Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						w/    -'iS
Útsýn  f*á  leikhúsinu  í  Delfí  yfirmustert Appollóns.
legt dæmi um (Háttatal, 101, v.), svo og
það, ajm ég hef nefnt „firjálsa hlið-
stæðu" í bók minni um eddukvæðin:
væri margt um þetta allt að segja. En
vera má, að mönraum þyki ég nú vera
kominn óþarflega langt frá Hómer:
Hverfum vér frá þessu kynlega og
forneskjulega orðfæri og til aramars,
sem er með merria hetjukvæðabrag.
EDDA  OG  HOMER
Framhald af bls. 4
aðra, eða öllu heldur aðrar, tegundir,
þar sem hver liður upptalningarinnar
eða hver hliðstæða er meira em eitt
orð og fyllir til að mynda heilt vísuorð.
Þá er þriðja línan oft lengri en hiraar,
og má mefnia dæmi þess úr Hávamálum
(76. v.):
Deyr fé,
deyja fræmdr,
deyr sjálfr it sama.
Þessi bragarháttur hefuir 'þrjú vísu-
orð í helmingi. En ef ort er undir forn-
yrðislagi, eru þau fjögur, og þá geta
komið fram helminigar sem þessi (úr ís-
lenzkri ssering):
Lýk eg fésakir,
lýkeg fjörsakir,
lýk eg enu mastu
mainraa sakir.
Hór er þriðji liðurinn aukiran ákvæð-
isorðum, svo að tvær línur eru máli
fyll'tar. Eims getur verið í fjórðu lím-
umni aubasetning tengd efni hinmar
þriðju. Dæmi þess má nefiraa úr norræn-
um kvæðum, en í stað þess stoal geta um
leitt úr Atharvavedu (I, 13):
Lof sé eldingu þirani,
lof sé skruggu þinni,
lof sé þrumuvopni þínu
sem þú slærð með hina guðlausu.
Þó að einkenmilegt sé, má finna svip-
lík dæmi hér og þar í Biblíunni og hjá
öðrum Semítum. Hér skal aðeins nefiraa
dæmi úr söng Debóru (Dómiarab. V. 30):
„litklæði handa Sísera að herfangi,
litklæði glitofin, að herfaingi,
litklæði, tvo glitofiraa dúka
um háls drattningarinraar."
Enm  mætti  nefnia:  hliðstæðuriraar  í
galdralagi,  sem  Snorri  hefur  snilldar-
7.
Fyrist má dnepa á skáldskap hvers-
dagslífsins, sem fram kemur í manna-
nöfnum. Mikill skyldleiki er með ger-
mönskum og grískum nöfnurn og raun-
ar með nöfnum flestra manna af indó-
evrópiskum þjóðum á fornum dögum.
Þó að einhliða mannanöfn væru al-
^eng, kvað enn meira að samsettum
nöfnum, svipmiklum, höfðinglegum, með
peim brag, að pau hafi verið gefin til
ágætis þeim, sem nöfnin hlutu. Og má
þá um leið segja, að skáldskaparaindi
felist í sumum þeirra. Þetta eru nöfn
einis og Herakles, Khrýsippos, Alex-
andros og önnur slík. Þess háttar nöfn
>ná víða finna með öðrum þjóðum e*
Vessum stofni. ekki sízt rmeð Indverjum.
Keltum og Germönum, og búa íslenz>
ar mafingiftir að því enn í dag. A runa-
ris'tunni á gullhormunum dönsku (frá
því um 400 e.Kr.) kemur fyrir Hlewa-
gastir, sem svarar nokkurn veginn til
gríska iraafnsins Kleóxenos, að minnsta
kosti að merkingu. Iðulaga rekumst vér
á sömu nafnliðu eða samrar merkingar,
svo sem orð sem lúta að frægð, nor-
ræna Hlewa-, Hlé- (Hlédís er enn til
á íslandi): gríska Kleo-; — styrkur og
atgervi, norr. Harð-, grisk nöfn á —
krates: — vígfimi og sigur, norr. nöfn
á Sig-, t.d. frumnorr. Sigimarar, sbr.
gallversku Segomaros, grísk nöfn á
ekhe-, nafnliðurinn frumnorr. Haþu-,
'gallversku oatu-. Að vonum er algengt,
að aninar liðurinn sé niafin einhvens
goðs. Þá sýna sum nöfn, að menn hafa
stuindum leitað sér heilla með því að
hafa í niafni sínu dýraheiti, sbr. norr.
Úlfarr, samkrít Vrifea — karman, gristoa
Lyko — frón. Loks má enm nefna þann
einkennilega sið að kenna sig við hesta,
sbr. norræn nöfn á jó- (Jódís, Jósteinn
o.s.frv.), grísk á hippo-, indversk á
asva-, írsk á ech: mun þetta veria vitni
menningar, isem þróaðist þegar menm
lærðu að temja hesta. Spratt þá upp
heraðall, sem þeysti á stríðsvögnum sín-
um og braut undir sig lönd. Þetta má
gjörla sjá í Ilíonskviðu, indverskum og
fornírskum heimildum. Heimildir úr
Vestur-Asíu frá annari árþúsund fyrir
Krist sýna næsta vel hvílík byltinig hef-
ur orðið í hernaði við tilkomu hestsine
norðan af steppum Rússlands og Mið-
Asíu. Biblían sýnir og gjörla, hve mik-
ið hefur kveðið að stríðsvagnaliði á
dögum konunga Gyðinga.
Auðsæ listræn nafmasmíð kemur líka
fyrir í nöfruum goða  og vætta.  Þó að
fá einstök  nöfn séu  sameigiinleg  (svo
sem Týr, sama sem zeus, Jupiter), þá
er sjálfur siðurinin og skáldskaparvenj -
an hin sarma. Nafnaþulur eru algeng-
ar.  Þeógonía Hesíods má heita full af
þeim,  þar  eru  nöfn  á  ám,  nymfum,
Nereifsdætrum  o.s.frv.  Slíkt  er  ekki
eins vanalegt hjáHómer, en þó auðvelt
að nefna dæmi. Eg leyfi mér að minaua
á orð Wilamowitz-Moellendorffs um Ne-
reifsdætur, sem fylgdu Þetis til Akkill-
esar sonar hennar: „Málfræðingar, með
Zenódotos í broddi fylkingar, seim'vildu
gera  nafnaþulu  Nereifsdætra  í  Ilíons-
kviðu  útlæga  —  hún  væri  í  ætt  við
Hesíod,  ©n  ekki  Hómer-,  hafa  verið
blindir  á list skáldsins. Auðvitað  hafa
Neireifsdætur lekkert að gera þarraa, en
sjálf  upptalning nafnanma,  hljómfögur
eins og kyrrlátt öldugjálfur, slævir æs-
ingu vora, leiðir huga vorn burtu frá
hinum  hrikalegu  atvikum,  gerir  oss
næma  á kyrrð samtalsins milli móður
og sonar, sem er svo gerólíkt að blæ.
Kyrrlátlega alvara eimkennir það; það
boðar fyrir dauða Hektors og Akkill-
esar." Til er í Snorra-Eddu upptalining
Ægisdætra,  en  að  vonum  bera  nöfn
þeirra meiri svip af hrikalegum öldum
NorðuT-Atlantshafs. TöfTOndi eru nafna
þulur fljótanna í Grímnismálum, nöfn-
in lýsa þeim forkunnar vel; það er eins
og að kynnast einstaklimgum sem hveir
er öðrum ólíkur. Eða tökum upptain-
ingu á nöfnum Óðims, hins torráðna og
andstæðuríka,  dularfulla  og  töfrandi
guðs; sumdurleitar lyndiseinikuinmir birt-
aist í nöfnunum. Enin skal nefma upp-
talningu bústaða goðanima í Grímnismál-
um, gædda undursamlegum ijóma: ein-
mitt þan'ndg hljóta goðheimar að vera.
Ætla má, að sama sé rót þessa kveð-
skapar  hjá báðum  þjóðum,  en  báðar
hafi þær síðan haldið áfram óháð hvor
ainnari. Og hjá þeim báðum kemur ein-
ken'nilegur næmleiki og f imleiki að inin-
binda einkerani náttúrufyrirbrigðis  eða
lyndiseinkuranar í eitt orð.
Kynlegt er það, að hjá Hómer ier þó
nokkrum siranum getið um mun á máli
goða og manma. Áin Skamandros heitir
svo á niiáli manna, en Xanþos á máli
goða. Og mundi ekki einhver le'sandi
Hómers stundum velt fyrir sér í hug-
lanum jurtirani, isem á máli goðamna hét
¦mðly? Ef til vill þykir Hómensfræðing-
um ekki ófróðlegt að íhuga, að eitt
leddukvæðanna fjallar um heiti ýmissa
hluta á máii manma, goða og vætta. Al-
vissmál heitir það kvæði.
GLATT Á HJALLA
Framhald af bls. 9
því dyggð fylgdi drenglyndi
og dugnaði greind.
Aðalvík, Eyri,
Arnarbæli,
heppnaðist öllum
að hafa þess not.
Sigurður Hinriksson andaðist sumarið
1852. Var þá kirkja hans orðin „óstæði-
leg fyrir fúa og getur ekki kallast
messufær — er fyrirsjáanlega óumflýj-
anlegt að taka hana og uppbyggja á
næsta ári." Var dánarbúinu gert að
greiða  á hana 450  ríkisdali í álag. —
Var ný kirkja reist árið 1855. Var hún
úr timbri, vel og vandlega byggð og
prýðilega útlítandi og kostaði rúma 700
ríkisdali. Kirkjusmiður var Sigfús Guð-
mundsson á Skúmstöðum, faðir sr. Egg-
erts í Vogsósum. Skömmu áður en gamla
kirkjan var rifin hafði Eyjólfur Guð-
mundsson á Grímslæk, langafi Her-
manns í Gerðakoti, gefið henni fagra
olíumálaða altaristöflu, sem kostaði 50
ríkisdali.
Þessi kirkja entist Ölvesingum í 73
ár.
Vorið 1928, nakkru'm dögum áður en
hún var rifin, þegar sr. Ól'afur Magnús-
HOn messaði í henni síðast fórust hon-
um m.a. orð á þessa leið:
„Einhversstaðar   í   námunda   við
1200 guðsþjónustugerðir telst mér til
að  fluttar  muni  hafa  verið  í  þessu
húsi af þeim 7 prestum, er hér hafa
Iþjónaði síðan húsið var reist. Veit ég
eigi betur en að þeir megi flestir telj-
ast í hópi hinna nýtari og uppbyggi-
legri drottins þjóna, og að þeir hafi
flestir verið árvakrir og trúir í þjón-
ustu  embættisins,  og kappkostað  að
boða  þessum  söfnuði  „hinn  heilsu
saml.  læruóm."    Þessvegna  viljum
vér  nú,  er vér yfirgefum þetta hús
þakka drottni guði vorum fyrir alla
iþá raáð og blessun, er baran hefur veitt
söfnuði sínum á þessum stað á liðinni
tíð.  Vér  viljum  þakka  honum  fyrir
orð áminningarinnar, er hér hafa töl-
uð verið og vakið hafa sofandi sam-
vizku. Vér viljum þakka honum fyrir
orð  náðarinnar,  er  hugsvalað  hafa
ið'randi symduruim: fyrir orð hugguraar
innar,  er  hér  hafa  töluð  verið  til
sorgmæddra og syrgjandi hjartna: fyr
ir þau frækorn til eilífs lífs, er hér
hefir sáð verið í hjörtu hinna ungu.
Þær verða svo margar minningarnar,
sem  fyrir  oss  mörgum  eru  bundnar
við þetta gamla kirkjuhús. Guð blessi
okkur þær allar af náð sinni."
Með  glöðu  geði og fórnarhug  gengu
Hjallasóknarmenn  að  byggingu  nýrrar
kirkju. Var hún teiknuð af Þorleifi Eyj-
ólfssyni frá Grímslæk. þá nýkomnum frá
námi í Þýzkaandi. Turninn er með hvolf
þaki í  stað  spíru,  sem mun hafa þótt
nýstárlegt  á  þeim  tíma  og  raunar  ó-
venjulegt  í  kirkjum  hér  enn  í  dag.
Veggir eru þykkir — hátt í hálfan met-
er með  hallandi  stöplum  milli  glugga
sem  gefa  húsinu  traustan  svip.  —  A
hvorri hlið  eru fjórir  oddboga  glugg-
ar.  Hið  innra  er  Hjallakirkja  einkar
bjartur  og fagur helgidómur  sem eins
og segir við hvern er inn kemur: Verum
glaðir  og  fögnum  þegar  gengið  er  í
drottins hús.
Á síðasta ári fékk hún mjög ræki-
lega viðgerð. Hún var einangruð inn-
an, lagt í hana nýtt gólf, smíðaðir vand-
aðir, fóðraðir bekkir o.s.frv. En bláa
hvelfingin var látin halda sér. Nú glóa
gyltar stjörnur hennar í sól vorsins og
ofan af firamþilinu horfir síra Ólafur
yfir helgidóminn þar sem hann söng
messur sínar af boðunargleði og
mælskuþrótti, sem mörgum mun minnis-
stætt.
Svo telja fróðir menn, að 11 gamlir
kirkjustaðir séu í övesi. Nú pru í sveit-
inni tveir heigidó'mar: á Hjalla og Kot-
strönd. Kotstrandarkirkja kom í stað
Reykja- og Arnarbæliskirkju. Hún var
reist 1909. Það haust voru vígðar 4
kirkjur í Árnesþingi: á Kotströnd, í
Gaulverjabæ og tvær í Hreppum,
Hrepphólum og Stóra-Núpi. Þá orti sr.
Valdimar kirkjuvígslusáim og er þetta
upphaf að:
Dýr drottins lýður,
drottinn þér býður
dýrlegt í hús.
Kristnin þig kaHlar
konumgs tii haliar
komdu þá fús.
Kom þú að hlusta á Guðs heilaga
mál
'hre.ssandi  og iífgandi  dauðiþreytta
sál.
21. júlí 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS  H
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16