Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ísbjöra á norðurslóðum. Hann er dæmi um það hvað náttúran aðlagar sig að óblíðustu aðstæðum.
ISBJORNINN
finnur lykt úr 30 km fjarlægð
nær 40 km hraða á ísnum og
er með eins konar sólgleraugu
UNDANFARIN 4—5 hafísár
hafa ísbirnir verið meira til
umrœðu, manna á meðal hér
á landi, en um langt árabil
þar á undan. Nú fyrir nokkru
lauk sýningu á uppstoppuðum
ísbirni í Bogasalnum. Aðsókn
að sýningu þessari var mjög
mikil, og sýnir hún, að menn
hafa áhuga á að kynnast
þessu sérstœða dýri. Það er
því ekki úr vegi að segja of-
urlítíð frá ísbjörnum í þœtt-
inum að þessu sinni.
Heimkynni ísbjarna er, eins
og menn vita, Norðuríshafið
allt og nyrztu hlutar^ þeirra
landa, sem að því liggja. ís-
birnir halda sig að lang-
mestu leyti á ís, þar sem vak-
ir eru og jakar. Sennilegt er,
að margir einstaklingar komi
aldrei á land ævilangt. ísbirn-
ir hafa lagað sig að umhverfi,
sem einna óblíðast er á jörð-
inni. Þeir verða að standast
fimbulkulda og storma norð-
ursins og verða að geta farið
i sjó, þótt margra tuga gadd-
ur sé yfir hjarnbreiðunum og
umhverfið allt hið óblíðasta
að okkar mati. Við þessu hef-
ur Móðir náttúra útbúið þessa
íbúa heimskautamyrkursins á
undursamlegan hátt.
ísbirnir eru meðal allra
stœrstu og þyngstu rándýra
heims. Kodiakbjörninn í Al-
aska, sem er deiliiegund skóg-
arbjarnarins, hefur verið tal-
inn stœrstur allra bjarndýra-
tegunda, að meðaltali 3.15 m
á lengd og um 750 kg að
þyngd. Menn hafa þó veitt
ísbirni, sem voru rúmir 4 m á
lengd og vógu rúmlega 900
kg, þannig að stöku ísbirnir
eru þá töluvert stærri en
Kodiakbjörninn. Stœrðarmun
ur á kynjum ísbjarna er tals-
verður og er björninn stœrri
og allur gildari en birnan. Is-
birnir eru hálslengri og bygg
ing þeirra öllu rennilegri en
Lífið
íkringum
okkur
¦¦¦ ¦,
ÆÆmmm, * -á
ísbjarnarhíði.
annarra bjarndýrategunda.
Isbirnir eru ilfetar eins og
önnur bjarndýr og er ilin al-
sett þéttum hárum til hlífðar.
Þeir virðast dálítið stirðbusa-
legir til gangs við fyrstu sýn,
en það er öðru nær. Þeir geta
náð allt að 40 km hraða á
klst. og það jafnvel á úfnum
is. Augnlok ísbjarna eru sér-
staklega gerð til þess að verj-
ast snjóbirtu hjarnbreiðanna.
Þeir hafa sem sagt eins konar
sólgleraugu. Sennilegt er að
ekkert dýr hafi eins gott lykt
arskyn og isbirnir. Sagt er, að
þeir geti fundið lykt úr 30 km
fjarlægð. Hinn gulhvíti feldur
ísbjarna er mjög þéttur, en er
þó loftkenndur og getur mynd
að góða einangrun á þann
hátt. Fitukirtlar húðarinnar
eru vel þroskaðir og sjá um
að feldurinn sé ávallt fitu-
borinn. Þá eru ísbirnir að öllu
jöfnu þaktir þykku spiW,agi
undir húðinni. Allt þetta ger-
ir það að verkum, að ísbirnir
eru vel varðir gegn kulda og
léttir í sjó, enda geta þeir synt
mjög vel. Þeir eru að visu
ekki mjög hraðsyndir, komast
sennilega ekki öllu meira en 5
km á klst., en úthaldið á sund
inu virðist vera þeim mun
meira. ísbirnir hafa sézt úti á
sjó um 150 km frá landi eða
ís. Þeir geta ennfremur synt
i kafi og haldið sér neðan-
sjávar állt að þrjár mínútur.
Aðalfæða ísbjarna eru sela-
tegundir     Norðuríshafsins,
vöðuselur, blöðruselur og
hringanóri, og ef til vill kamp
selur líka. ísbirnir verða oft
að sýna mikla leikni, þegar
þeir veiða seli. Þegar ísbjörn
hefur séð sel hagar hann at-
lögunni eftir vindstöðunni. Ef
vindur stendur af selnum út
yfir vökina eða sjóinn, reynir
björninn að synda að skör-
inni, þar sem selurinn V.ggur
og lyftir sér i einu vetfangi
upp á hana og þarf þá ekki að
spyrja að leikslokum. Á ísn-
um lœðíst ísbjörninn að seln-
um, upp í vindinn að sjálf-
sögðu, notar hverja mishœð
til að leynast, skríður á kviðn
um, hljóðlaust svo nœrri seln
um, að björninn getur stokkið
á hann í fáum löngum stökk-
um. Sagt er, að þelr hylji trýn
ið, sem er svart, til þess að
leynast betur fyrir selunum.
Annars leggja isbirnir sér
einnig til munns fugla, fiska,
unga rostunga, lœmingja og
hvað eina úr dýraríkinu, sem
þeir ná til. Fullorðna rost-
unga ráða ísbirnir ekki við.
Komið hefur fyrir, að rostung
ur hafi rekið hinar stóru skög
ultennur sínar í isbirni og þeir
beðið bana. ísbirnir hafa sézt
klifrandi í fuglabjörgum eftir
eggjum svartfugla. Þótt ís-
birnir séu ekki eins miklar
jurtaœtur og aðrar bjarn-
dýrategundir þá tína þeir blá-
ber og krœkiber, þegar þau
er að fá svo og þang.
ísbirnir eru mjög ófélags-
lyndir og ráfa yfirleitt einir
sins liðs um óravíddir Norð-
uríshafsins. Birnan og björn-
inn sjást nœr því aldrei sam-
an  nema  um  fengitimann.
Fullorðin dýr eru á ferli állt
árið um kring, nema húna-
fullar birnur. Þær leggjast í
dvála hluta af vetrinum.
Venjulega fœða þœr ekki húna
nema annað hvort ár og grafa
sér holu í hjarnið, oft í norð-
urhliðum einhverrar hœðar
og leggjast síðan til svefns.
Oftast koma húnarnir í heim-
inn seinast í desember eða í
janúar. Þeir eru ekki burðug-
ir við fœðingu, hálfnaktir,
blindir og vega ekki meira en
tœpt kíló. Er það nœsta furðu
legt, þegar stærð foreldranna
er höfð í huga. Birnan á oft-
ast tvo húnu, alloft einn en
mjög sjaldan þrjá. Alwin
Pedersen hinn danski dýra-
Ijósmyndari og Grœnlandsfari
segir, að ísbjarnarhíði það,
sem hann kom í á Norðaustur-
Grænlandi hafi hœglega rúm-
að þrjá fullorðna menn og
hafi inngangurinn verið fyrir
neðan sjálft híðið, og hafi hit-
inn úr þvi ekki farið út um
innganginn, enda var hitinn í
hiðinu um frostmark, en úti
-H 22 gr. C. Þegar vorið er
gengið í garð kemur birn-
an út með húnana sina, sem
eru þá orðnir á stœrð við með
al kanínu. Þeir fylgja móður
sinni í iy2 ár og teljast þá
orðnir sjálfbjarga. Talið er að
ísbirnir verði 25—30 ára
gamlir.
Eskimóar hafa veitt bjarn-
dýr sér til hvers konar nytja
frá ómunatíð. Þeir gera úr
beinunum ýmis konar áhöld,
úr feldunum fatnað og skó,
kjötið er nýtt til matar, tenn-
ur og klær til skrauts. Þeir
skilja aðeins eftir lifrina. 1
henni er svo mikið magn af
A fjörva, að hún getur orsak-
að eitrun, er stundum hefur
leitt til dauða.
Það eru þvi miður ekki ein-
göngu Eskimóar, sem veiða
ísbirni. Feldir þeirra hafa
löngum verið eftirsóttir og
þótt konungsgersemar, sem
prýddu híbýli margra fyrir-
manna. Nú á tímum tœkninn-
ar eru hin torsóttu heim-
kynni ísbjarnanna ekki leng-
ur trygg fyrir ágangi menn-
ingarinnar. Menn hafa meira
að segja farið á flugvélum og
notað vélbyssur til að veiða
bjarndýr.
Hið hlýnandi veðurfar þess
arar aldar hefur orðið til þess,
að ísinn í Norðuríshafinu hef-
ur minnkað, og þar með eðli-
legt umhverfi ísbjarna. Loks
munu nýuppgötvaðir olíufund
ir á norðurslóðum sjálfsagt
hafa truflandi áhrif á bjarn-
dýrin. / dag er talið, að í
mesta lagi séu um 10.000 ís-
birnir til í heiminum. Ennþá
eru þeir veiddir. Gleðilegt
var að heyra það í fréttunum
fyrir rúmum tveim vikum, að
þjóðir þœr, sem eiga lönd að
heímkynnum ísbjarna hafi
komið saman á fund til þess
að rœða um framtíð þessa
fallega og tignarlega dýrs.
Vonandi bera þjóðir þessar
gæfu til að koma í veg fyrir,
að ísbirnir verði aldauða.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
1. imarz 1970
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16