ah blæ og að inntak og úthverfa verks-

ins hefði slegið nokkuð annan hljóm-

grunn en hér hefur orðið raun á.

Það má ef til vill segja að það væri

hrein fífldirfska og tvísýna að freista

þess að endursegja skáldsögu á sviði,

og hefði slíkt ekki tekizt ef skáldsag-

an hefði ekki legið vel við höggi til

þeirrar meðhöndlunar, að því leyti til,

að hún byggist á lífrænum, meitluðum,

hnitmiðuðum og snjöllum setningum.

Bygging skáldsögunnar hlýtur alltaf að

vera önnur, eins og áður er á minnzt

ekki hvað sízt þegar um jafn breitt

skáldverk er að ræða og Dyraþjölluna.

Undirrituðum er enn í fersku minni

hátíðarsýningin á Dyrabjöllunni hér

fyrr á árum, en hún stendur öllum fyrir

hugskotssjónum í þeim mikla ljóma, sem

aðeins umlykur guðlega kúnst. Á þeirri

sýningu fékk leiklistargyðjan Thalía

slíkan byr undir báða vængi, að erf-

itt hefur verið að ná henni niður æ

síðan. Þar var hver maður á sínum stað

og sumir á mörgum stöðum í einu.

Það þarf mikla dirfsku, þoigæði, hug-

myndaflug og snarræði til að leggja í

það stórræði að setja Dyrabjölluna á

svið með öðrum leikendum en þeim sem

þá tóku þátt í sýningunni. Hefur það

margoft sýnt sig, að bezt er að láta

sama leikarann ávallt leika sama hlut-

verkið í sömu uppsetningu á sama leik-

riti.  Á  þetta  ekki  hvað  sízt  við  um

Eitt skal  yfir  okkur  bæði  ganga". Gróa Níelsdóttir í hlutverki sínu

Shakespeare gamla.

Þegar þessi staðreynd er höfð í huga

má það vera öllum ljóst að ekki er

á færi nema mikilhæfustu manna að

sviðsetja slíkt verk og mun forróða-

mönnum Leikhúss Dreifbýlisins hafa

verið sú staðreynd deginum Ijósari, enda

var vandað til valsins á leikstjóra.

Verkið var falið hinum íhygla, gáfaða,

menntaða og söngelska leikhúsmanni

Rúti Péturssyni kaupfélagsstjóra.      |

Verður ekki annað sagt, en honum

hafi tekizt með ágætum að leysa þann

gordíonshnút, sem Jóhann Faxborg

hafði áður svo kirfilega hnýtt, og er

óhætt að segja, að verkið hafi bók-

staflega leystst upp í frumeindir sínar.

Leikmyndirnar runnu fram hver af ann

arri, beittar, hvassar, hnitmiðaðar og

örlagaþrungnar. Það verður að telja

smávægileg mistök, að röðin á þátt-

unum skyldi ruglast, þannig að annað

6  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

24. maxz 1968

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16