Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						i-n-i '
Svo bjart var I þessu landi á vornóttum að papar srátu tínt af sér lús sem um ilasr væri.
Hver var fyrstur
Framhald af bls. 10.
óslitinn  dagur  sé  frá  jafn-
dægri á vori til jafndægurs á
hausti og óslitin nótt frá jafn-
dægri á hausti til jafndægurs á
vorí.
Er þeir sigldu enn lengra í
norður fundu þeir ís. Þá höfðu
þeir siglt i einn sólarhring."
9.
Dicuil minnist akkert áþað,
að munkarnir hafi lent hér á
landi af misskilningi, að þeir
hafi vil'zt hingað og þegar
komutími munkanna er athug-
aður nánar virðist allt benda
til þess að leið þessi hafi verið
gamalkunn. Sennilega hafa
munkar þessir verið á Suður-
landi, annars hefðu þeir séð sól
ina allan sólarhringinn. Ef við
lítum í rit annarra munka finn
um við fleiri frásagnir sem,
þrátt fyrir goðsögukeiminn,
sýna að þeir hafa haft vitn-
eskju um stórt eyland, sem lá
langt í norðri.
Til er aragrúi af frásögnum
af írskum munkum og dýrling-
um og ferðalögum þeirra til
fjarlægra landa sem svo fá hin
skringilegustu nöfn, svo sem,
fyrirheitna landið, land hinna
lifandi vera, ungdómslandið
o.fl. Frægust var frásögnin um
hinn heilaga Brendan, sem á
miðöldum var þýdd á fjölda
tungumála meðal annarra nor-
rænu. Saga þessi er afar skáld
leg og hugmyndaflugið gífur-
legt, en þó eru menn vissir um
að Brendan var uppi um miðja
sjöttu öld. Hér skal til gamans
getið tveggja frásagna.
Hefst frásögnin á komu
þeirra   (Brendans   og   fleiri
presta) til eyjar einnar:.....
Eftir 40 daga, er allur matur
var upp urinn og enginn gat
hjálpað þeim nema guð almátt-
ugur, reis þá úr hafi fjalllend
eyja. Er þeir komu nær sáu
þeir að ströndin var þverþnípt
og frá fjöllunum rann fjöldi
lækja."
1 öðrum kafla segir svo:. . . .
„Að lokum komu þeir auga á
stórt fjall upp úr hafinu. Tind
ur þess var umluktur þoku og
reyk. Skip þeirra rak fyrir
vindinum alveg upp að strönd
fjallsins. Eyjan var svo há að
þeir gátu ekki með nokkru
móti séð upp á tind fjallsins,"
siðan segir sagan frá presti
sem gekk á land en heldur illa
farnaðist honum, því hann var
gripinn af litlum djöfli. En hag
stæður byr rak þá burtu frá
eyjunni: „En er þeir litu til
baka, hvarf reykurinn frá fjall
inu, en eldslogar teygðust til
himins og siðan inn mót fjall-
inu, þannig að fjallið glóði allt
utan."
Hér er greinilega um eldgos
að ræða og sé þessi saga ekki
tekin upp úr öðrum bókum,
hlýtur fyrirmyndin að vera eld
fjall á Islandi. Margar sögur
eru til um ferðalög írskra
munka til norðurs og sem bet-
ur fer eru flestar þeirra senni-
legri en þær sem hér fóru á
undan. Hér er þó ekki unnt að
láta fleiri fljóta með, en jafn-
vel þótt sögur þessar séu ekki
allar sannleikanum samkvæm-
ar, er auðvelt að láta sér til
hugar koma, að munkar þessir
hafi haft vitneskju um ísland
fyrir tíma Dicuils.
10.
Lítum nú á hvað norrænar
heimildir segja um írsku munk
ana. Ari fróði segir í íslend-
ingabók: „Þá váru her menn
kristnir, þeir er Norðmenn
kalla Papa. En þeir fóru á
braut, af þui at þeir villdo eigi
vesa hér viþ heiþna menn, oc
léto epter bæcr irscar oc bjoll
or oc bagla, af þui mátti scilia,
at þeir vóró menn írscer" 1
formála       Landnámabókar
(Sturlubók) segir frá pöpum á
þessa leið (stytt) „1 bók þeirri
er hinn heilagi prestur Beda
skrifaði, segir frá eyju sem heit
ir Tíla. Bækur segja svo frá að
um 6 sólarhringa sigling sé frá
Bretlandi til eyjunnar. Þar seg
ir hann að á vetrum sé ekki til
dagur og á sumrum sé engin
nótt, er dagurinn er lengstur.
Fróðir menn telja að Island sé
nefnt Túle." Ennfremur: „Áður
en norskir ^landnámsmenn
komu til Islands voru þar
kristnar manneskjur, þær er
Norðmenn kalla Papa og telja
frá Irlandi komna..." Ennfrem-
ur segja enskar bækur, að á
þessum tíma hafi verið farið á
milli landanna, „farit milli land
anna."
Landnámabók skrifuð af
Hauki Erlendssyni gefur sömu
upplýsingar en þar að auki
hvar þessar bjöllur og baglar
fundust. Hann segir svo: „Það
fannst í Papey og Papabýli."
Pappýli stytting  úr  Papabýli.
Fyrir utan þessar tvær ís
lenzku heimildir finnum við
tvær norskar. Önnur er rituð
af munkinum Theodoricus. Bók
hans um sögu Noregs er skrif-
uð á latinu seint á 12. öld og
líkist mjög frásögn Ara fróða.
Hin er úr söguriti frá 12. eða
13. öld er kallast Historia Nor
vegiæ, einnig rituð á latínu.
Þetta rit er þó í afar mikilli
mótsögn við allar aðrar heim-
ildir er varðar trú og uppruna
papanna og má nefna hér hvað
þar stendur um Papey og pap-
ana: „Eyja ein hefur verið
nefnd eftir þeim, Papey, og af
fatnaði þeirra og stafagerð
bóka þeirra er þeir skildu eft-
ir má sjá, að þeir voru frá
Afríku og höfðu tileinkað sér
Gyðingatrú."
Það er hér hefur verið nefnt
um papa er þó ekki nægjan-
legt til þess að við getum ver
ið alveg örugg um veru þeirra
hér er víkingarnir komu. Enn
er nokkrum spurningum
ósvarað.
Hvers konar farkosti notuðu
þeir og voru þeir tilbúnir til
langferða?
Gátu þeir komlzt af á Is-
landi?
Hafa menn fundið minjar er
vitna um veru þeirra hér?
Er hœgt að setja þau staðar-
nöfn er hafa orðið papi í sér i
samband við írsku einsetumenn
ina?
11.
A Soeial History Ot Ancient
Ireland, skrifuð af P. W. Joyce,
hefur prýðilegar upplýsingar
um farkosti þá er Irar höfðu á
þessu tímabili. (11. b. bls. 422—
433). Þeir hafa mest notað
tvenns konar skip, tréskip og
curach (kajakar). Curacharnir
voru mest notaðir. Þeir voru
búnir til á eftirfarandi hátt.
Húðir voru spenntar yfir eins
konar grind úr tref jum er saum
aðar voru saman. Þeir voru af
mörgum stærðum. Nokkrir litl-
ir og léttir sem auðvelt var að
taka á land og flytja milli
staða, aðrir stórir og sérlega
ætlaðir í langferðir. Þeir höfðu
stundum þrefaldar húðir, þar
sem hinir smærri létu sér
naegja einfalda húð. Ekkert
virðist hafa verið farkostum
þessum að vanbúnaði að sigla
til Islands. Þetta voru traust
skip og til er aragrúi frásagna
af ferðalögum á skipum þessum
m.a. milli Skotlands og Irlands
og eyjanna norður af Skot-
landi. 1 dag er meira að segja
fjöldi sams konar báta notaður
við strendur írlands en að vísu
aðeins sem tómstundagaman.
Fæðuöflun hefur ekki verið
neitt vandamál papanna. Sel-
yeiðar hafa þeir getað stundað
út af Austfjörðum og fengið
þar með kjöt og skinn, en það
síðan notað í fatnað og hús.
Nóg af eggjum um varptimann
Einnig eru til skemmtilegar frá
sagnir af veiðiskap munkanna.
Bænir þeirra voru svo heitar
að þeir gátu látið ár og læki
tæmast eða fyllast af fiski eft
ir vild. Ugglaust hafa þeir not
að sömu veiðarfæri og notuð
voru í írlandi á þessum tíma.
Ein laxaáin okkar hefur hyl er
kallaður er Papahylur eða
Papi. Við Papós renna nokkrar
ár til sjávar er hafa orð fyrir
að vera auðugar af silungi og
ekki þarf annað en fara I skóla
bækur til að fá lýsingar á
þeirri dýraparadís er hér var á
landnámsöld. Nei, svelta
þurftu þeir ekki.
Eins og fram hefur komið
segja islenzkar heimildir að
landnámsmenn hafi komizt í
kynni við Papa gegnum hluti
þá er þeir skildu hér eftir.
Þetta má þó ekki taka sem gef-
ið. Erfitt er að trúa þvi að pap
ar hafi haft meS sér marga
„bagla" og þvi síður látið helgi
dóma sína liggja er þeir yfir-
gáfu landið. Eflaust hefur land
námsmönnum verið kunnugt um
ýmsa hluti er einkennandi voru
fyrir þessa írsku munka.
Klukkur eru einmitt hlutir er
einkennandi eru fyrir írsku
kirkjuna. Nokkrar klukkur
hafa fundizt héi á landi t.d. að
Brú og Kornsá. Þær eru úr
bronzi, sexhyrndar með út
skornu laufblaði á botninum.
Stærð: Kornsárklukkan 2,8 cm
á hæð og Brúárklukkan 2,5 cm.
Það er afar freistandi að setja
þessar klukkur í samband við
þær írsku en það var ekki fyrr
en á níundu öld að írar fóru að
steypa klukkur úr bronzi og
þar að auki eru þessar klukkur
ekkert líkar þeim írsku. Senni-
legt er að klukkur þessar séu
búnar til á Islandi, þvl þær
líkjast heldur ekki öðrum
klukkum frá Norðurlöndum. At
huganir hafa farið fram á
klukkum þeim er fundizt hafa
á Norðurlöndum og benda þær
til þess að klukkurnar hafi ver
ið saumaðar inn í fatnað fólks
en þær íslenzku bornar um háls
inn, en það getur svo verið arf
leítfð frá Irum.
12.
Hér á íslandi hafa engar rúst
ir fundizt sem gefa upplýsing-
ar um bústaði papanna.
Einar Benediktsson hefur í
bók sinni Laust mál (1952)
reynt að sanna tilveru þeirra
hér og bendir á hella nokkra á
suBausituirmiuta lanctsms. Snssr
hans meiningu munu papar
hafa átt sér bústaði i þessum
hellum og verið ófáir. Fundizt
hafa krossmerki í hellum þess-
um en það er nú svo, að menn
hafa sí og æ verið að rista
krossmerki hingað og þangað
sér til dundurs og rannsóknir
þær er gerðar hafa verið á þess
um hellum sanna ekkert og
ekkert er hægt að segja til um
aldur þessara krossmerkja. 1
öðrum helli telur E.B. sig hafa
fundið eins konar kór. Sé svo
hlýtur það að vera hrein tilvilj
un, þvi ekki muau munkarnir
hafa verið vanir kórum, því á
írlandi þekktust engir kórar í
kirkjum frá þessum tímum,
enda kirkjur afar smáar. Hann
minnist einnig á svonefndar Og
ham rúnaristur en um þær vil
ég helzt ekki ræða, enda eng-
inn fundið þær annar en E.B.
Þó má benda á það, að paparn-
ir munu hafa brugðið fyrir sig
latínu ef andinn kom yfir þá.
Ogham skrift var að mestu not-
uð á bautasteina áður en kristn
in náði Irlandi.
Um þetta þarf þvi ekki fleiri
orð, en þótt þessir smáhellar
séu hvorki sögulegir né merki-
legir, þá eiga þeir þó skilið að
þeim sé gaumur gefinn og
reynt sé að varðveita þá.
Paparnir hafa oftast búið ein
ir. Bústaðir þeirra hafa verið
hringlaga, búnir til úr ótil-
höggnu grjóti, I laginu eins og
snjóhús. Kofar þessir voru kall
aðir clocham. Vel getur samt
verið að þeir hafi gert sér tré-
hús, jarðhús eða búið í hellum,
en af slíkum bústöðum eigum
við engar sögur.
13.
Fjöldi örnefna hér á landi
þar sem orðið papi kemur fyr
ir er ekki mikill. Orðið papi er
komið af irska orðinu pob(b)a,
pab(b)a, sem notað var um ein
setumenn eða munka. Irska orð
ið pab(b)a er úr latínu papa
(þýzk. pfaffe) Norðmenn hafa
sennilega lært þetta orð er þeir
stigu á land á Bretlandseyjum
og hittu þessa merkismenn og
frá þeim hefur orðið náð út-
breiðslu.
Víkingarnir hafa einnig tek-
ið eftir þvi að tveir voru þeir
hlutir er munkunum var sér-
lega annt um þ.e.s. krossinn
og bagallinn. Þeir hafa heyrt
munkana nota þessi orð, tekið
þau upp og þannig hafa þessi
orð, sem bæði eru irsk, kom-
izt inn I málið. Nokkur örnefni
gætu verið tengd þessum orð-
um, kross og bagall. Um þetta
er engin vissa, né heldur hvort
paparnir hafi sjálfir komið orð
unum í umferð, eða þau borizt
með síðari tímum. En orðið papi
er okkar stóra sönnunargagn.
Hægt er að rekja orðið alveg
frá eyjunni Man og til Islands.
1 Landnámabók er eyjan Papey
nefnd sem bústaður papanna.
Á austurhluta eyjunnar er svo
hæð er nefnd hefur verið
„írska hæð". Munnmæli herma
að papar hafi dregið báta sína
á land á þeim stað. Austur af
hæðinni er hægt að greina eitt-
hvað er likist tóftum en allt
grasi vaxið og mjög sokkið.
Breidd ca. 20 ÍQt lengd ca. 30
fet. Rétt fyrir neðan þessar
tóftir er önnur hringlaga ca.
30 fet í þvermál, aðeins dýpri
í miðjunni.
Papafjörður og Papós finnast
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
17. jamúar 1971
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16