Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1968, Blaðsíða 14
A erlendum bókamarkaði Age by Age. Landmarks of British Archa- ecology. Ronald Jessup. Illustrated by Alan Sorrell. Michael Joseph 1967. 30.— Þetta er sýnisbók brezkrar fornleifafræði. Höfundirinn er þekktur fornleifafræðingur og teiknarinn hefur meðal annars starfað hjá „The Illustrated London News“. í bók- inn er sögð saga fornleifarannsókan í Bret- landi. Bókin skiptist I tvo höfuð þætti. Fyrri þátturinn fjallar um fyrstu söguskímuna á þessum eyjum og nær fram á víkingaöld og hinn þátturinn er um afstöðu manna til fornleifafræði. Bókin er alls 96 blað- síður og er helmingur myndir varðandi lesmálið. Þetta er snotur myndabók, sem bæði ungir og gamlir geta haft ánægju af. The Sea. Robert C Miller. Nelson 1966. 84.— Þessi bók ætti að gera mönnum skiljan- legt, að það er meiri þörf á því að rann- saka hafið og auðlindir þess, en að fikta við að senda mannaumingja í hólkum út í geiminn. Hólkmenn þessir eða geimkett ir hafa hingað til ekki haldið til jafns við einn leiðangur fiskileitarskips, hvað gagn áhrærir. Hafið býr yfir ótæmandi auðlindum og fegurð þess og hrikaleiki er endalaus „Enginn myndi dýfa hendi í sjó, ef hann vissi hvað í honum byggi" er haft eftir Guðbrandi biskupi þar er margt ófétið og einnig litaauðgi og fegurð sem eiga óvíða sinn líka. Bók þessi lýsir of- viðrum, sem geisa á yfirborði sjávar. flóði og fjöru, djúpum hafdölum og fjall- görðum neðansjávar, neðansjávar eldgos- um og hinu fjölskrúðuga lífi, sem hrærist í sjó. Lífið er talið eiga uppruna sinn á mörkum lands og sjávar, í fjöruborðinu og af hafi berst mikill hluti þeirrar næringar og efna, sem viðhalda lífi manna á jörð- inni. Þetta er mjög fróðleg og falleg bók, aífræðibók um hafið. Myndirnar eru frá- bærar, bæði svart-hvítar og litmyndir. Dovc of Ishthar. The Story of Semiramis. Desmond Varaday. Geofferey Bles 1967 25.— Höfundurinn er Ungverji og hefur flækzt víða. Þetta er skáldsaga, sem byggir á sögu persónunni Semiramis, assiriskri prinsessu, sem rikti í Babýlon í fjörutíu og tvö ár. Af þessari konu gengu furðusögur. Hún hét Sammu-Ramat, sem þýðir „sú sem dúf- urnar elska," henni var ruglað saman við gyðjuna Isthar og sagt var að hún hefði reist hof þessari gyðju til dýrðar í Hiera- polis. Höfundir hefur tínt saman ýmsan fróðleik um þessa konu og skrifar um hana skáldsögu, sem ekki hefði sakað, að væri óskrifuð. May we Borrow Your Husband? And Other Comedies of the Sexual Life. Graham Greene. The Bodley Head 1967. 21.- Hére ru tólf sögur af fólki ýmiss þjóðernis, sögurnar gerast á ýmsum stöðum og aðal- persónurnar eru beggja kynja. Undirtitill- inn villir aðeins á sér heimildir. Þessar sögur eru allar vel sagðar, Greene er hinn fullkomni sögumaður og kann tæknina, að segja skemmtilega frá, hann er aldrei leið- inlegur. Þetta er ein þeirra bóka hans, sem hann segist skrifa til þess að skemmta fólki, sem dægradvöl. Bezta sagan er sú fyrsta, en sumar þær styttri verða ekki síður eftirminnilegar þeim lengri, samúð hans með „fórnarlömbum" sínum er óbrigðul og humorinn einnig. Die Erde. Entstehung und Entwicklung der Kontinente und Ozeane. Kösel Verlag 1966 Bók þessi kemur út í bókaflokki út- gáfunnar, sem heitir „Wissen un Verstehen" nr. 1. James Usher biskup hélt því fram á 17. öld að jörðin hefði verið sköpuð 26. október árið 4004 fyrir Krist klukkan 9 að morgni. Náttúruvísindin hafa ekki viljað samþykkja þessa skoðun, né aðrar keim- líkar samkvæmt sköpunarsögunum. í þess- ari bók er sögð mótunarsaga jarðarinnar og þróun hennar samkvæmt skoðunum höf- undar um fljótandi meginlönd og einnig segir hann sögu hafanna og mótun þeirra. Bókin er skýr og gera myndirnar sitt til þess, þær eru prýðilegar. Everyday Life en the Viking Age .Jackue- line Simpson. B.T.Batsford 1967. 25.— Every-day Life bækur Batsford útgáfunn ar eru nú orðnar um tíu talsins. Þeim er ætlað að draga upp sem sannasta mynd af lífernismáta fyrri kynslóða á ýmsum tím um og í ýmsum löndum og tekst þetta mis- jafnlega, en flestar gefa þær þó einhverja hugmynd um líf fyrri kynslóða., minnsta kosti hugmynd um hugmyndir höfunda um þetta efni. Höfundurinn styður sig bæði við ritaðar heimildir og fornleifarannsóknir. Rituðu heimildirnar eru að mestu íslenzk- ar. Tímabilið sem hún fjallar um nær frá því á áttundu öld og fram um miðja elleftu Erlendar heimildir um víkinga eru flestar á einn veg, að þar hafi farið siðlaus ræningjalýður, rænandi og ruplandi, aðrar lýsa þeim sem merkum löggjöfum og skipu leggjendum. Höfundur skiptir ritinu í níu kafla, segir frá ferðum víkinga, lífi þeirra heima fyrir, skipum þeirra og siglinga- tækni, kaupmennsku þeirra, vopnum og hernaðartækni, íþróttum, listum og kveð- skap og loks trúarbrögðum og útíararsið- um. Höfundur hefur með þessu riti sett saman stutta þjóð-menningarsögu víkinga- aldar. í bókarlok er skrá yfir nokkrar bækur til frekari lestrar. Um hundrað myndir eru í bókinni bæði teikningar og ljósmyndir af fornum minjum. My Autobiobraphy. Charles Chaplin. Peng uin Books 1966. 10.6. Þetta er löng ævisaga, tæplega fimm hundruð blaðsíður auk mynda. Höfundur- inn segir liðlega frá viðburðarríkri ævi, skoðunum sínum og fjölda fólks. sem hann kynntist. Bókin kom fyrst út 1964 og er nú endurprentuð í Penguin. Höfundurinn reynist annar í ævisögunni heldur en á kvikmyndatjaldinu og hugmyndir manna um hann hljóta því að breytast við lestur ævisögunnar, því að þar gætir nokkurrar fordildar og snobbisma. Jewish Cookery. Florence Greenberg. Penguin Books 1967. 7.6. Gyðingar eiga marga merkilega þjóðar- rétti, þeir stóðu lengi mörgum þjóðum fram ar í matgerðarlist, fyrr á öldum var þrifn- aður meiri með Gyðingum víða í Evrópu en öðrum þjóðum og smekkur þeirra á mat þróaðri, einkum vegna góðs efnahags. í þessari bók, sem kom í fyrstu út 1947, er að finna marga lostæta rétti, matreiðsla þeirra á sauðaketi og lamba mætti verða til þess að auka fjölbreytni í matreiðslu þess hráefnis hérlendis. Kjöt af óhreinum skepn um er vitaskuld ekki að finna í þessari bók Þessi bók er vel nothæf hérlendis nú, þar eð kaupmenn kaupa nú í landið fleiri kryddtegundir en salt og pipar. Murder Seholastic. Janet Caird. Geffrey Bles 1967. 18,— Höfundurinn segist alltaf hafa verið skrif andi, frá því hún man eftir sér, hún er fædd í Nyasalandi, dóttir trúboða, stundaði nám í Edinborg og síðar í París og Gren- oble. Hún er af skozkum ættum og býr í skozku hálöndunum. og stundar fornleifa- fræði milli þess sem hún skrifar reyfara, morðsögur. Þetta er vel skrifuð morðsaga og hefst með því að kennslukona nokkur finnur átarfsbróður sinn stunginn í gegn með töflusirkli, og fleiri fylgja á eftir. Þetta er spennandi reyfari, hröð atburða- rás og spenna sem helzt út bókina. Höf- undur hefur sett saman tvær aðrar slfkar. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. marz 1908

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.