TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbˇk Morgunbla­sins

and  
M T W T F S S
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunbla­i­


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbˇk Morgunbla­sins

						í lítt kunnri fundabók stjórnar Sjálf-
Stæðisflokksins gamla, 1914—1917, seg-
ir að stjórnin hafi haldið fund sunnud.
16. jan. 1916 og „með því að Jörundur
Brynjólfsson hafi gengið úr flokka-
stjórninni varð Páll H. Gíslason, kaup-
maður valinn í stjórnina að áskildu
samþykki Sig. Eggerz og prófasts
Kristins Daníelssonar. Var tekið til um-
raeðu hvort réttara mundi vera að
ganga í bandalag við nokkurn flokk
við kosningar og þá hvern. Var ákveð-
ið að láta heimastjórnarmenn alveg
hlutlausa, en beita sér gegn ráðherra-
flokknum," þ.e. Einari Arnórssyni og
stuðningsmönnum hans (langsum-mönn-
um).
í næstu fundargerð á undan er nafns
Jörundar Brynjólfssonar (þá barna-
kennara) einnig getið og sagt að flokk-
urinn hafi fengið Jörund og Ólaf G.
Eyjúlfsson, stórkaupmann, „til aðstoð-
ar í miðstjórnina."
Af fundagerðarbókinni má sjá, að um
þetta Ieyti snerust umræður innan
flokksins um afstöðu til stjórnarinnar
og einkum væntanlegar kosningar. Frá
því er skýrt 25. marz 1916, að tiltæk-
ast hafi þótt að raða mönnum á lands-
lista svo: 1. Sigurður Eggerz, 2. Hjört-
ur Snorrason, 3. Gunnar Ólafsson, Vest
mannaeyjum, 4. Magnús Friðriksson,
Staðarfelli, 5. Kristján Benjamínsson á
Tjörnum, 6. Ólafur Thorlacius, læknir,
7. Magnús Magnússon, kennari. Var
ákveðið að bera lista þennan undir þá
flokksstjórnarmenn, sem eigi voru við-
staddir og til náðist. Undir þá fund-
argjörð rita, auk Sigurðar Eggerz og
Björns Kristjánssonar, þeir Bjarni
Jónsson frá Vogi og Benedikt Sveins-
son. Síðan er haldinn aðeins einn fund-
ur um sumarið og má sjá að áhugi hef-
ur allur beinzt að kosningunum.
Á fundi, sem haldinn er 9. des. 1916,
kemur Jörundur Brynjólfsson aftur við
sögu — þá eru boðaðir á fund af mið-
stjórn flokksins „nokkrir þingmenn" og
eru þeir þessir: Benedikt Sveinsson,
Bjarni Jónsson, Björn Kristjánsson,
Hákon Kristófersson, Hjörtur Snorra-
son, Jörundur Brynjólfsson, Kristinn
Daníelsson, Pétur Ottesen, Pétur Þórð-
arson, Sigurður Eggerz og Þorleifur
Jónsson. Af þeim sem boðaðir eru á
fundinn eru Magnús Torfason og Skúli
Thoroddsen fjarverandi. Á þessum
fundi urðu umræður „um afstöðu til
stjórnarinnar og horfur á nýrri stjórn-
armyndun, en engin atkvæðagreiðsla
fór fram, né ályktun tekin." Enn situr
Jörundur á fundum miðstjórnar flokks-
ins 11. og 12. des. og á síðari fundinum
skýrðu „ýmsir . . . frá viðræðum sínum
við flokksmenn úr öðrum flokkum um
stjórnarhorfur, en ekki þótti enn til-
tækilegt að fastráða um fyrirætlanir
flokksins."
Eru þessar viðræður upphafið að
fyrstu  samsteypustjórn  hér  á  landi,
Matthías Johannessen:
lofningur
S j álf s t æði sf lokksins
gamla 1
undanfari
og afleiðing
stjórn Jóns Magnússonar, en undanfarinn
er sársaukafull átök innan Sjálfstæðis-
flokksins gamla, sem lauk með því að
hann klofnaði í langsum-menn og þvers-
um, þegar Einar Arnórsson varð ráð-
herra 1915.
•  •
Þannig var mál með vexti, að einn af
helztu forystumönnum sjálfstæðismanna,
Sigurður Eggerz var 1. júlí 1914 til-
nefndur af meirihluta Alþingis ráð-
herra íslands. Sigurður varð þingmað-
ur Vestur-Skaftfellinga í kosningunum
1911, en hann var þá sýslumaður Skaft
fellinga. Heimastjórnarmenn unnu mik-
inn sigur í kosningum þessum, en Sig-
urður var utan flokka.
Þingkosningar fóru fram í apríl 1914
og komu þá inn í þingið þrír nýir
menn, sem áttu eftir að hafa úrslita-
áhrif á stjórnmálaþróun næstu ára,
Einar Arnórsson, Guðmundur Hannes-
son og Sveinn Björnsson. Hannes Haf-
stein sá fram á að hann yrði í minni-
hluta og bað um lausn frá ráðherra-
embætti, áður en þing kom saman, en
þó gegndi hann embættinu þar til Sig-
urður Eggerz tók við. Sigurður fór á
konungsfund og var settur í embættið
21. júlí, en um þremur vikum síðar af-
greiddi Alþingi stjórnarskrárfrum-
varpið (frá 1913), en báðar deildir
þingsins samþykktu þann „fyrirvara",
„að uppburður sérmála íslands fyrir
konung í ríkisráði Dana verðí hér eftir
sem hingað til íslenzkt sérmál." Þá var
einnig samþykkt í sameinuðu þingi
þingsályktun um gerð íslenzka fánans.
Ráðherra lagði nú stjórnarskrárfrum
varpið fyrir konung í ríkisráðinu til
staðfestingar 30. nóvember þetta sama
ár og tók upp í tillögu sína að fyrir-
vari þingsins yrði staðfestur og hélt
fast við það. En á ríkisráðsfundinum
náði stjórnarskrárbreytingin, vegna fyr-
irvarans, ekki staðfestingu konungs og
ekki var heldur gefinn út konungsúr-
skurður um gerð íslenzka fánans. Þá
baðst Sigurður Eggerz lausnar, en
gegndi ráðherraembætti þar til nýr
ráðherra, Einar Arnórsson, var valinn.
Flokksblöð sjálfstæðismanna töldu að
framkoma Sigurðar Eggerz hefði verið
rétt og lýstu yfir stuðningi  við  hann.
Það gerði einnig meirihluti þingmanna.
Fullyrtu þessir aðilar að ráðherra
hefði ekki verið stætt á því að halda
éfram störfum, þegar konungur vildi
ekki samþykkja „fyrirvarann".
Sjálfstæðismenn héldu fund í Reykja
vík 30. des. 1914 og var ráðherra boð-
inn velkominn heim. Hann flutti ræðu
og skýrði utanför sína, en að ræðunni
lokinni var hann hylltur ákaflega og
samþykkti fundurinn svolátandi til-
lögu: „Fundurinn þakkar ráðherra
framkomu hans í ríkisráði 30. nóv. þ.á.,
telur skoðanir þær, sem hann hélt þar
fram í umræðunum um stjórnarskrár-
málið vera í fullu samræmi við vilja
meirihluta kjósenda fyrir síðustu kosn-
ingar og álítur vel farið að ráðherra
flutti svo ljóst við Dani skoðanir fs-
lendinga í deilumálunum." f desember
er Sigurður Eggerz á fundi í miðstjórn
Sj álfstæðisflokksins. Honum er þökkuð
góð framganga. Hann skýrði nokkuð
frá því sem gerzt hafði í ríkisráðinu,
en síðan vikið að því hvað gera skuli:
„Ráðherra og aðrir voru á eitt mál sátt-
ir,  að  leita  undirtekta  þingmanna  og
Benedikt Sveinsson
Sigurður Eggerz
Einar Arnórsson
Bjarni Jónsson frá Vogi
10 LESBOK MORGUNBLAÐSINS
24. maí 1970
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24