Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						MYNDLIST
Bragi Ásgeirsson
Að hlusta
með sjóninni
Um myndlist og listrýni
H,
Lve oft verffur þess ekki
vart, að fólk lætur sér nægja
að sjá hlutlna einu sinni,
— það hefur séð málverkið
fyrr, komið á staðinn áður, svo
að óþarft er talið að eyða dýr-
mætum tíma í annað sinn. En
svo eru aðrir, sem vilja kafa
dýpra, því að þeir sjá jafnan
eitthvað nýtt í hafi og hauðri,
og við alla hluti, jafnvel þá
hversdagslegustu, þeim veitast
ný áhrif og alls staðar sprett-
ur f ram líf í nálægð þeirra.
Viff lærum að lesa, og þegar
við lesum, birtast okkur í les-
málinu margvíslegar myndir, er
formast hið innra með okkur.
Skáld geta verið blind og tón-
skáld, sem misst hafa heyrn
hafa skapað stórfengleg tón-
verk. Og því skilst, að hug-
takið AB SJÁ er miklu víðtæk-
ara en að horfa eða stara á
nlutina. Þegar við lærðum að
lesa, lásum við, að grasið væri
grænt, hafið blátt, himinninn
biár, moldin brún o.s.frv. Gegn-
um slík orðtákn lærðum við
heilmikið, sem viff síðar notum
ósjálfrátt á sjónrænan hátt án
þess að aðgæta réttmæti kenn-
inganna meff aðstoð sjónarixin-
ar. Slík samblöndun orða og
sjónrænna tákna sljóvga vissu-
lega upplifunarhæfileika þann,
sem felst í því að uppgötva
endurnýjunargildi hluta. Fólk
horfir að vana á hlutina — hef-
ur skapað sér ákveðnar fast-
mótaðar hugmyndir um um-
hverfi sitt og þar með lokað
að sér fyrir öðrum möguleik-
um. En grasið er ekki ævin-
lega grænt, himinninn er ekki
ætíð blár, það er alveg eins
víst, og að hafið skiptir um Iit,
eftir því hvernig Ijósið fellur
á það og eftir hita og kulda-
stigi, og svo hefur moldin
marga liti. Allt þetta er auð-
velt að sanna með athugunum
í náttúrunni.
E,
1 n þótt hægt sé að sanna
svo áþreifanlega víðfeðmi sjón-
arinnar í fáum Iínum, þá er
það staðreynd, að mögulegt er
að ljúka næstum hvaða lang-
skólanámi sem er, án þess að
hinn dýpii tilgangur sjónarinn-
ar verði viðkomandi ljós. Því
að þessar staðreyndir má viða
lesa, en eitt er að lesa og ann-
að að skilja, eins og það er
tvennt ólíkt að sjá og horfa.
Að horfa samkvæmt reynslu
vanans er t.d. að Iaðast að
hlut, sem maður þekkir í mál-
verki, málverkiff verður gott
sem staðfesting á reynslutákni.
Að sjá er að uppgötva og upp-
lifa eitthvað í málverki, sem er
ntan við venjulega sjón-
reynslu áhorfandans. A þann
veg notar maður augað til að
endurnýja skynjanir manns á
hinu  þekkjanlega  umhverfi.
Teikning af  grcinarhöíiuidl
eftir Bidstrup.
Eftirlíkingin höfðar ekki til
skapandi kennda, en getur haft
tilgang í umhverfi fólks, sem
á ekki slíkar kenndir til.
„Blinda er ekki þaff versta,"
mælti hin heimskunna Helen
Keller, „heldur náttmyrkur fá-
fræði og tilfinnuigaleysis."
— Barn fæðist, það er endur-
nýjun lifsins, því neitar enginn,
en ótalmargir neita öllum stað-
reyndum, sem eru fyrir utan
reynslutákn þeirra.
. . . „Ég skil ekki nútímalist,"
er orðtak margra í dag, en
þeir eru ekki hinir fyrstu er
þannig kveða, því aff hver
kynslóð hefur sa.gt það sama
um aldir. Hvað vill fólk skilja?
Efnafræffilega samsetningu lit-
arins — viðbrögð léreftsins
gagnvart hita og raka, gerð
penslanna? Skiljum við trén,
gróðurinn, granítið í f jöllunum,
tilgang lífsins?... Meff allri
virffingu fyrir manninum og
mannlegum skilningi þá er það
harla lítiff sem hann raun-
verulega skilur af því, sem
hrærist umhverfis hann. Til
þess eru skilningarvit hans of
ófullkomin og næmleikinn of
takmarkaður. Aftur á móti hef-
ur maðurinn frá barnsaldri
ágætt ímyndunarafl og hug-
myndaflug, sem mjög þarfnast
næringar. Við höfum hæfileika
til að upplifa hlutina skyn-
rænt, sem yfirgnæfir allan
skilningarhæfileika. Við skynj-
um lífið, en skiljum þaff síður.
A öllam timum hefur mann-
eskjan látið sig dreyma langt
inn í heima, sem ekki eru til,
ímynduðum möguleikum hafa
aldrei verið takmörk sett.
Leyndardómurinn liggur ekki í
því að skilja, heldur í því aff
upplifa — ekki aff horfa, held-
ur að sjá, HLTJSTA MÉO SJÓN
INNL
Enginn      tónlistarunnandi
mundi fullyrða, að hann skildi
tónlist. Honum fellur hún etv.
í geff, og hann upplifir imikils-
verða hluti á meðan hún er
leikin, en slíkt gerist ekki, ef
hann stingur fingrum í eyrun
og horfir á hljómsveitina.
„'Ef málari, sem skortir sam-
kennd með náttúrunni, líkir
eftir landslagi, er það líkt því
að kasta grómi í hið tæra loft".
Þessi rökræni sannleikur var
boðaffur af kínverska málaran-
um Kuo Hsi um áriff 1100. Það
er sem sé ekkert nýtt aff glap-
sýn og Iist séu tveir ólíkir hlut-
ir.
Spánski heimspekingurinn
Ortega y Gasset skrifaffi árið
1925 um list sem andstæðu vax-
myndasafns madame Taussaud.
„Nútímalist mun jafnan hafa
múginn á móti sér, því að hún
er í eðli sínu óvinsæl. Slik
andúð er mjög svipuð þeim
kenndum, sem hinn upplýsti
maður finnur jafnan með sér,
er haiui heimsækir vaxmynda-
safn madanie Taussaud, en múg
urinn hrifst hins vegar af þess-
um hræðilega hégóma úr vaxi."
M,
lyndlistin á ekkert skylt
við eftirlíkingar, til þess er
mynd náttúrunnar of tilvíljana
keomd. Oft lesum við í blöffum
um menn, sem hafa blekkt fólk
með svikum, en þegar lögregl-
an spyr fólkið af hverju það
hafi látiff blekkjast, er svariff
iðulega: Hann leit út líkt og
heiðarleikinn sjálfur með blá
augu og fallegt bros. Rétt var,
aff þessi virtist hin ytri mynd
þorparans, en hver var hin
innri? Er sú mynd ekki einnig
hluti af persónuleika mannsins?
Og ófríff manneskja frikkar
iðulega við nánari kynni
— innri yndisþokki yfirgnæfir
þá ytra gervi. Sannarlega er
ytra gervi hlutanna ekki per-
sónuleiki þeirra, frekar en hýff-
iff er aðaleigindi tkartöflunnar,
og ekki er unnt að lýsa neinu
fyrirbæri jarðar án þess að
skynja að nokkru eðli þess.
Því meir sem einstaklingurinn
leitar út frá eigin sjálfi, því
meir nálgast hann sitt innra
sjálf, en ekki því lengur sem
hann snýst í kringum nafla
sinn.
Markús Arelíus sagði eitt
sinn um fegurð heimsins: „í
aug-um þess manns, sem sanna
innsýn hefur i hiff rétta eðli
alheimsins, er sérhver til-
breyting sem verður á hverju
því, sem í honum er og honum
heyrir til, heppileg og unaðs-
leg. Brauðhleifurinn, sem af-
bakast hefir, svo að hann
springur og gliðnar sundur,
hefur ekki Iagið, sem bakarinn
æskti eftir, en eigi að síður er
hann í sjálfu sér fagur og
girnilegur til átu. Fíkjur, sem
rifna fullþroska, ólífur, sem
komnar eru að rotnun, eru eigi
aff síffur sérkennilega fagrrar,
þótt sundrazt hafi. Hreykt
Praimih. á blia 10
Van Gogh.
Markús Aurelius, keisari í Kóni.
4  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
1. febrúar 1970
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16