Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1971, Blaðsíða 4
Mér fannst ég strax vera eins og heima hjá mér í þess- um nýju híbýlum. Þetta var þriggja herbergja íbúð á ann- arri hæð í nýju húsi í útjaðri borgarinnar, í rólegu og snyrti legu hverfi. Ánægja mín yfir íbúðinni var ekki sizt sprottin af þeirri sannfæringu minni, að íbúðin var ekki ein af þessum alvanalegu; þetta var íbúðin mín, hún hæfði mér í alla staði og því var ekki fráleitt að ímynda sér, að hún væri sér- stæð, úr því að engin mann- vera er annarri lík. Ég hafði varið tveim mánuðum til þess að búa hana húsgögnum; af kostgæfni hafði ég valið hvern hlut og hvern einasta skraut- mun. Næstu tvo mánuðina virti ég heimili mitt fyrir mér af stöðugri hrifningu, á sama hátt og ég grannskoðaði stundum andlit mitt í speglinum, sem var einstætt einmitt af þvi að það tilheyrði mér. Það var ekki bara íbúðin, sem ég hafði svona miklar mæt ur á; ég var hrifinn af öllu húsinu, sem var ekki sérlega gamalt og heldur ekki allt of nýtt, en byggt í hófsömum smá- borgaralegum stíl. Þar að auki elskaði ég götuna með blómstr- andi óleander-trjánum og búð- unum á neðri hæðinni, nýtizku verzlunum með litríkum skilt- um og stórum útstillingarglugg um — þar var tóbaksverzlun, rakarastofa, snyrtivöruverzlun, matvöruverzlun, brauðbúð og bókabúð. Beint andspænis glugganum mínum var blóma- búð. Fyrir innan gluggann mátti greina pottablóm, háa og lága vasa fulla af blómum, vatnsstrók úr litlum, skrautleg um gosbrunni. Afgreiðslu- stúlkan í blómabúðinni var fal leg stúlka með dökkan hör- undslit, há og þéttholda með þokkafulla framkomu og hæg- ar hreyfingar, og hún leit ekki út fyrir að vera eldri en tuttugu og fimm ára. Hún var ein í búðinni; hún kom á morgnana, dró upp tjöldin, gekk fram og aftur um búðina smástund við að raða blómun- um, og beið síðan eftir við- skiptavinum. Mestan hluta dags sat hún bak við búðar- borðið og las lítil framhalds- myndablöð. En oft tók hún sér stöðu í dyrunum og horfði út á götuna, þar sem aldrei sást neitt og ekkert gerðist. Þessi fallega stúlka vakti strax athygli mína, og þar sem þetta var i byrjun september og allir vinir minir enn í sum- arleyfum, þá fór það svo, að ég veitti henni æ meiri eftir- tekt. Ég var að vinna að skýrslu um iðnþróunarmál og sat þvi lengstaf við skrifborð mitt, en á tiu mínútna fresti stóð ég upp og gekk út að glugg- anum, til þess að horfa yfir í blómabúðina. Stúlkan var þar inni, bak við afgreiðsluborðið, lengst inni í búðinni. Það sást í dökkan koll hennar, þar sem hún grúfði sig yfir myndasög- urnar. En stundum stóð hún í dyrunum og studdist upp við dyrastafinn. Ég virti hana fyr- ir mér dálitla stund, síðan tók ég aftur til við vinnu mína. Um síðir kom mér ráð í hug; ég ákvað að draga athygli stúlkunnar að mér með þvi að beina til hennar sólargeisla með spegli. Mér fannst þetta frumleg hugmynd og nýstárleg. Ég tók, sem sagt, rakspegil og reyndi að beina sólargeislanum að blómabúðinni. Geislinn rann fyrst eftir gluggarúð- unni, s'iðan á skiltið og smeygði sér svo loks inn um þröngar dyrnar svipað og þráður sem manni tekst loks eftir langa mæðu að þræða gegnum nálar- auga. Að síðustu lagðist hann blíðlega á niðurlútt höfuð stúlkunnar eins og hönd, sem gerir gælur. Ég lét geislann hvíla nokkra stund á hári hennar, siðan leið hann niður eftir nöktum handleggnum og lenti loks á opinni síðu myndasöguheftisins, þar sem hann stanzaði og hvarflaði öðru hvoru til og frá á síð- unni. Nokkra stund hélt stúlk- an áfram að lesa, síðan lyfti hún höfðinu og leit fram í dymar. Nánast óttasleginn yfir dirfsku minni hörfaði ég frá glugganum. En eftir andartak stóð ég aftur upp og gekk út að glugg anum. Nú stóð stúlkan i dyr- unum og horfði út á götuna. Ég greip sólargeisla á lofti og beindi honum beint til hennar, lét hann skríða hægt upp eftir fótleggjunum og áfram upp eftir líkama hennar, alveg upp að barminum. Síðan beið ég ekki boðanna, en beindi ljós- geislanum skyndilega beint framan í hana. 1 þetta skipti leit hún upp, kom auga á mig og brosti. Ég brosti á móti og gaf henni merki með hendinni eins og ég vildi segja; Komdu upp, komdu hingað upp, komdu að heimsækja mig. Stúlkan hikaði, síðan gaf hún mér merki eins og hún vildi segja: Já, seinna. Stórhrifinn af svo skjótum árangri, benti ég á armbands- úrið mitt og spurði: Hvenær þá? Hálfeitt, svaraði stúlkan með merkjamáli. Klukkan var ellefu. Ég veif- aði til stúlkunnar og fór frá glugganum. Ég tók nokkur ÓSKÖP VENJU- LEGUR MAÐUR Smásaga eftir Alberto Moravía dansspor og nerf saman hBn«r- um, gekk að speglinum og skoð aði mig, gaf sjálfum mér fingur koss. Vinnan gekk treglega; ég leit á klukkuna á fimm min- útna fresti. Stundum stóð ég upp og leit út um gluggann; stúlkan sat þar enn, bak við búðarborðið og grúfði sig yfir myndablöðin. Ég gaf henni nánar gætur einu sinni meðan hún var að velja rósir handa einum viðskiptavini. Ég sá hvernig fallega stúlkan beygði sig fram, tók upp rós, dró að sér höndina og rétti hana út aftur. Þá hugsaði ég með méir, að þetta væri sannarlega aðlað andi ung stúlka o>g að það væri eitthvað lokkandi við það, að hún skyldi taka boði mínu á svona leyndardómsfullan og látlausan hátt. Þegar klukkan var tuttugu og fimm mínútur yfir tólf, gekk ég i síðasta sinn út að glugganum. Stúlkan gekk hægt og rólega og tignarlega fram og aftur í búðinni og rað- aði blómunum. Þá kom hún út og dró niður sóltjöldin. Ég sá hana ganga þvert yfir götuna og síðan hvarf hún úr augsýn, inn 1 uppganginn hjá mér. Ég var ailur í uppnámi og tók mér stöðu í forstofunni, rétt við dyrnar. Ég sá mér til ánægju, að fíkjuplantan, sem ég hafði keypt daginn áður, fór afar vel þarna í skotinu mílli dyranna. Ég hafði raunar verið gripinn sams konar ánægju skömmu áður, þegar ég renndi augum yfir stofuna, sem ég hafði búið nýtízku sænskum húsgögnum. Ibúðin var ríkmannleg og frumleg, og ég var viss um, að stúlkan mundi hrífast af þessu öllu. Loks heyrði ég að lyftan stanzaði með hnykk á hæðinni, síðan heyrði ég lyftuhurðina opnast og lokast, svo skóhljóð á gólfi. Andartak var hljótt, og svo var dyrabjöllunni hringt. Til þess að hún færi ekki að halda, að ég hefði stað- ið og beðið eftir sér við for- stofudyrnar, þá læddist ég inn í stofuna, gekk síðan aftur fram I forstofu og hafði þá eins hátt og ég gat, opnaði síð- an forstofudyrnar. Ég varð fyrir dálitlum von- brigðum. Úr fjarlægð hafði mér virzt hún falleg, en í þess- ari nálægð kom í Ijós, að hún var aðeins ung og aðlaðandi. Hún var dökk á hörund, nið- urandlitið var dálítið stórskor- ið, munnurinn var stór, nefið íbogið og augun stór og dökk og dálítið starandi. Um leið og hún gekk inn, sagði hún vin- gjarnlega með utanbæjarmál- hreim: Ég hefði ekki átt að koma hingað. Ég kom bara til að heilsa upp á yður, skiljið þér. Við erum nágrannar, mig lang- aði bara til að kynnast yður. Fyrirgefið mér, sagði ég. En ef mér hefði ekki dottið þetta í hug með spegilinn, þá veit ég sannarlega ekki hvemig ég hefði getað komið því við að ná kunningsskap við yður. Hún yppti lítil'lega öxlum. Satt að segja hélt ég fyrst að það væri verkfræðingurinn. En svo sá ég, að það voruð þér. Hvaða verkfræðingur? Sá sem bjó hér á undan yð- ur. TTann byrjaðl á sama hátt, blindaði mig með spegli. En það hefur kannski verið hann sem gaf yður hugmyndina að glettast við mig á þennan hátt, til þess að ég VKÍtti yður at- hygli? Nei, ég þekkti hann ekki neitt. Fyrirgefið mér, en svona kemur svo iðulega fyrir, ef ég á að segja eins og er. Hún gekk á undan mér inn í íbúðina, ræðin og ófeimin. En hún stanzaði snögglega í dyr- unum: En hér er allt eins og áður. Þér hafið þá leigt íbúðina með húsgögnum, eða hvað? I þetta skipti hugsaði ég mig um andartak áður en ég svar- aði. Ég hafði það á tilfinning- unni, að eitthvað óviðkomandi, eitthvað óskiljanlegt og niður- lægjandi, eitthvað sem ég gat ekki enn gert mór grein fyrir, hefði komizt upp á miili mín og stúlkunnar. Að lokum sagði ég: Nei, íbúðin var tóm. Ég hef sjálfur búið hana húsgögnum. En skritið. Það var potta- blóm hér í forstofunni líka, al- veg eins og þessi hérna. Kannski ekki alveg svona stór. Er þetta ekki fíkjuplanta? Jú, það er fikjuplanta. Verkfræðingurinn var svo hrifinn af því. Hann sagði mér, að það ætti að vökva það tvis- var á viku. Nú fór ég að velta þvi fyr- ir mér, hvort ég hefði lika haft í hyggju að fræða stúlkuna á því sama, ef hún hefði haft orð á þvi, hvað fíkjuplantan væri falleg. En ég var ekki viss; ég gat þó ekki neitað þvi afdrátt- arlaust, að ég kynni að hafa gert það. Nei, sko, en furðulegt, sagði stúlkan enn, verkfræðingur- inn átti líka svona mynd. Abstrakt-málverk virðast öll nákvæmlega eins, en þau eru það samt ekki, sagði ég gramur. Nú vorum við komin inn í stofu. Stúlkan klappaði saman höndum af hrifningu. En stofan er lika alveg eins og hjá honum. Sams konar hús gögn. Þeim er kannski bara raðað pínulítið öðruvísi. I þetta skiptl svaraði ég engu. Stúlkan settist í sófann, krosslagði fótleggina og hneppti jakkanum frá breiðum barmi. Hún virtist hin ánægð- asta og bjóst augsýnilega við því, að ég færi að daðra við sig. Ég gekk að plötuspilaran- um til þess að setja á hann plötu, en sá mig um hönd og gekk i þess stað að skápnum, þar sem ég hafði sett bakka með glösum og vínflösku. En einnig í þetta sinn hætti ég við fyrirhugað áform mitt og sett- ist andspænis stúlkunni. Má ég leggja fyrir yður nokkrar spurningar, sagði ég. Alveg sjálfsagt. Lét verkfræðingurinn plötu á plötuspilarann, þegar þér komuð hingað í fyrsta skipti. Já, mig minnir það. Og síðan bauð hann yður eitthvað, iíkjör, vin? Já, hann bauð mér vermút. Og svo settist hann umsvifa- laust við hliðina á yður, ekki satt? 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. jainúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.