Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Blaðsíða 14
A erlendum bókamarkaði France, Germany and the New Europe 1945—1967. Höf: R. Roy Willis. Útg. Oxford University Press, New York. Höfundur þessarar bókar er prófess- or við Californíuháskóla. hann hefur áður sent frá sér nokkrar bækur um nútímasögu Evrópu m.a. „The French in Germany, 1945—‘48“ og „Europe in the Global Age, 1933 to the Present“ Ennfremur hefur hann stjórnað útgáfu bókar um de Gaulle, er nefnist „De Gaulle: Anachronism, Realist or Prop- het“. Þessi síðasta bók hans er at- hugun á samskiptum milli Frakklands og Þýzkalands frá lokum heimstyrjald- arinnar síðari og kannaður er aðdrag- andi þeirra vandamála, sem að undan- förnu hefur borið hæst bæði á vett- vangi stjórnmála og efnahagsmála. Hann rekur stefnu de Gaulles, forseta Frakklands 1962 og afstöðu þýzku kanzl aranna, Ludwigs Erhards og Kurts Ge- orgs Kiesingers til frönsku stjórnar- innar. An Introduetion to Asia Höf. Jean Herbert Útg. Oford University Press, New York. Höfundur þessarar bókar er sérfræð- ingur í málefnum Asíu og hefur í meira en tiu ár kennt trúarbrögð, heimspeki og goðafræði Asíu við háskólann í Genf. Hann hefur um langt skeið verið túlk- ur á alþjóðlegum ráðstefnum og einn- ig hefur hann haldið námskeið og fyrir- lestra um Asíu við fjölda háskóla bæði í Evrópu og Asíu. f bók sinni segir Herbert frá ýmsum þáttum í menningu og hugsanarhætti Asíubúa, afstöðu þeirra til fjölskyld- unnar, menntunar, vísinda tækni og lista. Hann sýnir hvernig, hver þjóðin er annarri frábrugðin og skýrir hvers vegna þjóðfélög Asíuríkja eru í dag eins og raun ber vitni. Black Power and White Protestants — A Christian Response to the New Negro Pluralism Höf. Josep C. Hough jr. Útg. Oxford University Press, New York. í þessari bók kannar höfundurinn viðhorf og viðbrögð kristinna manna til kröfu bandarískra blökkumanna um „vald hinna svörtu“. Hann lítur svo á, að hvað svo sem hugtakið „vald hinna svörtu" komi til með að þýða í pólitískum og hugsjónalegum skiln- ingi, sé það tákn um mikilvægar breyt- ingar á viðhorfi blökkumanna til hlut- verks þeirra í þjóðfélaginu. Þessar breyt ingar valdi oft ótta, misskilningi og andúð hvítra Bandaríkjamanna og með það fyrir augum að vinna gegn afstöðu, er fremur byggist á tilfinn- ingasemi en kaldri skynsemi og sambúð leitast höfundurinn við að sjá þessa hreyfingu i ijósi heildarsögu samskipta kynþáttanna i Bandaríkjunum. Höfundurinn er forseti trúabragða- deildar Ciaremont háskóla og aðstoðar- prófessor í kristinni siðfræði við Guð- fræðiskólann í Claremont. The New Shakespeare „The New Shakespeare" nefnist ný vasaútgáfa Shakespeareleikrita, sem Cambridge University Press gengst fyr ir. Er eitt leikrit í hverri bók og fylgja ýtarlegar textaskýringar, athugasemd- ir og inngangur hverju leikrit eftir kunnustu Shakespearesérfræðinga Breta. Marlowe Society of Cambridge hefur í samvinnu við Arge hljómplötu- fyrirtækið í London séð um hljóðritun leikritanna samkvæmt texta þessarar útgáfu og fara þar með hlutverk marg- ir kunnir Shakespeareleikarar Bretlands The Enserfment of the Russian Peasantry Höf.: R. E. F. Smith, prófessor í rúss- nesfcu við hásfcólann í Birminiglham. Útg. Cambridge University Press. í þessari bók er rakið afnám þræla- halds bænda í Rússlandi, sem form- lega tók enda árið 1649. í bókinni eru birt 56 skjöl, þau fyrstu frá 12. öld hin síðustu frá 17. öld. Þar kemur í ljós stig af stigi þróun málsins. Skjöl þessi hafa ekki fyrr verið birt á enskri tungu. Friedrich Hebbel: Werke. Funfter Band. Carl Hanser Verlag 1967. DM 41.— Með þessu bindi er lokið útgáfu verka Hebbels í þessari útgáfu, sem er sú vand- aðasta sem nú er á markaðnum. Gerhard Fricke, Werner Keller og Karl Pörnbacher sáu um útgáfuna. Birt hafa verið öll leik- rit höfundar, auk þess leikritsbrot og at- hugagreinar, ljóð hans og greinar um ljóð- list og loks bréf hans og dagbækur. Út- gáfan er mjög vel unnin og fylgja athuga- semdir og tilvitnanir í samtíma bókmennt- ir auk bókfræðil-egra athugana. Þessi út- gáfa er ágætt dæmi um það hvernig ber að gefa út klassíkera, sem Hebbel er. ÓBvihlaup Hebbels er einstakt, hann var í fyrstu múraralærlingur og byrjaði bóík- menntaferil sinn með því að setja saman helgileiki ætlaða kirkjugestum og varð að lokum eitt merkasta leikritaskáld miðbiks fyrri aldar. Einstaklingurinn og umiheimur- inn var efnið, sem hann reyndi að kryfja. Hann stendur á mörkum ídealisma og raun sæisstefnu og varð fyrir miklum áhrifum af Hegel og Schopenhauer auk þess sem fyrirmyndir hans voru þýzkir klassíkerar og Shakespeare. Carl Hanser útgáfan hefur sent frá sér mjög vandaðar útgáfur ýmsra þýzkra klassíkera, sem einkennast allar af vöndugleika og góðum smekk. Athugasemd Sunnudaginn 7. júlí sl. birtist í Les- bók mynd af uppdrætti af Reykjavík árið 1920 eftir undirritaðan. í skýringu, sem fylgdi myndinni, stendur m.a.: „A Skólavörðuholti er merkt listasafn, og mun þa‘ð vera Listvinahúsið". Það er ekki rétt. Þetta er listasafn Einars Jónssonar, Hnitbjörg. Listvinahúsið var ekkí reist fyrr en eftir 1920 og stóð við Frakkastíg efst. Egill Hallgrímsson. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.