Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Blaðsíða 6
 Litli-Árskógur á Arskógsströnd, Svipast um og rifjaðir upp löngu liðnir tímar og atvik. Litið inn hjá listamönnum sveifarinnar, Litla-Árskógs brœðrum Þorvaldsdalsá liðast niður til sjávar. Fjær sést yfir Eyja- fjörð og til Látrastrandar. Við erum að kveðja sumar- fagran höfuðstað Norðurlands, Akureyri, — höfum meðal ann- ar litið inn á byggðasafnið þar og þátt þess kost að skyggnast inn í þá löngu liðnu tíð, er ól afa okkar og ömmur og forfeð- ur þeirra við Eyjafjörðinn fagra. Við höfum þá einnig átt þess kost að sjá nokkur sýn- ishorn síðari tíma framfara og afreka þar nyrðra. Þetta er í björtu blíðskapar- veðri í júlí, en það hæfir okk- ar kæru Akureyri svo ákjósan- lega. Vel liggur því á okkur, er við ökum út með firðinum vest- anverðum, út Kræklingahlíðina framhjá Dagverðareyri, Glæsi- bæ, Gásum, Skipalóni. Kald- bakur rís við hafsbrún í norðri, virðurlegur og traustvekjandi vörður og verndari í senn. Við ökum yfir brúna á Hörgá sjáum sem snöggvast inn Horg- árdalinn og Öxnadalinn, þar sem háir hólar og Hraundrang- ar voru daglegir kunningjar ungme<nnisins frá Hraumi, er síðar varð elskhugi þjóðarinn- ar og þeirra, er íslenzkri tungu unna. Við sjáum einnig fram að Skriðu, þar sem Þorlákur bóndi Hallgrímsson gróðursetti forðum við bæ sinn hin löngu landsfrægu reyniitré. Stutt er nú heim að stórbýlinu, sögu- stórbýlinu, sögustaðnum og menntasetrinu Möðruvöllum í Hörgárdal, er svo margt stór- menni eyfirskrar sögu hefur átt að aðsetri og menntabrunni. En við höldum áfram út Möðruvallasóknina, framhjá Þrastarhóli, Hofi, Hvammi, Reistará, — út Galmarströnd- ina, um hlaðið á bæ Davíðs, Fagraskógi og hefst nú ferðin um Árskógsströnd. Við förum fyrst fyrir neðan hjallann, sem bærinn Hillur stóð á, á vinstri hönd neðan við Kötlufjallið. En á Hillum eru engar starfandi hendur nú. Við ökum áfram, hyggjum að Hillnakofa, þar sem hún Helga bjó og Sigursteinn heitinn skóla stjóri í Ólafsfirði orti um sitt fagra kvæði. Nú er þó tún- garðurinn og kofinn horfnir með öllu, — við ökum yfir þetta og Helga er löngu dáin. Á hægri hönd, niður við sjó- inn blasir Rauðavík við. Þar hafa sægarpar alið aldur sinn. Til skamms tíma bjó þar Val- týr Þorsteinsson, einn af dug- mestu útgerðarmönnum þjóðar- innar hin síðari ár. f æsku minni var Þorsteinn á Rauðu- vík, afi Valtýs, sá maðurinn, er mesta sægarpssvipmótið bar, þeirra er ég minnist gleggst. Skömmu utar með firðinum, líka á hægri hönd, alveg á sjávarbakkanum, gefur að líta Syðri- og Ytri-Haga og Víkur- bæin-a, en þar leit dagsins ljós okkar ágæti Árni Tryggvason leikari, er skemmt hefur mörg- um okkar á leiksviði, í útvarpi og sjónvarpi. Enn utar, aðeins lengra frá sjónum sjáum við Selárbakka og Selá og Hauga- nes-þorpið þar niður undan á fjarðarbakkanum. Þar er dá- góð höfn. Á Selá bjó sá mað- ur, er greypst hefur í minni æskuáranna flestum óvanda- bundnum íbúum Árskógsstrand ar fremur, Sigurður bóndi Jó- hannsson, en það er saga í sér- flokki og verður ekki sögð hér. Nú lítum við á vinstri hönd, upp undir Kötlufjalli, Kálf- skinnsbæina, Syðri- og Ytri- ásamt Hátúni, en í Ytra Kálf- skinni lauk Hrærekur, hinn augnalasui konungur frá Nor- egi, útlegð sinni, eins og frægt er, einkum af kvæði Davíðs. Má sjá haug Hræreks þar enn. Á þessum bæ vann ég það óal- genga karlmannsverk að gegna Ijósmóðurstörfum og taka á móti frumburði mínum hinn 27. febrúar 1920, eru það þó ekki einu minningar mínar, sem bundnar eru við þennan sögu- fræga bæ, eins og margir munu vita. Nú kemur brátt í ljós kirkju staður Árskógsstrandar, Stærrí- Árskógur, og prestsetur til 1884, er séra Tómas Hallgríms- son, systur-sonarsonur lista- skáldsins góða, fluttist þaðan að Völlum í Svarfaðardal og Stærri-Árskógskirkja varð hjá- kirkja Vallaprestakalls. Svo er skráð í kirkjubók Stærri-Árskógs, að á þessum bæ hafi ég fæðst (í okkar synduga heim) árið 1895. Hann- es Þorsteinsson, hinn merki þjóðskjalavörður vor, bætti því við, að okkur Þorsteini Gísla- syni ritstjóra viðstöddum eitt sinn á málverkasýningu í Reykjavík, að þar hefðum við Þorsteinn fæðst í sarna rúminu. Þótti mér að því þá mikill heið- ur, að eiga svo merkan mann að slíkum fyrirrennara. Utan túngarðs Stærri-Ár- skógs hefur, á síðari árum, ver- ið byggður myndarlegur skóli, sem jafnframt er félagsheimili sveitarinnar og skemmtistaður: „Árskógur" Nafnið heyrist oft nefnt í útvarpinu. í Stærri-Árskógskirkju hlýddi ég á séra Geir Sæ- mundsson, þá prest á Akureyri og síðar vígslubiskup, syngja í fyrsta sinn, er ungmennafélag sveitarinnar var stofnað fyrir rúmum 60 árum. Það er og verður mér ógleymanlegur við- burður. í þessari sömu kirkju fór og fram skírn mín, ferm- ing og vígsla í hjónaband. Nú förum við að nálgast Þor- valdsdalsá og brúna yfir hana. Opnast þá sýn fram í Þorvalds- dal, en þaðan kemur áin. Renn- ur hún niður miðsveitina og út í Eyjafjörð hjá kauptúninu Litlaárskógssandi, er sést þar neðra á hægri hönd. Hefur þar löngum verið nokkurt útræði og mjög vaxandi hin síðari ár. Þorva'ldsdalsá hefur á ýmsan hátt orðið mörgum Árskógs- strendingi, og raunar fleiri, aflvaki og ógnvaldur og marg- ar bernskuminningar mínar eru bundnar við hana bæði í leik og skelfingu. Þorvaldsnafnið hef- ur og löngum verið nafn á ýms- um aflvekjandi mönnum Ár- skógsstrandar allt frá fyrstu iandnámstíð. Frammi í Þorvalds dalnum var áður blómleg byggð og afréttarlönd eru þar enn hin bestu. En nú eru þar bæði Hrafnagil og Kúgil í eyði, einnig hin búsæla jörð, Grund, þar sem mannkostakonan Jór- unn Þorsteinsdóttir, prestsdótt- irin frá Stærri-Árskógi og föð- ursystir Jónasar skálds, bjó í nær 40 ár og dó, — og séra Hákon Espolin gefur svo fög- ur og sjaldgæf eftirmæli í sjálfri kirkjubókinni. Jafnvel Kleif er að hvarfi komin, svo næstu bæir, er við lítum upp með ámd norðan vert eru Brattavellir ásamt VaHholti, en beint framundan, vinstra megin þjóðvegarins er Litli-Árskógur (eða Minni-Árskógur) liggur þjóðvegurinn meðfram túngarð- inum, en af sérstökum ástæð- um látum við bifreiðina sveigja heim að þessum bæ, til þess að njóta þar dýrmætra samveru- stunda með óvenulegu íálenzku sveitafólki og komum við að því síðar. Áður en við komum að Litla- Árskógi, ókum við framhjá ný- býlinu Sólvangi og nokkru ut- an við Litla-Árskóg: Engihlíð, nýlegu myndarbýli Marinós Þorsteinssonar, bróður Valtýs í Rauðuvík. Þar er að finna Birgi Marinósson — þekkt og vinsælt nafn, meðal útvarps- hlustenda og dansandi æsku- fólks, á snjöllum tón- og texta- höfundi. Á hægri hönd, niður við fjörðinn gegnt Hrísey, er þar rís miðfirðis, sjást húsin á Litlaárskógssandi og út frá þeim gamalkunn bæjanöfn frá því fyrir addamót s.s. Hinriks- mýri, Lækjarbækki, Svínakot, Árbakki, — en bærinn þar (æskuheimili mitt) er nú jafn- aður við jörðu, — horfinn líkt og margir leikfélaganna frá fyrstu æskudrauma-árum þess- arar aldar. Nokkru utan við Hinriksmýri er hin gamla Naustavík,, einn helsti útræðis- staður Árskógsstrandar um og fyrir síðustu aldamót, — nú að vísu lítið notuð til slíkra hluta. í hennar stað hefur verið gerð myndarleg bryggja og bátalega við Litlaárskógssand, við gamla Flataskerið — svo höfn er þar nú mjög á annan veg en áður þekktist. Næsti bær á vinstri hönd, sem við förum framhjá, og stendur nokkuð hátt, er Kross- ar, höfuðból fyrr á árum, — mikið myndarbýli enn í dag og til skamms tíma landsímastöð. Þar ver nú elliárunum sá mað- ur, er ég veit lengst hafa verið hreppstjóra á Árskógsströnd og jafnframt sýslunefndarmann Eyjafjarðarsýslu í fjölda ára, Kristján Eldjárn Kristjánsson 86 ára, föðurbróðir þeirra Litla-Arskógs-bræðra, sem við eigum eftir að ræða um nokkru nánar, og býr sonur Kristjáns, Snorri, nú á jörðinni ásamt konu sinni, Sigurlaugu Gunn- laugsdóttur frá Brattavöllum og börnum þeirra. Oft kom ég að Krossum, með- an amma mín Sigurlaug Jó- hannsdóttir, réði þar húsum og oft síðan,, enda fæddist þar faðir minn, Jóhann Þorvalds- son og ólst þar upp, en móðir hans var „Ekkjan á Krossum“, er missti 3 syni sína í sjóinn í eitt og sama skiptið og séra Matthías orti um eitt af sínum minnisstæðu kvæðum. Síðar 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. febrúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.