Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						iisiS'SitSiiS.títSinssM^M,
SiSSSiSw-iS'iiÍiSiSttStiSSS
itSSd'tS.S ¦-¦-::"¦': 'iSSSSS:
im-tssissssisssssism
...-¦¦:                                                                          '   ' '¦ •'".' . ' :..  ,::
OTÖT

Zelda og Fitzgerald á yngri árum þeirra.
og ameríski
draumurinn
! Eftir Robert Cook
sendikennara við Háskóla Islands
-íX íslandi sem og í fleiri
löndum utan Bandaríkjanna, er
F. Scott Fitzgerald lítt þekktur
og er það miður vegna þess að
hann er ef til vill beztur am-
erískra rithöfunda á tuttugustu
öld. Rithæfni hans á þar vissu
lega enga sök heldur er sjálf-
sagt því um að kenna, að sagna-
gerð hans túlkar tilfinningu,
sem er fyrst og fremst amerísk
— miklu fremur en sögur Nób-
elsverðlaunahafanna     Lewis,
Faulkners, Hemingways og
Steinbecks. Virðist reglan vera
sú, að þeir rithöfundar, sem
sízt sinna þjóðlegum efnum geta
sér mestan orðstír á alþjóðleg-
um vettvamgi: gott dæmi eru
alþjóðavinsældir Hemimgways;
hann er amerískur í þeim skiln
ingi einum, að hann er
Amerikumaður, sem leggur
sig al'lan fram um að vera
annað en hann er. Hjá
Fitzgerald gætir hvergi upp-
gerðar; hann er alltaf sannur
sjálfum sér og hann framkall-
ar dýpri mynd af Bandaríkj-
um 20. aldarinnar en Nóbels-
verðlaunahafarnir.
Til er fræg saga um samtal
Hemingways og Fitzgeralds,
sem Hemingway rifjar upp í
„The Snows og Kilimanjaio" og
Fitzgenald í „The Rich Boy"
og í minnisbókum sínum. Fitz-
gerald á að hafa sagt: „Þeir
vellríku eru öðru vísi en við",
og Hemingway svaraði: „Já,
þeir eiga meiri peninga". Er
þetta oft túlkað sem sigur fyr-
ir óheflað brjóstvit Hemirig-
ways á rómantískri lotningu
Fitzgeralds fyrir auðæfum. En
sannleikurinn er sá, að Fitz-
gerald hafði rétt fyrir sér: þeir
vellníku eru öðru visi, ef til
vill sérstaklega þeir amerísku
auðkýfingar, sem hann hafði í
huga, og það er hans hagur
sem skáldsagnahöfundar, að
hann greindi mismuninn og gat
lýst honum af djúpri tilfinn-
ingu fyrir því þjóðlega og sið-
ferðíslega. Hann er skáldsagna-
höfundur, sem lýsir þjóðfélags-
háttum betur en flestir aSrir,
eins og T.S. Eliot skildi til fulls,
þegar hann sagði, að The Great
Gatsby væri „fyrsta skref arn-
eriskrar sagraagerðar fram á við
eftir daga Henry James".
Æ.
Ifisaga Fitzgeralds varpar
skýru ljósi á hve vel honum
tókst að lýsa amerískum auð-
kýfingum á 3. og 4 tug aldar-
innar, vegna þess að hann er
einn þeiirra rithöfunda, sem
tengir líf sitt og verk böndum,
sem ekki verða aðgreind. Hann
skrifaði alltaf um sjálfan sig og
fólk, sem hann var mákunnug-
ur, en tókst um leið að skapa
listaverk án þess að þau séu
ævisaga hans. Jay Gatsby er
þar glöggt dæmi: „Hann fór
af stað eins og maður, sem ég
þekkti, en rann svo saiman við
sjálfan mig — ég gat ekki gert
mér grein fyrir, hve mikið
af sjálfum mér var í honum".
í bókinni Tender is the Night
(1934) lendir Dick Diver í til-
gangslausum áflogum við ítalsk
an leigubílstjóra og er settur í
steinmn næturlangt; markar
það minnisstæða abvik glögg
sikil í upplausn persómu-
leika hans. Tíu árum fyrr
hafði sMkt og hið sama
komið fyrir Fitzgerald sjálf-
an í Róm, og fannst hon-
um þá, að hann hefði beðið
tjón á sálu sinni Tveimur ár-
um áður en þetta gerðist í raun
og veru, er söguhetjan í The
Beautiful and Damned, Ant-
hony Pateh í leigubíl í New
York og dreymir að bílstjórinn
setji upp of mikið gjald. Slær
Anííhony hann niður fyrir það
og er síðan leiddur fyrir rétt.
Er það listin, sem speglar lífið,
eða lífið listina?
Francis Scott Key Fitzgerald
fæddist í St. Paul í Minnesota-
fylki, 24. september 1896. Fað-
ir hans, Edward Fitzgerald, var
frá Maryland og var kominn í
móðurætt af fólki, sem hafði
getið sér orð í Bandaríkjunum
allt frá byrjun sautjándu ald-
ar. Þekktastur ættingja hans,
þótt ekki væri hann þeirra mik-
ilhæfastur, var Francis Scott
Kay, höfundur „The Star Spang
led Banner", ameríska þjóðsöngs
ins. Móðir Scotts, Mary Mc-
Quillan,  var  dóttir  írsks  inn-
flytjanda („beint úr írsku kart-
öfluhungursneyðinni" eins og
Scott komst að orði), sem varð
forríkur heildsali í St. Paul.
Ef ekki hefði verið vegna auð-
æfanna í móðurættinni, hefði
Scott alizt upp við algjör lág-
stéttarkjör, því að faðir hans
komst aldrei í efni: þegar hon-
um mistókst í eigin viðskipt-
um varð hann sölumaður, en
honum var sagt upp starfi árið
1908 og þá varð hann innan-
bú'ðarmaður. í St. Paul-borg bjó
fjölskyldan í fátæklegri hluta
Summit Avenue, en þó í jaðri
auðmannahverfisins. Þessi at-
riði draga fram í dagsljósið þær
aðstæður, sem mynduðu lífs-
skoðun hans: Dálítið þjóðfélags-
álit, ecn þó fátækt af hálfu föð-
urins, nýfenginn auður í móð-
urætt. Fitzgerald ólst upp í
nálægð, en ekki innan, tilveru.
hinna auðugu og mikilsmetnu
og það er því engin furða þótt
hann sí og æ bryti heilann um
„stöðuna í þjóðfélaginu".
M,
Leð fjárhagsaðstoð ættingja
sinna komst hann árið 1913 í
Princeton-háskólann, sem er
einn íburðarmesti háskóli Banda
ríkjanna, og byrjaði að hlaða
þjóðfélagsigrunn sinn — eWki
fyrst og fremst að verða sér úti
um menrubun. Fyrst reyndi hann
fótbolta, en það var til lítils
því að hann var of léttur og
lágvaxinn. Þá fór hann að skrifa
fyrir „The Triangle Club",
hóp stúdenta, sem samdi árlega
söngleiki og lék þá í helztu
borgum Bandaríkjanna á jólum.
Vegna hæfileika sinna og per-
sónutöfra komst Fitzgerald langt
í Princeton: honum tókst ekki
eingöngu að komast í fínasta
klúbbinn — Cottage — heldur
kom hann til greina sem for-
seti „Triangle" klúbbsins og
sem ritstjóri „Tiger", gkopblaðs
háskólans. En svo mjög hafði
hann lagt sig fram um að ná
þessari vegtyllu, að komið var
í veg fyrir að hann tæki frek-
arí þátt í félagslífi stúdenta
vegna lágra einkunna. Einkar
hentug veikindi urðu til þess
að hann gat hætt í skólanum
haustið 1915. Hann sneri þó aft-
ur  í  september  1916  og  þótt
hann gæti ekki enn tekið þátt
í Trianjgle-kiúbbnum skrifaði
hann sögur fyrir „Nassau Lit-
erary Magazine", bókmennta-
tímarit stúdenta. En þá sótti
hann um inngönigu í herinn og
í nóvember 1917 mætti hanin til
þjálfunar aðstoðarliðsforingjaí
Fort Leavenwortih í Kansas.
Princetontímanum var lokið.
Það haifði dregið úr honum
kraft, að hann fcomst ekki tE
vegs Oig virðin'gar þar og hann
sneri aldrei aftur til lokaprófs.
0,
'nnur vonbrigði sigldu í
kjölfarið — þau kunna að virð-
ast lítilvæg, en það sem máli
skiptir er, að Fitzgerald tók
þau nærri sér, eins og <alla at-
burði lífs sín3. Draumar hans
iuim að verða sendur yfir At-
lantshafið og drýgja hetjudáð-
ir á vígvellinum urðu að engu,
eins kaldranalega og draum-
ar hains um fótboltafrægðina:
hann komst meira að segja
aldrei yfir hafið. í júní árið
1918  frétti  hann,  að  Ginevra
-  ¦
Zelda, glæsileg stúlka, en varð
Fitzgerald erfið eiginkona, And-
litsmynd frá Parisarárunum.
Enska  bókabúðin  í  París,  þar
sem rithöf undar hittust og ræddu
saman.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
25. maí 1969
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24