Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Séð  frá  Egilsvörðu  út  Godt-
haabsfjörð. Ljósm. Th. Krabbe
(1906).
Godthaab og Egilsvarða. Varð-
an er enn til við Godthaab,
sennilega reist upphaflega af
síra Agli. Af korti gerðu af
Sæntundi Holm eftir frumdrög-
um sira Egils.
Ekkert er auðveldara í trú-
boðssögu Grænlands en að
vera hhitdrægur. Það stafar af
þeim heimildum, sem fyrir
hendi eru. 1 þeim rísa tilfinm-
ingarnar hátt. Við finnum t.d.,
að koniunigílegu trúboðairnir eru
beittir hræðilegum órétti. Þeir
vn-ðast oftast nær lúta í lægra
haldi í baráttu sinni við kaup-
manninn í Godthaab. Eina und
antekningin frá þessu er síra
Egill Þórhallason. Bréf hans til
Finckenhagen etatsráðs og
Trúboðsráðsins 1766 virðast
breyta skoðun þeirra á
ástandinu á Grænlandi. Kaup-
manninum er vikið frá 1767, og
kaupmaðurinn í Sukkertoppen,
Hans Storm, tekur við. Hann
er samvinnuþýðari en fyr-
irrennarinn.
Þá eru það Herrnhútarnir.
Aðeins orðstír þeirra i kirkju-
og kristniboðssögu getur
hindrað mann í að vera hlut-
drægur gagnvart þeim. 1 græn-
lenzkri trúboðssögu þessa tíma
birtast þeir eins og friðarspill-
ar. Og margir, sem um þetta
hafa skrifað, hafa lýst
þeim sem slíkum. Þuíigvægasta
orsök þessa viðhorfs eru deil-
ur Christians Davids og Hans
Egedes, er Herrnhúts-bræður
komu fyrst til Grænlands. Síð-
an gat aldrei gróið um heilt.
Og þegar kaupmennirnir tóku
sér stöðu með Herrnhútunum
og á móti dönsku trúboðunum,
sem skylda þeirra var að
styðja, hlaut andrúmsloftið að
verða beiskjublandið. Islend-
ingar eiga dæmi um neikvæð-
an áróður kaupmannsins i
slúðrinu, sem einn af „matrós-
um" verzlunarinnar, Árni
Magnússon   frá   Geitastekk,
skrifar um síra Egil í reisubók
sinni:
„Þessi Góðavon er betri kaup
staður en sá, ég var á. Þar var
síra Egill Þórhallason prestur
og prófastur. Þar var og Guð-
mundur Guðmundsson. Þar er
mikill æðarfugl, og erfiðisfólk
hafði stóran ábata á eggjum og
dún, því Guðmundur sendi
Stykkishólmsfcaupmanni æð-
ardún. Þá óreglu afskaffaði
Egill Þórhallason, af fáum vel
upp tekið, því það kom honum
ei við, en fyrir að koma sér í
vinfengi við kompagniet skrif-
aði hann þessa sök svoleiðis,
að þessi dún skyldi leggjast til
höndlunarinnar. Síðan varð
undir straff afsköffuð þessi
óregluleg meðhöndlan. Þetta
er hið fornemsta, þessi íslenzki
prestur gjörði i Grænlandi.
Allir hinir, sem voru danskir,
kærðu sig ei um höndlunina.
Islenzkir yrðu ei dönskum
betri í sumum sökum. Nú er
hann dauður og begrafinn. Eft-
ir lifir mannorð mætt, þó mað-
urinn deyi."
Þessi frásaga er eins og áð-
ur er sagt ekkert annað en
haglega smíðuð kjaftasaga og
götuslúður, og flest sem i henni
er sagt, er soðið upp úr mörg-
um óskyldum þáttum. En þegar
við þekkjum hin eiginlegu
afrek síra Egils betur, getur
verið gott að hafa slíkar lyga-
sögur til samanburðar. Þar sér
maður m.a. hverja óvini trú-
boðarnir áttu í starfsfólki
verzlunarfélagsins.
ENN UM HERRNHÚTA.
Hið andlega stríð, sem átti
sér stað í Godthaab á tíma síra
Egils, var miklu stærra í snið-
um en við getum séð í fljótu
bragði. Hér er nefnilega um að
ræða árekstur tveggja ólíkra
viðhorfa, sem komin voru
norður í Grænland allar götur
suður úr Mið-Evrópu. Ef vel
hefði til tekizt í upphafi, hefði
kannski verið hægt að komast
hjá árekstrin'um með lempni.
Annars vegar var sjónarmið
einvaldstímabilsins, að þegn
arnir skyldu hafa sömu trú
og þjóðhöfðinginn. Hins vegar
hálfkaivínsk leikmannasjón-
armið, þar sem andi Guðs átti
að stjórna öllum aðgerðum.
Samkvæmt þeirri kenningu
(ein's og hún birtist í Græn-
iandi) var prestur, launaður af
hiniu opinbera ekkert annað en
Satans þjónn, sem þurfti svo
sannarlega á frelsun að halda.
Skipulag safnaðarlífsins hjá
Bræðrunum frá Mæri var með
afbrigðum sérkennilegt. Þeim
var nauðsynlegt að hafa söfn-
uðinn á einum stað, því að
annars fór öll regla úr skorð-
um. Þeir skiptu söfnuðinum í
svokallaða „kóra", þ.e. samfé-
lagsskiptingu eftir kynferði og
ektastamdi. 1 einu húsi bjuggu
hjón, í öðru ógiftar stúlkur, í
þriðja ökkjur, í fjórða ókvæmitir
karlmenn.
Einnig höfðu þeir þann sið
að merkja konur í sinum hópi
með allavega litum hár-
böndum til þess að ómögulegt
væri að villast á þeim. Rautt
band ráknaði ógifta stúlku,
blátt táknaði gifta konu, hvítt
táknaði ekkju, en grænt ógifta
barnsmóður. Siður þessi var
kominn frá Mið-Evrópu, og
varð vegna áhrifa Herrnhúta
injög almennur á Grænlandi
allt fram á þessa öld. Sigurður
Sr. Kolbeinn í»orleifsson
Fyrsti íslenzki
kristniboðinn
Vakningin
í
Pissugfiq
4. GREIN  -  NIÐURLAG
Breiðfjörð getur hans í Græn-
landsvisum sinum.
Jólasiðir þeirra með lúðra.
blæstri og kertagöngu bíðkuð-
ust á Grænlandi allt til síðasta
stríðs. Sönglíf þeirra og músík
mennt var eins góð og við var
að búast af Mið-Evrópumönn-
um á 18. öld. Guðsþjónustur
þeirra fóru fram með hljóm-
sveitarundirleik.      Sálmalög
þeirra voru miörg í hæsta
gæðaflokki, enda höfðu þeir
merkilegan arf að ausa af, þar
sem var sálmabók Bæheims-
bræðra.
Allt þetta hafði sín menning-
arlegu áhrif á Grænlendinga.
En enginn getur láð dönsku
trúboðunum, að þeir fyndu
ekki hina góðu hlið í starfsemi
Herrnhútsbræðra, meðan þeir
sjállfir löptu daiuðamn úr skel og
fengu ekki einu sinni byggt
almennilegt guðshús. Það má
samt segja síra Agli til hróss,
að hann er einn sá fyrsti, sem
reynir að læra af þvi góða, sem
Herrnhútarnir höfðu upp á að
bjóða i sálmasöng. En þrátt
fyrir það átti hann í hörðu
striði við þá á sama tima.
VAKNING.
Það er alltaf mikil stund,
þegar trúboðar sjá ávöxt erf-
iðis síns og heiðingjar taka
kristna trú. Mér er t.d. minnis-
stætt, þegar bréfið var lesið,
sem sagði frá afturhvarfi
fyrsta heiðingjans í Konsó.
Ekki sízt fyrir þá sök, að einn
af frægustu drengjakórum
Norðurlanda var látinn bíða
utandyra, meðan gleðitiðindin
voru sögð.
Það kom trúarvakning yfir
Godthaab-héraðið, sem breidd-
ist siðan yfir alla vesturströnd
Grænlands. Upphaf þeirrar
vakningar má rekja til atburð-
ar, sem síra Egill sagði frá í
bréfi til Finckenhagen 1766.
Þá um sumarið höfðu þeir
Jóhannes verzlunarþjónn ver-
ið staddir á Pissuigfiq-eyjum.
Þar héldu  þeir guðsþjðnustu,
sem 50 manns hlustuðu á.
Grænlendingar hlýddu á boð-
skap þeirra af mestu athygli,
að undainteknium trúði einum,
sem iðkaði spott og spé.
Gera má ráð fyrir, að trúður
þessi hafi verið seiðkarlinn
„angakokkinn" á eyjunum.
Þessi frásögn er dýrmæt
vegna þess sem síðar gerðist.
Sumarið 1767 hélt sira Egill
aftur út í eyjarnar. Seiðkarl-
inn Imimaneq hélt áfram upp-
teknum hætti, en þá var sira
Egill orðinn leiknari í málinu.
Ávítaði hann seiðkarlinn
straniglega fyrir hegðuin hans,
og boðaði honum þungan dóm
fyrir vikið af hálfu hins al-
máttka. Þetta sama sumar hófst
vakning meðal hinna trúuðu í
Godthaab og Nýju Herrnhút.
Vegina viðhorfa Herrnhúita tók
hreyfiing þessi á sig vingl-
kenndain blæ. Fóik siá sýnir
og dreymdi drauma. Síra Egill
og aðstoðarmenn hans reyndu
að halda þessu innan skynsam-
legra takmarka.
Vetur gekk í garð, og norður
í Pissugfiq-eyjum sat seiðkarl-
inn Immaneq og kvaldist af
sáru samvizkubiti og ótta við
örlög sin. í marz þoldi hann
ekki lengur við, heldiur sendi
sendiboða til síra Egils og bað
hann koma strax og hjálpa sér.
Um þennan atburð eiga Græn-
lendingar þjóðsögu, sem er
þannig:
„Þótt ísinn hefði ekki leyst
um vorið, gaf Immaneq fyrir-
mæli um það, að sendi-
boði skyldi fara til Godthaab,
þar sem hann fullyrti, að leið-
in yrði greiðfær, þráitt fyrir ís-
inn. Þar sem ósk hans var svo
heit, ákváðu 4 ræðarar — tveir
synir hans og tveir aðrir — að
reyna. Þegar þeir lögðu af stað
I kajökum sínum, var sjórinn
aðeins auður rétt við byggð-
ina, en er þeir héldu áfram,
rofnaði skarð I ísinn, sem
nægði fyrir f jóra kajaka.
Þeir fóru fyrsta daginn til
Kangeq, en daginn eftir fóru
4  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
14. marz 1971
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16