Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						(     8. tbl. 23. febrúar. 45. árg. 1969     {
Þegar Alfred Berhard No-
bel, höfundur dynamitsins, var
á gamalsaldri beðinn um mynd
af sér í bók, sem gefa átti út
undir nafninu „Frægir Sví-
ar", svaraði hann: „Ég vil mæl-
ast til þess að mynd af mér
verði sleppt úr safninu. Ég er
mér þess ekki meðvitandi að
hafa unnið til frægðar og hef
enga ánægju af glamri henn-
ar."
En með erfðaskrá sinni gerði
Nobel sjálfan sig að einum
frægasta Svía, sem uppi hefur
verið. Hin árlegu Nobels-verð-
laun í vísindum, læknisfræði,
bókmenntum og friðarstörfum,
nema hver um sig um 30.000
sterlingspundum og teljast um
heim allan hin æðsta viður-
kenning.
Slíkar þversagnir voru ein-
kennandi fyrir þennan þung-
íbúna Svía, sem gerðist Ev-
rópuborgari. Með uppgötvun-
um sínum og viðskiptafyrir-
tækjum lagði hann grundvöll-
inn að sprengiefnaiðnaðinum
og varð þannig beinlínis vald-
ur að auknum eyðileggingar-
mætti styrjalda. Þó hataði
hann styrjaldir og vann ötul-
lega að áformum sem binda
mættu endi á þær. Hann var
piparsveinn og einmani sem
fyrirleit allt mannkyn — kall-
aði það sérstaka tegund af
halalausum öpum og taldi sjálf
an sig einn þeirra — en þó
trúði hann því að vísindin
myndu að lokum skapa full-
komna siðmenningu. Hann
varð milljónamæringur af eig-
in rammleik og þó aðhylltist
hann sósíalisma.
Beiðni bróður síns, Ludwig
Nobel, um að hann semdi sinn
skerf til sameiginlegrar ættar-
sögu, svaraði Alfred Nobel
neitandi. En þegar lagt var að
honum, skrifaði hann eftirfar-
andi:
„Alfred Nobel — vesöld
hans hefði mannúðlegur lækn-
ir átt að binda endi á strax
við fæðingu, við fyrsta org
hans hér í heimi. Helztu kost-
ir: heldur nöglunum hreinum
og er engum til byrðí. Megin-
gallar: á enga fjölskyldu, er
skapillur og hefur meltinga-
kvilla. Eina óskin: að vera
ekki grafinn lifandi. Höfuð-
syndin: tilbiður ekki Mammon.
Mikilvægir lífsviðburðir: Eng-
ir."
Nobel  var ekki  mikill  vís-
blása upp og gera úr loftpúða-
brú til að 'leggja yfir ár.
KHM
mm
mmB
WML
i
indamaður í þeim skilningi að
hann hafi gert undirstöðu upp-
götvanir. Snilli hans lá í því
að finna aðferðir til að nýta
vísindalegar uppgötvanir á hag
kvæman hátt. Hann var upp-
finningamaður og vísindin á
hans dögum náðu ekki yfir
stærra svið en svo að hann
hafði að mestu leyti yfirsýn
yfir það. Hann var sérfræð-
ingur í sprengiefnum en fékkst
að auki við verkefni eins og
aðferðir til blóðgjafa, bygg-
ingu gufuvélar og framleiðslu
gerfisilkis. Hann fékk einka-
leyfi fyrir alls 355 uppfinn-
ingum.
Hann var lágvaxinn, þrek-
legur og feiminn maður, sem
eyddi flesturn vinnustundum
sínum í einkarannsóknarstofu
ginná. Hann átti enga tnána
vini en gat orðið fjörlegur í
viðræðum ef hann hitti ein-
hvern sem hann virti. Hann
þjáðist af svefnleysi, fengi
hamm hugmynd um miðja nótt
fór hann á fætur og til rann-
sóknarstofunnar til að reyna
hana. Hann var rótlaus maður
og átti hvergi raunverulegt
heimili, hann hélt sænsku þjóð-
erni sínu en dvaldi lengstaf í
Frakklandi og ítalíu. Hann tal-
aði og ritaði reiprennandi fimm
tungumá'l — sænsku, rúss-
nesku, ensku, frönsku og
þýzku.
Hann fæddist árið 1833 í
Stokkhólmi, þriðji sonur Imm-
anuels Nobel, verkfræðings og
arkitekts, sem var þá nýorðinn
gjaldþrota. Immanuel var einn-
ig uppfinningamaður en ekki
með jafn glæsilegum árangri og
sonur hans náði síðar. Eftir ó-
fullkomið nám byrjaði Imman-
uel á því að teikna hús, þvotta-
stöð og brú. Árið 1833 varð
hann gjaldþrota vegna elds-
voða og beindi nú athygli sinni
að efnaiðnaði. Hann keypti
gúmmíverksmiðju og fann upp
hermannapoka sem hægt var að
Immanuel fluttist til Rúss
lands og hóf vinnu við
sprengiefni fyrir Keisaraher-
inn. Zarinn gaf úit eftirfarandi
tilskipun: „Hans Hátign skip-
ar svo fyrir að útlendingnum
Nobel verði leyft að vinna að
ti'lraunum með þær aðferðir,
sem hann hefur fundið upp til
að eyða óvininum úr töluverðri
fjarlægð".
Krím-stríðið færði Immanuel
smiðju í Pétursborg með 1000
dýrðardaga. Hann átti verk-
smiðju i Pétursborg með 1000
manina starfsliði, og auk
sprengiefna voru þar fram-
leidd hjól og vélar í skip. Er
friður komst á fann hann upp
kerfi til upphitunar húsa me'ð
heitu vatni í leiðslum, en
skyndileg afturköllun stjórnar
innar á pöntunum reið honum
að fullu og hann sneri slypp-
ur og snauður heim til Sví-
þjóðar, en þar fann hann upp
krossviðstegund og vélbyssu.
Hann gekk með eitthvert dul-
arfuilt áform í höfðinu, sem
haran skýrði ekki, en átti að
gera hann „einvaldan um allt
er varðaði stríð og frið um
gervallan heiminn næstu ald-
irnar að minnsta kosti." Gat
hann hafa verið að hugsa um
atomklofning?
Tveir eldri synir Immanuels,
Ludwig og Robert, ruddu sín-
ar framabrautir í Rússlandi.
Þeir opnuðu Baku olíusvæðið í
Kákasus og rufu þannig amer-.
ísku einokunina á olíuverzlun
heimsins. Með fjárhagslegri að-
stoð Alfreðs gerðu þeir olíu-
félög sín að stærstu iðnfyrir-
tækjum í Rússlandi. Þeir
byggðu fyrstu haffæru olíu-
flutningaskipin. Þeir gáfu
starfsfóJM sínu hlutdeild í
hagnaðinum og byggðu handa
því fyrirmyndarbæ, sem nefnd-
ur var Villa Petrolia. Síðar
voru Nobél-olíufélögin gerð
upptæk af kommúnistum í bylt-
ingunni.
Be
'ernskuár sín dvaldi Al-
fred í Stokkhólmi en eftir að-
eins tvo vetur í skólia fór hann
með föður sínum til Pét-
ursborgar. Eftir það var
menntun   hans   bundin   við
einkakennara og sjálfsnám
og vafalaust einnig snertingu
hans við frjóa og lifandi hugs-
un föður síns og bræðra. Þeg-
ar hann var 17 eða 18 ára
fékk faðir hans þá hugmynd
að nota heitt loft í stað gufu
til að knýja vélar og var Al-
fred sendur til Bandaríkjanna
og Frakklands til að afla tækni
legrar undirstöðu fyrir hug-
myndina.
Á þessu stigi málsins var Al-
fred engan veginn viss um að
hann vildi verða vísindamað-
ur. Hann hugsaði um að ger- J*
ast rithöfundur og skáld á
enskri tungu. Hann hafði hrif-
izt af verkum Shelieys og alla
ævi síðan tileinkaði hann sér
lífsskoðun Shelleys, guðleysi,
gerbótastefnu og trú á bræðra-
'lag manna. Á meðan hann bjó í
París byrjaði hann reyndar að
yrkja ljóð á ensku og ýtti
það heldiur undir þá þróun, að
hann var ástfanginn. Eitthvað
fór úrskeiðis með ástina en
þar sem einu heimildirnar um
það mál er að finna í ljóðum
Nobels, er erfitt að átta sig
á því. (Ljóðahandritin fund-
ust í plöggum hans að honum
látnum.) Hann virðist hafalagt
ofurást og ofmat á stú'lkuna og
verið harmi lostinn þegar hún
brást honum á einhvern hátt.    **
Það væri tilfinningasemi að
halda því fram að þessi reynsla
hafi fyllt Nobél beiskju ævi-
langt — einveru og hugsjóna-
þátturinn í skapgerð hans hlýt-
ur að hafa verið fyrir hendi —
en hann virðist sannarlega ekki
hafa gert fleiri tilraunir til að
sækja sér hugsvölun í samneyti
við aðra. Hann komst aldrei
neitt nærri því að kvænast.
Áhuga sínum á evrópskum bók-
menntum hélt hann óskertum,
en skrifaði lítið sjálfur. Vís-
indin áttu alllt hans starf og
þegar hann var hálfþrítugur
gerðist hann aði'H að fyrirtæki
föður síns í Stokkhólmi.        r
Immanuel Nobel vann um
þessar mundir með sprengi-
yökvann nitroglycerine, sem
ftalinn Ascanio Sobrero upp-
götvaði árið 1847. Hann var um
hundrað sinnum aflmeiri en
venjulegt byssupúður, sem þá
var eina sprengiefnið í notk-
un, en gat varla talizt annað
en vísindalegt fyrirbrigði. Að-
alvandinn var sá að nitroglycer
inið  vidli  ekki  springa  nema
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16