Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 8
1 fyrri grein drap ég á mis- munandi skoðanir manna á því, hvar Lögberg hefði verið á Þingvöllum. Laust fyrir síðustu aldamót var það af mörgum tal- ið hafa verið á Spönginni á milli Flosagjár og Nikulásar- gjár, en nú er það viðtekin skoðun, að það hafi verið á austurbarmi Almannagjár. Rakti ég rannsóknir Sigurðar Vigfússonar, fornfrœðings, sem taldi Lögberg hafa verið á Spönginni og áleit sig hafa rennt stoðum undir þá skoðun með fornleifagrefti og öðrum rannsóknum. Eins og ég gat um, höfðu þeir Guðbrandur Vigfússon og KS- lund talið, að Lögberg hefði verið á eystri barmi Almanna- gjár. í grein í ritinum Ger-. manistische Abhandlungen, sem gefið var út i tilefni af sjö- tugsafmæli dr. Konrads Maur ers 1893, ritar Björn M. Ólsen grein um Lögberg þar sem hann snýst öndverður við nið- urstöðum Sigurðar Vigfússon- ar, en hallast að skoðun Guð- brands og Kálunds. Hann getur þess, að Vilhjálmur Finsen hafi fallizt á mál Sigurðar. Síðan segir Björn M. Ólsen: „Því verður eigi neitað, að Sigurður Vigfússon hefur að sumu leyti réttara fyrir sér en þeir KSlund og Guðbrandur Vigfússon. Þannig hefur hann sýnt það, sem vafalaust er rétt, að Grágás á við dagsmörk, þar sem hún segir, að dómar skuli út fara (til sóknar) „eigi síð- ar en sól kemur á gjábakka hinn hærri frá Lögbergi úr lög sögumannsrúmi að sjá“. Rekur Björn M. Ólsen síðan í all- löngu máli athuganir Sigurð- ar Vigfússonar um þessi mál og er honum í flestu sammála. Sið an víkur hann að Byrgisbúð með þessum orðum: „Sömuleiðis hefur Sigurður Vigfússon sýnt, að sönnun sú, sem þeir Kálund og Guðbrand- ur Vigfússon hafa komið fram með fyrir því, að B.vrgisbúð hafi staðið á hraunrimanum, þar sem nú er nefnt Lögberg, er hvergi nærri einhlít eða óyggjandi. Þeir Kálund ráða þetta af einum stað í Sturl- ungu, þar sem taiað er um við ureign þeirra Hafliða Másson- ar og Þorgils Oddasonar. Er þar sagt, að þeir Hafliði hafi ekki getað komið dóminum fyr ir á vanalegum stað fyrir of- ríki Þorgils, og hafi hann þá fært dóminn „austr i hraunit hjá Byrgisbúð; gæta þar gjár þrim megin, en virkisgarðr ein- um megin". Þessi lýsing á staðnum á mæta vel við hraun- rimann milii gjánna, sem menn kalla Lögberg, en Sigurðurhef ur sýnt, að hún á eins vel við annan hraunrima, sem iiggur norðar, og hefur hann þar fundið leifar af grjótgarði, sem hann heldur hafi verið virkis- garður, en það er þó nokkuð vafasamt. Það er víst, að Byrg isbúð hefur verið á öðrum hvorum þessara hraunrima, en á hvorum þeirra hún hefur ver ið, er ósannað, því að lýsing- in í Sturlungu er ekki svo greinileg, að hún taki af öll tvi mæli, og því síður sker Njála úr þessu, þar sem hún talar um Byrgisbúð." Þetta voru orð Bjarnar M. Ólsens. Orð Njálssögu um Byrgisbúð eru þessi: „Flosi hafði látið tjalda Byrgisbúð, áð ur hann reið til þings, en Aust firðingar riðu til sinna búða“. Ber þessi frásögn ekki með sér hvar á þingstaðnum Byrgisbúð hefur verið. Frásögn Sturl- ungu, sem notuð hefur verið sem staðarákvörðun um Byrgis búð, er á þessa leið: „Ok þá nefndi Hafliði vátta at því, at hann mátti eigi dóminum fram koma fyrir ofríki Þorgils, ok þá færðu þeir dóminn austr í hraunit hjá Byrgisbúð, þar gæta gjár þrim megin, en virk isgarðr einum megin; ok í þeim dómi verðr Þorgils Oddason gerr sekr skógarmaðr, ok þetta eitt mál nýttist þar, þat er í dóm var lagt. Ok eftir þat var gengit til Lögbergis ok sagt til sektar hans, ok er menn komu heim til búða, þá var frétt, hverja Hafliði hefði hlotið áverkana, af þvi að alþýðan vissi enn þá eigi víst, hvat at hafði orðit eða hversu mikit.“ Þetta er frásögn Sturlungu og af henni er ekki ljóst, hvar Byrgisbúð hafi verið, eins og Björn M. Ólsen tekur réttilega fram. En þegar frásögn Sturl- ungu er lesin til hlítar, má sjá, að Lögberg muni ekki hafa verið allnærri Byrgisbúð og í öðru lagi, að búðir þær, sem um er rætt, hafi hvorki verið nærri Byrgisbúð né Lögbergi. Af þessu verða þó ekki miklar ályktanir dregnar, en nánar mun vikið að þessum atriðum síðar. Björn M. Ólsen heldur áfram í áður tilvitnuðu riti og segir, „að þó það yrði sannað, sem ekki hafi verið sannað, að Byrg isbúð hafi ekki staðið á hraun- rimanum, sem nefndur er Lög- berg, þá sé það engin sönnun fyrir því, að þar hafi verið Lögberg hið forna.“ Fer hann síðan nokkrum orðum um forn- leifagröft Sigurðar Vigfússon- ar og telur hringmyndaða mann virkið, sem Sigurður íann á Spönginni, einna líkast lög- réttupöllum þeim sem hafðir vóru eftir að landið komst und ir konung og ef lögréttan hafi verið þar, sé auðsætt, hví Spöngin hafi verið kölluð lög- réttuspöng á siðari timum. Fer- hyrndu rústina innan í hringn um telur Björn M. Ólsen lík- legast búðarrúst frá síðari tím- um, eða þá lögréttuhús, eins og Sigurður Vigfússon hafði getið til. Þá víkur Björn M. Ólsen að rannsóknum Sigurðar Vigfús- sonar á mannvirkinu á austur- barmi Almannagjár. Um það segir hann „1 miðju mannvirk inu fann Sigurður merkilegan grjótbálk, lítinn og stuttan, sem reynslan þó síðar sýndi, að ekkert áframhald hafði á neinn veg. Sigurður gerir enga tilraun til að skýra, hvað þessi grjótbálkur hafi verið. Þess mætti til geta, að grjótbálkuv þessi sé leifar af fornum hörg eða blótstalla, sem staðið hafi á hinu forna Lögbergi i heiðni, og hafi hann síðar, þegar mannvirkið var hlaðið til að jafna gjábarminn, verið látinn standa í undirstöðunni. Öskulag það, sem Sigurður fann neðst niður við bergið undir mann- virkinu fyrir neðan grjótbálk- inn, gæti þá verið leifar af gömlum blóteldum. Það er eng- um vafa bundið, að alþingi hef ur í heiðni verið helgað með blótum. Á það benda orðin þinghelgi, at helga þing, al- Lýðveldisstofnunin 1944 fór fram á Lögbergi á austurbarmi Almannagjár. En var það á Lögbergi helga? ■;;:v Tjaldborgin á völlunum 1944 gefur ef til vill einhverja hugmynd um hvernig umhorfs var á þing staðnum til forna, er þing stóð sem hæst? 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. októtoer 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.