Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						einnig og til mun vera Papa-
tættur, en hvað það nú þýðir
veit ég ekki, tœttur gæti ver-
ið tóftir e.þ.l. Pappýli mun hafa
verið til á fleiri en einum stað
hér á landi. Próf. Einar Ó.
Sveinsson hefur skrifað um
þetta nafn í bók sinni Land-
nám í Skaftafellsþingi bls. 24—
5, en kemst ekki að neinni
ákveðinni niðurstöðu. Hylur-
inn í Laxá í Laxárdal hefur
verið nefndur. Á Norðurvestur
landi er til Papafjali eða fell.
Að lokum má nefna örstutta
frásögn um Kirkjubæ á Síðu
eins og hún kemur fyrir í Land
námabók: „Þar bjó Ketill hinn
fiflski. Þar höfðu áður búið
papar, og heiðingjar máttu ekki
setjast þar að." Seinna segir
frá Hild Eysteinssyni er vildi
flytjast að Kirkjubæ, er Ketill
dó, en náði eigi lengra en að
túníætinum, en þar valt hann
um og dauður á stundinni.
Hér hafa verið nefndir ali-
margir staðir er orðið papi kem
ur fyrir í. Margir aðrir staðir
bera þó írsk nöfn.
14.
Hér hefur margt borið á
góma en ekkert hefur þó kast-
að skíru ljósi yfir hérveru pap
anna eða viðskipti þeirra við
vikingana. Við eigum því mið-
ur engar minjar um þá, ef und
anskildar eru frásagnir þær er
drepið hefur verið á og ör-
nefnin. Þrátt fyrir þennan
skort á sönnunum hygg ég þó
að flestir telji þá frumbyggja
landsins. Þeir stofnuðu hér
enga nýlendu og fóru fljótlega
eftir að landnámsmenn tóku að
setjast hér að, og því er saga
þeirra svo fátækleg. Þeir lögðu
land undir fót i grófum ullar-
fötum og ófullkomnum skinn-
bátum. Hvirfillinn var rakað-
ur, i höndum höfðu þeir gilda
gðngustafi og á baki dinglaði
sekkur með heilögum bókum.
Þetta var þeim nðg. Hvort þeir
hafi haft þekkingu á Islandi
áður en haldið var út á hafið.
Það er ekki fullsannað. Nokkr
ir hafa eflaust borið bein sín
hér á landi, aðrir náð að kom-
ast til föðurhúsanna.
Við getum varla sagt að við
aukum við Islandssöguna með
skrifum okkar um papana, þvi
eiginlega sögu er ekki um að
ræða, fyrr en við höfum efnis-
legar sannanir.
En voru þeir ekki hér, ein-
ir, í ósnertri náttúru landsins?
Einir með guði sinum. Hafa þeir
horft upp í heiðbláan íslenzkan
næturhimin með leikandi norð-
urljósum hafandi orð skáldsins
fyrir munni sér?
„Aleinn í litla kofanum mínum,
aleinn
Einn kom ég í heiminn.
Einn skal ég út úr honum
ganga."
Heimildarit:
1. Islendimgaíbók
Ari fróði
2. Landnámabók
Stnirluibók
3. Lacndnámabóik
Haiuikuir Erlendsson
4. Kuiml og haugfé
Kristján Eldjárn
5. Genglíð á reka
Kristján Eldjárn
6. Lamdwám í Skaátaifeillisþinigi
Einair Ó. Svöinisson
7. Nord i Taakeraheiimien
Fridthiov Natnsein
8. Uitiima Thiufe
VfflhjáJlim'Ufr Stefánsson
9. Árbók Hiins ísl. forniMifa'féL
Matthíais Þórðars. útg. 1930
10. A. soc. Hiisit. Of Anc. Ireland
P. W. Joyce b. 1—2
11. Laiust máil 1952
Binair Benediilktsson
12. Nonges historia
Theodoricus
Knut Hamsun
Næturljóð
Hvað viturn við, börn, um veg eða leið?
Ó, börn, verið bljúg.
I nótt mér óm fyrir eyru bar,
eins og sjöstjörnuklið um loftin hvar.
En burt bar þann söngvaseið.
Nætursnjó hjúpað er hauður allt.
Hvar sér vegi, börn?
Oss likrum þó áfram, sem föng eru um simn.
Einn formæling stoðar, þá bænin sveik hinn,
Því undrið er öllum falt.
Hvað vitum við, börn, um lífsinis leið?
Ó, börn, verum bljug.
Senn ómurinn líður um loftsinis göng,
ég lít upp og nem hann — stjörnunnar söng,
sem deyr mér í biáloftin heið.
Arnheiður Sigurðardóttir þýddi.
Kvikmyndir
Framhald al bls. 11.
unum í dag, í ýmsa þætti þjóð-
líl'siiis, sem fyrir þremur árum
hefði þótt ógerlegt að gera
mynd um. Endurmat á lífsvið-
horfum og þjóðfélagsgagnrýni
er höfuðstefna hinnar nýju
kvikmynda.      Þjóðfélagsleg
vandamál hafa aldrei verið af
skornum skammti í Bandarikj-
unum, en með hjálp hinna nýju
kvikmynda er von til að þau
verði upplýst og almenningur
öðlist skilning á sinum eigin
vandamálum og vandamálum
annarra. Bandariskar kvik-
myndir í heild takast nú í
fyrsta sinn á við raunveruleg
vandamál sinnar samtíðar, eftir
að hafa jafnað draiuriaverk-
smiðjuna endanlega við jörðu.
Og þegar allt kemur til alls,
þá hlýtur tilgangur allra lista,
fyrir utan að skemmta, að
vera sá, að sýna samtið
sinni galla sína á hverjum tíma,
auka skilning einstaklinga á
kjörum hvers annars og stuðla
þannig að bættu samkomulagi
milli þeirra, sem þurfa að
skipta Móður Jörð á milli sín
hverju siimi. Og þar sem kvik-
myndin er áhrifamesta list-
formið í dag, er vonandi
að takast megi að kenna mann-
skepnunni að eyða illdeilum og
Ieysa sameiginleg vandamál á
sem skynsamlegastan hátt.
Laus
Framliald af bls. 7.
Back," segir hann. Böddin er
skræk, en að öðru leyti er
hann geðslegur. Eftir þessi
venjulegu inngangsorð spyr
hann: „Hafið þér verið
á vinnustaðnum?" „Það er nú
ekki nema klukkutími síðan ég
losnaði." „Jæja, og hvar ætlið
þér svo að búa?" „Enga hug-
mynd, en því eigið þér að
bjarga sögðu þeir í fangels-
inu." „Ég hef engin fyrinnæli
fengið um það," segir hann.
„Get ég ekki fengíð að búa
hjá yður, þangað til ég hef út-
vegað mér eitthvað? Þér eruð
bezti karl að sjá, svo að við
komum okkw áreiðanlega sam-
an." „Hjá mér!" Hann nánast
skrækir. „Já", svara ég. „Það
gæti sjálfsagt haft góð áhrif á
samstarf okkar?"
Við ræðum þetta fram og aft-
ur og hann blaðar í skjölum.
Blaðar í mér. Borar ser niður í
sótsvarta sál mina, og andlitið
á honum er orðið eíns og
hrukkótt rúsina. Ég fæ tilvis-
un á herbergismiðlun. Svaka
fínt! Herbergi með húsgögnum
fyrir 1800 kall. En ég þarf þó
alltaf að borða — 1800 kall.
Sporvagn,     sígarettur    og
kannski ein karamella — 1800
kall. En sii heppni að
Þorsteinn skuli hafa predikað
yfir mér í tvö ár, hvernig mað-
ur á að snúast við svona að-
stæðum. Það er laugardagur
Einn kaffibolli, einn sígarettu-
pakki, tvær brauðsneiðar og þá
á ég ekki eftir nema 1700. —
Hefði ég beðið Andersson
reglulega vel, hefði ég kannski
fengið þúsund kall í rauðum
matarmiðum. Aðalsmerki utan-
garðsmanna. En vinsemd hefur
mér aldrei verið kennd.
Freistarinn háðslega: Kenndu
í brjósti um sjálfan þig, Back,
það er auðveldast. Drekktu
sorgiun þínum. 1700 kall nægir
fyrir eimun rús, og ef heppn-
in er með þér, færðu gistingu
hjá reddaranum. Snjallt! Þú
færð húsnæði líka. Hressingu,
húsnæði og félagsskap fyrir
1700 kall. Fínt, ekki satt? Þú
&tt ekki leið með Andersson og
hans líkum. Það gerði hann
þér fullljóst. Bak við skrifborð
ið með haug af skjölum fyrir
framan sig. Hann eyðir um-
hyggju sinni á dagbókina. 1
hana skrifar hann falleg orð,
en þó mest ljót orð. Og svo get-
ur Þorsteinn skrifað enn fal-
legri orð og haldið langhuijda
í útvarpið: — 1 dag er fanga-
vistin frjáls vist, leyfisheimili
(fyrir um 15 vistmenn), náms-
heimili (fyrir um 15 vistmenn),
segir hann og varpar öndinni
ánægjulega. Svensson öskrar
bara: „Fjandans dekur." 1
rauninni er það ekki meira en
tvö (2) prósent fanganna, sem
tekst að pota sér í þessa að-
stöðu.
Backs sjálf:
Þó ert ósanngjarn, freistari.
Ef ég legg mig ekki allan f ram,
hvernig á ég þá að komast
áfram?
Freistarinn:
Allt í lagi, en byrjaðu þá.
Byrjaðu og bjóddu þeim í
hann hérna á miðri götu, þar
sem bílar aka öfugu megin.
Asni! Settu upp s.jálfsmorðs-
grímuna og færðu leikinn
á svið. Nuddaðu rúslampann
góða og breyttu þér úr ormi í
ljón. Fleygðu ölmusunum i
hausinn a pakkinu. Sprengdu
upp skápinn, hirtu aurana og
drepstu síðan með manneskju-
legt 6p á skrælnuðum vörum.
Sjálfið:
Vik frá mér, Satan.
Freistarinn:
Já, já. Haltu þér þá fast i
Þorstein. Hræktu á sjálfan þig.
Bífðu af þér pottlokið og réttu
fram höndina. Festu spjald um
hálsinn á þér: „Hjálpið mér!
Ég er úrhrak, feitur filapens-
ill. Merjið mig ekki í sundur!
Frelsið mig frá áfenginu. Gef-
ið mér aur."
Vorfuglarnir kvaka örvita
af gleði. Tryllitækin skrölta
og skella. Fólkið allt um kring
hraðar sér að ákveðnu marW.
Mér verður hugsað tU Fröd-
Ings: . . . „að aftur ég sæti í
haldi og træði strý." Þá stend
ég við dyr reddarans. Hvernig
í f jandanum komst ég hingað?
Freistarinn:
Ha, ha, auminginn þinn.
Fattar þú ekki, að þú ert ekki
einn af puðurunum? Líttu á
sjálfan þig í spegli, þá skilur
þú hvers vegna. Tnn í frum-
skóginn með þig, ofan í svaðið
með þig, skólpdýrið þitt.
A leiðinni upp tröppurnar
blása „aætlanir um framtíð" og
„reglubundið lif" langt burt.
„Ertu laus? Komdu inn fyr-
ir og gerðu þig heiinakominn.
Við erum ekki með tertu, en
við eigum skammt. Prelúdín og
Kitalínu fögru. Nú þarftu einn,
þú ert alveg í rusli." Falsgleði
lýsir úr stórum augum reddar-
ans. Ég er allur að bráðna. tít-
úrfullir öskubakkar, hórur,
þjófar og óþefiu*.
Bliðuhót skinandi eiturlyfja-
kristalla græða og lækna. Eitr-
ið fær á sig svipmót fagurrar
hjúkrimarkonu, sem þvær af
mér spýju Þorsteins. Hún tínir
varlega burtu þjakandi orðin,
sem hann hengdi mér um háls:
þjoðfélagsleg endurhæfing, rót
tækt rugl um mannleg sam-
skipti og f orsendur.
„Komið til mín, allir þér, sem
þunga og erfiði eru hlaðnir."
Glitrandi kristallar vagga
sundurtættri sál minni í ró.
Freistarinn:
Aldrei framar í steininn. Ha,
ha, ha ...
Bannveig Ágústsdóttir þýddl
Eins og sverð
yf ir höf ði
hvers manns
Fraimihaild af bls. 3.
hjartavöðva og hjartabilun, get
ur atherosclerosis valdið
skyndilegum hjartsláttartrufl-
unum. Alvarlegust þeirra er
hjartahólfaskjálftinn (ventri-
cular fibrillation), þegar
hjartavöðvinn rykkist að-
eins og kippist til án þess að
um nokkurn fullnægjandi sam-
drátt sé að ræða. Sé ekki bætt
úr þessu ástandi veldur það
dauða á örfáum mínútum. Við
krufningu sést ef til vill lítil
sem engin skemmd á hjartanu.
Kransæðarnar eru ef til vill
ekki sjúkari en í þúsundum
annarra hjartna, sem halda
áfram að starfa eðlilega —
tirutflliuiniiin er tafe stiafa af því,
að hinar sjúku toansæðar
hindra blóðrás til einhvers mik-
iilvægari hluta hjartavöðvans.
I mörgum hlutum heims er lít
ið eða ekkert um atheroscleros-
is. Hinar vanþróaðri og fátæk-
ari þjóðir virðast tiltölulega
lausar við þennan sjúkdóm, en
hann leggst aftur þyngra á
þjóðir, sem búa við allsnægtir.
Þetta er greinilega siðmenning-
arsjúkdómur.
Karlmönnum hættir frekar
við sjúkdómnum en konum.
Karlmenn á aldrinum 40 til 60
ára fá oftast drep í hjarta-
vöðva en hjartaáföll eru ekki
óalgeng hjá karlmönnum undir
35 ára aldri. Fram að þeim
aldri er tíðabreytingar verða
hjá konum fá 18 sinnum fleiri
karlmenn hjartaslag. Eftir 65
ára aldur er hiutfallið um það
bil jafnt mill kynjanna.
Atherosclerosis er útbreidd-
ur sjúkdómur og ver'rur mörg-
um þeim að bana, sem mikið
hafa til brunns að bera í þjóð-
félaginu, en hann er og verður
um sinn háll og erfiður viður-
eignar. Hinn þögli morðingi
mntasl með okkur, si+ur við
hlið okkar, drekkur og reykir
með okkur — einhvern daginn
gerir hann svo vart við sig, yf-
irleitt r"«»ð l>"i!"i*n»>n!t í hiarfca
eða hei'a. Aðeins nelmimrur
okkí>r lifir af þann fyrsta
fund.
17. jamiúar 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16