Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1971, Blaðsíða 1
Argentínska skáldið, Jorge
Luis Borges, sem kom ekki
álls fyirir löngu í pilagrímsför
til íslands, er nú um stundir
einn þekktasti rithöfundur á
spœnska tungu. í mýútkomnu
sjálfsævisöguriti segir hann á
einum stað: „Enn einn dag-
draumur minn er að fara píla-
grímsför til Islands. . .“ Nú hef
ur sá draumur rætzt.
f Morgunblaðinu 15. apríl
s.l. reyndi ég að gera nokkra
grein fyrir manninum og skáld
inu og studdist við samtal, sem
ég hafði átt við hann. Daginn
sem hann kom birtist einnig i
Morgunblaðinu grein eftir Guð
berg Bergsson, rithöfund, skýr
mynd og skemmtiieg af þessum
einstæða Argentínumanni, sem
tekið hefur ástfóstri við land
okkar og menningu.
1 för með Borges vaf amer-
iskur þýðandi hans, Norman
Thomas di Giovanni, sem hugs-
aði um þennan blinda meistara
sinn af ástúð og umhyggju, sem
engum duldist. Di Giovanni
hefur ritað upplýsandi grein í
brezka menningarritið Encount-
er (apríl 1969) : Hvernig er að
vinna að þýðingum me.ð Borg-
es? Grein þessi lýsir þeirri
miklu vinnu sem lögð hefur
verið í. að þýða verk Borges á
enska tungu, bæði ljóð hans og
sögur. Þess má geta að í grein
þessari er minnzt á konu Borg-
es, en þau hafa síðan skilið.
„Samband okkar var ekkert
sem skipti máli,“ sagði Borges
við mig, beizkjulaust að mér
virtist, en þó getur Giovanni
þess sérstaklega í grein sinni
að skáldið hafi einhverju
sinni þegar di Giovanni las
uppköst að þýðingum fyrir
hann, gripið fram í: „En þetta
er gott" eða „Þetta er betra
en á frummálinu. . . “ og stund
um hlaupið til konu sinnar,
sem var i næsta herbergi, og
veitt henni hlutdeiid i gleði
Um Borges á Islandi
Eftir Matthías Johannessen