Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						JOHANN
HJÁLMARSSÖN
ÍSLENSK
NÚTÍMA-
LJÓÐLIST
FYRSTU NUTIMUÖDÍN
Jóhann Sigurjónsson. Jóhann Jónsson.
Halldór Laxness.
ÍSLENSK NÚTlMALJÓÐLIST hefst með Sorg, eft-
ir Jóhann Sigurjónsson, sem hann mun hafa ort fyrir
1910. Ljóði'ð var fyrst prentað í tímaritinu Vöku
árið 1927. Sorg ber öll merki þeirrar ljóðagerðar,
sem var að hefja sigurför sína í Evrópu í byrjun
aldarinnar, en átti enn eftir langa leið til að ná ís-
landsströndum og fá viðurkenningu þar. Ef til vill
með þessa staðreynd í huga árseddi Jóhann Sigur-
jónsson ekki að birta ljóðið.
íslensk ljóðagerð hefur tekið miklum breytingum
síðan Jóhann Sigurjónsson orti Sorg, þó get ég ekki
varist þeirri hugsun, að fá eða engin nútímalegri
ljóð hafi verið ort á íslandi: þetta einkennilega ljóð
virðist dæmigert fyrir nútímaskáldskap yfirleitt, og á
ég þá bæði við íslenskan og evrópskan. Því megum
við ekki gleyma, að Sorg er evrópskt ljóð, sama er
að segja um mörg tilkomumestu nútímaljóðin, sem
önnur skáld ortu síðar. Þetta þýðir ekki, að íslensku
skáldin hafi glatað sérkennum sínum, aðeins að þau
blönduðu blóði við evrópskt menningarlíf á heilla-
vænlegan hátt.
Það var engin tilviljun, að Jóhann Sigurjónsson
valdist til þess að kynna löndum sínum nýjan tón í
bókmenntum. Hann ætlaði sér aldrei lítinn hlut, og
tókst á skammri ævi að verða eitt fremsta leikrita-
skáld álfunnar. Hann var gott ljóðskáld, orti vel í
hefðbundnum stíl og hefði getað náð meiri árangri
sem skáld ef hugur hans hefði ekki verið bundinn
öðrum verkefnum fastari böndum. En ljóð hans bera
miklum hæfileikum svo ótvírætt vitni, að þau munu
seint fyrnast.
Einkum á þetta við um ljóð þau, sem prentuð voru
í Skírni 1910, en meðal þeirra eru Heimþrá, Ódysseif-
ur hinn nýi, og Fyrir utan glugga vinar míns. Heim-
þrá er efni til líkt ævintýri e'ða ljóði í lausu
máli, sem Jóhann samdi 1908 og kallaði Landið með
fjöllin hvítu: bæði þessi verk lýsa heimþrá skálds-
ins, umkomuleysi þess fjarri átthögunum, tregabland
inni sorg. Svipað gildir um Ódysseif hinn nýja, sem
endar á því, að engin ber kennsl á beinin, sem
bylgjan skolar á land. í Fyrir utan glugga vinar
míns, talar skáldið um að koma likt og þreyttur gestur
utan frá eyðihvítum söndum lífsins.
Undirtónninn í ljóðum Jóhanns Sigurjónssonar var
því löngum harmrænn. Það kemur þess vegna ekki
á óvart, að list hans nær einna hæst í Sorg, sem
danski bókmenntafræðingurinn Helge Toldberg segir,
að „lýsi dapurleikanum, er í ljós kemur, að vinur
hans, eftir minnisbókum hans að dæma danskur Græn
landsmálari,  er  orðinn  geðveikur".
Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!
Hvar eru þín stræti,
þínir turnar,
og  Ijóshafið, yndi  nœturinnar?
í Sorg bergmálar upphrópunin Vei, og spurnarorð-
ið Hvar. Borgin er fallin: strætin horfin, turnarnir
og ljóshafið. Skáidið sér fyrir sér borgina forðum
daga, líkir henni við kóral í djúpum sjó, og sylgju
úr drifnu silfri. En nú aumkvast nóttin yfir rústum
hennar, jóreykur lífsins þyrlast til himna, menn í
aktýgjum, vitstola konur í gylltum kerrum. Skáld-
ið biður um salt að eta, svo tungan skorpni í munni
þess og harmurinn þagni. Það minnist liðinna stunda:
Á hvítum hestum hleyptum við upp á bláan
himinbogann
og lékum að gylltum knöttum;
við héngum i jaxi myrkursins,
þegar það steyptist í gegnum undirdjúpin;
eins og tunglsgeislar sváfum v'ð á bylgjum hafsins.
Ljóðið endar á þessu erindi:
Hvar eru þau fjöll. sem hrynja yfir mína sorg,
hálsar, sem skýla minni nekt með dufti?
1 svartnætti eilífðarinnar flýgur rauður dreki
og spýr eitri.
Sól eftir sól hrynja í dropatali
og fœða nýtt líf og nýja sorg.
Sorgin verður ekki umflúin, nýtt líf hefur í för
með sér nýja sorg. Sá er dómur skáldsins og eina
huggun.
Ekki verður komist hjá því, að taka eftir hve orða-
lagið er náskylt heimi ævintýra: sylgja úr drifnu
silfri; gylltar kerrur; hvítir hestar; blár himinbogi;
gylltir hnettir; rauður dreki, sem spýr eitri. í Ödyss-
eifi hinum nýja, talar skáldið um marmarahöll. Jó-
hann Sigurjónsson var að mörgu leyti ævintýraskáld,
hugur  hans  leitaði  jafnan  ævintýrsins.
Það sem mestu máli skiptir, aftur á móti, við at-
hugun ljóðsins er aðferð þess: hvernig myndvísi
skáldsins færir okkur þær kenndir, sem harmsins eru.
Lítum til dæmis á þessar hendingar:
Jóreykur  lífsins þyrlast til  himna
menn í aktýgjum,
vitstola konur í gylltum kerrum.
Og andstæðu þeirra:
A hvítum hestum hleyptum við upp á bláan
himinbogann
ng lékum að gylltum knöttum;
Skáldið lætur ekki nægja að tjá okkur harm sinn,
hann sýnir ^arminn á sama hátt og hann sýnir okkur
þá gleði sína, sem er horfin.
Hannes Pétursson hefur réttilega kallað Sorg „eins
konar eftirmæli um æskuna og hamingjuna", og segir
einnig mjóg eftirminnilega um einkenni ljóðsins og
ljóða í ætt við það: „Ljóðið er ekki lengur hugsað
sem eins konar samtal við lesandann, heldur eins og
bygging sem skáldið reisir á víðavangi, hverfur síðan
frá og lætur lesandann um að leita þangað og
dvelja þar"
Sorg er að ýmsu leyti skylt ljóðum expressjónista
og súrrealista. Jóhann yrkir þetta ljóð það snemma,
að óhætt er að fullyrða að það sé eitt af fyrstu nú-
tímaljóðum á Norðurlöndum. Helge Toldberg telur,
að um áhrif frá danska höfundinum Hermani Bang
geti  verið  að  ræða,  en  auk  hans  gerðu  norska


a;
MiJóhann Sigurjón
skáldið Sigbjörn Obstfelder og fleiri tilraunir með
ný ljóðform. Setning eins og „vitstola konur í gyllt-
um kerrum," minnir á expressjónistíska ljóðagerð í
Þýskalandi á dögum fyrri heimsstyrjaldar, en „Sól
eftir sól hrynja í dropatali", gæti staðið í ljóði eftir
franskan súrrealista frá árinu 1930. Þetta eru aðeins
tvö dæmi um víðfeðmi hins unga íslenska skálds í
Kaupmanna'-'öfn, hve nýr tími í bókmenntum var hon
um eðlilegur, sjálfsagður, hvort sem hann sjálfur
gerði sér það ljóst eða ekki.
¦Ári eftir að Sorg Jóhanns Sigurjónssonar var prent
uð í Vöku. birtist í sama tímariti annað ljóð, sem ekki
þótti minni tiðindum sæta. Þetta var ljóðið Söknuður,
eftir Jóhann Jónsson. Eins og nafni hans var Jóhann
Jónsson staddur erlendis þegar hann orti Söknuð.
Hann hafði farið til Þýskalands 1921 til náms í bók-
menntum, og átti aldrei eftir að líta ísland augum aft-
ur. Hann andaðist eftir mikla vanheilsu fjórum ár-
um síðar en Söknuður kom á prent, 36 ára að aldri.
Ljóðum hans var ekki safnað í bók fyrr en árið 1952,
Jóhann Jónsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16