Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Ju, pa» germ nann. En hvers
vegna ...
Biðið andartak.  Og svo fór
hann að daðra við yður?
Stúlkan  íór  eilítið  hjá  sér
við spurninguna.
Fyrirgefið, en af hverju
viljið þér fá að vita allt þetta?
Verið bara róleg, svaraði ég.
Ég ætla ekki að leggja neinar
óþægilegar spurningar fyrir
yður. Bara að spyrja yður um
nokkur smáatriði, svo að segja.
Hánn daðraði sem sagt við yð-
ur, það er augljóst mál. Segið
mér — mér datt það svona allt
í einu í hug — bauðst hann
ekki til þess fyrirvaralaust,
svona eins og til að brjóta ís-
inn og kynnast yður náið, að
spá i lófa yðar?
Stúlkan skellti upp úr.
. Alveg hárrétt. En hvernig í
ósköpunum  gátuð  þér  vitað
það. Það má vist segja, að þér
vitið lengra nefi yðar.
Þetta var nefnilega það sem
ég hafði hugsað mér að gera;
og það hefði ég sagt henni,
hefði ég þorað. Ég horfði á
stúlkuna og nú fannst mér sem
leiftraði frá henni hættulegum
glæringum líkustum þeim sem
stafar frá stólpunum sem há-
spennulínurnar eru strengdar
á. Mér var, satt að segja,
ógerningur að segja eða gera
nokkurn hlut, sem verk-
fræðingurinn hafði ekki þegar
sagt eða gert. Og eftir þvi sem
mér skildist, þá var verkfræð-
ingurinn líkur mér, spurði
ég loks.
Hvernig þá?
Ég meina í útliti.
Ég varð var við, að hún virti
mig vandlega fyrir mér. Siðan
sagði hún:
Ja, á vissan hátt. Þið eruð
báðir ósköp venjulegir menn.
Hvernig þá?
Ja, hvorki laglegir né ljótir,
hvorki langir né stuttir, hvorki
ungir né gamlir. Miðlungs.
Ég sagði ekkert. En ég horfði
á hana og i vanmætti minum og
harmiþrunginni reiði, hugsaði
ég með mér, að ævintýrið væri
nú orðið að engu. Stúlkuna
varð ég að láta lönd og leið,
og nú var bara að finna upp
eitthvert ráð til þess að senda
hana burtu. Hún tók eftir skap
brigðum minum og spurði dá-
litið óttaslegin:
En hvað er að yður? Er eitt-
hvað að?
Álítið þér, að menn eins og
.....w

ég og verkfræðingurinn séu á
hverju strái? spurði ég þving-
aður.
Ja, það held ég. Þið eruð —
hvað á ég að segja — þið eruð
eins og f jöldinn.
Ég tók viðbragð og stúlkan
hrópaði upp yfir sig:
Nú skil ég. Yður sárnaði að
ég skyldi segja, að þér væruð
ósköp venjulegur maður. Er
það ekki?
Nei, mér sárnaði ekki bein-
línis, svaraði ég. Við getum
sagt, að ég hafi — lamazt.
Lamazt? En af hverju það?
Jú, úr því ég geri eins og
allir aðrir, þá finnst mér betra
að gera alls ekki neitt.
Stúlkan reyndi að hug-
hreysta mig.
En þér þurfið alls ekki að
finnast þér vera lamaður, þeg-
ar þér eruð með mér. Ég full-
vissa yður um, að ég kann bezt
við svona menn eins og yður,
menn, sem eru ekki allt of
frumlegir, eða stórkostlegir,
menn sem maður veit fyrirfram
hvað þeir ætla að segja eða
gera.
Einmitt það, nú þarf ég að
vinna, sagði ég og reis á fæt-
ur. Þér verðið að fyrirgefa, en
það er áríðandi verkefni, sem
ég verð að ljúka.
Við fórum út í forstofuna.
Stúlkan virtist ekki taka þetta
nærri sér. Hún brosti.
Verið þér nú ekki svona
reiður, sagði hún. Því að þá
hagið þér yður, satt að segja,
alveg eins og verkfræðingur-
inn.
Nú, hvernig hagaði hann
sér?
Einu sinni, þegar ég sagði
honum, að hann væri eins og
allur fjöldinn, sem sagt, ósköp
venjulegur maður, þá varð
hann reiður, alveg eins og þér,
og rak mig út.
The Man  Versus The  State.
Herbert Spencer. Edited
with an Introduction by
Donald Macrae. A New
View of Society and Report
to the Coumty of Lanark. Ro-
bert Owen. Edited with an
Introduorjion by V. A. C. Gat-
reliL The Pefficain Classics.
Penguin Books 1969—1970.
Herbert Sper.cer var boðberi
„laissez-faire" kenningarinnar
í efnahags og samfélagsmálum.
Hann taldi mikil afskipti rikis-
valdsins af atvinnumálum og
efnahagsmálum leið til áþjánar
og ófrelsis og stórdraga úr
öllu frumkvæði í framkvæmd-
um einstaklinga. Hann taldi að
í stað trúarinnar á guðlegan
rétt konunga væri þá kominn
guðlegur réttur þjóðþinganna
og áleit að frjálslyndir sam-
tímamenn hans stefndu til alls
herjar þrælkunar alls lands-
fólksins, sem auknum afskipt-
um ríkisvaldsins um atvinnu-
mál og fjármál. Sósialisma
taldi hann leiða beint til þrælk
unar. Penguin forlagið telur
fulla ástæðu til þess að gefa
nú út þetta gleymda rit auk
nokkurra þátta, þegar ríkis-
valdið þrengir stöðugt meir
og meir að framkvæmdafrelsi
þegnanna.
Upphafsmaður samvinnu-
hreyfingarinnar Robert Owen
var einnig frumkvöðull brezks
sósialisma, hann áleit eins og
svo margir velviljaðir menn,
að skynsemi og uppbyggileg
fræðsla myndu siðbæta mann-
kynið til fegurra lífs og reisti
kenningar sínar um samvinnu-
hugsjónina á þeirri skoðun.
Rekstrarform hans á fyrirtæk]-
um var víða tekið upp og hef-
ur biómgazt, þó ekiki aiUs srbað-
ar i þeirri mynd, sem Owen sá
í hiMngurn. 1 þessari bók birt-
ist í fyrsta skipti sósiölsk kenn
ing i nútima merkingu orðsins,
útgefin 1821.
The Peliesxn Book of English
Prose. Voliuime I—II.  Edited
by Roger Sharrock and Ray
mond   Wiliiams.   Penguin
F.ooks 1961—70.
Þetta  er  sýnisbók  ensks
óbuindins máls frá upphafi, eða
frá Engil-saxnesku króníkunni
og fram yfir miðja tuttugustu
öld. Efninu er raðað eftir tima-
röð og innan hvers tímaskeiðs
er bað flokkað eftir efni í al-
mennar lýsirgar ýmissra fyrir-
bæra, skáldskap og kafla um
þau efni sem mönnum litust
áhuigaverSus't á viökomandi
tknabiQli. Leiitazt er við að sýna
þróun ensks bókmáls, stíls og
sk\'njunar.
Alexander  oder  Die  Ver-
wandlung  der  Welt.  Peter
Ramm. Dr.iemer Knaur 1970.
Peter Bamn; hefur sett sam-
an læsilega fantasíu um Alex-
anaer mikla og þýðingu hans
fyrir heimssöguna. Sagan er
mjög skemrrtileg aflestrar, at-
buðarásin hröð og litauðugar
lý^ingar og ýmis konar sögu-
legur samtiningur halda les-
andanum við efnið. Aðdáun
höfundar á hetju sinni er tvíl-
laus og einlæg.
17. jainúar 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS   5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16