Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Steinn Steinarr III.
„A ég að halda áfram leng-
ur óðar stagli?" spyr Steinn
Steinarr í Mansöng úr Hlíðar-
Jóns rímum, sem birtist í Spor-
um í sandi. í Kvæðasafni og
greinum er þessi „ófullgerða"
ríma prentuð í heild, og sýnir
hún að Stéinn gat verið skemmti
lega hagmæltur, þótt hann
„skorti brageyrað góða" að sögn
Jóhannesar úr Kötlum.
Skáldið og maðurinn Steinn
Steinarr er ótæmandi brunnur
öllum þeim, sem um íslenska
ljóðlist hugsa, og vel að merkja
íslenskt lunderni. En varta
blandast neinum hugur um, að
með Tímanum og vatninu, sem
fyrst kom út 1948, en síðar
aukið og endurskoðað í ljóða-
safni Steins 1956, hafi hann
fyrst orðið þjóðinni alvarleg
ráðgáta og um leið tákn þess
nýjasta og óráðnasta í nútíma-
Ijóðlistinni.
í Miðnætursamtalinu fræga
við Matthías Johannessen, sem
birtist í Morgunblaðinu í apríl
1957, segir Steinn m.a.: „Ég hef
tekið eftir því, að Tíminn og
vatnið er mjög misskilin eða
réttara sagt óskilin bók. Upp-
haflega hugsaði ég mér þennan
ljóðaflokk sem texta að ballett,
ef hægt er að segja sem svo, í
nánum tengslum við ákveðnar
helgisagnir og þjóðsögur. Þetta
virðist enginn hafa gert sér
Ijóst og sennilega ég ekki held-
ur. 1 raun og veru gafst ég upp
við þetta fyrirtæki í miðjum
klíðum, pg útkoman er þar af
leiðandi dálítið öðru vísi en til
var ætlazt. Hvað viðvíkur
hinu ytra formi þessara ljóða,
vil ég gjarna taka það fram,
að það er á engan hátt bylt-
ingarkennt. Það er í langflest-
um tilfellum skilgetið afkvæmi
þeirrar gömlu og góðu og klass
ísku terzínu, sem ég hélt, að
allir könnuðust við."
Þótt Steinn leggi sjálfur
áherslu á, að „engin formbylt-
ing" sé í Tímanum og vatninu,
liggur það í augum uppi, að
ljóðaflokkurinn er ekki í „klass
ískum" búningi nema að mjög
takmörkuðu leyti. í viðtall við
Jón Óskar, sem kom í Birtingi
1955, segir Steinn, að sér „virð-
ist inntak og áætlun allrar nú-
tímalistar stefna að æ innhverf-
ari túlkun persónuleikans"
Sannleikurinn er sá, að Steinn
gat ekki til lengdar stuðst við
„Veda-bækurnar", eða „sagnir
um Parsival og Graal" þegar
hann orti Tímann og vatnið;
persónuleiki hans sjálfs hlaut
að koma til skjalanna, því
hann átti fátt sameiginlegt með
hinum „lærðu" skáldum eins og
Ezra Pound og W.H. Auden;
hinar endalausu skírskotanlr
þeirra til liðinna menningar-
skeiða, eru oft líkari úristun
en skáldskap.
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og  vitund mín sjálfs.
Þannig hefst Timinn og vatniff.
Engan skyldl undra þótt að-
ferðir Steins færu tíðum „mjög
í bága við rökfræðikenningar
íslensk nútímaljóðlist. 10. hluti.
Eftir Jóhann Hjálmarsson
UMHIÐ
VEGLAUSA
HAF
forspjallsvísindanna," eins og
Magnús Ásgeirsson gerir að um
ræðuefnl í ritdómi um Ferð án
fyrirheits í Helgafelli 1942, þar
sem hann setur m.a. fram kenn
ingu sína um hina „háspekilegu
tómhyggju" Steins. Tíminn og
vatnið er eins og ákall, brenn-
andi, drvæntingarfullt. Minn-
ingin rís upp úr „nálægð f jar-
lægðarinnar"; svipur konu býr
í hinu „sólhvíta ljósi" daganna
Frá vitund minni
til vara þinna
er veglaust haf.
En draumur minn glóði
í  dulkvikri  báru,
meðan djúpið svaf.
Og fálAn sorg mín
nær fundi þínum
eins og firðblátt haf.
Um hana, sem er fjarri, snýst
hugur skáldsins, af henni efl-
ist ljóð lians og ómar:
Á sofinn hvarm þinn
fellur hvít birta
harms míns.
Um hið veglausa haf
læt ég hug minn fljúga
til hvarms þíns.
Svo að hamingja þín
beri hvíta birtu
harms míns.
Tíminn og vatnið er þá ort
til þess að sefa hugann, finna
fró í hinum „öfuga straumi"
draumsins, sem einnig er veru
leiki skáldsins, kvöl þess. Mjög
persónuleg reynsla verður oft
ekki tjáð öðruvísi en á torræð-
an hátt. Við getum hugsað okk
urTímann og vatnið sem ástar
ljóð, en að binda ljóðið við
þann skilning og engan annan,
væri að gera skáldinu rangt til:
Og tíminn er eins og mynd,
sem  er  máluð  af  vatninu
og mér til hálfs.
Tíminn og vatnið kallar á skýr-
ingar, samt er vængtak ljóðs-
'ins svo voldugt, að því nægir
sitt eigið lif: „A poem should
not mean but be"; þessi eink-
unnarorð úr Ars poetica banda
ríska skáldsins Archibalds Mac
Leish valdi Steinn því í fyrstu.
Margræði þess mun lengi verða
mönnum umhugsunarefni, en
list þess er óumdellanleg. Þa8
hefur fyrir löngu öðlast varan
legan sess sem eitt minnisstæð-
asta verk íslenskrar nútíma
ljóðagerðar. „í Tímanum og vatn
inu er bent á leið sem farin
verffur um ófyrirsjáanlega fram
tíff í íslenzkri ljóðlist", skrifar
Matthias Johannessen 1963 í
bók sinni Hugleiðingar og við-
töl. Um þessa fullyrðingu má
að vísu deila enn í dag.
f Ýmsum kvæðum, eru nokk-
ur ljóð auðsýnilega frá því
tímabili, sem Tíminn og vatnið
var ort. Þetta eru ljóðin Veg-
urinn og tíminn, Ljóð, Rigning,
og Gamall maður og hvítt hús.
Hvítur hestur í tunglskini minn
ir líka á þessi ljóð:
Hvítt,
hvítt eins og vœngur
míns fyrsta  draums
er fax hans.
Eins og löng, löng ferð
á línhvítum fáki
er líf manns.
Og feigðin heldur sér
frammjóum höndum
í fax hans.
Öll minna þessi Ijóð á hin fjöl
mörgu ljóð Steins, sem áður
hafa verið gerð að umræðuefni,
og ég hef til aðgreiningar nefnt
„æfingar". Ljóðin mætti kalla
expressjónistisk, en auðsýni-
Iega hefur súrrealisminn haft
þýðingu fyrir Stein. f umdeildu
viðtali við tímaritið Líf og list,
árið 1950, þar sem Steinn lét
hafa eftir sér að hið hefð-
bundna ljóðform væri nú loks-
ins dautt, og tilraunir ungu
skáldanna beindust í rétta átt,
segir hann: „Þetta svokallaða
nýtízku ljóðform virðist einna
helzt eiga rætur sínar í súrreal
ismanum, hvort sem skáldin
sjálf vilja viðurkenna það eða
ekki"
Aðstaða Steins til yrkisefnis-
ins er ekki lík hreinræktuðum
súrrealisma, enda átti hann
ekki fyrst og fremst við sjálf-
an sig þegar hann gaf þessa
yfirlýsingu. En bæði í Tíman-
um og vatninu og í 'Veginum
og tímanum í ýmsum kvæðum,
er orðalag skáldsins og mynda
val í ætt við súrrealisma. Ef
við til dæmis athugum þetta er-
indi úr síðarnefnda ljóðinu, þá
erum við í vafa um hið rök-
ræna samhengi:
Og einfœttir dagar
hinna fjarvíddarlausu drauma
koma hlæjandi
út úr hafsaltri rigningu
eilífðarinnar.
Hér skiptir það mestu máli,
að „skynja" myndina í staðinn
fyrir að reyna að „skílja" hana.
Hyggjum að svipuðum dæmum
úr Tímanum og vatninu.
Níunda ljóðið hefur tekið að
láni setningu frá bandarisku
skáldkonunni Elinor Wylie:
„Net til að veiða vindinn".
Þetta ljóð er súrrealistískt í
anda:
Net til að ueiða vindinn:
Flýjandi djúpfiski
hlaðið glœru tjósi
einskis.
Sólvængjuð  hringvötn
búin  holspeglum
fjórvíðra drauma.
Týnd spor
undir kvöldsnjó
efans.
Net til að veiða vindinn:
Eins og svefnhiminn
lagður blysmöskvum
veiðir guð.
Eða upphaf tólfta Ijóðs:
Eins og blóðjárnaðir hestar
hverfa bláfextar hugsanir
mínar
inn um bakdyr eilifðarinnar.
Margt sannfærir okkur um
tengsl Steins við nútíma mynd-
list, t.d. þetta erindi úr þriðja
ljóði:
Á hornréttum fleti
milli  hringsins  og  keilunnar
vex hið hvíta blóm dauðans.
Steinn notar oft litarorð í
ljóðum sínum, einkum í Tíman- "
um og vatninu. Hann yrkir um
„hið hyíta blóm dauðans", og
það er alls ekki óforvitnilegt
að huga nánar að litbeitingu
hans. Athugum hvíta litinn í
Tímanum og vatninu. í fjórða
ljóði er talað um „hvítan múr-
vegg", í sjötta um „hvíta hönd",
í ellefta er hvolfþak hamingj-
unnar „úr hvitu ljósi hinnar
fjarlægu sorgar fljótsins", í
fimmtánda um „sólhvitt ljós", í
sextánda um „gráhvítan veg",
í sautjánda um „hvita birtu"
harmsins, í átjánda um „hvítan
veg" og „hvíta fregn", í nítjánda
„ullhvitan draum" Hvíti litur-
inn táknar því sorg, f jarlægð og
dauða. En ekki er það einhlitt
i'remur en annað í ljóðagerð
Steins, því í Hús við Hávalla-
götu úr Ferð án fyrirheits, er
„hið hvíta ljós, sem streymdi
gegnum strætin", hluti af „dýrð
hins liðna dags."
f f jórtánda ljóði notar Steinn
grænt á óvenjulegan hátt:
Ég hef gengið í grœnum
sandinum
og grœnn sandurinn
var allt í kring um mig
eins og haf í hafinu.
Hvað á græn'i liturinn að tákna
þarna? Skýringuna er ef til
vill að finna í fyrstu ljóðlín-
unum:
Sólskinið,
stormurinn,
hafið.
Ströndin fyllir vitund skálds-
ins grænum lit hafsins, sem allt
af er nálægt í Tímanum og
vatninu.
Sum  litarorðin  eru  hlaðin
Framh. á bls. 12
29. sept.  1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS  3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16