Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1971, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1971, Blaðsíða 8
PXXXty^ MEsrn OORVÍ ALUií lUERCI. MOK? -CRVCI VKSIAl/BI RDCPR6 CHAQS SCALHOLMN ;niscob\í ESAqVAr V4LLE.N. MONS.S.\CT. MONÍfriF^LA iVXirw 'AEBATIA^ HELCitÆL; CHAOS UJ® [SVLFVR ,<jSTKABORP -J&REMEN-- Gizur Helgason HVER VAR FYRSTUR? i Það eru margar skiptar skoð- anir á hlutverki manjtkynssög- unnar sem vísindagreinar, en þó hafa menn orðið sammála um, að það sé augsýnilega hlut verk hennar að afhjúpa fortíð mannkynsins og að endursegja líf mannverunnar með öllum fjölbreytileika hennar og fylgja þróun hennar frá elztu tímum fram ti'l nútímans. 1 þessari frásögn ætla ég að reyna að gera grein fyrir frum- byggjum Islands, þ.e.s. þeim er hingað til lands hafa komið á undan landnámsmönnunum. Ég þarf varla að gera lesend- um það ljóst, að það sem hér fer á eftir er mjög svo óvís- indalegt, enda geta þeir sjálf- ir séð það. Heimildir um þetta éfni eru af mjög skornum skammti, en þó tel ég að mér hafi tekizt að komast yfir það helzta er veitt getur upplýsing- ar um efnið, en að auki leyfi ég mér að bæta við ýmsum at- hugasemdum frá eigin brjósti. 2. Sérhver maður er reynir að kasta ijósi yfir sögu lands síns, verður að leita til fortiðarinn- ar. Allt er tilheyrir fortíðinni er svo hægt að nota sem heim- ildir. Heimildirnar geta verið margvíslegar; beinagrindur, skartgripir, fatnaður, verkfæri, rúnaristur og s.frv. en samt verður maður að líta hverja heimild með varkárni og gagn- rýni. Einstaka heimildir geta meira að segja verið falsaðar. Sá sem ætlar sér að skrifa Islandssögu verður að hafa mikla þekkingu á sögu Noregs fyrir landnám íslands, sigling- um víkinganna i Vestursjó og sögu Irlands og Skotlands. Auðvitað fléttast fleiri lönd inn í spilið, en áðurnefnd eru þó talin mikilvægust. Hvenær menn af norrænu bergi brotnir komu fyrst til Is- lands er erfitt að segja til um og engar frásagmir eru til um veru þeirra á Islandi fyrr en eftir árið 850. Og hvénær menn komu að Islandi fyrst mun sennilega verða hulið myrkri um aldir og eilífð, en þó mun hægt að fullyrða, að það mun hafa verið áður en Garðar og Naddoður komu hingað. Heim- ildir þar að lútandi höfum við m.a. frá Ara fróða og mörgum öðrum norrænum og írskum rit um og mun ég fjalla síðar um þær. I dag er það alltítt að gefa irskum munkum heið- urinn af því að vera fyrstu íbú ar íslands, en það eru enn nokkrir vísindamenn sem telja landið hafa verið þekkt jafn vel 1000 árum fyrr. 3 Túle: Um 330—320 f. Kr. ferð aðist grískur maður, Pytheas að nafni, frá Marseille til Bret- lands og siðan segir sagan að hann hafi ferðazt í norðurátt í 6 sólarhringa og komið að landi sem hann svo kallaði Túle. Ekki hafa allir verið sam mála um hvaða land þetta var. Sumir telja það vera Island en fleiri telja þó að þetta land hafi verið eitt af Norðurlönd- unum og þá helzt Noregur. G.E. Broche hefur skrifað all ítarlega um þetta efni (Pythéas le Massaliote, Paris 1936) svo og Vilhjálmur Stefánsson (Ul- tima Thule). Báðir eru þeir sammála um að hér muni átt við ísland. Vilhjálmur telur og að Pytheas muni ekki haía ver ið sá fyrsti að koma til íslands og sennilegt sé, að hann hafi heyrt talað um landið hjá Bretum sjálfum. Við skulum nú líta betur á staðreyndirnar og um leið fræðast betur um Pytheas. 4. Pytheas er nafnið á þeim manni er mestum Ijóma slær á, þegar rætt er um hetjulegar svaðilfarir frá hinum fornu menningarrikjum við Miðjarð arhafið. Löngu áður en ein- hver raunveruleg „saga“ byrj- ar af Norðurlöndunum höfðu íbúar Miðjarðarhafslandanna vitneskju um lönd er lágu langt i norðri og einstaka menn ferðuðust til þessara landa til að auka við þekkingu sina. Hver var hann þessi Pythe- as? Við vitum því miður afar lítið um hann. Það hefur meira að segja leikið vafi á því hvort hann ferðaðist meira á sjó en landi. Fór hann fleiri en eina ferð? Engin vitneskja! Var hann ríkur eða fátækur og hvaða möguleika hafði hann á þvi að koma þessum ferðum (ferð) í kring? Ef til vill hef- ur hann verið útsendíiri ríkra kaupmanna í Marseille til að finna nýja markaði, eða þá for- ingi landkönnuðaleiðangra sem vitað er að t.d. Rómverjar og Grikkir sendu af stað með vissum millibilum er veldi þeirra stóð sem hæst. Allt eru þetta þó ágizkanir. Eitt er þó víst, að þessi framúrskarandi stjörnufræðingur og landfræð- ingur flutti heiminum vit- neskju frá hinum norðlægu löndum sökum ferða sinna. Bók hans um þessajr ferðir (ferð) „um hafið“ er því miður týnd og því höfum við ekki aðrar heimildir um ferðir hans en það er aðrir hafa vitnað í þessa bók ca. 300 árum seinna, og sennilegt er og, að þeir hafi einnig vitnað í bækur sem hafa þá e.t.v. haft sinn fróðleik frá frumbókinni. Vitaskuld verður maður að vera ákaflega varkár með heimildir er svo langt eru sóttar. Stór hluti af ferðum (ferð) hans hlýtur þó að hafa átt sér stað á sjónum, en hvemig litu skipin út, er hann notaði. Ef til vill hafa þetta verið eins konar langskip (stríðsskip) sem gátu siglt hraðara en breiðu verzlunarskipin og á þessu tímabili gat maður alltaf átt von á fjandskap frá Karþa- gómönnum o.fl. Vel er hugsan- legt að þau hafi verið yfir 100 fet á lengd og þvi mun stærri en skip þau er vikingarnir not- uðu til sinna Atlantshafsferða. Sem sagt, skip þessi gátu auð- veldlega farið þessar löngu ferðir. Pytheas fór svo frá Gallíu til Bretlands. Hann mun hafa ferðazt um mest allt landið og umhverfis það allt og vissi því að það var eyja. Hann vissi einnig um eyjamar norður af Skotlandi en þessi hugprúði könnuður virðist ekki hafa látið sitja þar við. Hann sigldi lengra i norður og náði „nyrzta landinu Túle“ eft- ir að hafa siglt í sex sólar- hringa, og þar var tekið á móti honum af íbúum landsins. Þetta skulum við athuga nánar. Hægt er að nefna fleiri en G.E. Broehe og Vilhjálm Stefánsson sem telja land þetta ísland. Fyrstan skal nefna irska munkinn Dicuil, sem í rit- um sínum (árið 825) álitur það sjálfsagðan hlut, að land það sem irsku munkarnir fundu vestur af Irlandi væri umreett Túle, þar næst Adam af Brim- um og margir fleiri. Geminos frá Rhodos (1. öld e. Kr.) vitnar til Pyþeasar i stjörnufræði sinni og þar segir m.a. að landið er Pyþeas talar um var byggt (af skrælingj- um) og að Pyþeas hljóti sjálf- ur að hafa verið þar sem leið- angursstjóri þvi hann seglr: „skrælingjarnir sýndu okkur“ o.s.frv. Ef landið hefur verið byggt, eins og þessi tilvitnun sýnir, kemur Island varla til greina. Island var ekki byggt á um- ræddum tima. Það er og harla ólíklegt að Pyþeas hafi haldið fram ferð sinni út I algjöra óvissu, út á heimshafið, án þess að hafa heyrt um einhver vest- læg lönd. Einnig er það ólík- legt að skip hans hafi getað rekið fyrir straumum og vind- um upp að íslandi, eins og sum ir vilja vera láta, því rikjandi vindar og straumar á land- svæðinu við Skotland og eyj- arnar hafa ekki sfefnu á Is- land heldur Noreg og sennilegt er að þar hafi Pyþeas hafnað. Allar þær upplýsingar er varð- veitzt hafa um Túle geta átt við Noreg og ekkert annað land, en hér skal þó ekkert fullyrt. Hinar mörgu tilvitnanir í Pyþeas sanna okkur að hann hefur verið til og framkvæmt ótrúlega djarfhuga ferðir til norðursins og þótt hann hafi aldrei orðið svo frægur að kom ast til Islands þá verðum við að telja hann einn af mestu landkönnuðum veraldar. Fyrir utan það, að hann mun hafa verið sá fyrsti, að vitað er með vissu, að sigldi meðfram ströndum Frakklands, Hol- lands og Belgíu, mun það vera hann er fann Stóra-Bretland, en suðurströnd Bretlands hafði á þeim tíma verið sá landshluti er þekktur var, enn fremur skozku eyjarnar og Shetland og að lokum Túle eða Noreg. Sennilega er enginn þekktur landkönnuður til í allri mann- kynssögunni er gert hefur jafn víðáttumiklar og mikilvægar uppgötvanir og Pyþeas frá Massali. 5. RÓMVERJAR A ÍSLANDI? Á Islandi hafa fundizt nokkr. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. jamúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.