Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 8
Magdalene Thoresen og Grímur Thomsen Eftir Svein Ásgeirsson — 1. grein Magdalene Thoresen. í Lesbók Mbl. 12. apríl s.l. birtist grein um skáldkonuna Magdalene Thoresen undir fyr- irsögninni: „Ástmær Gríms og tengdamóðir Ibsens.“ Greinin er eftir norskan mann og ekki skrifuð sérstaklega fyrir ís- lenzka lesendur. Hún efnir heldur ekki nema að takmörk- uðu leyti þau fyrirheit, sem fyrirsögnin gefur þeim. Samband þeirra Magdalene og Gríms er allfrægt, og það er eðlilegt, að íslendingum sé forvitni að vita, hvað um barn þeirra varð, og gjarna eitthvað nánara um hið örlagaríka sam- band þeirra. í ofannefndri grein segir m.a.: „Það hlauzt af sambandi þeirra Gríms og Mag dalene, að hún varð þunguð og fæddi bam. Því var komið fyrir á barnaheimili einu í Kaupmannahöfn. Upp úr því fór Magdalene til Heröy á Sunnmæri og gerðist kennslu- kona hinna fimm barna Thore- sens prófasts. Það ferðalag var flótti. Ári seinna giftist hún Thoresen. . .“ Hér er mjög laus- lega farið yfir sögu og ekki alls kostar rétt heldur. Ég heyrði Magdalene Thore- sen fyrst getið, er ég kom fyrst til Noregs 1945. Síðan hef ég lesið margt um hana, því að hennar er víða getið í sambandi við fræga andans menn í Nor- egi og Danmörku og þá sér- staklega þá Ibsen og Björnson. Sem íslendingur og aðdáandi Gríms hef ég verið sérstaklega næmur fyrir nafninu Magda- lene Thoresen, en líf hennar og margslungin örlög eru einn- ig óvenjuleg og reyndar ein- stæð. Skal ég nú reyna að skýra frá því helzta, sem ég hef orðið vísari um kynni þeirra og samband. Þau munu hafa kynnzt 1841, eða að minnsta kosti voru kynni þeirra orðin allnáin þá. Hún bjó í næsta herbergi við hann. Þetta var merkisár í ævi Gríms, því að það var þá, sem hann svaraði verðlaunaspurn- ingum Kaupmannahafnarhá- skóla um það, hvort viti Frakka á skáldskap hefði farið fram eða aftur á síðari tímum, og hverjar væru orsakir þess. Grímur Thomsen hlaut önnur verðlaun háskólans fyrir þá ritgerð, og kom hún út tveimur árum síðar. Til Kaupmanna- hafnar kom Grímur 1837, þá 17 ára. (15. maí í ár eru liðin 150 ár frá fæðingu hans.) Grímur var einu ári yngri en Magdalene. Enda þótt Grímur hlyti „að- eins“ önnur verðlaun hjá há- skólanum, þá hlaut hannfyrstu verðlaun hjá fröken Magda- lene Kragh. Sá sem fékk gull- pening háskólans, hét Peter Ludvik Möller og var 6 árum eldri en Grímur og auk þess innfæddur. Skæðar tungur kunnu siðar frá því að segja, að annar maður hafi átt hlut í ritgerð Gríms, en það mun fremur, að því sé öfugt farið. Þeir Möller hittust nær dag- lega, meðan þeir báðir unnu að ritgjörðum sínum, og ræddu um viðfangsefnið. Magdalene var oft viðstödd þær viðræður, og hún hefur sannarlega notið þeirra, jafnmikinn áhuga og hún hafði á bókmenntum — og Grími. Jón Þorkelsson, rektor, hefur það eftir Magdalene Thoresen sjálfri, þegar hún var orðin öldruð kona, að Möller hafi miklu fremur, eftir því sem hún þekkti hann, verið líkleg- ur til þess að nota sér margt af því, er Grímur hefði talað við hann. Æska hafi háð Grími þá, og eins hitt, að hann var útlendingur og honum því mál- ið ekki eins tamt og hinum. Grímur Thomsen hóf fyrst nám í lögfræði, hversu langt sem það hefur náð, en hugur hans hneigðist brátt að heim- speki, bókmenntum og fagur- fræði og fór svo, að hann sneri sér eingöngu að þeim greinum og lauk prófi 1 þeim með lofi 1845, 22. apríl. En 29. sama mánaðar varði hann rit sitt um Byron og hlaut fyrir það meist aranafnbót, sem með konungs- úrskurði 9 árum síðar var lát- in jafngilda doktorsnafnbót. En nú var ekki Magdalene nærri til að samgleðjast honum yfir lokaprófinu í apríl 1845. Og kandidatinn vissi ekki, að í borginni var lítill drengur, sem hefði verið hreykinn af hon- um pabba sínum, ef hann hefði haft vit til. Um aðskilnað þeirra Gríms og ástæðurnar til hans er Magdalene ein til frásagnar, þótt hún hafi ekki sagt mörg orð um þeirra samskipti, en ým is atriði, sem fyrir liggja, tala þó þöglu máli. f bréfi til Gríms 22. desember 1851 segir hún m.a.: „Þér hafið aldrei elskað mig, þann stutta tíma, sem kynni okkar stóðu, var ástin aðeins mín megin.“ Við vitum ekki, hvernig Grímur hefur svarað þessu, en margir hlytu að taka þessa setningu sem spurningu. Hún kallar á mót- mæli, andsvar. Fékk hún það? Ég leyfi mér aðeins að líta svo á, að hún hafi beðið um það, vonazt eftir því. Það hefur ávallt verið litið svo á af þeim, sem um sam- band þeirra Magdalene og Gríms hafa fjallað, að Ijóst væri, að Grímur hafi ráðið öllu um það, að upp úr slitnaði. Hann hafi ekki viljað kvænast henni. Jafnvel er víða svo óná- kvæmlega á málum haldið, að Magdalene er fyrst sögð hafa eignazt barnið, en síðan ráðið sig til séra Thoresen. Þetta er ekki rétt. Það ber að hafa hugfast, að aðeins annar aðilinn hefur gef- ið skýringu og hana næsta ein- falda. Varlega ber að dæma í slíku máli. Magdalene hélt sambandi sínu við Grím strang- lega leyndu, eftir að hún hafði flutzt til annars lands, enda var það allt að því lífsnauð- syn fyrir konu í hennar stöðu á þeim tíma. En hún víkur þó að því í bréfi til trúnaðarvin- konu sinnar, hinnar frægu, dönsku leikkonu Johanne Lou- ise Heiberg, 28. apríl 1867. Það er úr því bréfi, sem sá kafli er tekinn, sem birtur er í grein Einars Östvedts, sem áður er getið. En í heild er sá hluti bréfsins, sem um Grim og kynni þeirra fjallar, þannig: „Þegar ég var að læra í Kaupmannahöfn, kynntist ég ungum manni, ástríðufullum og sérstæðum, náttúruafli. Hann las með mér, og ægivaldi vilja hans varð ég að lúta. Hann hefði getað veitt mér hið full- komna ástalif — ég er sann- færð um það enn. En hann sleppti af mér takinu, og ef til vill hefur honum gramizt það síðar, þegar hann fór að svip- ast um eftir mér og komst að því sennilega sér til mikillar undrunar, að ég var hreint ekki nein jurt á alfaravegi, sem hugsunarlaust mætti traðka á. Nú hef ég aldrei harmað það, að hann lét mig fara, því að þess vegna hitti ég betri mann- eskju, og betra lífi hef ég lifað. En þó hef ég alltaf verið viss um það, að þá ást, sem í mér bjó, hefði hann getaS látið blómgast og bera ávöxt. Síðan hef ég lifað í söknuði og þrá, leitað hátt og lágt, en ekki fundið nema skugga. En hæfi- leikinn til að elska hvarf ekki með árunum, heldur óx stöð- ugt.“ Að mínum dómi er mjög hæp ið að taka slíkan ævisögukafla bókstaflega. Hér er rómantísk skáldkona að skrifa frægustu og vafalaust að hennar dómi öfundsverðustu leikkonu lands- ins. Hún sem annars hvorki tal aði né skrifaði um kynni þeirra Gríms, gat alls ekki stillt sig, þegar frú Heiberg átti í hlut. Hér er þó engan veginn verið að draga í efa ást Magdalene til Gríms á sínum tíma. Þvert á móti, eins og síðar kemur í ljós. En þess ber einnig að gæta í þessu sambandi, að telja má alveg öruggt, að frú Hei- berg, sú sem bréfið er skrifað til, hafi vitað um barnið, sem þá er reyndar 24 ára. Athug- um svo síðar, hvernig bréfkafl inn kemur heim og saman við veruleikann, þegar nokkur at- riði, sem leyna á sér, hafa ver- ið könnuð. 30. september 1842 fer frök- en Magdalene Kragh með síð- asta áætlunarskipi það ár frá Kaupmannahöfn til Kristíaníu (Oslo), Eftir fjögurra sólar- hringa siglingu í miklu hvass- viðri kemur hún þangað, og séra Thoresen tekur þar á móti henni. Hann var þá Stórþings- maður, en þinghaldi lauk þá 17. september, svo að hann hefur beðið eftir henni í rúman hálf- an mánuð. Að kvöldi sama dags 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. maí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.