Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 34. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ÍSLENSK  NÚTÍMALJÓÐLIST
8.  HLUTI
EFTIR  JÓHANN  HJÁLMARSSON
FYRSTA  GREIN  UM  STEIN  STEINARR
ÁN TAKMARKS OG TILGAIMGS
Steinn Steinarr
Árið 1934 kveður eitt sérkennileg-
asta ljóðskáld þessairar aldar sér hljóðs:
Steinn Steinarr, skáldið sem viljandi og
óviljandi varð tákn nýjunga í bók-
menntum Þótt Steinn sé fyrir ýmissa
hluta sakir hefðbundinn í viðhorfum
sínum, er flestum tamt að líta á hann
sem upphafsmann nútímaljóðagerðar á
íslandi. Þetta er þó ekki að öllu leyti
rétt afstaða. En Steinn er að minnsta
kositi uppreisnarmaðurinn. Hann geng-
ur lengra í leit sinni að nýjum veru-
leik en nokkur annar. Skáldævi hans er
sambæri'leg við listferil málara eins og
Þorvalds Skúlasonar, sem gerist braut-
ryðjandi nútímamálaralistar hérlendis,
en þar skilur á milli þeirra, að Steinn
leggur rækt við fleiri form en eitt í
skáldskap sínum, en myndheimur Þor-
valds verður æ einhliðari eftir að hann
snýr baki við hinni ytri eftirlíkingu.
Ef til vill samnar þessi samanburður
ekki annað en það, að bókmenntirnair
eru jafnan íhaldssamari en myndlistin.
Fyrsta bók Steins, Rauður loginin
brann, er skilgetið afkVæmi kreppuár-
araia. Eins og Jóhannes úr Kötlum dreym
ir skáldið um „nýjan heim, nýja menn-
ingu", og eru þar komin sósíalistísk
lífsviðhorf. En trú Steins á mannllegt
vald er ekki jafn sterk og hjá Jóhann-
esi. Hann leynir ekki vonbrigðum sín-
um með hinn „hungraða verkalýð", sem
„skilur ekki sína eigin afstöðu til óvina
sinna". Þess vegna lætur hamn sér nægja
vitundina um líf eftir dauðann:
Ef til vill betra líf,
ef til vill bjartara
og miskunnsamara
gagnvart fátœkum  mönnum.
(Úr Mold).
En um leið er það ekki sagt, að ljóð
Steins hafi ekki verið ski'lin „réttum"
skilningi samkvæmt formúlu stjórnmála-
baráttunnar á sinni tíð; um afstöðu hans
er raunar ekki að villast. Rauður log-
inn brann hefst á hvatningarljóði til
öreigaæskunnar, sem á eftir því sem
Steinn segir „allan heiminn að vinna".
Og það er til marks um skáldskap
Steins, að hann er einna lakastur þegar
hann bregður sér í gervi vandlætarans
og umbótamannsins. Hin einfalda lífs-
mynd, sem okkur er kunn úr ljóðum
Jóhannesar úr Kötlum, á ekki við Stein.
Aftur á móti áfcti háðið eftir að verða
hans bitrasta vopn, því ádeiluskáld var
Steinn, þannig að fáir léku eftir.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16