Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 7
ÍJtsýni af Dyrhólaey til vesturs. EyjafjaliajökuH í baksýn. (Ljósm.: Páll Jónsson). kórs og kirkju, tveir stöplar.. meö rauðum trékúlum á og lágu þili en grindverki yf- ir út aö veggjunum. I 5 staf- gólfum kirkjunnar er loft. Þar uppi 4 langbekkir. — Húsinu er vel við haldið að bikun og öðru. 1 sáluhliði er grind með klukknaporti, fremur forn- fálegt. Biskup telur, eins og venju- lega, aila muni kirkjunar. Um þá er ekkert sérstakt að segja. Fremur virðast þeir hafa verið fátœklegir. Biskup getur um „fornt og lakkerað slétt spjald, sem til forna var yfir altari en er nú brúkað iil að kríta á núm er og er ei heidur til annars hæft.“ Þessi gripur hefur ef- iaust áskotnazt Dyrhólakirkju úr strönduðu skipi. SJikt spjald er enn til í altarishurð- inni í Kálfafellskirkju i Fljóts- hverfi. Haustið 1854 varð ærið svip- legur atburður í Dyrhóla- kirkju. Um miðja síðustu öld var Hjörfur Lofltsson bóndi á Hvoli í Mýrdai, mikiil atorku- og sóma maður, lengi íorsöngvari í Dyrhólakiirkju. Sunnudaginn 19. nóvember kom hann til kirkju eins og hann var vanur, sýndist heill og hraust- ur og gegndi að venju starfi 'Sínu sem forsöngvari. En þeg- ar hann söng útgönguversið komst hann ekki nema afiur í mitt erindið, hné fram á grát- úrnar og var þegar örendur. 1 Fram yfir miðja siðustu Öld Vöru búendur í Dyrhólahverfi 1 sjáiifseignarbændur og bar því skjdda ttil að endurbyggja ' kirkjuna og haida henni við. .il") En það vildi ekki ganga greitt þegar misjafnlega áraði. Lauk þvi svo að bændur seldu Jóni umboðsmanní í Vík jarðir sin- ar en hann tök 4 sig aliar skyldur við söknarkirkju D>v- hólasóknar. Segir ger frá þessu í bók Eyjólfs á Hvoli: Merkum Mýrdælinguim. Kirkjugarðurf er enn á Dyr- hólum, löngu aflagður. Þar heitir Kirkjudalur austur af. Annars er nú fátt á þessum bæ, sem minnir á að þar hafi helgidómur sveitarinnar staðið um aldaraðir. Frá heldinum leggjum við leið okkar fram á Dyrhólaey. Þangað er nú greiður og góð- ur vegur. Sléttur sandur, nægi lega rakur til að vera hæt'íu- laus fyrir eins drifs bíl. Upp á eyna að norðanverðu er aflíð andi brátti, fær öilum farar- tsekjum. Ofan á eyni er útsýni dá- samlegt og vitt í fögru veðri. Hér verður ekki lýst því sem fyrir augun ber nema hið næsta, eynni sjálfri og nánasta umhverfi. Sigurður Gunn- arsson í Li tla-Hvammi er með i ferðinni, en aðeins litið eitt af þeim fróðdeik, sem hann miðl- ar okkur kemst á þessi blöð. Hér er skammt að líta til Reynisfjalls og dranganna al- kunnu. Hér mætti lengi dvelja og una sér við minningar þess horfna og löngu liðna. Vestast á Reynisfjörum er svonefmt Eiði. Þar fast við eyna fellur Dyrhólaós til sjáv- ar þegar sandrif ekki stifla hann svo að hann standi uppí. Þá er hann mokaður úit til þess hann ekki valdi landspjðllum. Þá getur hann orðið stór og djúpur. Þess minnist Sigurður i Litla-Hvammi að hægt var að röa skipurn inn eftir ósnum. Ein kunnasta lending við Dyrhólaós er eflaust þegar Guðmundur i Eyjarhólum reri skipi sínu, Pétursej', alla leið upp að Norðurgarði. Hann var ið koma úr eyjaferð í útsynn- ingsgarra og miklum éljagangi. Ófært var með öllu að lenda við Jökulsá sakir brims og ómögulegt að snúa aftur itil Eyja í þvi veðri. Formaður lét ekkert uppi um áforrn sin en lét sigla fuHum seglum til suð- austurs. „Nú ætlar Guðmund- ur bróðir að sýna ykkur Eng- land,“ saigði Jón Ólafsson, sem var bitamaður á Pétursey. En ekki var ljóst hvort hann ætti við land engla eða Englend- inga. í dimrnu komu þeir að Dyrhóladröngum og reru i skjól við Máfadrang. Sagði for- maður þá ætlan sína að freista lendingar á Eiðinu. Tókst það svo giftusamlega að Guðmund- ur lenti Pétursey lieilu og höldnu. Á Eiðinu var mjótt sandrif miiíi flæðarmáls- ids og óssins, sem nú stóð uppi. Báru þeir allan vaming af skipinu, settu það yfir rifið og hlóðu það síðan á ný. Reru þeir síðan í rólegheitum yfir ósinn og upp lækinn hjá Norðurgarði, sem var skip- gengur vegna þess hve mikið var I ósnum. Heima í Eyjarhólum beið fólkið milli vonar og ótta. Sést hafði til Péturseyjar úti fyrir Jökulsá unz hún hvarf I sort- ann af einu élinu. Þegar Guðrún kona Guðmundar hafði fest blund, hrökk hún upp við að kallað var á gluggann: „Hvað hræðist þú lítiltrúuð?“ Þetta fannst henni boðskapur, sendur sér til hugarléttis. Hún tendraði ljós, tók Nýja Testa- mentið sitt og las um stund. Þá hvarf henni aUur ótti og sofn- aði rótlt. Stundarkorni síð- ar var guðað á baðstofuglugg- an. Þar var kominn sendi- boði frá Pétursey, sem sagöi frá lendingu skipsins í lækn- um hjá Norðurgarði. Svo segdr Sigurður í Litla- Hvammi, að fyrr á öldum hafi DjThólaós haft afrennsli gegnum Bolabás, sem er hellis- gjögur á suðausturhorni Dyr- hólaeyjar. Þar — í Bolabás — voru heimkynni Urðarbola, sem gekk í Urðinni sunnan undir Eynni að þvi er hermir í þjóðsögum. Þessa sögn um útfall Dyrhólaóss styðja gamlar sagn ir um reiðingsskurð við Hild- ardrang. En hann stendur norðvestan við Eyna. Það svæði er nú allt löngu sandi orpið. Stundum er þar vatns- boitn. Dyrhólaey er 120 m há, þar sem hún er hæst, hömrum girt nema að norðan þar sem veg- urinn liggur upp á hana. Þó er manngengt á hana á einum stað að vestan — þar heitir Skollastígur. Vestan við Dyrhólaós er Kirkjufjaran, sem Helgi biskup minnist á í vísitaziu sinni. Vestan við Kirkjufjöru tekur við grjóthrap úr Eynni, svonefnd Þjófaurð. Það er Ijóttt nafn og að baki því býr sjálfsagt saga einhvers misind- is- eða ógæfumanns, sem nú er mistri hulin. Urðin nær alla leið að Tónni, bergrananum með hinu sér- kennilega Gati eða Dyrum, sem Eyjan dregur nafn sitt af bæði á íslenzku og dönsku og gert hefur hana að einum sérkenrii- legasta stað landsins. Á tveim stöðum nærlendis eru einnig göt í gegnum Tóna. Þau eru ekki opin nema þegar sand urinn er lágur. Svo segir Sig- urður í Litla-Hvammi, að a.m.k. einu sinni á þessari öld hafi maður farið undir bergið, og gengið alla leið sunnan undir Eynni. Einstaka sinnum var róið gegnum Dyrhólagaitið, en það var mjög sjaldan. Vest- an við Tóna tekur við Bað- stofuurð. Hún er sunnan und- ir háeynni. Innan við hana véstan undir sjálfri Eynni er komið í Dyrhólahöfn. Þar var löngum útræði mikið. Var það mikill lifsbjargarvegur Mýr- dælinga og þangað sóttu marg- ir til róðra á útmánuðum aust- an yfir Mýrdalssand. Fullvíst má teija, að ein elzta versitöð hér um slóðir hafi verið við Dyrhólaej' og þá ým- ist að austan eða vestan eða sunnan — á Kirkjufjöru — eftir því hvernig ósinn lá og landslagið lagaði sig eftir áhrifum náttúruaflanna. Til þess benda ýms örnefni — Há- karlsbrekka og Hákarlsból of- an við Hildardrang, sem er vestan við Eyna, Garðar (Fiskigarðar), Sundmagasker o. fl. E. t v. hefur verið þama viðiega í verbúðum þegar menn komu langt að til að Framli. á bls. 13 17. Október 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.