Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						SMASACAN
Franíhald aí bls. 13
Hann andar að sér sjávarlykt. Sólin
er sezt, og hann veit af því. Kvöldset-
ursroði er á bláu skýjamistri út við
sjóndeildarhringiinn. Ekki ósvipað og á
breiðtjaldskvikmynd nema litirnir niálg-
ast og fjarlægjast. Það er dýpt. Hafið er
ólgandi litir. Hljómur þagnarinnar.
Hann finnur til tómleika.
Hann gengur heim á leið. Það kem-
ur stelpa á móti honum. Hún er falleg.
Hún kemur nær. Hann lítur á hana.
Hann er giftur, ekki dauður. Hann sér
af því að hann athugar það, þótt hann
láti ekki á því bera, að hún er vör um
sig: hreyfingar hennar eru þvingaSri,
hún er niSurlútari. Nú lítur hún upp.
Augu þeirra mætast. ÞaS er eins og
komið sé við auman blett. Hún heiur
græm augu. Hún er frumstæð á svipinn,
ögrandi en einnig biðjandi. Það fer
hlýja um hann, hann stærist, fellir and-
litið í sfcorður. Hún er farin hjá. Konan
hefur græn augu. Eða grágræn. Augu
hennar eru breytileg á litin. Það er
skömm að því að vita ekki almennilega,
hvernig augu hennar eru lit. En hún
notar augnsfougga, og þeir veita augn-
evipnum mismuinandi dýpt. Það er ekki
hægt að vera klár á því öllu saman.
Honum þykir vænt um hana. Það er að-
alatriðið. Það <er svo yfirgripsmikið, að
hann svimar af því að hugsa um það.
Það kemur fyrir að þau rífast. Hvern-
ig getur annað verið. Það er aðlögunar-
tímabil í lífi þeirra. Maður reynir og
reynir. Hún skilur ekki fjármál. Enda
er alikt ókvenlegt. Það er samt sem áður
ekkert, sem skyldar það til að halda
sér frá fjármálum. Það er sjálfsagt að
það reyni að setja sig inn í þau, ef það
vill. En þær eru einhvern veginn þann-
ig innréttaðar, að þaer geta það sár-
sjaldan. Hún sagði: „Já, já" og „ég er
inú svo vitlaus í þessum málum." Það
hripaði allt niður úr henni jafnóðum.
Hún fær heimilispeninga reglulega og
sér um amærri innkaup. Hún er fremur
hömlulaus gagnivart peningum, en heim-
ilisfriðurinn verður ekki seldur fyrir
smáar fjárupphæðir. Það þýðir ekki ann
&ð en standa sig, bæði heima og út á
við. Það verður að vinna sig upp. Það
Þýðir ekki að leka niður á skrifstofu-
stól og vierða eins og flaska í laginu.
Eins og margir láta sér nægja. Það verð-
ur að brjótast áfram og komast í há-
tekjustöðu. Til þess verður að þekkja
alla þræðina og kunna að hagræða
Þeim. Skipulagið á að sjá fyrir iþví, að
maður geti það ekki öðru visi enleggja
hæfilega af mörkum til samfélagsins.
Þeir, sem láta umhverfið að öllustjórna
sér, mega skaimmast sín. Hinir, sem
neyna að vinna sig upp, geta etoki verið
oieð sífeHdan móral, þótt baggar
annarra kynnu að þyngjast eitthvað við
það. Btoki ef fylgt er öllum reglum. Eða
flestum. Það eru ekki nema þessir stóru
karlar, sem ekki þurfa að draga undan
en gera það af einskærri úrkynjun,
þieir eru hinir óheiðarlegu. Hinir, sem
eru bláskínandi fátækir, en ætla að
settu marki, til dæmis einbýlishúsi og
völduim bil, nema svo staðar og njóta
efnahagslegs sjálfstæðis, peir eru heið-
arlegir. Og maður verður að kunma að
þola stressið. Maður verður að vinna
úr svefninum og í hann.
Hann er kominn heim undir blokk-
ina. Hann mætir stelpu. Hún er á svip-
inn eins og ambátt, sem verið er að
bjóða upp á persnesku markaðstorgi.
Það rennur upp fyrir honum, að gremj-
an, sem grenj í krakika uim hanótt
vekur, konan upplituð að morgni og
•sunduryrði þeirra, leysa úr læðingi orku
innra með honum. Og þá orku hlýtur
að mega beizla, eins og aðra orku. Hana
mætti einnig nýta til að opna sér leið-
ir með. Hann er ekki eiinn í sókn sinni,
hann hefur konuna, og skilningur hvors
fyrir sig hlýtur að verða hinu til glöggv
unar. Já, þau eiga sameiginilegan morg-
undag.
SKAK
Skák þeirra Freysteins Þoi'bergsson-
ar og GuSmundar Sigurjónssonar í
Fiske-mótinu var mjög skemmtileg, en
fékk óvæntan endi.
Guðmundur
Freysteinn
Þannig var staðan eftir 28. leik hvíts
Svartur lék nú 28. — Rd3 (Svartur
finnur ekki góða reiti fyrir R og reyn-
ir því að fiska í gruggugu vatni). 29.
Rd4 Hxd4 30. Hxd4 Rel 31. Bxh6f Kh7
(Ef 31. — Kxh6, þá 32. Dd2f og næst
DxRel) 32. Dcl Rxg2 33. Bf8 (Hótar
máti í 2. leik) 33. — Dxe5 34. Hd8??
(Hvítur, sem var hér í miklu tímahraki,
ruglar nú leikjum. Eftir 34. Dh6f Kg8
35. Hd8! er sv. óverjandi mát„ eða miss-
ir lið. T.d. 35. Delf 36. Kh2 De5f 37.
Í4!) 34. - Rf4. 35. De3 Dg5 36. Kfl Db5
37. Kgl Dg5 38. Kfl Bg2 39. gefið.
f skák þeirra Szabo og Guðmundar
Sigurjónssonar kom upp eftirfarandi
staða eftir 21. leik hvíts.
Svartur lék í þessari stöðu 21. —c5!
(Fórnar peði til aS opna línu fyrir
drottningarbiskupinn). 22. Rxc5 Hxc5!
(Nú fórnar sv. skiptamun). 23. bxc5 Rf3
(Glæsileg mannsfórn. Ef hv. leikur nú
24. gxf3 fylgir Dh3 og hv. er óverjandi
mát, því ef hann lokar fyrir B á M
opnar hann um leiS línu fyrir B á b7
og sv. mátar á g2). 24. Bxf3 Bxf3 25.
Re2 (Ef hv. tæki nú B leikur sv. enn
sem fyrr Dh3 og eftir f4 kemur nýr maS
ur til skjalanna, nefnilega Rg4 og hv.
verSur mát á h2). 25. — Re4 (Svartur
fylgir fast eftir) 26. Rg3 Rxd2 27. gxf3
Rxf3 28. Kg2 Dc6 29. e4 Rxel 30. Hxel
Bxg3 31. hxg3 He5 32. Hdl (Hv.
fær ekki valdað bæði peðin). 32. — Hxc5
33. Hd8 Kh7 34. De2 f5 35. Hd4 Hc4
36. Hxc4 Dxc4 37. Dxc4 bxc4 38. Kf3
g5 39. exf5 h5 40. Ke4 c3! og hv gafst
upp.
Já, íssins vetur yfir jörð mun falla,
og allt skal hljóðna', er fyr var djarft og kátt,
og engin lengur gleðihrópin gjalla,
hvert gunnreift heróp þagna' í dauðans sátt. —
Á klettum brýtur, kvöldi fer að halla,
og kulið blæs úr loftsins opnu gátt.
Nú leggur rökkur reyk um tinda alla
frá rauðum sólarkyndli' í vesturátt. —
Á öðrum ströndum, handan hafs og fjalla,
í heiði sólin skín um loftið blátt.
(Úr „Handan storms og strauma).
Det lakker imod höst, og marken félmer,
og sommergrödens magt nú stár for fald.
Jeg hörer stemmer synge triste salmer
om visnen her i dödens skygge-hal.
Ja, isens vinter over jord skal falde,
og stilnes alt, som för var djærvt og glad,
og længer ingen glædes-ráb skal gjalde, —
og ethvert krigsráb tystne i dödens stad.
Mod klipper bryder söen. Dagen svinder.
En bride ud af luftens ábne vrá.
Nu stár der skumrings-rög om alle tinder
fra solens röde fakkel vesterpá. —
Pá anden strand bag havet solen skinner
i skyfri glans fra himlens dybe blá.
(Oversat af Jakob Jóh. Smári).
JON SVEINSSON
Framhald af bls. 10
—  Já, þú hetfur víst rétt fyrir þér
í því.
—  Má ég spyrja, ætlið þér, faðir
að taka iþátt í þessum ketmnanafundi?
—   Já, vissulega. En álitið á þéx
er það, að þú haifir teikið miklum
breytinigum til hins verra. Og að
bafa þig gangandi um hér sem dýrl-
ing — það getum við ekki.
—   Eg igæti þá í versta tilfelli
byrjað að syndga svolítið aftur.
—  Þú ert víst nógu mikiil synda-
selur fyrir, svo að þú þarft víst
ekki að geira þér sérstakt ómak iþess-
vegina, sagði séna Jón.
—  En viljið þér ekki nefna þeitta
misð einlkunnÍTnar á fundinium.
Hann tof aSi því.
Næöta dag kallaSi hamin á imig er
við lékum fótbolta í löngu frímínút-
unum:
—   Nú erum viS búnir að halda
ftuidinn.
Hana nú! hugsaði ég.
—   Séra Holzapfel var mjög and-
vígur þér. Bn hann hefur nú ekki
svo mikið áhrifavald eftir að hamn
reyndi að taka magisterigráðuna við
háskólann og kolféll! Þú þarft ekki
að veira hræddur. ViS höfum ákveð-
ið að taka vægilega á þér.
—  SögðuS þér þá >þetta um að ég
mundi fá fyrstu einkunn?
Séra Jón brositi ismeygilegia.
—  Já, ég gerSi það, hvíslaði hamn.
Fulilkominin idíót, leins og þú sagðir
við Seppelin, er ég nú samt sem
áður ekki. En það er s-vo fátt, sem
er fullkomið í þessum heimi. Við
verðuim að lifa í voninni um þann
næsta.
Hjörtur Halldórsson þýddi
21. júlí 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16