Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 11
Cuðmundur Císlason Hagalín: Er mannúðm aðeins til í iútningum og lagasetningum ? í desemberhefti Dýraverndarans birtist grein eftir Guðmund Gísla- son Hagalín, sem hét: „Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun misk unnað verða“. í upphafi greinarinn- ar vék höfundur að komu jólanna og höfuðatriðum kristindómsins, sem jafnt vantrúaðir og sértrúaðir ættu að þakka þá blessun jafnréttis, mann úðar og allra þeirra gæða, er nenn njóta í þeim löndum, sem lengst eru komin frá villimennksu. Hjá íslend- ingum og raunar fleiri þjóðum þætti nú ekki lengur hæfa að gleyma hin- um minnsta bróður, sem meistaran- um mikla hefði verið svo hugstæður. Síðan sagði Guðmundur Hagalín orð rétt: En hvað svo um dýrin? Mundu þau ekki eiga sinn rétt, mundu þau ekki mega teljast til hinna minnstu bræðra? Það er sagt aftur og aftur, einn japlar það eftir öðrum, að dýr- in séu skynlaus, og þeir, sem þó trúa því, að maðurinn hafi sál, telja dýrin sálarlaus. En hvað segir_ trúarbók kristinna manna um það? í sköpunar sögunni stendur: „Og Guð skapaði maninnn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd: hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau og sagði við þau: Verið frjósöm marg- faldist og uppfyllið jörðina, og gjör- ið ykkur hana undirgefna, og drottn ið yfir fiskum sjávarins og fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðunni! Og Guð sagði: Sjá ég gef ykkur alls konar sáðber- andi jurtir á jörðunni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í, — það sé ykkur til fæðu. Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðunni, öllu því sem hefur lifanði sál, gef ég öll grös og jurtir til fæðiu.“ Hinn spaki Salómon segir í orðs- kviðum sínum: „Hinn réttláti er nærgætinn um hag skepna sinna, en hjarta óguð- legra er hart.“ Og sjálfur Kristur segir, samkvæmt Lúkasar guðspjalli: „Eru ekki fimm spörvar seldir fyr ir tvo smápeninga? Og þó er ekki einn af þeim gleymdur fyrir Guði.“ Allir munu minnast dæmisögunnar um hinn miskunnsama Samverja. Mundi ekki boðskapur hennar ná til dýranna? Annars eru til biblíuhand- rit, sem í er hliðstæð saga, sembein línis er miðuð við dýrin. í Abyss- iníu og syðsta hluta Egyptalands rík ir kristin trú, hin svokallaða kopt- íska kristni, sem barst þangað mjög snemma á öldum. f hinni koptísku biblíu er flest hið sama og í okkar, en þó er þar sitthvað, sem ekki hef- ur geymzt í þeim biblíuhandritum, sem fylgt er í okkar biblíu, og þar á meðal er þessi saga: „En það gerðist á þeim dögum, að Jesús lagði leið sína út úr borginni og kom að fjalli einu með lærisvein- um sínum. Og þá var það á einum stað, að vegurinn lá upp bratta brekku, og þar varð á leið þeirra maður með asna sinn klyfjaðan. Klyfjarnar voru svo þungar, að asninn hafði hnigið niður undir þeim, og maður- inn stóð yfir asnanum og hafði bar- ið hann, svo að blióðið streymdi úr opnum sárunum. Jesús gekk til hans og sagði: „Maður, hvers vegna slær þú dýr- ið? Sérðu ekki að þú hefur lagt á það drápsklyfjar? Veizt þú ekki, að það þjáist?“ En maðurinn svaraði: „Hvað kemur það yður við? Eg hef fullt leyfi til að berja asnann. Hann er mín réttmæt eign, því ég hef keypt hann fyrir fimm silfurpen- inga. Spyrjið þá, sem með yður eru. Þeir þekkja mig og vita, að ég segi satt. ” Og nokkrir af lærisveinunum sögðu: „Já herra. Þetta er eins og hann segir. Við vorum vitni að því, að hann keypti asnann og borgaði hann. En Jesus svaraði og sagði: „Sjáið þið þá ekki heldur, hvern- ig dýrinu blæðir, og heyrið þið ekki, hvernig það barmar sér og hrópar?“ Og lærisveinarnir svöruðu: „Nei, Herra. Við heyrum það ekki barma sér og hrópa.“ Og Jesú varð hryggur og sagði: „Vei yður, að þið skulið ekki heyra hvernig það barmar sér og ber sig upp við sinn himneska skapara, — en margföld á við sök yðar er sök hans, sem það ákærir í nauðum sín- um.“ Síðan snart hann dýrið, og sam- stundis voru sár þess gróin. Og hann sagði við manninn: „Far þú og slá ekki dýr þitt fram- ar. svo að þú megir líka verða misk- unnar aðnjótandi.“ Takið eftir því í þessari sögu, að Jesús segir, að dýrið megni að bera sig upp við skapara sinn, — að það, engu síður en maðurinn, geti leitað til hans um líkn — og að því aðeins njóti sá himneskrar miskunnar, sem dýr hefur undir höndum, að hann sé því góður og miskunnsamur. Það er alkunna, að hér áður fyrr- um, jafnvel á þessari öld, var illa farið með þurfamenn víða á þessu landi, og aðbúð gamalmenna, fatlaðra manna og heilsuveilia var næsta bág- borin. Á þessu hafa orðið gleðilegar og róttækar breytingar, og sumt það, sem gert hefur verið í þessum málum hér á landi, hefur erlendum mönn- um þótt til fyrirmyndar, og má þar fyrst og fremst nefna til starfsemina á Reykjalundi. Þá er það og vitað, að íslendingar hafa brugðið fljótt og vel við hverju sinni, sem leitað hefur verið hjálpar bágstöddum með fjársöfnun, og ennfremur eru þeir orðnir að því kunnir, að enginþjóð hefur lagt meira að mörkum til al- þjóðlegrar samhjálpar í hlutfalli við fólksfjölda nema Bandaríki Norður- Ameríku. En þó að samúð íslendinga og hjálpsemi virðist ná til ýmissa þjóða, sem þeir kunna lítt skil á, hvað þá til bágstaddra í þeirra eig- in landi, er öðru máli að gegna, þeg- ar dýrin eru annars vegar. Ekki mætti þó ætla, að svo væri, þegar litið er á íslenzka löggjöf um dýra- vernd. Hún er um flest eins full- komin og í þeim löndum, sem lengst En hins vegar er hún hundsuð af al- menningi og henni ekki beitt af yfir- völdum og löggæzlumönnum, og þá ■sjaldan þessir aðiiar koma til skjal- anna, er tekið á málunum meiri lausa tökum en á flestum öðrum lögreglu- eða sakamálum í þessu landi, og er sem það sé, þrátt fyrir alla hina full- komnu löggjöf, stjórnarvöldum, em- bættismönnum og almenningi mjög ríkt í huga, að dýrin séu ekki ná- ungi mannsins, hendur eign, sem hann megi fara með nokkurn veg- inn eftir eigin geðþótta, enda í sam- ræmi við þá málvenju, að dýrdrepst en maður deyr, en sannarlega var Kristur á annari skoðun og spek- ingar fornaldar — eins og Salomon — og sömuleiðis vitrustu og þrosk- uðustu menn nútímans, til dæmis Al- bert Schweitzer. Dæmin um þetta eru deginum ljós- ari. Menn fara um vegina, aka á dýr og skilja þau eftir án þess svo mikið sem að þeir láti sér til hugar koma að gera endi á kvölum þeirra, hvað þá sjá um að réttur eigandi sé látinn vita, hvað gerzt hafi og honum greitt tjónið. Menn kveikja í sinu, þó að fjöldi fugla hafi búið sér hreiður og orpið eggjum sínum á brunasvæðinu. Menn skjóta gæsir og endur utan friðunatíma, jafnvel meðan varp stendur yfir, og hin alfriðaða álft og meira að segja æðarfugl eru skotin, án þess að vitendur þess kæri. Menn láta sér sæma að æða yfir lönd sem eigendur hafa friðað, og skjóta þar fugla, eins og engin lög eða eign arréttur sé til. Þá taka sig uppmenn úr heilum sveitum eða jafnvel fleiri en einni og fara í hóp og drepa gæsir í sárum, án þess að virt séu að nokkru þau ákvæði laga, sem sett eru um friðun þessara fugla. Og skemmst er að minnast þess, þegar sjónvarpinu þótti hafa að sýna lands lýðnum mynd af því, þegar ungar hetjur(!!) úr Vestmannaeyjum fundu hjá sér köllun til þess án leyfis landeigenda, að fara til súlnaveiða og sýna þann garpskap sinn að rota ófleyga súlnaunga með barefl- um. Þá er forustumenn S.D.f. kærðu þetta, þótti mörgum slíkt hin mesta ósvinna, enda urðu lok málsins þau, að ekki þótti taka því, að svo mikið sem sekta hinar ungu hetjur (!!), sem hlakka síðan yfir hetjudýrkun (!!) íslenzkra sjónvarpsmanna og skilningsríku umburðarlyndi(H) æðstu lagavalda. Þá mundi það og vitna ljóslega um þá fyrirlitningu fyrir allri löggjöf sem varðar dýra- vernd í þessu landi, þegar borgar yfirvöld Reykjavíkur sendu mann eða menn til að skjóta áfltir á vatns- bóli Reykvíkinga, án þess að hafa fyrir að sækja um undanþágu frá fuglafriðanarlögum til slíkra aðgerða eða gæta þess, að sá eða þeir, sem verkið var falið, hefðu byssuleyfi! Hjá frændþjóð okkar Dönum hefur verið lögleitt, að aðrir fengju ekki veiðileyfi en þeir, sem sýndu með strangri prófraun, að þeir væru svo hæfar skyttur, að þeim væri trú- andi fyrir slíku vopni, án þess að til þess ætti að koma, að þeir særðu og kveldu lífið úr þeim dýrum, fleygum eða ferfættum, sem þeir beindu að byssum sínum, og mundu svo dansk ir ráðamenn fráleitt senda einhvern, sem aðeins kynni að setja skothylki í byssu og þrýsta á gikk, svipaðra erinda og sá átti að reka, sem áltftirn ar skaut að boði reykvískra borgar- yfirvalda, hvað þá að Danirnir mundu hafa hundsað ákvæði danskra friðunarlaga! . . . Svo má þá ekki gleyma því, að stjórn S.D.Í. hefur ámálgað það nú í þrjú ár við æðstu stjórn landsins, að hún flytti frum- varp um skatt á skotvopn og skatt- urinn rynni til S.D.f. svo að það mætti verða þess megnugt að reysa geymislu- otg hjúkrunarstöð handa dýrum og hafa með höndum nauð synlegan erindisrrekstur til fram gangs dýravernd á íslandi. Und- irtektirnar hafa verið vinsamlegar, en hins vegar hefur þó ekkert úr því orðið enn, að slíkt framvarp væri flutt, — ríkisstjórninni svo sem ekki verið þetta neitt kappsmál, enda ann ir hennar miklar og margvíslegar. Það skyldi þó ekki vera, að gætt hefði andúðar gegn slíku frumvarpi frá fuglaskyttum höfuðstaðarins, þar eð þeim sé sárt um, að hvert skot hækki um aðeins fáeina aura! .... Loks er svo ekki úr vegi að minna á hrossabændurna. Víða um Norður- land lá við, að þeir felldu hross sín síðastliðinn vetur, og var það á vit- orði lagavarða og bændaforingja um land allt. En ekki hefur heyrzt, að stóðeigendur hafi reist hús handa hestum sínum eða ætluðu þeim fóður frekar nú en áður — eða þeir hafi fækkað stóði sínu, svo að orð sé á gerandi. Þar eru skýr landslög brot- in ár eftir ár, lög, sem mikil viður- lög eru við, að brotin séu! Og hvað svo, ef hrossabændur fella stóð sitt? Framihald á bls, 13 f 24. marz 1888 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.