Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						atriði kom óvart á eftir ellefta atriði.

Braut það stemmninguna örlítið upp að

sjá sýslumannsdótturina hjala í vöggu í

atriðinu eftir að hún ræður fylliraft-

inum eiginmanni sínum bana með rauð-

vínsflösku. Þetta er þó svo smávægi-

legt,  að  vart  tekur  að  nefna  það.

Hitt er þyngra á metunum, að hreyf-

ingar leikenda voru að mestu árekstra-

litlar og möguleikar sviðsins nýttir til

hins ítrasta.

Rétt hefði þó verið að reyna að

forða slysi í þriðja atriði annars þátt-

ar, þegar Gróa Níelsdóttir féll fram af

sviðinu,  en  ekki  verður  við  öllu  séð.

Forvitnilegt hefði verið að fá Jens

Waage eða Einar Kvaran til að stjórna

þessari sýningu, en því varð ekki við

komið, þar sem þeir eru báðir látnir.

Og ekki get ég látið hjá líða að minna

enn einu sinni á nauðsyn þess að fá

hingað til lands enskan Shakespeare

—leikstjóra.

Kunnátta var afbragðsgóð, einkum

í upphafi þriðja atriðis fyrsta þáttar, en

það atriði var flutt nærri hiklaust af

hálfu leikenda, og er ekki að efa, að

leikendur eiga eftir að þroskast til

muna í þessu tilliti eftir því sem á

sýningar líður.

Hvíslari var hinn ötuli, snarráði, gáf-

aði og reyndi hvíslari Grímur Sveins-

son og sýndi hann hér, sem endranær.

að af honum er mikils að vænta.

EitthvaS virtist hann miður sín til

að byrja með, en honum óx ásmegin

eftir því sem á sýninguna leið, enda

má með sanni segja að hiti og þungi

kvöldsins hvíldi á honum undir lok

þessarar frábæru sýningar.

Á hátíðarsýningunni forðum var Vé-

dís Pálsdóttir hvíslari- og hefði sannar-

lega verið gaman að heyra í henni aft-

ur nú, en framlag hennar til hátíðar-

sýningarinnar er ógleymanlegt þeim

sem á hlýddu.

Það mun og hafa verið í ráði að

Védis innti þetta ábyrgðarstarf af hönd

um þessu sinni, en af ástæðum sem hér

verða ekki til greindar, varð að fá

Grím til starfans á síðustu stundu og

verður ekki annað sagt en að Grímur

hafi þarna sem endranær hlaupið í

skarðið  af  hinni  mestu  karlmennsku.

Ekki verður annað sagt, en að hlut-

verkaskipun hafi tekizt með afbrigðum

vel, með tilliti til fólksfæðar, sem stend-

ur Dyrabjöllunni mjög fyrir þrifum, en

allt fólk sæmilega rólfært þarna um

slóðir, mun hafa lagt hönd á plóginn.

Karl Sveinsson lék vel að vanda, þó

verður ekki hjá því komizt að minn-

ast á leik Kára Árnasonar í hlutverk-

inu á hátíðarsýningunni, en Karl tók

þann kostinn, að leika hlutverkið

öðruvísi en Kári, og orkar sá skiln-

ingur nokkuð tvímælis.

Gróa Níelsdóttir kom þægilega á ó-

vart, en þó var túlkun hennar á hlut-

verkinu allt of keimhk túlkun Ásu

Grímsdóttur, sem fór með þetta veiga-

mikla og margslungna hlutverk á há-

tíðarsýningunni.

Gróa er vaxandi leikk^na, menntuð og

gáfuð, gædd afburða húkhæfileikum, en

ófríð og illa vaxin.

Nokkuð háir það henni, að hún er

einfætt, einkum í dansinum í þriðja

þætti, en upp á móti vegur frábær

söngrödd, sem gæti þó notið sín betur

ef ekki kæmi til mæði leikkonunnar í

hringdansinum.

Nokkur viðvaningsbragur var á leik

Hans Jörgensen, raddbeiting ankanaleg

og var oft erfitt að skilja leikarann.

Vera má að þessir hnökrar stafi af

því að leikarinn er józkur og hefur

ekki enn lært íslenzku, en þó grunar

mig að þessi mistök mætti skrifa á

kostnað leikstjórans.

Gaman hefði verið að sjá Finn Páls-

son aftur í sínu gamla hlutverki.

Hallur Pétursson lék fávitann af svo

mikilli innlifun að unun var á að horfa

og enginn efaðist um að þarna væri

réttur maður á réttum stað.

Atvinnuleikarar Þjóðleikhússins gætu

mikið lært af Halli.

Pétur Níelsson í lokastökki dansglímunnar.

Grimur Sveinson hvíslari bar hita og Ininga kvöldsins.

llöíundur,  Ijósameistari  og  leikstjóri diskútera  handritiS,  aSstooarhvíslarinn

í baksýn.

Þau  mistök  að  hafa  Hnefil  Péturs-

son í aðgöngumiðasölunn:, verða að

skrifast á kostnað leikstjóra, en Hnef-

ill er hinn mesti ójafnaðarmaður þeg-

ar hann er drukkinn.

Óspektir og söngur . eiga illa við í

dauðaatriði Ásrúnar.

Það háði Pétri Níelssyni nokkuð, að

hann missti skeggið í dansinum í þriðja

þætti, en hann kom þægilega á óvart,

með því að hemja hárkolluna á höfð-

inu allt atriðið, þrátt fyrir mikinn

pilsaþyt. Ástæða er til að taka það

fram sérstaklega að gerfinefið haggað-

ist ekki. Gaman er að bera saman túlk-

un Péturs og túlkun Ármanns Gríms-

sonar, sem lék sama hlutverkið á há-

tíðasýningunni um árið.

Ármann tók þann kostinn að varpa

sér kollhnís aðeins einu sinni í dans-

giímunni, en Pétur fór fjórum sinnum

og er sú túlkun ef til vill nær anda

verksins.

Þó hefði ég heldur kosið að sjá Ár-

mann í þessu hlutverki.

Of langt mál yrði að telja hér upp

alla þá, sem tóku þátt í þessari frá-

bæru sýningu á Dyrabjöllunni, en aðr-

ir leikarar léku vel að vanda, og þótt

óneitanlega hefði verið gaman að sjá

aðra leikara en suma, sem þarna túlk-

uðu hlutverk, í sömu hlutverkum, þá

er því ekki að neita,. að þetta er eitt

stærsta  skref,  sem  tekið  hefur  verið

— framávið — í íslenzkri leiklistar-

sögu.

Sumir léku vel að vanda. Aðrir komu

þægilega á óvart. Enn aðrir voru sann-

færandi, en nokkra skorti viðeigandi

örlagareisn.

Flestir voru trúver<5ugir, en leikúr

margra rishár og litríkur. Túlkun var

hnitmiðuð skilningur djúpstæður og

margslungnar gáfur þroskaðra lista-

manna nutu sín til hins ítrasta á sýn-

ingunni.

Undirritaður hefur ekki nógu mikið

vit á ballett og tónlist til að geta fjall-

að um þau mál á opinberum vettvangi,

en söngur og dans virtist ganga hnökra-

laust fyrir sig, ef frá eru skilin nokk-

ur minniháttar meiðsli og áðurnefnd-

ur atburður er Gróa féll fram af leik-

sviðinu. Skegg og hárkollur hefði mátt

festa betur á leikendur.

Leikmynd gerði Snorri Sturluson

pípulagningamaður og voru leiktjöldin

í einu orði sagt frábær, einkum fossinn

i öðrum þætti og skriðjökullin í fjarska.

Snorri hefur fyrir löngu sýnt, með

óvéfengjanlegum hætti, hvað í honum

býr og sannar það kosti hans hvað

bezt að hann hefur ekkert lært.

Ef nokkuð er hægt að finna að leik-

tjöldunum, þá er það helzt að rétt

hefði verið að þurka kaffisletturnar af

jökulbungunni áður en leiksýning hófst.

Ljósameistari var Njáll Ágústsson og

er framlag hans til þessarar sýningar

ómetanlegt. Sólarlagið í þriðja þætti

hefði þó ef til vill orðið áhrifameira,

ef öryggin hefðu ekki sprungið í miðj-

um klíðum, en þau mistök verður að

skrifa á kostnað leikstjórans.

Það er til marks um djörfung, hugum-

stærð, fífldirfsku og framsýni að Leik-

félag Dreifbýlisins skuli hafa ráðizt í

að sýna jafn lífrænt, hnitmiðað, meitl-

að, stórbrotið og mannmargt leikrit og

Dyrabjölluna, einkum þegar höfð er í

huga sú staðreynd að allir, sem þarna

lögðu hönd á plóginn eru bundnir við

áríðandi störf, en lítill tími til að iðka

f rístundagaman eins og leiklist.

Ekki eiga allir heimangegnt um fengi-

tímann, en þó munu eiginkonur hafa

sýnt þessu starfi djúpan skilning og

orðið þannig til að hlú að frjósemd

hins djúpstæða og risháa leikverks og

hugverks, Dyrabjöllunnar.

Áhorfendur tóku sýningunni fálega,

en af hrifningu og hlýju.

Blóm og kransar voru afbeðnir.

Flosi Ólafsson.

LAUNSÁTIN

Frarruhald af bls. 3

an er hann hafði kyngt, sagði hann án

þess að horfa á konu sína: „Hún sagði

mér það. Malarakonan."

Svo þögðu þau bæði og kafteinninn

gat sér til hvað kona hans myndi vera

að hugsa: er þetta ekki hóg sönnun

þess, að eitthvað sé á milli hans og

malarakonunnar ?

En ályktun hans var ekki rétt, að

minnsta kosti ekki með öllu. Því jafn-

vel þótt kona hans hefði hugsað eitt-

hvað á þessa lund þá lét hún annað

gjörólíkt í ljósi upphátt. „Hvað sem

hún kann að vera — þá óska ég henni

alls hins bezta. Ég ætla að gefa henni

fallegustu blússuna mína, þessa silki-

saumuðu, sem þú keyptir handa mér á

páskunum."

Kafteinninn hlustaði með athygli á

það sem kona hans var að segja, var

jafnvel himinlifandi yfir orðum hennar,

en hann hélt áfram að hugsa sitt. Hann

saug upp helminginn af mjólkinni og

ýtti frá sér diskinum, þurrkaði á sér

yfirskeggið með dúk, sneri sér frá

borðinu og dró konu sína, sem byrjuð

var að taka saman matarílátin, niður á

kné sér: „Þú ert mín, sú eina! Sú

eina, sem myndi aldrei svíkja mig."

Konan hallaði höf ði sínu að öxl hans

og hvíslaði gráti næst: „Ef þú aðeins

kemur til mín aftur."

í þessii byrjaði Garov að gelta, hátt,

ákaft — að manni. „Þeir eru komnir!"

sagði kafteinninn hvíslandi, og svo um

leið og hann ýtti konunni frá sér:

„Slökktu á lampanum."

Konan spratt upp og blés á lamp-

ann á veggnum, gekk síðan aftur til

bónda síns í myrkrinu. Hægri hönd

hans mætti hendi hennar í dimmunni

og þrýsti hana, en ekki á sama hátt

og fyrr —eins og tryggan félaga óg

samherja.

Eiginmaðurinn og konan sátu þögul

í myrkrinu og hlustuðu. En ekkert var

að heyra og ekkert heyrðist nema ofsa-

legt geltið í hundinum fyrir framan

húsið. Hundgáin varð brátt æðisleg,

eins og' einhver væri að koma, ekki

aðeins heim að húsinu heldur inn í

kofa Garovs. Garov stóð á öndinni ,og

gaf frá sér snög'gt, hvellt gjamm.

,,Fáðu mér byssuna," hvíslaði kaft-

einninn að konu sinni: hún stóð upp og

að augnabliki liðnu hafði hún hönd á

byssunni í horninu fyrir ofan rúmið.

Kafteinninn ýtti upp gluggahleranum,

en lítil hönd og hvíslandi rödd tíu ára

gamals sonar hans stöðvaði hann óvænt

í myrkrinu: „Tata, tsia, leyfðu mér að

skjóta."

Kafteinninn  hafði  verið  sannfærður

Framhald á bls. 9

24. marz 1968

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS  J

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16