Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						k.
w$ttttM&to£tt#
I_______4. tbl. 26. janúar — 44. árg._____I
Bráðlega hef jast í einu kvikmyndahúsanna hér sýningar á
bandarísku kvikmyndinni Bonny og Clyde. Þessi mynd hefur
vakið athygli víða um heim, en ástæða er til að benda á, að þar
er mjög um skrumskælingu á veruleikanum að ræða. Myndin
reynir að gera þau Bonny og Clyde að hetjum og hefur þetta
ásamt með ýmsu öðru kynt undir þeirri aðdáun á ofbeldi, sem
víða á sér stað. Sannleikurinn var sá, að Bonny og Clyde
voru lítilsgildar persónur siðblindir glæpamenn og réðust
gjarnan á garðinn þar sem hann var lægstur. Hér fer á eftir
fyrri hluti frásagnar, sem lýsir þeim eins og þau voru.
£1=7112 LEW LOUDERBACK
BONNY OG CLYDE
Geðveikir glæpamenn gerðir að hetjjum
í ölllum þjóðfélögum eiga af-
brot sér stað í einhverri mynd.
ÞaS er víst staðreynd, sem
menn verða að horfast í augu
við. Yfirvöldin reyna af fremsta
megni að taka í taumana, en
tekst misjafnlega. Stundum eru
þau ekki undir það búin að
bregðast nógu skjótt eða rétt
við, sérstaklega þegar afbrota-
menn velja sér nýjar aðferðir
til iðju sinnar.
Svo mun hafa verið á fyrstu
árunum eftir 1930 í Bandaríkj-
unum, þegar glsepafólk á við
Clyde Barrow og BonniePark-
er geystist um þjóSvegi í Suð-
urríkjunum í stolnum bílum,
rænandi og myrðandi saklausa
borgara og bændafólk. Til dæm
is höfðu lögregluyfirvöld ekki
yfir talstöðvarkerfi að ráða og
glæpamenn þurftu varla annað
en klippa sundur símastrengi til
að komast undan á flótta. Al-
ríkislögreglan FBI var næstum
óþekkt stofnun fyrir 1930, en
árið 1935 var hún orðin alkunn
og fór af henni mikið frægðar-
orð. Árið 1936 má segja að
henni hafi tekizt að ráða niður-
lögum þjóðvegamorSingjanna,
sem höfðu leikið lausum hala
frá 1930.
Clyde Barrow var vel að
sér um allt er laut að skotvopn
um og skotfimi hans var við
brugðið. Sagt var að lagskona
hans, Bonnie Parker hafi getað
hæft dílana í spilum á 20 feta
færi en Clyde getað klofið spil
að endilöngu, ef það væri reist
á rönd og skotiS hausinn af
dúfu á flugi.
Eða  svo  sögðu  munnmæli.
Byssu sína bar hann í vasa
Boimy Parker  og  farartækið
með rennilás í hægri buxna-
skálminni og hann stærði sig
oft af því, hversu fljótur hann
var að munda hana.
Glæpahyskið, sem kennt var
við Clyde Barrow fór meS rán-
um og morSum um 5 ríki Banda
ríkjanna, áður en réttvísinni
tókst aS ráSa niSurlögum þess.
Ránsfengurinn var aldrei mik-
ill, mestur varð hann 1500 dal-
ir, enda valdi þetta fólk sér
benzínstöðvar, kaffistofur við
þjóðveginn og banka í smáþorp
um til ódæðisverka sinna.
Það var á stöðugum flótta,
úr einum staS í annan, akandi
stefnulaust. . . stundum íhringi
. . . með það eitt að marki að
lenda ekki á þeim stað, sem því
var með réttu setlaður. Hvergi
átti það sér samastað. Heldur
ekki með öðrum glæpasamtök-
um. Þar var Clyde Barrow líka
útskúf aSur, álitinn morSóSur og
vitstola og sjálfsagt að afhenda
hann lögreglunni.
Nú eru nöfn þeirra Clydes
og Bonnie á hvers manns vor-
um, enda þótt nöfn annarra
stórglæpamanna frá sama tíma
séu að mestu gleymd. Ástæð-
una má rekja til kvikmyndar-
innar „Bonnie og Clyde", sem
framleidd er að kvikmyndafé-
lagi Warner-bræðra.
Myndin, sem þar er brugðiS
upp af Clyde og fylgikonu hans
höfðar í dag til fjölda íólks,
sérstaklega ungs fólks. Kvik-
myndin sýnir ráSvillta unglinga
á stöðugum flótta. Þau hrekj-
ast frá einu ódæðisverkinu í
annað í örvæntingarfullri leit
að hæli. „Þegar við lögðum af
stað, hélt ég að við værum að
fara eitthvað, en við erum alit-
af bara að fara", er Bonnie
látin segja í myndinni. I>au eru
taugaveiklaðir ráðleysingjar,
með sterka glæpahneigð og vits
muni á lágu stigi. Ný andlit,
frábrugSið steingerSri mynd
Hollywood-glæpamannsins. At
hafnir þeirra vekja hrylling og
viðbjóð. Þau eiga að vera af-
kvæmi þjóðfélags, sem er veikl-
að og sinnulaust í greip krepp-
unnar miklu.
Fornlegar bílagerðir, fé-
snauSir bankar, vonleysi í svip
manna. . . þetta á aS lýsa aldar-
farinu. SömuleiSis tómstunda-
iðja hjúanna. Þau hlusta á
Eddie Cantor syngja í útvarp-
inu, spila teningaspil og eru
stöðugt að taka ljósmyndir
hvert af öðru með Kodak-
kassavél. Undir niðri venjulegt
fólk, en ráðlaust, ringlað og á
barmi örvinglunar.
Allt þetta getur átt sér ein-
hverja stoð í raunveruleikan-
um. Bonnie og Clyde hafa senni
lega verið þessu lík. MunaSar-
lífi þeirra og afbrigðilegu ásta-
lífi eru líka gerð nokkur skil
í myndinni enda þótt hinu
sanna sé nokkuð vikið við.
Hvað atburðarás snertir,
hafa kvikmyndahöfundarnir
fylgt sann'leikanum nokkurn
veginn, sleppt þó ýmsu og
breytt smávegis formsins vegna,
En mörg atriði eru nákvæm lýs-
ing á því, sem gerðist.
Frávik  er  þó  algert,  þegar
kvikmyndin gefur í skyn, að
Bonnie og Clyde hafi fetað í
fótspor Robins Hood og haldið
hlífiskildi yfir fátæklingum í
Suð-vestur-ríkjunum. Það er
engan veginn rétt.
Aðrir glæpaforingjar, t. d.
Dillingar og Pretty BoyFloyd
rændu þá ríku en létu þá fá-
tæku í friði. Öðru máli var að
gegna um Bonnie og Clyde.
Það var einmitt fátækt almúga-
fólk sem varð fyrir barðinu á
þeim. Þau myrtu þaS umsvifa-
laust. Allir óttuSust Clyde Barr
ow og lið hans og þá ekki sizt
óbrotið bændafólk, sem átti þaS
helat á hættu að mæta horoum
á förnium vegi.
Þess vegna finnst mörgum
Bonnie og Clyde ekki eiga
heima í röðum þjóðsagnaper-
sóna á við Jessie James og
Billy the Kid. Samt hafa þau
Framh.  á  bls.  14
I&l'  *   *StV \ *
Clyde Barrow me8 byssurnar sínar
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16