Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1968, Blaðsíða 4
 S. S. Kranjcevic Miroslav Krleza Slavko Mihalic Yfirlit yfir króatiskar bókmenntir 20. aldarinnar Eftir Antun Soljan — Síðari hluti Vanmegna vængir Ikarosar ra. Eins og við höfum þegar sagt, verð- ur að álíta, að annað endurreisnartíma- bilið hefjist með Kranjcevic. f okkar skáldskaparheimi táknar Kranjeevic það sama og enska rómantíkin og Baudela- ire tákna í heimsbókmenntunum. I skáldskap hans birtist ofurmannlegt á- tak, næstum áþreifanlegt. — Króatísk ljóðagerð þessa tímabils var lömuð af illgresi rómantískra kreddna og of van- megna til þess að geta tekið á móti •prómóþeanskri ofgnótt frumlegra hæfi- íleika hans. Hróp hans „vers rude et grossier" er táknrænt fyrir örlög hins króatíska skálds: Ikaros með vanmegna Wængi. í sögulegri hringsjá okkar tíma Wirðist Kranjcevic okkur eins og Mest- 'rovic hefur greipt hann: átakanlega spenntur, tragískur í óskaplegum krafti Isínum, stundum næstum kátbroslegur í 'tiginborinni angist sinni. En enda þótt 'hann hafi goldið rómantíkinni sitt, 'hinni mærðarkenndu ættjarðarást og marklausum klisjum vanans, dirfist 'hann að fara eigin leiðir, sá fyrsti í nýju sjöstirni króatískra skálda: Hann er spámaður og uppreisnarmaður, hann boðar nýja trú, hann er tákn Krists, hann slítur af sér viðjar stöðn- unarinnar. Áhrif Kranjcevics á uppbyggingu hinnar beizku byltingar, þar sem öll hefð er forsmáð, birtast á ný ótví- rætt í verkum minniháttar skálda eins og t.d. Polic—Kamov, sem finnur í Kranjcevic eins konar réttlætingu á sinni átakanlegu fagurfræði ljótleikans. En það er ómögulegt að meta áhrif hans með réttu án þess að taka tillit til mismunandi hæfni lærisveina hans: hin beinu tengsl milli Kranjcevics op Krleza hafa afgerandi og þýðingarmik- il áhrif á uppbyggingu þessa tímabils: Krleza var einnig mikill baráttumaður og uppreisnarseggur, hann forsmáði goð sagnirnar og gerðist Prómóþeus bók- mennta okkar: hann var sannur fylgis- maður Kranjcevics. Annar andlegur leiðtogi endurreisn- artímabilsins er A. G. Matos. Hann skap- aði nýja listræna mælikvarða og nýtt mat verðmæta: endurvakti ljóðlistina, færði hana í nýtízkulegt form. Honum tókst fyrstum manna að sameina á tákn- rænan hátt tvö megineinkenni endur- reisnartímabilsins. Jafnframt lagðihann áherzlu á hina þjóðlegu þætti — ekki með þjóðrembingslegum orðaflaumi, heldur með því að hefja í fyrsta sinn pólitískan króatískan skáldskap til vegs og sem blysberi hugsjóna og óþreytandi áróðursmaður var hann tengi liður við Evrópu og bókmenntastefnur nútímans. Líkt og var um Kranjcevic voru gerðar til hans miklar kröfur sem fræðimanns og skálds, enda var hann í því efni langt á undan sinni sam- tíð. Hann endurgalt með stórbrotnum og margbreytilegum hæfileikum sínum: Matos sem skáld og rithöfundur lifir ekki einvörðungu í sínum eigin verk- um heldur í verkum lærisveina sinna og eftirkomenda. Sá, sem skynjar bezt raunverulegan árangur og dáíeiðsluvald sitt, er skáld- ið Vidric, sem var uppi í byrjun þessa uppreisnartímabils. Hann er í rauninni fyrsti sanni lyrikerinn síðan Bunic — Vucicevic leið. Og ef til vill er það einmitt vegna snilligáfu hans, vegna þess valds, sem hann hefur yfir sam- Teikning frá 1963 „Furffuskepna". eftir júgóslavncska listmálarann Joza Hor- vat-Jaki. hljóman tungunnar, sem er hafin yfir alla gagnrýni og í rauninni ólýsanleg þeim sem ekki skilja málið: einnig vegna hins tæra næmis og lítilsvirðingar á samfélagslegum kröfum og síðast en ekki sízt vegna sérstæðs persónuleika hefur þessi Verlaine okkar ljóðlistar ekki eignazt neinn arftaka í sölum Pan- þeons. Þegar við nú höfum getið helztu höfuðskálda endurreisnartímabilsins, er röðin komin að tveimur mikilhæfustu ljóðskáldum okkar: A.B. Simic og Tin Ujevic. I verkum þeirra beggja rís endurreisnarandinn ef til vil hæst. Enn verða þeir ekki metnir að verðleikum, þeir eru á undan samtíðinni, það verð- ur því verk afkomenda okkar. Expressi onismi annars og symbólismi hins, per- sónuleg túlkun þeirra á evrópskum á- hrifum, skipta engu höfuðmáli í kveð- skap þeirra. Svo frábrugðnir sem þeir eru hvor öðrum, sækja báðir á ný mið, þeir aðhyllast nýjar stefnur. Sá fyrr- nefndi aðhyllist klassiskan hreinleika, sjálfsaga, óaðfinnanlega nákvæmni og skýrleik í framsetningu: hann er glæsi legt dæmi um aðdáun nútímamannsins á hinu listræna en nákvæma: hinn er ástríðufullur og örlátur, hefðbundinn í formi, töframaður í meðferð málsins og tákn hinna dularfullu leyndardóma hugmyndaheimsins. Báðir eru einlægir fulltrúar nýrra trúarbragða, trúarinn- ar á listina. Gagnstætt hinum miklu fyr- irrennurum sínum, þeim Kranjcevic og Matos, eru þeir miklu heldur nútímaleg ljóðskáld en þjóðskáld og miklu heldur leitandi og leiðbeinandi en niðurrifs- menn og uppreisnarseggir. Þeir eru með réttu hinir sönnu ávextir endurreisn- artimabilsins. f þessari gróskumiklu uppskeru standa Ballöðurnar um Petrica Keremp- uh eftir Krleza sem sérstakt fyrirbæri — þar kemur einmitt skýrt fram sú kenning, að ljóðlist okkar hafi þróazt í tvær megináttir: til þess að sýna fram á uppreisn sína leitar uppreisnar- og niðurrifsmaðurinn analógíunnar, sögu- legrar réttlætingar, eiginlega einhvers þjó'ðlegs kjarna, og með því að búa sér til sitt eigið tungumál, sem er þá tengt þjóðarsögunni, með því að beita al- gerlega nýjum aðferðum, vinnur hann Framhald á bls. 14. Ivan Slamnig Tin Ujevic „Undir brúnni“. Málverk frá 1961 eftir júgóslavneska Iistmálarann Zeljko Hege dusic. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. apríl 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.