Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ar og kirkju í Aðalvík, en fékk það
svar að tekið mundi til athugunar að
láta hann fá eitt af betri meðal-
brauðum landsins. Leiddi það til þess að
hann fékk Arnarbæli 1721 og hélt því
til 1756.
Ævisögu sína endar sr. Jón á þessa
leið:
Aðalvík f æddi mig
Eyri klæddi mig
Arnarbælið mæddi mig.
Lof sé Guði fyrir liðna ævi, lengi
hefur allvel gengið. Hann blessi það,
sem eftir er ævi minnar og alla mína í
Jesú nafni. ¦—
Um sr. Jón látinn kvað sr. Guðmund-
ur Torfason:
Munu ei margir
meira fjör:
sálar og b'kams
sæmdir en hann,
fær þessi fósturjörð
f agrar borið
menjar æ meðan
mannheimur sést.
Hauðurs var hann bætir
hvar sem dvaldi
Framhald á bls. 11
Ekki er óeðlilegt að láta mynd af einum Arnarbælispresti fylgja þessari grein. Hér sést sá söngglaði sr.  ölafur
Magnússon í hópi 42 Arnesinga, er hann var að æfa í söng á Eyrarbakka í febrúar 1919.
Aðstoðarmaður sr. Ólafs við söngkennsluna var hinn kunni organisti og söngkennari Kjartan Jóhannesson.
í lok námskeiðsins var haldin söngskemmtun í samkomuhúsinu Fjölni á Eyrarbakka að viðstöddu fjölmenni.
Neðanskráð nafnaskrá við myndina er eftir Felix Jónsson.
Efsta röð: Bjarni Eggertss. Laugardælum. Felix Jónsson, Núpum. Guðmundur Magnússon, Hrauni. Jón Þorláksson,
Kirkjuferju. Þorst. Sigurjónss. Stöðlum. Loftur Loftsson, Sandlæk. Stefán Jakobss., Galtafelli. Ketill Gíslason,
Reykjakoti. Kristinn Gunnarsson, Eyrarbakka.
II. röð: Ingólfur Þorsteinss. Eyvindartungu. Elín Pálsd., Eyrarbakka. Guðlaug Brynjólfsd., Eyrarbakka. Sigr. Elin
Þorkelsd. Eyrarbakka. Valg. Engilbertsd. Kröggólfsstöðum. Sólveig Gísladóttir, Vötnum. Sigríður Jakobsd, Galta-
felli. Helga Jakobsd., Galtafelli. Gottskálk Gissurarson, Hvoli.
III. röð:Eyvindur Ingvarss., Laugarvatni. Magnús Þorsteinss., Eyvindartungu. Þorvaldur Ólafsson, Arnarbæli. Stefanía
Eggertsd. Laugardælum. Böðvar Magnússon, Laugarvatni. Vigdís Ólafsdóttir, Arnarbæli. Sigurgrímur Jónss. Holti.
Sigríður Gunnarsd., Eyrarbakka. Guðmundur Pétursson, Eyrarbakka.
IV. röð: Jón Ólafsson, Eyrarbakka. Kjartan Jóhanness., St. Núpi. Jóhanna Ólafsdóttir, Eyrarbakka. Grímheiður Pálsd.
Nesi. Vilborg Eiríksd., Votamýri. sr. Ólafur Magnússon. Sesseljá Sveinss., Torfastöðum. Karen Guðjónsd., Eyrarbakka.
Ingunn Jónsdóttir, Eyrarbakka, Sveinn Sveinsson, Torfastöðum.
V. röð: Magnús Hanness., Eyrarbakka. Axel Gunnarsson, Eyrarbakka. Anna Sigurðardóttir, Hreppshólum, Lúvísa Ól-
afsd., Arnarbæli. Hjörtur Sigurðss., Króki.  Þóroddur  I.  Guðmundsson,  Núpum.
fá morguingjöf sína sagði Sigurður, að
hún væri lækurinn, sem remnur þar
milli bæjanna. Hann væri henni heim-
ill ef hún gæti flutt hann brott. Vel
gerði Sigurður við kirkju síma eins og
fram kemur í skoðunargerð þegar
Stieingrímur biskup vísiteraði Hjaila-
'kirkju á ferð sinni um Árnesþinig í
ágúst 1829. Ber lýising hans á kirkj-
unni með sér, að hún hefur verið hið
vaindaðasta hús og vel við haldið í hví-
vetna:
„Norðan megin við kórdyr er stúka
með panelverki að neðan, en pílára-
sett að ofan með strikuðuim breiðum
'listum. Fyrir henni er burð á hjör-
um af sama verki með hleypiloku af
járni að innan. Öll er hún prýðilega.
máluð með Ijósbiáum ag rauðum farva,
með lítilli töblu ísettri að framan af
s-nikkara og bildhöggvara verki nokk
uð gyllt og sett með fangamarki:
S.H.S."
Sýnir þetta að Hj allabóndinn hefur
látið afþilja sér og fólki sínu bekk
gegnt stólnum á líkan hátt og prests-
konan venjulega hafði í heimakirkju.
Nú skal vikið að kirkjuranar þjánum
í Ölvesi.
Sr. Sigurður Ingimundarson hélt
Amarbæli árin 1789-1820. Honum er
svo lýst í Prestaævum, að hann væri vel
igáfaður, spaklyndur og vel liðirin. Hanin
var þrekvaxinn meðalmaður á vöxt, álit
legur að sjá, afbragðs prédikari sinn-
ar tíðar og liðugit skáld. Kona hans var
Jórunn Sigurðardóttir presrts í Holti
Jónssonar. Hún var búkona hin mesta
og gerðust þau efnuð. Þau voru barn-
laus en ólu upp bróðurdóttur Jórunn-
ar, Hólmfiríði Árnadóttur prests í Holti.
Hún giftist hinum kunna manni,
Magnúsi Beinteinssyni í Þorlákshöfn.
Ekki var sá ráðahagur sr. Sigurði að
skapi. Um þaf" kvað hann þessa vísu:
Falleg ertu, Fríða mín, með faldinn
bjarta.
Ávallt gej'ir illa skarta
óþokkinn með stríið svarta.
En seinna sætti sr. Sigurður sig vel
við tengdasoninn enda var Magnús hinn
merkasti maður, búmaður með afbrigð-
um og auðsæll og naut bæði virðingar
og vinsælda allra, sem honum kynnt-
ust. Meðal barna þeirra Hólmfríð-
ar var Gísli latínuskólakennari. Enn er
i Hjallakirkju rituð gullnu letri minn-
ingartafla um Magnús Beinteinsson, sem
Gísli sonur hans lét gera í Kaupmanna-
höfn 1847. Hún kostaði 45 ríkisdali.
Vel fór á með þeim sr. Sigurði og
nafna hans, kirkjubóndanum. Mun Sig-
urður á Hjalla fljótt hafa séð, að hyggi-
legast væri að koma sér vel við prest,
sem naut mikils trausts og hafði hvers
manns hylli í sóknum sínum. Hann var
alvórumaður og siðavandur við söfnuði
sína og kom af hinni svonefndu Hjalla
gleði, sem tíðkaðist hjá ungu fólki í Öl-
vesinu er sr. Sigurður gerðist þar prest-
ur. Samt va^ þar hvorki siðleysi né ó-
regla heldur leikir og söngur, spil og
dans. En ekki þótti sr. Sigurði það við
eiga að iðka slíkt í kirkjunni sjálfri.
„Reið hann til Hjalla seint að kveldi
dags og gekk þar í kirkjuna öllum að
óvörum. Hann kvaddi fólkið og bað það
með hægum orðum að hafa ekki drott-
ins hús til veraldlegrar skemmtunar,
því að slíkt væri Guði ekki þókn-
anlegt". Urðu hinir ungu menn við
bón hans þótt misjafnlega líkaði og
minntust þess jafnan síðan hve verið
hefði „ g'iatt á Hjaila" í æsku þeirra.
Eftirmaður sr. Sigurðar var sr. Jón
Matthíasson, Vestfirðingur að ætt og
hafði áður verið prestur á Stað í Aðal-
vík og Eyri i Skut^úsfirði. Sr. Jón var
stórbrotinn dugnaðarmaður, fjörmaður
hinn mesti, nokkuð drykkfelldur og
ertinn við öl. Átti hann í ýmsum brös-
um við Hjaliabóndann og eru skráðar
um það sagnir.
Sr. Jón segir frá því í ævisögu sinni,
sem prentuð er fmman við útfaranminn-
ingu hans, að þegar honum var veittur
Staður í Aðalvík 1812, var þar bær og
kirkja hvorttveggja gjörfallið af fúa og
vatnságangi „en af bláfátækri ekkju
ekkert að fá í ofanálag." Leitaði hann
eftir styrk hjá stiftyfirvöldum til að
byggja upp staðinn, fékk neitun „en
áfýsingu að taka þennan starfa á hend-
ur með lof orði uim meðm>ælin'gu og frama
ef ég gæti þetta af henidi leyst". Sr.
Jóni hraus hugur við þessu verkefni,
en það sýnir bezt kjark bans og dugnað
að „með mikilli áreynslu, hættuíerðum
og 1228 ríkisdala kostnaði gat ég loks
fyrir Guðs mildi og aðstoð þetta til
lykta leitt."
Eftir 5 ára yeru í Aðalvík fékk sr.
Jón Eyri við Skutulsfjörð (ísafjörð).
„Þar hef ég bezt únað hag mínum",
segir hann í ævisögu sinni. Sótti hanm
þá um greiðslu fyrir uppbyggingu stað-
."í 1 « *¦ ¦ -"¦

: ' '¦<¦¦-.. ¦¦¦'
¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦'¦¦-¦¦......
Minningartaflan yfir Magnús Beinteins-
son í Hjallakirkju.
Magnús Beinteinsson er fæddur í þenn-
an heim 21sta dag ágústmánaðar ár
1769. Hann varð hreppstjóri ókvongað-
ur í föðurhúsum á 27da ári aldurs síns
og var það allt til dauðadags. Hann
kvæntist 2an dag júlímánaðar ár 1807
og átti Hólmfríði Árnadóttur. Þeim varð
níu barna auðið sjö sona og tveggja
dætra. Hann dó 4ða dag júnímánaðar
ár 1840 og voru þá andaðir þrír af
sonum hans en sex barna börn hugljúf-
an fóður, og guðhrædd ekkja sári
djúpu særð, leitar í miklum missi líkn-
ar drottins á hæðum.
Hann var maður skynugur vel og hug-
vitsmaður góður. Hann var ráðvandur
maður og grandvar í orði og breytni.
Hann var friðsamur maður og vildi
áfallt koma þar fram, er hann sá að
beztu mundi gegna og þó var hann
jafnan kappsamur og fylginn sér, er
hann átti við illt að setja. Hann var
góðsamur maður og stoð og styrkur fá-
' tækra. Hann var vinsæll maður og hug-
þekkur öllum merkum mönnum. Hann
var trúrækinn maður og leitaði þeirr-
ar leiðar er liggur til Guðs. Sá lifir vel,
er lifir sér og öð>"um til yndis og nota
og friður og unan og fögnuður er með
þess manns önd.
Leggst andvana
lík í jörðu.
Völt er vera heims.
En á upphæðum
hjá alda föður
lifir sæls manns sál.
21. júlí 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16