Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Kort eftir Samúel.  La nd n áms í erð Ingólfs.   Hin ö r) a gaþr 11 n gna
útþrá hins k.jarkmikla inanns. seyðir viktnginn til hins ©numda
lands. Ber hann á arnarvængjum og stefnir á vonarstjörmura,
eem lilasir við, beint fyrir stafni. (Sbýriag úr bók Samúels).
Misjafnlega vel mínníst mað-
nr samferðamanna sinna. Stim-
ir falla í skuggann með timan-
um og fyrir rás tímans, aðrir
standa upp úr fjöldanum,
skera .sig úr, verða ógleyman-
legir. Kkki þarf það alltaf að
vera, að kynni manns af öðr-
um hafi verið svo náin, heldur
þó hitt frekar, a3 allur per-
sónuleiki mannsms, sem maour
minnist, hafi verið slíkur, að
hann verði ógleymanlegur.
1 þessari grein ætla ég að
lýsa og segja frá einum slík-
um sajmferðajmanni, merkum Is-
lendingi, sem mér hefur löng-
nm fundizt líggja óbættur hjá
garði. Aldrei urðum við nánir
vinir, en sú var hins vegar
raunin með föður minn og
hann, og ég kynntist honnm
talsvert yegna þess, og ég var
ftamstarfsmaðiir lians um tíma.
Maðurinn, sem ég hef í huga,
hci Samúel Eggertsson, kenn-
ari, oftast kallaður skrautrit-
ari, enda voru myndir hans og
kort þekkt um allt land, ekki
sizt myndin at séra Hallgrími
Péturssyni í prédikunarstóln-
um með allar Passíiisálmaiitgáf
urnar í kringum sig. Og sjálf-
sagt muna margir eftir íslands-
kortinu, sem hékk uppi á vegg
f skölamim þeirra.
FBÆDIMADUKINN
SAMÚEI,
Samúel var mjög drátthagur
©g kortin hans mörg guhfalleg
og fróðleg. Er það raunar 'órm-
ur saga, sem ekki verður sögð
hér, að íslenzkri kortaútgáfu,
-— hvað viðkemur sögulegum
kortum, hefur mikið hrakað,
þótt jólakort og landslagskort
gerist nú œ vandaðri. En i mín-
um augum var Samúel fyrst og
lremst fjölhæfur fræðimaður,
stærðfræðingur og náttúrufræð
ingur, sem allt vildi rannsaka
og mæla. Og mér er kunnugt
um það, að veðurathugan-
ir gerði hann á hverjum degi
um langt árabil og skráði í bæk
ur. Hann átti og stórt bóka-
«afn sjálfur, þótt efnin hafi
sjálfsagt ekki alltaf verið mik-
11 til bókakaupa. Hann hafði
sjaldan tækifæri til að láta
binda bækur sínar, en það kom
ekki að sök, því að hann bjó
um þær í hlífðarkápu úr brún-
lim maskínupappír, og skraut-
ritaði siðan nafn höfundar og
bókarheiti á kjöl.
FRÚBMENNED SAMÚEE
liinínum augum var Samúel
einnig mikið prúðmenni, hæg-
ur í umgengni, mátti aldrei
vamm sitt vita, og geislaði frá
honum hlýja, og fann ég það
bezt, þegar við unnum saman
við að kortleggja jörð foreldra
minna, Kiðafel], sumarið 1943,
og segir fxá því siðar. Þá var
Sainúel nærri áttræður og milli
ofckar 60 ára aJdursmunur, en
þó gekk hann kvikur á fótinn
um fjöll og fjöru, sifræðandi
mig og ieiðbeinandi. LíkJega
hefur Samúel verið fædd-
ur kennari, og stundaði lika
kennslu í 42 vetur, þótt störf
hans beindust jafnhliða að
öðru. Sex árum siðar, að við
unnum saman, var hann allur,
þvi að hann lézt 7. marz 1949.
ÆTT OG UPPKUNI
En víkjum nú um stund að
uppruna og ætt Samúels Egg-
ertssonar. Hann fæddist á
Melanesi á Rauðasandi i Vest-
ur-Barðastrandarsýslu 25. maí
1864, sonur hjónanna Eggerts,
bónda þar, siðar barnakenn-
ara á ísafirðí og sýsluskrifara
í Haga, Jochumssonar bónda i
Skógum i Þorskafirði, Magnus-
sonar, og konu hans Guðbjarg-
ar Ólaísdóttur, bónda á
Rauðumýri á Langadalsströnd,
Bjarnasonar.
Föðurbróðir Samúels var
þjóðskáldið Matthías Joehums-
son, og Samúel átti mörg systk-
ini, bæði alsystkin og hálf-
systkin, og má t.d. nefna séra
Matthías Eggertsson í Gríms-
ey, Jœhum Eggertsson skáld
(Skugga), Önnu Kristjönu,
konu Sigurmunds læknis Sig-
urðssonar, og mörg fleirí, þótt
ekki verði gert hér.
Hann var aiinn upp í Mun-
aðstungu í Reykhólasveit hjá
Brandi bónda Árnasyni og
Sigriði konu hans, og um
tíma kenndi hann sig við
þann stað. Hann varð bú-
fræðingur frá Ólafsdal 1889,
vann að jarðyrkjustörfum til
1894, að búskap til 1907 á
Stökkum á Rauðasandi ásamt
sjómennsku á opnum bátum.
Kenndi hann viða í Barða-
strandarsýsiu og frá. 1909—
1935 i Reykjavík. Hann mun
bafa mælt og kortlagt 30 kaup-
staði og þorp. Þá vann hann
um tíma á Veðurstofunni, enda
var hann vel fróður um veð-
ur og veðurlag. í heimasveit
sinni var hann hreppsnefndar-
maður og oddviti sóknarnefnd
ar. Og eins og áður segir starf-
aði hann um langt skéið sem
Friðrik Sigorbjörnsson
Drátt-
hagur
alþýðu-
spekingur
Samáel Eggertsson
II
_—~-----------—----------__—
;;/   v
P»^|lil
¦'.'"•  ••    '¦•
¦ Ví'- • "
Siw.Blirt tSSa
ikidi
nliMWnfwni'ff'iwiMiiiiiiiiwrtu................«iTi
X
>á
t&? JamHmidi           ;'tuJiJ;jmÁi~
y tj}^^>^^Mii^^^r\ íi&Jfndi.,
jff3áfisfefi? ^ náí^i|ffclsii,Bírlfe;Pr^^^l, J^|^,ra-^'Pi lrtw.i^fs#stó'ííí.j» %||]
íslands f jöll. Hlutfallsleg hæð f jalla sýnd.
skrautritari og hlaut heiðurs-
merki og heiðursskjaí íyrir
skrautritun 1911, og hefur það
vafalaust verið m.a. fyrir kort-
ið, sem hann teiknaði í tilefni
af aldarafmæh Jóns Sigurðs-
sonar, og birtist mynd af því
með grein þessari. Hann mun
hafa gefið út milli 30 og 40
kort, flest varðandi sögu lands
ins, einnig minningarspjald
Eimskipafélags ísiands og
Hallgiims Péturssonar, sem áð-
ur var nefnt, en þau spjöld
teomu bæði út 1914. í«á hef ég
áður minnzt á Islandskort
hans, sem fræg eru og margir
nemendur hafa lært á.
KVOIÍFANG SAMtJELS
Hinn 20. október 1892 geng-
ur Samúel að eiga Mörtu
Elísabetu Stefánsdóttur gull-
smiðs í Hitarneskoti. Þau eign-
uðust 3 börn, og var hjóna-
band þeirra ástrikt, en Marta
dó réttum 10 árum á undan
Samúel. Hann virti konu sína
framar öllu öðru og henni til-
einkar hann merka bók, sem
Isafoldarprentsmiðja gaf út ár-
ið 1930, raunar með styrk Al-
þingis, og nefnist Saga Islands.
Linurit með hliðstæðum annái-
um og kortum.
Tileinkunin iýsir ást hans og
Wýju til Mörtu konu sinnar og
er á þessa ieið: „l>etta litla rit
er með ást og virðingu fyrst
og freimst tileinkað elskulegri
eiginkonu minni, Mörtu Eiisa-
betu Stefánsdóttur, en þar
næst öllum sögu- og ættjarðar-
vinum."
SAGA fSLANBS
Mig langar þvfnæst að minn-
ast eiiitið frekar á „þetta litla
rit" hans, sem hann neínir svo
af alþekiktri hæversku, því að
það geymir svo gagnmerka
hiuti, og full þörf er á þvi, að
það sé endurprentað. Margar
fallegar myndir prýða það,
einkaniega af Isiandi (upp-
hleyptu), einnig kort, sem
snerta landnám Islands, en þó
er sk hlutinn sem stærstur er
og merkilegastur ótaiinn, en
það eru linuritin, með hliðstæð-
um annálum og kortum, en
sökum þess, hvernig þau eru í
iögun er vont að gefa hugmynd
um þau með birtingu mynda af
þeirn, en þó skal gerð tiiraun
til þess.
MENNING FÓLGIN f
SKILNINGI A FORTfÐ
OG NtJTfB
1 inngangi ritsins, sem er
hínn íróðlegasti,  speglast vel
ást Samúels á lamdi og þjóð.
Hann hefur verið einiægur ætt
jarðarvinur, og stenzt ég ekki
freistinguna að birta örfáar
línur úr innganginum. Þar seg-
ir m.a. á bls. 10—11:
„Andlegt lif þjóðanna stend-
ur venjulega í nánu hiutfalli
við fjölgun pg fækkun
ibúanna, — ekki sízt okk-
ar einangraða iands. ÞegaT
manndómur, kjarkur og fyrir-
hyggja sigrar erfiðleikana,
fjölgar fólkinu, en lúti þessir
hæfileikar í lægra haJdi fyrir
óblíðu náttúrunnar og óstjórn,
fækkar því. Þetta ber linurit-
ið greinilega með sér."
Síðan segir: „Nú er þjóðin í
flestum efnum á uppgangs- og
framfaraskeiðL Frelsi í öllum
efnum, innan mannúðíegs þjóð-
skipulags, er fengiO. EinstaW-
ingurinn á nú að mega njóta
orku sinnar undir verndar-
væng Xaga og réttar. Trúfrelsi,
atvinnufrelsi, ásamt aðgangi að
hverju því starfi og menningu,
er hvern fýsír og hann hefur
löngun og þrek til, liggur op-
ið fyrir." Og siðar á bls. 11
skrif ar Samúel:
„En — allar skjótar breyt-
ingar eru athyglisverðar,
engu að siður heilum þjóðum
en einstaklingum. Úr deyfð og
2© 1ÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS
9. janúar 1972
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32