Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 1
A Mymlin að neðan: Gunnar snýr al'tur. Málverk ÁsgTÍnis Jóns- sonar. Halldór Laxness kemst svo að orði í grein sinni Hernað- urinn gegn landinu, sem birtist í Morgunblaðinu 31. desember 8.1.: „Mart bendir til þess að íólk er hér settist að hafi litið á náttúru Islands einsog bráð sem þarna væri búið að hremma. Skynbragð á fegurð lands var ekki til í þessu fólki. Slíkt kom ekki til skjalanna fyren þúsund árum eftir að hingað barst íólk. Á þrettándu öld skrifar Snorri Sturluson bók um eitt fegursta land heimsins, Noreg, rúmt reiknað þúsund blaðsiður, án þess séð verði að höfundi hafi verið kunn, aukin heidur meir, sú hugmynd að fallegt sé í Noregi. Orðið fagur á íslenzku þýddi reyndar bjartur áður fyrri. Sú hugmynd að náttúr- an sé fögur er ekki runnin frá sveitamönnum, heldur fólki úr stórborgum seinni tima, og náði þá loks til okkar íslendinga úr Þýzkalandi gegnum Danmörku í tíð afa okkar. Náttúra verð- ur auðvitað ekki falleg nema í samanburði við eittihvað annað. Ef ekki er til nema sveit er náttúran ekki falieg." Mjög er hætt við að mörgum hafi brugðið í brún við sumt í þessum kenningum, og litizt annan veg en hinu mikla skáldi. Víða höfðu fornmenn farið, séð staði, borgir og ólík lönd; en jafnvel þeir sem heima sátu hlotið að gera samanburð á margs konar náttúru, flat- neskjulegri og stórfenglegri, þröngum dölum og miklu út- sýni. Og þó að fornmenn ekki gerðu náttúrufegurð að skáld- sikaparefni með svipuðum hætti og seinna tiðkaðist, nema ör- sjaldan, þá er það engin sönn- un þess að þeir hafi verið með öllu ósnortnir af slikum töfr- um. Enda næg sönnun þess í fornum bókmenntum, að svo var ekki. Það má ekki villa okkur að skáld fyrri tíma létu sér oft nægja fá orð til að tjá tilfinn- ingu, sem nútiðarmaður myndi gerast fjölorðari um. Land- náma getur um bóndason að nafni Hallstein, eignar honum stuttan kviðling sem svo end- ar: Hlæja hlíðar við Hallsteini. Þetta finnst fornmanninum nægja; og okkur liika, til að skilja að honum hefur hlýnað um hjartarætur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.