Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						f~    11. tbl. 15. marz 1970, 45. árg.    ~~j
Það er jólakvöld fyrir tæp-
lega 940 árum.
f Sarpsborg, konungssetri Ól
afs Haraldssonar Noregskon-
ungs, hefir undanfarna daga
verið mikið annríki við undir-
búning hinnar kristnu hátíöar.
Nú er því annríki að mestu
lokið, því að jólin eru gengin í
garð. Konungur og hirð-
menn hans, að undanskildum
skutulsveinum og nokkrum öðr-
iuim, eru setztir við borð, eeiri
hlaðið er kostulegum krásum.
Við aðra hlið konungs situr ís-
lendingurinn Egill sonur Síðu-
Halls, og talast þeir við. Aðr-
iir þeir, sem setztir eru til borðs,
skrafa saman, svo að nokkur
kliður er um salinn. Skyndi-
lega hljóðnar skraf karla, því
að konur ganga í salinn.
Fremstar ganga tvær glæsileg
ar konur. Þar fara drottning
Noregs Ástríður dóttir Ólafs
Svikonungs, og Þórlaug Þor-
valdsdóttir, eiginkona Egils
Siðu-Hallssonar. Við hlið Þór-
laugar gengur ung fögur mær,
ljós á hár, en rjóð í kinnum.
Sezt nú drottning í sæti sitt,
en Þórlaug við aðra hlið henn-
air, og svo mærin umiga við heintn
ar hlíð. Konungur spyr Eg-
il, hvort þarna sé ekki dóttir
hans og Þórlaugar. Egill segir
svo vera, að þetta sé Þorgerð-
ur dóttir þeirra, átta ára að
aldri. Þá brosir konungur og
segir stundarhátt, svo að flest-
ir í salnum máttu heyra:
„Þessi dóttir þín lízt mér
væn mær og með góðu yfir-
bragði, og það kann ég að
segja þér, að hún mun verða
gæfumaður mikill, og sá mun
göfugastur ættbogi á fslandi,
er frá henni mun koma".
Það er sumardagur árið
1056.
Þennan dag eru komin til
heimsóknar í konungsgarð
Sveins Úlfssonar Danakonungs
hjónin Þorgerður Egilsdóttir
Og Ögmundur Þorkelsson,
ásamt fjögurra ára gömlum
syni sínum, Jóni. Þessi hjón
eru búsett að Breiðabólstað í
Fljótshlíð á íslandi, en hafa nú
gert ferð sína til Danmerkur.
Þeim er vel tekið í konungs-
garði. Stuttu eftir komu þeirra
er setzt að borðum, og er Þor-
gerði skipað til sætis við hlið
Ástríðar, móður Sveins kon-
ungs. Þorgerður hefir Jón son
sinn með sér til sætis. Svo
segja fornar heimildir:
„Og  er  margskonar  krásir
dýrðlegar með góðum drykk
komu á borð konungsins, þá
varð sveininum það fyrir, sem
jafnan er barnanna háttur, að
hann rétti hendur til þeirra
hluta, er hann fýsti að hafa.
En móðir hans vildi banna
honum það og sló á hendur
hans. Þegar Ástríður drottning
sá það, þá sagði hún við Þor-
gerði: „Eigi svo, eigi svo, Þor-
gerður mín. Ljóstu eigi á hend
ur þessar, því að þetta eru
biskupshendur".
Þorgerður roðnaði við, laut
niður, en sagði ekkert. Upp í
huga hennar kom minning um
atvik, sem gerðist, þegar hún
var átta ára, en það var, þegar
Ólafur helgi Noregskonungur
spáði henni giftu.
II.
Mér fannst eðlilegt að hafa
frásagnirnar af þessum tveim-
ur atvikum hér í upphafi sem
eins konar forspjall að því, sem
ég ætla að ræða lauslega um
hér á eftir.
Samkvæmt fornum heimild-
um mun það hafa verið á al-
þingi 1201, sem messudagur
Jóns biskups Ögmundssonar
hins helga var lögtekin. Sá
dagur skyldi haldinn helgur ár
¦hivert, en það var 3. marz. Þar
með var helgi Jóns biskups
viðurkennd og staðfest, þó að
hún hafi ekki verið viður-
kennd af kirkjunni almennt né
páfa. En á þessu ári teljast þá
768 ár síðan Jónsmessa var
lögtekin. Ef við lítum í Alman-
akið okkar, lesari góður, sjáum
við, að hún er þar kölluð
„Jónsmessa Hólabiskups á
föstu". Bar hana að þessu sinni
upp á mánudaginn 3. marz.
En hvers vegna gerði alþingi
þetta? Það er spurningin, sem
mig langar til að svara hér að
nokkru leyti, eða eftir því sem
efni standa til.
Verður þá fyrst fyrir að
rekja að nokkru æviferil
þessa merkilega manns, sem
talinn var göfugur, jafnvel áð-
ur en hann var getinn í móð-
urlífi, biskupsefni, meðan
hann enn var barn, en á starfs-
árum sínum sem biskup talinn
helgur maður.
III.
Jón var fæddur að Breiða-
bólstað í Fljótshlíð 1052, að
því er bezt verður vitað. Hann
eCSt upp foreldruim síniuni Öig-
mundi Þorkelssyni og Þorgerði
Egilsdóttur. Er þess getið, að
„sniemmindis varð fleiirspáS aif
vitrum mönnum, hvílíkur þessi
maður mundi verða, enn helgi
Jón biskup, því að hvar sem
hann kom, fannst mönnum mik-
ið til um hann. Maður hét
Guiðinii og var kallaður Guðini
hinn góði. Þegar Jón var barn
að aldri, sá Guðini hinn góði
hann og segir: „Sjá maður er
fríður og hefur yfir sér mikið
heilagleika bragð".
Þegar Jón var kominn af
bernskuskeiði, var honum kom
ið til námsdvalar hjá fsleifi
biskupi Gissurarsyni. Þar mun
hann hafa dvalið þar til hann
var 21 árs, því að það þykir
fullvíst, að áður en hann fór
frá biskupi, hafi hann verið
vígðuir til eimibættis umdir-
djáíkna. Bn saimfcvæmit lögiumri
iþair uim miátti engain vígjia tál
undirdjákna inraain 21 ára að
fflLdri. Eftir dvöl sína hjá ísHeifi
biskupi fer Jón vafalaust heim
að Breiðabólstað til foreldra
sinna. Er hann þá glæsilegt
ungmenni, sem lýst er þannig:
„Hann (enn helgi Jón) var
mikill maður vexti, manna lið-
mannlegastur, eygður manna
bezt, bleikur á hár og sterkur
að afli, og hinn þekkilegasti í
öllu yfirbragði".
Þegar hér var komið segir,
að Jón hafi fýst að fara utan,
iþví að hainin haifi gicnnzt ,,að sjá
góðra manna siðu og nám sitt
að auka". Og á stórbýlinu
Breiðabólstað skorti ekki skot-
silfur til slíkrar farar. Verður
það að ráði, að Jón fer utan,
líklega ekki seinna en 1074.
Ekki eru til neinar heimildir
um það, hvað Jón hafi haft
fyrir stafni í þeirri ferð. Vitað
er, að fyrst liggur leið hans til
Noregs, síðan til Danmerkur.
Um fleiri lönd er ekki leið hans
rakin, en hann heldur vafalaust
suður Evrópu beinustu leið til
Rómar eða eins og sagt er:
„Sækir heim hinn helga Pétur
postula". Ekki er vitað,
hversu lengi hann dvaldi í
Rómaborg. Um þær mundir er
Gregoríus VII. páfi, atkvæða-
mikill kirkjuhöfðingi, sem
Jón hefir vafalaust lært mik-
ið af og borið óskarða virð-
iimgu fyrir. í þessatri ferð sinmi
hefir Jón lagt sig eftir að nema
sem mest af því, sem honum
mætti til gagns verða í störf-
um heima á fslandi. Ekki er
vitað, hvernig hann hagar
heimferð sinni. En um Frakk-
land hefir hann farið og komið
til Parísar. Þar finnur hann
æskuvin sinn og frænda Sæ-
mund Sigfússon frá Odda.
Verður þar fagnaðarfundur.
Fyrir tilstilli Jóns slæst Sæ-
mundur í för með honum og
Jón Kr. ísfeld
Hann var
sannur faðir allra
fátækra manna
Um Jón biskup helga,
líf hans og lækningamátt

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16