Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Þegar bólcin er
búin er ég
fullsaddur
d efninu
Poul P. M. Pedersen rœðir við Halldór
Laxness um borð í Gullfossi
/m tlantshafið í vetrarham.
Snjókoma með hagléljum. ÍJt-
synningur. Gullfoss klýfur öld
urnar rösklega og stefnir í norS
vestur. Á þessum tíma árs er
staldrað við í Færeyjum, ann-
ars hefur skipið venjulega við-
komu í Skotlandi. Það er
sterkur meðvindur, hreyfingar
skipsins eru reglubundnar,
taktfastar, ekki vitund óþægi-
legar. Dag nokkurn spyr ég
Halldór Laxness við morgnn-
verðarborðið, hvort ég megi
hafa við hann viðtal. Hann
tekur því elskulega, og við
hef jum spjallið siðdegis í reyk-
salnum.
Þér hafið ánægju af að
ferðast, segi ég
Nóbelsskáldið  svarar  bros-
andi:
Já, því er ekki á mig log-
ið. Til allrar hamingju hef ég
gamam af að ferðast, enda þótt
ferðir mínar séu ekkj allar
farnair mér til ánægju. Ég ferð-
ast vegna atvinnu minnar sem
rithófundur. Ekki til að leita
að skáldskaparefni, af því finn
ég nóg á íslandi, meira en ég
fæ við ráðið. En víðsvegar í
veröldinni eru „útgátfufyrirtæki,
sem gefa út bækur mínar, þau
eru mi nákvæmlega 45 talsins,
og oft kermur eitthvað það upp
á, sem ve'ldur því, að menn
þurfa að talast við. í þessari
ferð var ég í Stokkhólmi og
Osló, þar að auki í Hollandi
og Vestur-Þýzkalandi. Á heim-
leiðinni gisti ég að venju
nokkra daga í Kaupinhöfn, og
notaði þá tækifærið til að
heimsækja vini mína, landa
mína jafnt sem Dani.
Þegar ég hef heyrt yður
lesa upp úr verkum yðar í ís-
lenzka stúdentafélaghvu í Höfn,
hefur látbragð yðar og hreyf-
ingar hvort tveggja verið með
þeim hætti, að það hefur hvarl-
að að mér, hvort þér hafið
aldrei haft hug á að gerast
leikari, annað hvort á tjaldi
eða sviði?
Þar hafið þér látið ímynd-
unaraflið  h'laupa  með  yður  í
gónur, það hefur sldrei hvarfl-
að að mér að gerast leikari,
segir hann fortakslaust.
Er áformað að búa hina
nýju skáldsögu yðar í leikrits-
búning?
Bókin er þegar að nokkru
leyti skrifuð sem leikrit. Ef ég
ætti að umskrifa hana í leik-
ritsform, mundi það taka mig
að minnsta kcsti þrjá til fjóra
mánuði.
En þessa stundina er ég
þreyttur á efninu. Þannig er
það með ailar mínar bæfeur. Ég
er uppnuminn af efninu meðan
ég skrifa. En þegar bókin er
búin, er ég fullsaddur á henni,
og þegar komirin áleiðis með
eitthvað nýtt
Fáum við að sjá nokkurt
af leikritum yðar í Danmörku?
Já, Edvin Tiaminotih mun
færa Dúfnaveizluna upp í Ar-
hus Theater. Leikritið náði
miklum vinsæ'ldum hjá Leikfé-
lagi Keykjavíkur, enda skiluðu
hinir íslenzku leikarar því með
miklum ágætum.
Þola ídlendingar umvand-
anir annarra? Landar yðar fá
að heyra sitt af hverju um
sjálfa sig í smásögum, yðar,
leikritum og skáldsögum.
Laxness svarar viðstöðu-
laust:
Ætli íslendingar séu ekki
sama markinu brenndir og aðr-
ir í því efni. Sumir kunna að
taka því, já, þeir menn eru til,
sem hafa gaman af, en aðrir
eiga erfitt með að þola slíkt,
verða meira eða mimnia særðir
eða móðgaðir. Annars er því
ekki að leyna, að ég hef öðru
hverju vandað um við landa
mína, og þeir hafa á stundum
go'ldið líku líkt Ég tek því með
jafnaðargeði. Það er réttur
skálds og skylda að gera upp
sakir við vissa mannlega eigin-
leika og atferii
Viljið þér segja okfeur,
eitthvað frá hinni nýju skáld-
sögu yðar?
Skáldið kímir og svarar:
ITm  þá  bók  get  ég  ekk-
ert sagt í styttra máli en gert
er í bókinni.
Það er nú afráðið, að bók-
in komi út hjá forlagi Gyld-
endals. Helgi Jónsson, ritstjóri,
vinnur nú að danskri þýðingu.
Hann hefur áðiur ferugizt við
að þýða Laxness, nú síðast smá-
sagnasafnið „Syv Tegn", sem
út kom síðastliðið haust. Á ís-
lenzku heitir skáldsagan
Kristnihald    undir    Jökli.
Dönsku útgáfunni verður að
'líkindum valið heitið „Krist-
enliv ved Jrkelem", sem er
bein þýðing á hinu íalenzka
heiti bókarinnar.
Hvað innihald bókarinnar
varðar, er það ýkjulaust, að
söguþráðurinn verður með
engu móti endursagður, auk
þess sem maður á ekki að taka
orðið aí aiuiglýsingatextahöf-
undum né eftirvæntinguna frá
lesandanum.
Sá sem þessar línur ritar
þorir að fullyrða, að þetta er
óvenjulega merkileg bók, raun
veruleiki og fantasía skiptast á
með sérstæðum hætti, þannig að
á köflum er bókin nánast
hreint súrrealistisk.
Hvenær haldið þér, að út-
gáfa Gyldendtls komi almenn-
ingi fyrir sjómr?
Það veit. ég ekki. Gy'ld-
endal gefur út um það bil 750
bækur á ári, svo að það er
ekki mikið veður gerandi út af
einni í viðbóí. En ég reikna
með, að hún verði komin í hill-
ur danskra bóksala með haust-
inu.
—  Lesið þér nokkru sinni
bókatilkynningar?
Já, ef ég fæ þær upp í
heradurnar, þá geri ég það.
—  Það voru ekki allir, sem
skildu skáldsögu yðar, Para-
dísarheimt.
—  Rússarnir skildu hana,
svarar hið víðkunna og víð-
reista skáld, brosandi. Sagam
sú er nefnilega paródía um So-
vétrikin.
—  Þá vitum við það. Þér
skiptið yður ekki mikið af póli
tík núorðið.
— Nei, ég hef leitt það hjá
mér að mestu, undanfarin ár.
Ég aaigði þó feuig mimm aMam usm
Tékkóslóvakíumálíð, það er
innrás Rússa í það iand. Um-
mæli mín af því tilefni hafa
reyndasr verið eftir mér höfð
víðs vegar um veröldina, svo
að ég þarf ekki að endurtaka
þau.
— Fyrir nokkrum árum var
það mikið rætt manna á meðatl
á fslandi, að biðja yður að vera
í framboði við forsetakjör. Þér
hafið ekki látið verða af þvi?
—  Nei, það háa embætti
freistar mín ekki. Forsetatign
og frelsi rithöfundar fer varla
saman.
— Er ísland að verða amerí-
kaniseringunni að bráð?
—  Eftir stríðið urðum við,
íslendingar, fyrstir Evrópu-
þjóða til að iwníleiða amerísk
eldhús í híbýli okkar. En þar
fyrir hald ég að ísiendingar
eigi bágt með að skilja lífsstíl
Ameríkana. Sjálfur bjó ég ár-
um saman i Ameríku þegar á
yngri árum. Kannski þess vegna
geri ég mér líóst, hve fjarlæg-
ur amerískur hugsunarháttur
er ísdiendinigum. f sjállfu sér
vilja þeir gjarnan draga úr
þeirri fjarlægð, en þeir geta
það ekki.
—   Þér talið fullkomna
dönsku.
— Já, danska er mér næsta
munntöm. Ég er líka fæddur í
hiirau danska ríki, sem ísiland
var hluti af, þegar ég sá fyrst
ljós heimsins. árið 1902. Ég
lærði ungur dönsku. Á seinni
árum hefur dönskukunnáttu
hrakað á íslandi. Mönnum þyk-
ir enskan skipta meira máli,
enda þótt danska sé ennþá
kennd í skólum okkar. Að sjálf
sögðu er það löndum okkar
gagrtlegast að hafa vald á einu
heimsmálanna. að minnsta kosti,
og einu hinna skandinavísku
mála, fyrir utan móðurmálið,
sem flestir kunna með ágætum.
Hefði ég ekki þótzt hafa gott
vald á dönsku máli, hefði ég
ekki árætt að taka að mér þýð-
ingu á stórverki eins og Fj'aítt-
kirkju Gunnars Guinnarssonar
úr dönsku á íslenzku, sem ég
gerði fyrir mörgurn áruim.
Hann hefur raunar til endur-
gjalds þýtt eina af minum bók-
um úr íslenzku á dönsku. Ég
veit, að það er ekki auðvelt
að þýða bækur mínar. Dr. Jak-
ob Benediktsson og hans dansk
fædda kona, Grethe, þýddu
nokkrar af fyrri bókum mín-
um, því næst tók við lektor
Martin Larsen, sem nú er lát-
inn, og fyrir nokkrum árum
lektor Erik Sönderholm. Nú
síðast Helgi Jónsson, sem hef-
ur fulikomið vald á báðum
málunum, uppalinn í Kaup-
mannahöfn, talaði og heyrði ís-
lenzku á heimilinu. Hann er
sonur míns góða vinar, pró-
fessors Jóns Helgasonar, og
hefur gengið á danskan skóla
og eir kvæntur danskri konu,
ég hef þekkt hann frá því hann
var lítill snáði. Nú er hann
tekinn til við að þýða Kristni-
haldið. — Af öllum mínum ill-
þýðanlegu bókum er þessi á-
reíðanlega torveldust viður-
eignar.
— Hvernig gengur að finna
þýðendur í Noregi og Svíþjóð?
— Vel, þykir mér. Ef til vill
kemur þessi nýja bók mín fyrst
út hjá „Tiden" í Ösló. Ætlun-
in er, að Ivar Eskeland þýði
hana. Hann hefur gott vald á
íslenzku og er nú forstöðumað-
ur Norræna hússins í Reykja-
vík, svo að við höfum greiðan
aðgang hvor að öðrum. Eske-
land hefur skrifað um mig bók.
f Svíþjóð hefur Dr. Peter Hall-
berg verið mikilvirkastur við
þýðingar á bókum mínum. Þar
að auki hefur hann skrifað
einar þrjár bækur um skáld-
skap minn. Hann er sá Svíi,
er mest veit um íslenzkan
skáldskaip að formu og nýju.
— Yrkið þér eranþá Ijóð?
—  Nei, ég finn sjaldan ti'l
efni til ljóðagerðar. Ég er fyrst
og fremst sagnamaður, ekki svo
að skilja, að ég geti ekki hnoð-
að saman vísu. Þær er reynd-
ar að finna á víð og dreif í
skáldsögum mínum og leikrit-
um.
Fraimfhadd á bls. 13.
4  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
1.1. maí 1969
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16