Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 12
4 ótrúlegar sögur af flugmönnum úr seinni heimsstyrjöld Margaret Horton sýnir hvernig hún hélt sér á vélinni. Hún hékk utan á flugvélinni. „Það var venjan að einhver flugvall- arstarfsmaðurinn sæti á stéli Spitfire- flugvélanna þegar þær óku út á flug- brautimar, vegna þess að þeim hætti til að sporðreisast í hvassviðri“, segir Margaret Horton, fyrrum flugliði við RAF flugskólann í Hibaldstow, Linc- olnshire. Ungfrú Horton er nú gráhærð fremur formföst piparmey og vinnur á lögmannsákrifstof'U í Surrey en hún bregður sér enn fyrirhafnarlaust yfir i málfar flugliðanna. „Þegar út á flugbrautina kom var vani að hreyfa hæðarstýrið til að gera flugmanninum aðvart um að maður ætl- aði niður af stélinu, en þennan dag sá ég strákinn gefa smámerki með hend- inni og^hélt að hann vildi að ég yrði kyrr.“ í stað þess jók flugvélin hrað- ann. „Ég reyndi hæðarstýrið en það haggaðist ekki og það bauð ofboðinu heim. Ef ég væri hetja hefði ég fleygt mér af, orðið fyrir einhverju hnjaski en vitað af flugvélinni úr hættu. Minnstu þyngsli á stélið á flugi gátu orsakað kollsteypu." Skyndilega fannst engin hreyfing lengur og ungfrú Horton vissi að hún var komin á loft. Hún hringaði sig utan um stýrið og greip dauðahaldi um aftari brún stélvængsins. Umivafin hinuan gíf- urlega 'loftstraumi heyrði hún engan hávaða og var alveg róleg. „Ég var svo viss um að ég væri dauðans matur að ég var ekkert hrædd,“ segir hún. „Ég velti því fyrir mér hver myndi fá skömmtunarseðlana mína þegar ég væri fallin frá.“ Það var fóikið niðri á jörðinni, sem var hrætt. Vélvirki einn hafði séð flug- vélina fara, en stamaði svo mikið þegar hún ætlaði að segja liðþjálfa sínum frá þvi, að hann hélt hún væri að gera að gamni sínu í fyrstu. Síðan fór hann til stjórnturnsins og tilkynnti fyrirbærið. „Þeir gættu betur að,“ segir unggfrú Horton, „og sáu sem var.“ Nú var flugmaðurinn farinn að kvarta yfir hegðan vélarinnar og honum var sagt að snúa við. Enginn sagði honum af ungfrú Horton ef ske kynni að of- boð gripi hann á leiðinni niður. Er niður á flugbrautina kom, stöðvaðist Spitfire-vélin og hún kilifraði niðutr. Flugmaðurinn ræsti vélina aftur og geystist burt. „Hann vissi enn ekkert, skiljið þér, og hann var aðeins að reyna stjórntæki sín, en mér blöskraði alveg. Þeir fóru alltaf með okkur eins og dauða hluti“. Ungfrú Horton var flutt í sjúkraskýl ið með tognaðan handlegg. Þangað heim sótti flugmaðurinn hana í sambandi við hina opinberu rannsókn málsins. „Hann sagði — „látið skrá hjá yður tíu mín- útna flugtíma“ — .Ég vissi aldrei hvað hann hét.“ Hann sveif til jarðar í flugvélarstéli William Stannard liðþjálfi var aftari skyt'ta í Ventura sprengjuflugvél sem kviknaði í yfir hollenzku ströndinni ár ið 1943. Vélin varð strax alelda og log- arnir gæddu sér á fallhlífinni hans, sem hékk á grind sinni í fiugvélarskrokkn- ium og hröktu hann aftur í einmana- legan skyttuklefann undir stélinu. „Ég sat þarna og horfði á flugvélina verða Margaret Horton eldinum að bráð, vegna þess að ekkert . William Stannard á slysstaðnum ásamt lækninum, sem stundaði hann. William Stannard í hermannabúningi. annað var að gera,“ segir cockneyinn Stannard, sem nú er 57 ára. „Ég á við, hvert gat ég farið?“ Eldtungurnar sleiktu án afláts um flugvélarskrokkinn fyrir framan hann eins og verið væri að skera stélið af með logsuðutæki. Skyndilega kvað við sprenging og flugvélin datt í sundur. Stannard fann að hann sveif áfram og honum varð Ijóst að loftaflið í tvö- földu flugvélarstélinu hélt því á rétt- um kili. „Ég var ekki hræddur við dauðann. Ég hugsaði um að móðir mín myndi verða sorgbitin en svo var alger frið- ur. Engar sprengingar, enginn eldur.“ Stélið sveif niður í hringjum eins og fallandi lauf og út um skrokkslitrið gat hann horft á Norðursjóinn. „Það heyrð ist ekkert nema rólegur þyturinn af vindinum". Þegar stélið lenti að lokum á tré, rot- aðist Stannard. „Það næsta sem ég man er, að gömul kona hallaði sér yfir mig og sagði „viljið þér glas af víni?“ Ég sagði „þakka yður kærlega_ fyrir“ og drakk úr því í einum teyg. Ég veit ekki hvað hún hefur haldið um mig.“ Stannard hafði lent í garðinum á hollenzku sveitasatri, verið bjargaðnið ur af yfirgarðyrkjumanninum og drakk nú vín með hallarfrúnni í dagstofu hennar. Þegar hann gat einbeitt sjón- inni uppgötvaði hann að með þeim í stofunni voru einnig Gestapomaður og liðsforingi úr þýzka flughernum og að hann var f.angi fyrst um sinn. Harry, sem fór einkennisbúinn á reið- lijóli yfir þvert Þýzkaland. Harry Sim.ster er Shropshire pil.tur ■■ * meB falslausan sveltamannssvip. mrtlr að hann hafði stokkið út úr Halifaxvél yfir Berlín árið 1943 vafði hann saman fallhlíf sína og lagði af stað heim, gang andi. Er hann gekk gegnum skóg nokk- urn rakst hann á þýzkan liðsforingja liggjandi í grasinu, en þar lá einnig stúlka hjá honurn svo liðsforinginn sýndi Simister undirliðsþjálfa ekki minnsta áhuga. Simister jókst kjarkur við þetta, hnuplaði reiðhjóli og hjólaði að stað eftir aðalvegum Þýzkalands í átt til strandar og skips er gæti flutt hann til Svíþjóðar. „Fólki varð dálítið starsýnt á bláa RAF búninginn," segir hann, „en ég treysti því að ef ég aðeins starði ekki á móti myndi allt blessast". Einn sólskinsdag í Schwerin staldr- aði hann við í skemmtigarðinum til að hlusta á hermannahljómsveit leika og hreyfði sig ekki þaðan fyrr en sam- skotabauikuTÍnn nálgaðist. Er til Lú- beck kom kinkaði hann viðgjarnlega kolli til þýzka varðmannsins sem stóð við landganginn á sænsku skipi, og fór um borð, en skipið átti ekki að láta úr höfn fyrr en eftir 'þrjá daga, svo hann hélt áfram til Hollands. Hann var enn i sínum brezka einkennisbún- ingi og á leiðinni hjólaði hann inn um hliðið að Heinkel flugvélaverksmiðju. Þegar hann uppgötvaði mistök sin brosti hann aðeins hlýlega til varð- anna, sneri við og hjólaði út aftur. Við annað tækiifæri fékk hann tvo Þjóð- verja til að hjálpa sér að gera við sprungna slöngu. „Ég hafði eina setn- ingu á takteinum til að bjarga mér í Harry Simister tungumálavandræðunum. Ég sagði venjulega „Do you speeka de English“? í Hollandi komst Simister í samband við mótspyrnuhreyfinguna, losnaði loks við einkennisbúning sinn og var komið upp í lest til Sviss. Hann er nú verkfræðingur á BEA stöð á Möltu. „Það einkennilegasta er“, segir hann, „að þegar ég kom heim var ég sendur í fyrirlestrarferð milli sprengjuflugvéladeilda til að kenna flótta- og undankomuaðferðir". Flugmaðurinn, sem gerði árás með rldd araliði Kósakka. Cyril Rofe liðþjálfi sem skotinn var niður í sprengjuflugvél árið 1941, gerði tvær misheppnaðar flóttatilraunir frá Póllandi — og lenti að lokum í árás með riddaraliði Kósakka. Er honum loks tókst að flýja árið 1944 lézt hann vera belgiskur rafvirki, komst yfir þvert PóLLand og samein-*ð- ist stórri Kósakkasveit, sem fariðhafði á undan framherjum Rússa og orðið viðskila við þá. Kósakkamir voru að reyna að brjótast í gegn til sinna eigin herja og Rofe ferðaðist nokkra daga í kerru en síðasta sprettinn var hann lát 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.