Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						(      9. tbl. 2. marz, 45. árg. 1969.
J
Matthías Johannessen:
ifföfé ppá
C€@0©C3
nnna
I. Móseslög: Allir í Steininn.
„Mikið h'lýtur guð að elska
hann Hafstein", sagði kona ein
um Hafstein Björnsson, miðil.
Svo mikið þótti henni koma til
þess hlutverks, sem hann hef-
ur verið að inna af hendi í
kyrrþey, sorgmæddu fólki til
styrktar og huggunar, vantrú-
uðu til sálubótar. Verra er
það nú ekki, sem hann hef-
ur á samvizkunni.
Og vízt er um það, að þeir
verða hvorki taldir á fingrum
annarrar né beggja handa, sem
Hafsteinn hefur veitt andlegt
þrek í sorg og söknuði.
Sumir hafa tilhneigingu til
að ætla að einungis vissir hlut-
ir séu frá guði, eins og sagt er,
annað eigi ekki þegnrétt í hans
ríki. Og svo er tíundað það sem
útvalið er, hinu forkastað oft
af yfirgengilegri óbilgirni. í
Boston hitti ég t.d. fyrir merk-
an söfnuð christian-scientista,
sem kváðust banna að sóttur
væri læknir til sjúkra, bænin
dygði. Auðvitað er bænin
tryggastur vina, en hví skyldu
t.d. fúkkalyf draga úr áhrifa-
mætti hennar? Mundu þau ekki
geta verið bæn í framkvæmd?
spurði ég. Það þótti kjánalega
spurt. Þetta fólk hafði sann-
færingu fyrir sínum trúarbrögð
um, en ég gat engan veginn
fellt mig við að undralyf nú-
tímans þyrftu endilega að vera
frá djöflinum. Nei, þeir sátu
við sinn keip. Og ekki laust við
að ég þætti ekki nógu sterkur
í trúnni, a.m.k. að „guðfræði"
mín væri ekki upp á marga
fiska. Þetta hef ég svo sem
heyrt endurtekið hér heima!
Eða hvað um spíritismann?
Það er eins og sumt fólk fái
andlega uppþembu af einni sam-
an tilhugsuninni um svo óguð-
legt fyrirbæti: Andatrú svo-
kölluð hefur verið skammar-
yrði í íslenzku, og allt sett
hugsunarfaust undir sama hatt,
hvort sem það eru tætingsleg-
ar fullyrðingar svikamiðla eða
leiftrandi bókmenntir ábyrgra
manna eins og Haralds Níels-
sonar og Einars H. Kvarans
um vísindalegar sálarrannsókn
ir.
Vegna fordóma af ýmsu tagi
þurfti ég að hleypa í mig nokkr
um kjarki til að byrja þessa
grein, enda stendur það öðrum
nær en mér að blanda sér í
misjafnlega séða „andatrú", svo
gjörsneyddur öllum dulrænum
krafti og hæfileikum sem raun
ber vitni. En þar sem ég tel
að okkur sé ekkert óviðkom-
andi og einkenni'leg reynsla
þurfi ekki undantekningar-
laust að vera svik og prettir
e'ða af hinu illa sprottin, tók
ég til við þetta greinarkorn —
og ekki sízt vegna þess að ég
hef stundum velt því fyrir mér,
hvort rétt sé eða leyfilegt að
leita frétta af framliðnum, eins
og sagt er. Spurningin um það,
hvort líf er eftir þetta, er á-
leitnari en svo að hún verði
afgreidd með því undarlega, en
jafnframt yfirborðslega tómlæti
sem nú er einatt eina svarið
við henni. Enginn vill „blotta
sig", allra sízt þeir, sem hæf-
astir eru til að kanna málið
vegna menntunar og vísindaá-
huga. Og svo hafa allir nóg á
sinni könnu: við erum á leið til
tunglsins! En — ætli við séum
bara á leið út í geiminn? Skyld
um við ekki einnig — og ekki
síður — vera á leið inn að
kjarna tilverunnar, a.m.k. eru
líkurnar fyrir því yfirþyrm-
andi. Og ekki ómerkari maður
en sjálfur Jung hefur bent á
nauðsyn þess að við yitum,
hvert ferðinni erheitið: „Örlaga
spurning mannsins er: Er hann
hluti af eilífðinni eða ekki? . . .
Með því eina móti að við vit-
um að óendanleikinn er hið
eina sem máli skiptir, komumst
við hjá að einbeita okkur að
einskisverðum hlutum", segir
hann m.a. í „Líf eftir dauðann",
sem er kafli í riti hans: „Minn-
ingar, draumar og íhuganir".
Harald Schjelderup segir m.a.
í bók sinni „Furður siálarlífs-
ins": „En samtímis verðum við
að reyna að forðast kreddufest-
una Hún hefur verið æri'ð mörg
um vísindamönnum til van-
sæmdar í þessum málum. í eðli
sínu á hún hins vegar ekkert
skylt við visindi." Og ennfrem-
ur: „Miðilsdá ag ósjálfrátt at-
hæfi má gera sér upp, og það er
oft leikur einn að afla sér fyrir
fram vitneskju um fólk, sem
saekir spíritistafundi. „Miðils-
starf" er víða atvinnuvegur, og
trúgirni syrgjandi manna höfð
að féþúfu . . . En — samt er
það ekki nema hluti hinna svo-
nefndu andafunda, þar sem
brögð eru í tafli. Verulegur
hluti fyrirbæranna er sálfræði-
lega sannur. Megnið af „boð-
um" þeim sem fram koma á
ósviknum fundum eru aftur á
móti marklaus og fánýt, og
óþarft að gera ráð fyrir dul-
rænum hæfileikum hjá þeim,
sem „þjónar" sem mi'ðill. Hér
sr um náttúrlega utanmarka
starfsemi að ræða. En dæmi
má tiltaka, sem ekki eru jafn —
auðskýrð."
William James, sem kallaður
hefur verið „faðir nútímasál-
fræði" segir í „Principles:" „Eg
er sannfærður um, að nákvæm
rannsókn á mi'ðils-fyrirbærum
þessum er með brýnustu við-
fangsefnum sálfræðinnar". Og
ennfremur komst hann svo að
orði: „Ef þig langar að koll-
varpa því lögmáli, að allir
hrafnar séu svartir . . . þá nægir
að sanna að einn hrafn sé hvít-
ur. „Hvíti hrafninn" minn er
frú Piper" — en hún er líklega
frægasti hugmiðill sem uppi
hefur verið. Þess má geta að
William James var enginn auð-
trúa veifiskati, heldur tortrygg-
inn rannsóknarmaður þegar
miðlar og miðilsstarfsemi voru
annars vegar.
Og satt er það. Margs er að
gæta, ekki sízt á miðilsfundum.
Sr. Hacking, umburðarlyndur
kaþólskur prestur hér í bæ, nú
látinn, sagði mér eitt sinn, þegar
við ræddum um sálarrannsókn-
ir, að kaþólska kirkjan hefði
ekkert á móti þeim, þvert á
móti störfuðu á hennar vegum
færustu vísindamenn og rann-
sökuðu svokölluð dularfull
fyrirbrigði, „— en þú myndir
ekki láta barnið þitt eiga við
innstunguna, ef hún væri biluð",
sagði hann, „það gæti fengið í
sig straum. Þannig lítum við á
sálarrannsóknir, það verður að
hafa vit fyrir fólkinu, svo að
það f ari sér ekki að voða."
Sömu afstöðu höfðu braut-
ryðjendur sálarrannsókna hér-
lendis, Einar H. Kvaran og
Haraldur Níelsson og arftaki
þeirra, séra Jón Auðuns, dóm-
prófastur, hefur einnig tileink-
að sér þetta viðhorf. Hann
hefur verið óþreytandi að
vara menn við að skýra öll
svokölluð dulræn fyrirbrigði
með aðferð spíritista og hef-
ur oft gagnrýnt það fólk, „sem
lætur trúgirnina ráða og dreg-
ur oft fáranlegar á'lyktanir af
þeim fyrirbærum, sem það tel-
ur sig vera að fást við," eins
og hann hef ur komizt að orði.
Auðvitað ætti, eins og ég hef
áður bent á (sjá „Hugleiðing-
ar og viðtöl") að flytja sálar-
rannsóknir, eða öllu heldur
rannsóknir á dulrænum fyrir-
brigðum hérlendis inn í Há-
skólann og gefa vísindamönn-
um okkar færi á að fást við þá
einu spurningu, sem sérhvert
mannsbarn á jörðinni kysi helzt
að fá svar við. Það hafa þeir
reynt með stórmerkilegum ár-
angri í háskólanum í Utrecht,
einni elztu og virðulegustu
menntastofnun hér í álfu (sjá
grein í Lesbók um Croiset). Og
Páll Kolka hefur nýlega bent
á það í Lesbókinni, að „á síðari
árum hafa þessar rannsóknir
verið stundaðar við ýmsa há-
skóla,  einkum  fyrir  forgöngu
prófessors Rhine við Duke há-
skólann í Bandaríkjunum". Þá
hefur einnig veri'ð sett á stofn
prófessorsembætti í dularsál-
fræði við háskólann í Freiburg
og háskólarnir í London, Ox-
ford og Cambridge hafa veitt
doktorsgráðu fyrir ritgerðir í
dularsálfræði.    En    okkur
brestur kjarkinn, þótt dular-
full fyrirbrigði ýmis kon-
ar séu frá fornu fari helzta
umhugsunarefni íslendinga og
hafi fylgt bókmenntum okkar
og menningu frá fyrstu tíð.
Auðvitað ætti enginn vísinda-
maður að láta leikmenn draga
úr sér kjarkinn og þora ekki
að koma nálægt merkri fræði-
grein af ótta við, að einhverj-
ir bögubósar hafi komið óorði
á hana af vankunnáttu eða trú-
girni. Þá væri fullkomin á-
stæða til að snenta ekki við ýms
um öðruim vísindagreinum,
t. d. þeim sem fjalla um
ritun íslenzkra fornsagna, eftir
allt það syndaflóð af ofstæki
og fullyrðingum, sem hef-
ur skollið yfir þjóðina frá
heimatrúboðsmönnum af ýmsu
tagi. En engan þekki ég sem
hefur hætt við rannsóknir sín-
ar á fornbókmenntum af þeim
sökum. Eina ráðið er að bíta á
jaxlinn og bölva í hljóði. Hug-
rekki ætti að vera fyrsta boð-
orð vísindamannsins. Hann á að
virkja áhuga almennings, en
ekki óttast.
Einhverju sinni, ekki löngu
áður en sr. Bjarni lézt, færði
ég sálarrannsóknir í tal við
hann. Ég sagði honum að þær
hefðu aukið mér trú á líf eftir
dauðann. Það skipti kannski
engu máli, en mér væri það
nokkurs virði, þótt ekki þætti
mér líf eftir dauðann endi-
lega eftirsóknarverðasta lausn-
in á rökum tilverunnar. Eilíf-
ur svefn, án hversdagsþreytu,
strefs og streitu, væri að sumu
leyti æskilegri. Reynsla sr.
Bjarna og þroski stjórnuðu
svari hans, þegar hann leit á
mig og sagði fast _og ákveðið
um spíritismann: „Ég hef ekki
þurft á honum að halda."
Síðan hélt hann áfram eins
og ekkert hefði í skorizt að
efla vináttu við þennan lítt
þroskaða  tómas,  sem  hann

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16