Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Landsbókasafn
Islands
150 ára
Erindi Finnboga Guhmundssonar, lands-
bókavarðar. Flutt á hátíðarsamkomu í
þjóöleikhúsinu 28. apríl s.l. Fyrri hluti.
I
nafni Landsbókasafns fslands
býð ég yður öll velkomin hinga'ð í dag
til þessa móts, sem ef nt er til í minningu
153 áia afmælis safnsins. Ég þakka þjóð
leikhússtjóra þá vinsemd að leyfa oss
að k»)X>a fyrst saman á þessum stað, en
að ' því er mikið hagræði, sem óþarft
er að lýsa nánara. Ætlunin er að lok-
inni aihöfn hér að ganga yfir í Safna-
húsið og skoða sýningu þá, sem þar
bíður vor á nokkrum þáttum úr sögu
Landsbókasafnsins. Mun því ekki úr vegi
að rifja upp fáein atriði þeirrar sögu,
og vfiður þá að vonum að stikla á
stór.i.
Jór Jacobsson landsbókavörður samdi
á sinni tíð minningarrit um aldarsögu
safnsins 1818-1918, mikið verk, er kom út
árið 1920. Jón getur þess þar, að hug-
iiyncfjr um stofnun almenns bókasafns
á Islandi muni fyrst skjallega komin
frá Þýzkalandi, og birtir hann í þýð-
ingu langt og merkilegt bréf, dagsett 28.
ágúst 1817, frá Friedrich Schlichtegroll,
aðalritara Hins konunglega vísindaaka-
demís í Múnchen, til Múnters Sjálands-
biskups. Allar líkur benda til, að
Schlichtegroll hafi einnig ritað nokkr-
•ira Hafnar-íslendingum um málið, og
ijóst .>r að málaleitan hans kom til um-
íæðu bæði í háskólaráði og i Hafnar-
doild Hins íslenzka bókmenntafélags.
Stofnun bókasafns var aðeins einn þátt-
av i mjög víðtækum tillögum Schlichte-
grolls, Iþví að þessi þýzki hugsjónamað-
ur sá fyrir sér sem í draumi eins konar
allsherjarvísindastofnun, sem þó legði
•regin.herzlu á rannsókn íslenzkrar nátt
úru c;g bókmennta, eða eins og hann
kerrst að orði í bréfi sínu í þýðingu
Jóns Jacobssonar: „Og hvernig myndu
nins végar náttúrufrábrigði þessa und-
ursan:iega eylands, — sem vakið hafa
svc> sterka athygli allra vísindavina, þar
ieni tvo margar gátur eru enn óráðnar
og svo margar rannsóknir enn ógerðar
eftir nýrri og betri þekkingu á náttúru
vísindunum, — hve miklu dýpri mundu
þá verða rannsóknir þessara náttúrufrá-
brigða og nákvæmari Iþekking vor á
þeim, þegar rannsóknarandinn þar
(nyrðra) fengi næring og tæki fengjust
+il að hagnýta oss árangurinn af þeim!
Þetta eyland, sem þegar í húmi forn-
aldarinnar iðkaði vísindin — eins og
gírrlar eyjar yfirleitt eru frægar fyrir
í s-ögu mannkynsins — þessi eyja, sem
gat þá Finn Magnússon og (Eggert) Ól-
afsson, sem gaf oss — þótt undrum
sæti — hinn mikla líkansmið Thorvald-
sen, zem nú er virtur og í hávegum
hafður í Róm af listfræðingum allra
þjóða, — Iþetta eyland mun einnig fram-
vegis gefa oss fleiri stórhöfðingja í bók-
menntum og listum, ef vér örvum og
hvetjum þær gáfur, sem þar búa, og bú-
um þeim tæki í hendur."
Þess var ekki að vænta, að slíkar til-
iogur næðu fram að ganga þá, þar sem
vér ^etum varla sagt með sanni, að
draurr.ur hans hafi enn rætzt til fulls
pftir Jiálía aðra öld. En draumsýnir
Schlichtegrolls komu róti á hugi manna
og bjuggu í haginn fyrir annan út-
lending er brátt lét bókasafnsmálið til
sin taka og hratt þyí áleiðis, svo að um
'^unaði. Eg á hér við Danann Carl
Chrisfan Rafn. Hann hafði 23 ára gam-
túi skki fyrr gengið í Hafnardeild Bók-
menntafélagsins en hann lagði
fram bréf, þar sem hann æsk-
ir þess, að félagið „setji nefnd manna
til að yfirvega, hvörnig almennt bóka-
r.afn verði bezt stiftað á íslandi með
fylgjandi lista yfir ýmsar bækur, er
nokkrir þegar vilja gefa til þessa augna-
miðs", segir í Samkomubók Hafnardeild-
ar fyrrnefndan dag.
Forseti deildarinnar, Bjarni Þorsteins-
í on, tók rösklega á þeasu máli, þakk-
aði Rafni í bréfi daginn eftir „göfuga
viðleitni, tillögur og tilboð", en ritaði
síðan 14. apríl forseta Reykjavíkur-
deildar félagsins, Árna Helgasyni, um
raálið. Reykjavíkurdeildin ræddi Iþað á
tundi 27. júlí og ákvað að rita sam-
dægurs stiftsyfirvöldunum um það, en
þegar dráttur varð á svarí Iþeirra, senní-
lega vegna fjarveru Castenschiolds stift-
amtmanns, ritar Árni Helgason Geirbisk
upi Vidalín bréf 18. ágúst og spyrst
iyrir rjá honum, „hvort ei mundi ráð
til aS bókmenntunum yrði móttaka
veitt og sú ráðstöfun gerð, sem til-
hlýðUeg er bæði í tilliti til bókanna
geym;lu og líka brúkunar".
Geir biskup brást snarlega við þess-
ari málaleitan, svaraði Árna í bréfi 28.
ágúst, bað hann flytja Rafni beztu
þakkir fyrir „sinn heiðursverða vel-
gjörn:ng", en kveðst jafnframt sam-
dægurs hafa „tilskrifað því konungl. d.
Cancf-.lie og beiðzt af því samþykkis
og nauðsynlegs peningastyrks til aS
hentugur karmur yrði tilbúinn á Reykja-
víkur dómkirkjulofti þessu bókasatfni
til varðveizlu, og gjöri ég mér beztu
von um bænheyrslu hér um," segir Geir
biskup.
I registri bréfabókar biskups hefur
hann skrifað Stiftsbiblioteket funder-
ast cg hefur því síðan verið fylgt að
miða stofnun safnsins við bréfagerð
biskups  Iþennan  dag,  28  ágúst  1818,
þótt bréfið til Cancellísins yrði að vísu
ekki sent fyrr en  11. september og í
baksegl slægi, þegar til kasta hinna
dönsku yfirvalda kom. „VirSist útbún-
aðarkostnaSurinn á kirkjuloftinu," seg-
ir Jón Jacobsson í aldarsögu safnsins,
,.hafa veriS þeim þyrnir í auga og þau
h^rft i nýjan kostnaS viS kirkjuloftið
að kirkjuviðgerðinni nýafstaðinni."
En bæði Rafn og íslendingar þeir,
oi létu sér annt um þetta mál, héldu
því vakandi við yfirvöldin, og átti
Bjarn'' Þorsteinsson, er fyrr var getið,
þar emkum innangengt, því að hann
var um þessar mundir ritari í rentu-
kajnn-prinu. Þannig var ákveðið með
konungsúrskurði 11. apríl 1821 að fela
Möller kaupmanni að útbúa húsnæSi á
dórnk^ kjulofinu handa stiftisbókasafn-
inu cg skjalasafni biskupsembættisins
iyrii G40 ríkisdali úr silfri, er greiða
skyldi úr fjárhirzlu konungs. Talsverð-
ur dráttur varð þó á framkvæmdum,
þ"í að húsnæðið reyndist ekki tilbúið
fyrr en í nóvembermánuði 1825.
Rafn og ýmsir aðrir söfnuðu á meðan
ótrauí'ir bókum og fé og sendu hingað
heim. í skýrslu, er Rafn lét prenta í
Kaupjnannahöfn 1826 og í eru birt
nöfn 134 gefenda og tala gjafabinda
fiauj til ársins 1826, sést, að bindin
eru þá alls orðin 1545. Af þeim hefur
Rafn sjálfur gefið 83 bindi, en hins
vegar safnaS alls 918 bindum eða 3/5
hlututn allra bindanna. En Rafn lét
ekki bér við sitja, heldur studdi safnið
af ráðum ogdáðallt tilæviloka 1864. Er
oft vjtnað til eftirfarandi orða hans í
bréfi j.0. marz 1863 til stjórnar Reier-
se-iska sjóðsins, en þar er stjórnin hvött
til að styrkja Landsbókasafnið:
Carl Christian Rafn
Bjarni Þorsteinsson
Geir Vidahn
Jón Árnason
Hallgrímur  Melsteð
10  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
8. september 1968
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16